Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 47
eer iviúi .0! auoAauxivaiM siaAjawyoíiOM ' BK. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JUNI 1992 47 hann um mátt hennar og sagði mér frá bænahópnum Ljósgeislanum, sem hann starfaði í. Og hann tók bænarefnin mín og gerði að sínum og bað þannig mik- ið fyrir foreldrum mínum. Þannig hlustaði hann og styrkti mig á allan hátt og gat sífellt gefið og glatt. Það er erfitt að hugsa til þess, að nú sé brosið hans fjarri og hlátur- inn hans þagnaður. Þetta er sárari kennd en orð fá lýst. En sannarlega væri þetta allt óbærilegt ef ekki væri vonin og trúin, sem hann átti svo ríka og sterka. Hann átti vissuna í sínu hjarta og hann megnaði að gefa öðrum að njóta þes alls með sér. Fyrir þetta allt vil ég þakka hon- um og fela hann góðum Guði á vald. Eg trúi því að vel verði tekið á móti honum og að ljósgeislinn hans muni áfram lýsa. Þannig man ég hann í ljósi og fegurð þess alls, sem lífið megnar best að gefa. Hann horfði í átt til ljóssins eilífa og benti mér svo sterkt í sömu átt. Megi góður Guð blessa og styrkja ættingja hans í þeirra miklu sorg. Minning Bjössa mun alla tíð lifa með okkur, sem áttum hann að vini. Ingibjörg Herta Magnúsdóttir. Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi.“ Vinur minn elskulegur, Bjössi, er farinn frá okkur á annað tilveru- stig, þangað sem leið okkar liggur, en kallið hans kom alltof fljótt. Við höfðum einmitt ekki mörgum klukkustundum áður verið að spjalla um dauðann. Af hveiju? Veit ég ekki. Hann trúði á Guð, líf eftir dauðann og það góða í öllu og öllum. Þegar mér barst fregnin um lát Bjössa sátum við mæðgur alllengi í þögninni, uns litla dóttir mín sagði: „Mamma mér er svo illt í hjartanu, ég get ekki grátið." Bjössi var eins og sólin, með geislum sínum sem voru fullir af hlýju og kærleik lað- aði hann að sér dýr, börn og allar tegundir af fólki. Hann átti mikið að gefa, en bað um ekkert í staðinn. Hann sagði og kenndi mér svo margt um lífið og tilveruna — um göngu lífsins og að allt hefði ein- hvern tilgang — sem stundum er ógerningur að sjá né reyna að skilja eins og á stundum sem núna. Hann talaði oft um lífsins veg, og það sem á vegi okkar yrði, steinana sem verða á vegi okkar, sem eru ekki þessi virði að staldra við, heldur gleyma og halda göngunni áfram, því á göngu allra manna væru dem- antar, það væri aðeins okkar að koma auga á þá. Einmitt þá ættum við að staldra við, taka þá upp og hlúa að, — aðeins þeir — það góða, yrði brennt í minnisbók lífins. Þegar ég lít til baka sé ég að ég er mjög gæfurík að hafa eignast svona góðan, skilningsríkan og ein- stakan vin — vin sem alltaf var til staðar þegar vel gekk og einnig á hinum stundunum. Sannkallaður demantur. Það var ákveðið að við nokkrir vinirnir færum saman til Englands og tilhlökkun hans leyndi sér ekki, þegar hann var að segja mér hvað ætti að gera og hvað þetta yrði annars spennandi, alveg nýr heim- ur. En áður en sú ferð hófst fór hann til annarra heima — heima sem við höfum svo oft rætt um. Ég hefði ekki getað ímyndað mér að maður ætti eftir að upplifa aðra eins sorg og er mér þá hugsað til orða Kahlils Gibrans eitthvað sem vinur minn elskulegur hefði svo líka auðveldlega getað sagt: „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Að lokum langar mig að vitna aftur í orð Gibrans: „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð, gleði þln uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þeg- ar hann þegir, skiljið þið hvor ann- an. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallíð best af sléttunni.“ Ég veit að almættið hefur tekið vel á móti Guðbirni Tómassyni og ætlað honum annað og veigameira hlutverk. Því, við sem hann þekkt- um, vitum að hann var einstök manneskja, og fáir geta fetað í fót- spor hans. Af heilum hug og hjarta bið ég algóðan Guð að styrkja okk- ur öll, og blessa börnin hans og aðra ástvini. Með fátæklegum orð- um mínum kveð ég að sinni vin minn elskulegan. Megi Guð blessa minningu Guðbjörns Tómassonar, sem mun halda áfram að lifa í hjört- um okkar allra, um ókofnna tíð. Rósa Matthíasdóttir. Bjössi, eins og við kölluðum hann, lést þann 30. maí sl. Kynni mín af Bjössa og fjölskyldu hans hófust fyrir 20 árum. Ég og fjöl- skylda mín vorum tíðir gestir á heimili hans og minningar frá þeim tíma eru mjög ánægjulegar. Þegar fjölskyldan flutti til Svíþjóðar á sín- um tíma, bjó ég hjá þeim um tíma í góðu yfirlæti. Aðalsme.rki Bjössa var léttur „húmor“ og hann hafði þann með- fædda eiginleika að vera „dipló“. Fyrir aðeins fáeinum vikum hitti ég hann á flugstöðinni, hressan og kátan að vanda og ræddum við saman í léttum dúr. Nú er hann horfinn sjónum í bili, en eftir standa góðar minningar um góðan mann og ánægjulegar samverustundir. Ég óska ættingjum og vinum guðs blessunar í þessari miklu sorg. Þótt við sjáumst oftar eigi undir sól, er skín oss hér, á þeim mikla dýrðardegi, drottins aftur fínnumst vér. (sálmur) Sigurður. Mig langar að kveðja með nokkr- um orðum kæran vin, sem lést með sviplegum hætti hinn 30. maí sl. Það var fyrir um það bil 10 árum að fundum okkar bar fyrst saman. Þá var Bjössi verkstjóri hjá bygg- ingafyrirtæki sem sá um bygging- arframkvæmdir fyrir Arnarflug hf. Eftir að þeim lauk var Bjössi ráðinn til Arnarflugs og varð flugrekstur hans starfsvettvangur síðan. Áður en Bjössi kom til Arnar- flugs hafði hann mest starfað við smíðar, en hann var lærður hús- gagnasmiður. Lengst af var hann þó verkstjóri hjá stórum bygginga- fyrirtækjum, og veit ég að hann var mjög eftirsóttur til þeirra starfa. Eftir að Bjössi kom til Arnarflugs hafði hann umsjón með öllum bygg- ingarframkvæmdum, auk þess að sjá um viðhald og eftirlit með eign- um félagsins. Jafnframt þessu tók hann þátt í störfum í flestum deild- um innan félagsins. Hann var ein- staklega ijölhæfur og traustur starfsmaður, sem vann öll verk vel og af samviskusemi. Þegar ég hugsa til þess tíma sem við unnum saman hjá Arnarflugi er mér minnisstæðast hvað Bjössi var skapgóður og þægilegur í um- gengni, enda var hann hvers manns hugljúfi, sem allra vanda vildi leysa. Á þessum tíma tókst með okkur góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Hjálpsemi hans og greiðvikni var einstök og naut ég góðs af, ekki síst þegar við hjónin stóðum í bygg- ingarframkvæmdum, en þar var hann alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur. Stöndum við í mikilli þakkarskuld fyrir það. Bjössi var tryggur og sannur vin- ur. Hann var traustur og vel látinn. Síðustu ár starfaði Bjössi hjá Atl- antsflugi og var h_ann stöðvarstjóri þeirra í Keflavík. Áhugamál Bjössa voru mörg, en þó var'vinnan alltaf hans helsta áhugamál. Hin síðustu ár fékk hann mikinn áhuga á spírit- isma og náði hann ótrúlegum árangri á því sviði, á skömmum tíma. Lét hann margt gott af sér leiða á þeim vettvangi og trúi ég því að hann hafi ekki lokið þeim störfum, og muni vinna þau áfram þó í öðrum heimi sé. Sár harmur er kveðinn að vanda- fólki Bjössa við sviplegt fráfall hans, en huggun þeirra og annarra, sem hafa verið svo lánsamir að kynnast honum vel, eru minning- arnar um góðan dreng, minningar sem allar eru jákvæðar. Við I fjölskyldunni viljum þakka Bjössa samfylgdina og góða vináttu og um leið og við sendum ættingjum hans okkar innilegustu samúðar- kveðjur biðjum við góðan guð að gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Orn Helgason. Hann hét Guðbjörn Tómasson en við hjá Arnarflugi kölluðum hann oftast Bjössa smið. Aðallega vegna þess að það var eiginlega alveg sama hvað þurfti að gera, hann kunni einhver ráð. Það var sama hvort það var í fríhafnarlagerinn í Keflavík, matur í vélarnar, akstur með áhafnir í Saudi-Arabíu eða skilveggur sem þurfti að færa til. Það var ieitað til Bjössa. Og það birti alltaf til þegar hann mætti á staðinn. Það er ekki ætlunin hér að rekja ættir Bjössa eða lífshlaup heldur aðeins minnast góðs vinnufélaga og vinar. Bjössi var með eindæmum skapgóður og skemmtilegur félagi og alltaf með gamanyrði á vörum. Hann vildi allra manna vanda leysa og setti þá ekki fyrir sig þótt það tæki einhvern tíma. Hann gekk að öllum sínum störfum með bros á vör. En Bjössi var meira en léttleik- inn. Það duldist engum sem ræddi við hann um landsins gagn og nauð- synjar að hann var skarpgreindur og vel að sér. Og hann var kannski einmitt að finna greind sinni og íhygli góðan farveg síðustu mánuð- ina sem hann lifði. Hann var þá ^ farinn að gefa lausan tauminn brennandi áhuga sínum á lífsgát- unni, bæði í þessum heimi og þeim næsta. Hann var þá orðinn félagi í Sólar- geisla með fólki sem deildi áhuga hans á þessum málum. Hann virtist einhvern veginn glaðari og sáttari við sjálfan sig og tilveruna en nokkru sinni fyrr. Samt var hann alltaf sami gamli góði Bjössi og tók hvorki sig né hugleiðingar sínar svo alvarlega að hann gæti ekki talað um þær á Iéttum nótum eins og allt annað. Bjössi er nú horfinn, löngu fyrir tímann. Honum fylgja hlýjar kveðj- ur okkar starfsfélaganna með þakk- læti fyrir samveruna. Bjössi var sjálfur ekki í neinum vafa um hvað tæki við þegar hann færi héðan. Þar er nú bjartara en áður. Starfsfélagar hjá Arnarflugi. t Faðir okkar, BALDVIN HERMANN JÚLÍUSSON, Skorhaga í Kjós, andaðist í Borgarspítalanum að kveldi 8. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Júlíus Baldvinsson, Emma Baldvinsdóttir, Hermann Baldvinsson. I t Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og afa, BJÖRNS HJARTARSONAR útibússtjóra íslandsbanka, Laugavegi 105, sem lést á heimili sínu þann 4. júní sl., fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavík föstudaginn 12. júní nk. kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er góðfúslega bent á að láta Hjartavernd njóta þess. Sigríður Th. Ármann, Sigbjörn Björnsson, Ragna J. Sigurðardóttir, Ásta Björnsdóttir, Guðni B. Guðnason, Pálína Björnsdóttir, Ásta L. Björnsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og fóstursystir, BERGÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Sandholti18, Ólafsvík, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 6. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 12. júní kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Þóra Árnadóttir, Júlíus Ingason, Sigurbjörg Árnadóttir, Björgvin Konráðsson. t Útför EGILS JÓNSSONAR, Bræðraborgarstíg 49, verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. júní kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, eru vinsamlega beðnir að láta SÍBS eða Hjartavernd njóta þess. Fyrir hönd vina og vandamanna, Grfmur Jónsson, Þórarinn Ólafsson. t Jarðarför ástkæru móður okkar, tengdamóður og ömmu MARÍU HANNESDÓTTUR, Meðholti 9, Reykjavík, sem lést 4. júní, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. júní kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarkort Slysavarnafélagsins. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Þ. Ingimarsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Hannes Jónsson, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ELÍASSON, andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, 7. júní. Fjóla Óskarsdóttir, Elías Andri Karlsson, Rannveig Jónsdóttir, Ómar S. Karlsson, Fjóla Valdimarsdóttir, Óskar G. Karlsson, Brynhildur Jónsdóttir, Sólbjörg Karlsdóttir, Tómas Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Utför GUÐBJÖRNS JÓNS TÓMASSONAR, stöðvarstjóra Atlantsflugs í Keflavík, Snorrabraut 63, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 10. júní kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag íslands. Ólafía Guðbjörnsdóttir, Heimir Guðbjörnsson, Þuríður B. Guðmundsdóttir, Rakel Guðbjörnsdóttir, Ólafur R. Guðmundsson, Elvar Guðbjörnsson, Cintia Borja og barnabörn. Lokað frá kl. 12-16 fimmtudaginn 11. júní vegna jarðar- farar PÁLS GUNNARSSONAR. Höfðadekk hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.