Morgunblaðið - 12.06.1992, Page 12

Morgunblaðið - 12.06.1992, Page 12
HVlTA HÚSIÐ /SlA 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 papaya hámænng Úrtoeinaö svínalæri kg. Pylsur kg. DMteiihrauð 5 stíCjýlft Hytop sinnep 227 gr. Útilistaverk Daniels Burens við Gallerí einn einn. DANIEL BUREN megin, þar til þau lokast í endan- legri súlu. Hlutföllin í þessu síðara verki eru afar skemmtileg og leiða það að rökréttri lokun. Annað verkið vísar þannig út, en hitt inn á við; bæði færa byggingareindir til, og loks tengjast þau innbyrðis í gegnum rendumar. Við skoðun verka Daniels Bur- ens kemur fljótt í hugann saman- burður við verk Christos, sem voru sýnd hér á landi á síðasta ári. Báðir vinna út frá umhverfinu og draga athygli fólks að einkenn- um þess með því að umbreyta því tímabundið, hvor á sinn hátt; Christo pakkar því inn í plast eða afmarkar á annan hátt, en Buren byggir við það og málar á reglu- legan og lifandi máta. Þegar verk- in hafa verið tekin niður stendur ekkert eftir nema vitund manna um hvað listamennimir höfðu gert, og hin nýja sýn á umhverf- ið, sem verk þeirra hafa skapað. Verkin sjálf em þá ekki lengur til, heldur aðeins vitnisburður þeirra í Ijósmyndum, lýsingum og öðmm heimildum. Buren virðist hins vegar hafa það fram yfir Christo að verk hans em ætíð eitthvað fyrir aug- að; þau leitast við að skreyta umhverfið og draga athyglina að því með því að bæta það fremur en að svipta það eigindum sínum, líkt og innpökkun Christos hefur gert. (Þó má ætla að Christo hafi verið að nálgast myndsýn Burens síðustu ár, sbr. hið afar myndræna sólhlífa-verkefni hans í Bandaríkj- unum og Japan síðastliðið haust.) Þetta jákvæða viðhorf Burens til umhverfisins hefur gert það að verkum að honum hefur verið boðið að setja verk sín upp víða um heim og víða náð að laða fram sérstöðu umhverfisins á skemmti- legan hátt, líkt og verkin hér gera. Vegna sýningarinnar hefur einnig verið tekið saman lítið hefti með nokkmm greinum lista- mannsins, en hann hefur ekki síð- ur notið virðingar vegna skrifa sinna um málefni sem tengjast myndlistinni. Þetta hefti hefur að geyma velkomnar hugleiðingar; erindi sem Buren flutti við út- skrift listnema í listaskóla einum ætti að vera skyldulesning öllum listnemum, og greinin „Lista- verkaþjófar" ætti að vera öllum listamönnum og einkum starfs- fólki listasafna og annarra sýn- ingarstaða dijúgt tilefni til hug- leiðinga. Verk Daniels Burens við Lista- „ safn íslands og Gallerí einn einn við Skólavörðustíg mun standa uppi til 25. júní, og ætti sem flest- um að vera ánægjuleg útivist að ganga á milli staða til að njóta þeirra. Myndlist Eiríkur Þorláksson Gildi Listahátíða í Reykjavík fyrir myndlistina í landinu felst ekki eingöngu í góðum sýningum, innlendum og erlendum, heldur ekki síður í góðum gestum, sem hingað koma og vinna sín lista- verk sérstaklega út frá því um- hverfí sem ísland býður upp á. Fyrir tveimur árum var merkasti gesturinn á þessu sviði Bandaríkj- amaðurinn Richard Serra, og verk hans í Viðey, „Áfangar", á eftir að standa um aldur. Nú er kominn annar góður gestur, og það undir- strikar betur en flest annað fjöl- breytileik myndlistarinnar hversu ólíkir þessir tveir listamenn eru í verkum sínum. Listasafn íslands og Gallerí einn einn við Skólavörðustíg hafa sameiginlega boðið franska lista- manninum Daniel Buren hingað til lands í tilefni Listahátíðar. Buren er vel þekktur á alþjóða- vettvangi og hefur starfað víða um lönd síðustu tvo áratugi. Verk hans eru ætíð tímabundin og byggja á því umhverfi, sem þau tengjast; þau eru þannig stað- bundin í bókstaflegri merkingu þess orðs. Jafnframt er helsta ein- kenni verka listamannsins að hann notar mikið lóðréttar rendur í þessum verkum (sem næst 8,7 cm að breidd), sem eru hvítar og litaðar á víxl. Þannig skapast ákveðin hiynjandi sem tengir verk listamannsins saman, hveijir sem litimir eru og hver sem lögun þeirra er að öðru leyti. Hér á landi hefur Buren unnið tvö verk, annars vegar við Gallerí einn einn og hins vegar við Lista- safn Islands; sameiginlega nefn- ast verkin „Staðsetning/Vörp- un/Tilfærsla — Staðbundin verk“. Þessi nafngift segir felst sem segja þarf um þau atriði, sem list- amaðurinn er að fást við hér, og um leið sýnir hún hversu einföld og skemmtilega uppbyggð þessi grípandi verk geta verið. Verkin eru byggð á staðnum þar sem þau standa; á Skólavörð- ustígnum hefur verið reist viðbót- ar-framhlið á galleríið, nákvæm eftirmynd, máluð í svart og hvítt, en í Listasafninu hefur inngang- urinn verið notaður sem viðmiðun við gerð stigminnkandi hliða (sem eru máluð grænum og hvítum röndum) sem standa í beinni línu inn eftir anddyrinu og út hinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.