Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 186. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ár liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun harðlínuafla Moskvubúar fagna í DAG, 19. ágúst, er ár liðið frá því að harðiínukommúnistar reyndu að ræna völdum í Sovétríkj- unum fyrrverandi. Valdaránstil- raunin fór út um þúfur á örfáum dögum og nokkrum mánuðum síð- ar liðuðust Sovétríkin í sundur. Moskvubúar ætla að fagna lyktum tilraunarinnar í dag og næstu daga og minnast þéirra, sem létust í henni. Á myndinni eru borgar- starfsmenn í Moskvu að koma fyr- ir fánum, sem eiga að prýða mið- borgina meðan á hátíðarhöldunum stendur. Reuter Serbar ógna breskri herflutningavél SÞ stöðvar allt hjálp- arflug til Sarajevo Reuter Vargöld gerir hjálparstarf erfitt Farið verður að flytja mat til sveltandi Sómala um loftbrú Bandaríkjahers frá Mombasa á morgun. Þetta er einn stærsti hlekkurinn í keðju alþjóðlegra hjálparaðgerða í Sómalíu þar sem 1,5 milljón manna er að dauða komin af hungri. Á hverri mínútu deyr barn í landinu af næringarskorti og talið er að eitt af hverjum fjórum börnum undir fimm ára aldri sé þegar látið. Sameinuðu þjóðirnar hófu flug með vistir til landsins á laugardag og fyrsta flug Frakka til flutnings 200 tonna af matvælum verður í dag. En stærsti steinninn í götu hjálparflokka er vargöld sú sem ríkir í Sómalíu. Hópar vopnaðra unglinga stöðva bifreiðar með vistir, ræna matnum og drepa stundum þá sem reyna að koma hjálpinni áleiðis. Myndin sýnir verkamenn afferma skip hlaðin matvælum á höfninni í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, en þar eru árásir gírugra byssumanna tíðar. ir að reynt hafði verið að gera stór- skotaárás á breska herflutningavél í flugtaki. Háttsettur embættismað- ur Sameinuðu þjóðanna sagði að atburðurinn væri til athugunar og til greina kæmi að svara með loft- árás á stórskotavopn Serba í grennd við flugvöllinn. Það yrði fyrsta er- lenda hernaðaríhlutunin í stríðinu í Bosníu, sem hefur staðið í fjóra mánuði og kostað 8.000 manns lífíð ef marka má opinberar tölur. Tafyug-fréttastofan í Belgrad sagði að serbneskar hersveitir hefðu gert árásina á hótelið í Sarajevo í fyrrinótt en því vísa yfirmenn þeirra á bug. Eldur kom upp í bótelinu og þijár hæðir þess af sex eyðilögð- ust. Að sögn sjónarvotta skutu leyniskyttur Serba á fólkið er það flúði út úr byggingunni. Um 800 flóttamenn voru í hótelinu. Um 1.000 flóttamenn fluttir frá borginni Sareyevo. Reuter. UM 1.000 flóttamenn, aðallega konur, börn og aldrað fólk af serb- neskum ættum, voru fluttir frá Sarajevo í gær og er þetta í annað sinn sem óbreyttir borgarar eru fluttir þaðan á innan við viku. Fimm manns biðu bana og átta særðust í fyrrinótt þegar sprengjukúlum var skotið á hótel í miðborginni. Yfirmenn Flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna stöðvuðu í gær alla umferð um flugvöll Sarajevo eftir að serbneskir skæruliðar ógnuðu breskri herflutningaflugvél í flugtaki. Flóttafólkið var flutt með rútum og bifreiðum frá umferðarmiðstöð í Sarajevo, sem hefur hvað eftir annað orðið fyrir sprengju- og vél- byssuárásum. Brynvarðar bifreiðar friðargæsluliða SÞ fylgdu bílalest- inni. Embættismenn SÞ ákváðu í gær að loka flugvellinum í Sarajevo eft- Yfir 2.000 útlendingar í Gúlaginu Moskvu. Reuter. YFIR 2.000 útlendingum frá 31 landi var haldið föngum í vinnu- búðum í Síberíu á Stalínstíman- um samkvæmt leyniskjölum ör- yggislögreglu Stalíns, NKVD. Oryggisráðuneyti Rússlands gerði þetta uppskátt og segir embættismaður þar ljóst að tala þeirra sem urðu fyrir „hreinsun- um“ Stalíns sé miklum mun hærri en fjölmiðlum hefur hing- að til verið sagt. Meðal útlendinga í Gúlaginu voru 500 Búlgarar, 155 Mongólar, 116 Þjóðveijar, 29 Ungveijar og tveir Bretar. Örlög þessa fólks af listum öryggislögreglu Stalíns eru óljós. En fjölda útlendinga sem varð fyrir barðinu á NKVD er ekki að finna í leyniskjölunum. Vitað er að þús- undir Pólveija voru drepnar af lög- reglu Stalíns í seinni heimsstyrjöld og þegar ”hreinsanir“ stóðu sem hæst á fj'órða áratugnum voru hundruð erlendra kommúnista handtekin eða látin hverfa. Aðrir voru þvingaðir til að taka sovéskt ríkisfang og virðast þannig hafa horfíð af listum um útlendinga. Bandamenn íhuga hernaðaraðstoð við íraska stjórnarandstæðinga umkringir svæði shíta New York, Bagdad, London, París. Reuter JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði I gær að banda- menn teldu að ekki væri lengur hægt að sætta sig við framferði Saddams Husseins íraksforseta. Beitt yrði hervaldi til að hindra árásir íraska flughersins á upp- um hríð á sitt vald mörgum borg- um í suðurhéruðunum. Heimildar- menn segja að úrvalssveitir forset- ans, Lýðveldisvörðurinn, hafí kom- ið sér fyrir við jaðar svæðisins til að hindra fólk í að nota síðustu undankomuleiðina og flýja til ír- ans eins og tugþúsundir manna hafa gert undanfarna mánuði vegna stanslausra sprengjuárása. Herliðið beitir stórskotaliði og flugvélum til að sprengja bústaði fólksins í tætlur, einnig er sagt að beitt hafi verið napalm-sprengj- um og jarðvatn eitrað til að hrekja arabana á brott með því að gera þeim ókleift að lifa af landinu. Heimildarmenn segja að Sadd- am hafí treyst því að athygli um- heimsins myndi öll beinast að ástandinu í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu í síðasta mánuði er hann ákvað að hefja lokasókninsf gegn andstæðingum sínum í suðri. Irakar hafa bannað fréttamönnum að fara til héraðanna, einnig eftir- litsmönnum SÞ sem hafa þó feng- ið að hafa fáeina menn í borginni Nasiriyah. Sjá ennfremur frétt á bls. 19 , The Daily Telegraph. reisnarmenn shíta í suðurhluta landsins. Breskir embættis- menn segjast hafa sannanir fyr- ir því að Saddam ætli að láta eyða öllu mannlegu lífi á stóru svæði í suðurlilutanum og Bandaríkjamenn hafa sagt að Saddam geti átt yfír höfði sér loftárásir ef hann hlíti ekki vopnahlésskilmálum undan- bragðalaust. Roland Dumas, ut- anríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að flugbann hefði reynst árangursríkt við að vernda Kúrda í Norður-Irak fyrir herjum Saddams. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna í Bagdad reyndu ekki að komast inn í varnarmálaráðuneyti íraka í gær og sögðu bandarískir talsmenn að stjórn George Bush hefði stutt þá ákvörðun. Eftirlits- mennirnir sögðust hafa fengið all- ar þær upplýsingar sem þeir hafí beðið um. Að sögn íraskra stjórnarand- stæðinga í útlegð leggur Saddam nú ofurkapp á að bijóta á bak aftur alla andspyrnu meðal fólks á fenjasvæði í suðurhluta landsins þar sem Efrat og Tígris renna saman. Þar hafa öldum saman búið svonefndir Fenja-arabar en einnig flúðu þangað hundruð þús- unda manna af trúflokki shíta er risu upp gegn einræðisherranum í lok Persaflóastríðsins og náðu Urvalsherlið Saddams

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.