Morgunblaðið - 12.06.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 12.06.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1992 35 ánægjan hjá henni yfir að fá heim- sókn og fylgjast með högum afkom- endanna. Og mikið var samfagnað ef áfanga var náð. En jafnframt var hvatt til frekari dáða. Fyrsta sjálf- stæða heimsókn mín í Meðalholtið orsakaði að vísu uppistand. Það hef- ur verið árið 1949, að ég ákvað að ég gæti farið einn úr Mjölnisholti í Meðalholt. Sú ferð tók víst drjúga dagstund og var haldið að drengur- inn hefði farið sér að voða. Á leiðar- enda komst hann þó og fékk þar ríku- lega umbun. Bamabömin ömmu Maríu urðu þrettán, barnabarnabörnin orðin tuttugu og fjögur og barnabama- barnabarnið er orðið sjö ára. Þessi hópur allur átti hauk í horni í ömmu í Meðalhoiti. Þaðan bárust t.d. listi- lega pijónaðir vettlingar og sokkar og þaðan bámst bréf og póstkort þegar dvalist var erlendis. Sendibréf ömmu voru ávallt hlý og vel skrifuð. Hún tók virkan þátt í félagsstörf- um, t.d. innti hún mikið og óeigin- gjarnt starf af hendi á vegum kvennadeildar Slysavarnafélags ís- lands. Starfaði hún þar m.a. mikið með vinkonu sinni, Gróu Pétursdótt- ur, sem lengi var formaður deildar- innar. Árið 1980 var amma kjörin heiðursfélagi kvennadeildar slysa- varnafélagsins í þakklætisskyni fyrir giftudijúg störf. Þá söng hún í mörg ár í kirkjukór Óháða safnaðarins og tók þátt í upp- byggingu kirkju hans við Stakkahlíð. Við Jóhanna föðursystir fórum í sunnudagaskóla til sr. Emils, fyrst í samkomusal Austurbæjarbarnaskól- ans og síðar í kirkju safnaðarins við Stakkahlíð og þar fermdust við fyrir tilstilli ömmu. Hún spilaði mjög vel á forláta orgel í stofunni í Meðal- holti. Meðal undrunarefna æskuár- anna var, að mér fannst hún kunna alla sálmabókina utanað. Á prestum og trúmálum hafði amma afgerandi skoðanir, eins og svo mörgu öðru. Prestar voru t.d. ekki prestar ef þeir ekki gátu tónað, fannst henni. Hún var ávallt viss í trú sinni á líf eftir dauðann. Þess vegna óttaðist hún hann ekki frekar en flestir af alda- mótakynslóðinni. Hún var sjálf búin að ákveða nákvæmlega sálma þá, sem sungnir verða í Dómkirkjunni í dag. Við sem á eftir göngum tökum hressilega undir og þökkum langt og farsælt líf og starf ættmóðurinnar Maríu Hannesdóttur. Blessuð sé minning hennar. Hjálmar. I örfáum orðum langar mig að minnast María Hannesdóttur ömmusystur minnar, eða „Mæju ömmu“ eins og ég og systur mínar kölluðum hana allt frá barnsaldri. Ekki var ég hár í loftinu þegar ég fór niður til að fá nammi og gott að drekka þar, einnig til að hlusta á orgelspil hjá henni. Er ég fluttist úr Meðalholtinu fækkaði ferðum lít- ið þangað, til ömmu og Mæju ömmu, og urðu þær einn af föstu punktum lífs míns fram eftir aldri. Eg vil fyrir hönd systra minna þakka Mæju ömmu allar góðar stundir, og hlýhug í okkar garð á liðnum árum. Hafi hún ástarþakkir fyrir allt. Ingimar Bragi Stefánsson. María var fædd í Stykkishólmi, elsta dóttir hjónanna Hannesar Andréssonar skipstjóra og Jóhönnu Þórunnar Jónasdóttur frá Helgafelli. Móðir hennar dó er hún var 10 ára. Um fermingaraldur dvaldist María við ýmis störf í Breiðafjarðareyjum, en fer 17 ára til Reykjavíkur. Árið 1922 giftist María Jóni Guðmunds- syni frá Hjalla í Ölfusi, en þau settu saman bú að Bakka í sömu sveit. Sérfræðingar í blómaskreytingum vió öll tækifæri Bblómaverkstæði INNAæ. Skólavörðustíg 12 á horni Bérgstaðastrætis sími 19090 Jón andaðist fjórum árum síðar og fluttist María þá til Reykjavíkur með börn þeirra tvö, Hannes og Herdísi. Eftir það bjó María allan sinn aldur í Reykjavík. Til að sjá börnunum farborða pijónaði María fatnað úr ull og notað- ist ávallt við handknúna pijónavél. Þannig fengu óteljandi unglingar hlýja og góða flík, er entist þeim vel. Þannig man ég þessa fínlegu frænku mína, sístarfandi, ítandi sleð- anum fram og aftur, þar til ný flík birtist. Árið 1937 giftist María Ingimar Björnssyni, sjómanni og vélvirlq'a, én hann dó langt um aldur fram 1967. Með Ingimar átti hún tvö böm, Jó- hönnu og Ingimar Braga. Ingimar Bragi dó aðeins 11 ára gamall. Systkini Maríu voru Gunnar, Al- fons, Sigríður og Ástríður, en þau eru öll látin. Börn Maríu voru fjögur. Dr. Hann- es Jónsson fyrrv. ambassador, kvæntur Karen Waag, þau eiga sjö böm; Herdís Jónsdóttir kennari, var gift Haraldi Árnasyni vélfræðingi, en þau eiga fjögur böm; Jóhanna Ingimarsdóttir kennari, gift Stein- grími Hálfdánarsyni loftskeyta- manni, en þau eiga tvö böm. í nær fímmtíu ár bjuggu þær syst- ur María og Sigríður í Meðalholti 9. Þar leið þeim vel og bjuggu við mik- ið öryggi. Dugnaður Maríu var ein- stakur. Eftir að Ingimar dó 1967 og María einstæð móðir í annað sinn hélt hún heimili með reisn fram til hins síðasta, vildi sem minnsta að- stoð þiggja, þar sem hún gat komið höndum við sjálf. Hún sótti þrótt og gleði í kvæði og tónlist, spilaði á orgelið sitt og söng af list. María starfaði að mál- efnum slysavamafélagsins í áratugi, ekki með hávaðasömu tali heldur hljóðlega og af sinni eðlislægu hóg- værð. Hún var heiðurfélagi Slysa- vamafélags íslands. Guð blessi minn- ingu Maríu Hannesdóttur. Þórir Jónsson. Fleiri greinar um Maríu Hannesdóttur bíða birting- ar og munu birtast næstu daga. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma INGEBORG B. SIGURÐSSON, Grænumörk 3, Selfossi, lést að morgni 10. júní. Ernst Sigurðsson, Kristin M. Sigurðsson, Einar L. Gunnarsson, Margrét Sigurðsson, Baldur Jónasson og barnabörn. t Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, dóttursonur og frændi, MATTHÍAS Þ. GUÐMUNDSSON, Miðvangi 121, Hafnarfirði, lést þann 7. júní. Ragnheiður Matthíasdóttir, Guðmundur Brandsson, Guðmundur R. Guðmundsson, Ingibjörg S. Ingjaldsdóttir, Ragnheiður B. Guðmundsdóttir, Ægir Örn Guðmundsson, Örvar Þór Guðmundsson, Ragnheiður G. Guðmundsdóttir og systkinabörn. Utför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHELMS STEINSEN fyrrv. bankafulltrúa, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 12. júní, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameins- félagið og Barnaspítala Hringsins. Garðar Steinsen, Ásthildur G. Steinsen, Orn Steinsen, Erna Franklm, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGURGUNNLAUGSSON, Lambhaga 2, Selfossi, andaðist að Ljósheimum 7. júní sl. Jarðsett verður frá Selfosskirkju laugardaginn 13. júní kl. 13.30. Sigriður Ketilsdóttir, Erling Gunnlaugsson Guðrún Gunnarsdóttir, Erla Gunnlaugsdóttir, Ólafur (shólm Jónsson, Áskell Gunnlaugsson, Sesselja Óskarsdóttir, Eygló Gunnlaugsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Ásta Gunnlaugsdóttir, Björn Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Dóttir mín, móðir, tengdamóðir og amma, BJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR, Grettisgötu 54, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum að morgni hvítasunnudags 7. júní. Útför hennar verður gerð frá Stóra-Vatnshornskirkju í Haukadal laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Sæmundur Jónsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Barry Wéaving og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, MAGNÚS EINARSSON, Litlagerði 1, Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá Breiöabólstaðarkirkju laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Ragnheiður Guðmundsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Fossheiði 34, Selfossi, er lést þann 9. júní, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 13. júní ki. 11.00 árdegis. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Selfosskirkju, Sjúkra- hús Suðurlands og Ljósheima, dvalarheimili aldraðra, Selfossi. Þorbjörg Sigurðardóttir, Kolbeinn I. Kristinsson, Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Hákon Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, KRISTJÁN JÓNSSON, Kleppsvegi 118, lést í Landspítalanum 31. maí. Útförin hefur farið fram. Þökkum hlýhug og samúð. Steinunn Sölvadóttir, Ida Sigríður Kristjánsdóttir, Inga Dóra Kristjánsdóttir, Auðunn Kjartansson, Kjartan Sölvi Auðunsson, Sigriður Arnf innsdóttir, Auður Jónsdóttir og aðrir vandamenn. + Ástkæreiginmaður minn, faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB GUÐLAUGSSON, Skaftafelli, sem andaðist 4. júní, verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á hjúkrunarheimilið Skjólgarð, Höfn, Hornafirði. Guðveig Bjarnadóttir, Sigurður Jakobsson, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Þorsteinn Jakobsson, Guðrún Friðriksdóttir, Bjarni Jakobsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Heiðar Jakobsson, Ragnhildur Hjaltadóttir, Guðlaug Jakobsdóttir, Laurent Gressier, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður og móðurbróður okkar, KÁRA GÍSLASONAR, Skipasundi 70. Krístín Gísladóttir, Guðrún B. Árnadóttir, Inga B. Árnadóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengdadóttur og systur, ÖNNUMARY SNORRADÓTTUR. Sigmundur Jóhannesson, Tinna Björk Sigmundsdóttir, Arna Þöll Sigmundsdóttir, Snorri Ólafsson, Jóhannes Sigmundsson, Hrafnhildur S. Jónsdóttir, Nikolina Th. Snorradóttir, Sigurvin Snorrason, Jón Freyr Snorrason, Þorbjörg Snorradóttir. Lokað Útibú íslandsbanka, Laugavegi 105, verður lokað milli kl. 10.00-13.00 föstudaginn 12. júní vegna útfarar BJÖRNS HJARTARSONAR, utibússtjóra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.