Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 r< Heimsklúbbur Ingólfs; Ferð um furðu- heim Austurlanda Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: Heimsklúbbur Ingólfs og ís- lensk-japanska félagið vekja at- hygli á því tækifæri sem býðst í heimsreisu til Austurlanda fjær í september næstkomandi með sér- stökum kjörum. Óvíða í heiminum hafa framfarir orðið jafn stórstígar og þar á síðustu áratugum. Ferðin stendur í 3-4 vikur og er lengst dvalist í Japan, en auk þess stans- að á Filippseyjum, Tævan og Tæ- landi. Ferðin spannar því í rauninni fjóra ólíka menningarheima, sem eru hver öðrum ólíkir með mismun- andi tungumál, trú, sögu og siði. Hinn austurlenski menningarheim- ur er í senn litríkur og magnaður dulúð. Þjóðum Vesturlanda hættir til að líta á lönd sín sem nafla heimsins og gá ekki að því að Jap- an hefur skotist framúr þeim á mörgum sviðum. í samanburði við þær Austurlandaþjóðir, sem rækt- að hafa lífskúnstina í þúsundir ára, líta margir á okkur sem byijendur. Kenningar Konfúsíusar um góð- mennsku og trúnað sem æðsta lífs- takmark eru enn í fullu gildi og í heiðri hafðar á eynni Formósu, þar sem rætur kínverskrar menningar ná óslitnar gegnum 5.000 ára sögu. Hvar sem borið er niður í sögu mannkynsins, sést að frelsi og menning eru undirrót allra fram- fara. Það er ekki tilviljun sem ræð- ur að framfarir og hagvöxtur er mestur í þessum löndum í heimin- um öllum í dag. Því er í senn skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir okkur að kynnast lífinu í löndum morgunroðans. Gott er að vera ferðamaður í Austurlöndum. Flest- um sem til þekkja ber saman um að glæsileiki og þjónusta bestu hótelanna í Austurlöndum beri af því sem þekkist annars staðar í heiminum, en búið er á fimm stjömu hótelum í allri ferðinni. Flogið verður með breiðþotu, Boeing 747, til Manilla á Filippseyj- um og dvalist þar í fjóra daga. Þar gætir spænskra áhrifa eftir 300 ára nýlendustjóm Spánveija, og rómversk-kaþólsk trú er ríkjandi. Ferðamenn lenda vart í tungumála- erfiðleikum, þar eð enska er út- breidd. Eyjarnar eru yfir 7.000 að tölu með hitabeltisgróðri og er feg- urð þeirra rómuð. -^Frá Manilla liggur leiðin til Tókýó, sem er ein stærsta og ný- tískulegasta borg heimsins, ólík öllum öðrum. Japanskt þjóðfélag er einstakt og á sér margar hefðir og djúpar rætur. í Tókýó starfar öflugt japanskt-íslenskt félag, sem sérstaklega mun taka á móti gest- um Heimsklúbbsins, en dvalist er á einu þekktasta hóteli borgarinn- ar. Frá Tókýó er farið í kynnisferð- ir, t.d. til hinnar frægu borgar Nikko, en einnig til Kamakuro og í þjóðgarðinn fræga við rætur hins helga fjalls, Fuji. Ferðast er með hraðskreiðustu Iest heirasins „shinkansen“, til Osaka, sem er önnur stærsta borg Japans, og dvalist þar í fimm daga á frægu hóteli, en farið í kynnisferðir til hinna fornu höfuðborga Nara og Kyoto, en einnig býðst ferð til Hi- roshima. Á eynni Formósu eða Tævan verður dvalist þijá daga í höfuð- borginni Tæpei og gist á nýjasta lúxushótelinu, Grand Hyatt. I söfn- um borgarinnar em varðveittar mestu gersemar kínverskrar listar, t.d. úr „Forboðnu borginni" í Pek- ing, sem fluttar voru þangað á dögum útlagastjórnar Chiang Kai- Sheks. Þrátt fyrir smæð sína er Tævan stórveldi í viðskiptum og vöruúrval ótrúlegt. Heimsreisunni lýkur í Tælandi, þar sem dvalist verður í ferðalok til hvíldar og hressingar á Am- bassador City-hótelinu í Jomtien við Síamflóann, sem býður upp á öll hugsanleg þægindi fyrir fólk í fríi og íjölda veitingastaða ólíkra þjóða. Þar er einnig hægt að lengja ferðina í lokin. Aðeins er um þessa einu ferð að ræða, sem er sérskipulögð fyrir Heimsklúbbinn og verður ekki end- urtekin í náinni framtíð. Hún er með svipuðu sniði og ferð á sömu ■slóðir í fyrra, en léttari þar eð dög- um hefur verið bætt inn í til hvíld- ar. Verð hennar er samt lægra en í fyrra, en ferðin er nærri uppseld. Vistheimilið á Sogni opnað 1. október: Náin samvinna höfð við Sjúkrahús Suðurlands Sérfræðingar Sogns einnig ráðnir til að sinna föngum á Litla-Hrauni VISTHEIMILIÐ á Sogni mun taka til starfa 1. október. Alls verða 26 stöðugildi við stofnunina en heimilið verður sérstök deild sem starfar í náinni samvinnu við Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi samkvæmt sér- stökum samningi sem undirritaður var 12. ágúst. Starfsmenn á Sogni fá allir starfsþjálfun í Sviþjóð og hér heima áður en vistheimilið tekur til starfa. Yfirlæknir og yfirsálfræðingur, sem jafnframt er starfsmannastjóri, eru ráðnir að Sjúkrahúsi Suðurlands en jafnframt til að sinna störfum við vistheimilið á Sogni og við fangelsið á Litla-Hrauni. Sérstök rekstrar- nefnd Sogns hefur með höndum umsjón og ábyrgð á því starfi sem fram fer þar ásamt því að skipu- leggja þjálfun starfsfólks innanlands og utan. Læknis- og hjúkrunarþjónustu verður sinnt frá Sjúkrahúsi Suður- lands sem einnig sér um allt bók- hald, fjármálalega umsýslu og greiðslu launa starfsfólks vegna rekstrarins á Sogni. Ennfremur um öll innkaup á lyfjum, hjúkrunarvör- um og öðrum rekstrarvörum. Sjúkra- húsið sér einnig um gerð rekstrar- samninga við starfsfólk Sogns, í samráði við rekstrarnefnd. „Þetta er vaxtarbroddurinn í heil- brigðisþjónustunni hérna. Ég vona að þetta samstarf gangi vel og geti orðið upphaf að deildaskiptu sjúkra- húsi á Selfossi með ráðningu geð- læknis og sálfræðings," sagði Haf- steinn Þorvaldsson framkvæmda- stjóri Sjúkrahúss Suðurlands. Hann sagði að það væru strax famar að berast fýrirspurnir um þjónustu geð- læknisins og sálfræðingsins. „Það er gert ráð fyrir því að þeir þjónusti fangelsið á Litla-Hrauni og mér finnst eðlilegt að þessi þjónusta styrki stöðu þess í héraðinu,“ sagði Hafsteinn. - Sig. Jóns. Aðalfundur Landssambands kúabænda: Kröfu um hagræðingu hjá afurða- stöðvum verði fylgt fast eftir í ÁLYKTUN aðalfundar Landssambands kúabænda, sem Iauk á Havnneyri í gær, segir að fundurinn telji samning Stéttarsambands bænda og ríkisins um mjólkurframleiðsluna fela í sér verulega kjara- skerðingu fyrir bændur og hann sé þeim að mörgu leyti óhagstæð- ur. Með hliðsjón af gjörbreyttu markaðsumhverfi mjólkurframleiðsl- unnar telji fundurinn þó rétt að samningurinn verði samþykktur á aðalfundi Stéttarsambandsins sem haldinn verður í lok þessa mánað- ar. Leggur aðalfundur LK' jafnframt áherslu á að kröfunni um hagræðingu hjá afurðastöðvunum verði fylgt fast eftir. Aðalfundur Landssambands kúabænda leggur áherslu á að haldið verði uppi öflugu starfí við rriarkaðsfærslu mjólkurafurða þeg- ar ábyrgð framleiðenda á fram- leiðslu og birgðum færist að fullu á hendur framleiðenda og afurða- stöðva samkvæmt búvörusamningi sem gildi tekur 1. september næst- komandi. I þessu sambandi fellst fundurinn á að tekið verði verðjöfn- unargjald allt að 1% af verði til framleiðenda til að mæta óhjá- kvæmilegum útgjöldum af þessum sökum. I ályktun aðalfundarins er skor- að á mjólkuriðnaðinn að sinna auknum kröfum neytenda eftir minna meðhöndlaðri mjólk, þ.e. líf- rænt framleiddri, ógerilsneyddri og ófítusprengdri, og jafnframt að leita leiða til að draga úr umfangi umbúða og umbúðakostnaði. Fund- urinn bendir á að heildarneysla mjólkur og mjólkurvara hafí í reynd verið að dragast saman undanfarin ár, og fram að þessu hafi mjólkur- iðnaðurinn leitast við að mæta þessum samdrætti með fleiri vöru- flokkum og dýrari umbúðum líkt og gert hafí verið í nálægum lönd- um. Þar hafí hins vegar einnig verið reynt að koma til móts við efnaminni neytendur, neytendur sem vilja minna meðhöndlaða vöru og umhverfissinna sem vilja draga úr umbúðamagni og kostnaði. Aðalfundurinn lýsir áhyggjum sínum af þróun mála á nautgripa- kjötsmarkaðnum vegna mikils framboðs af sláturgripum og harðri samkeppni við aðrar kjöttegundir. Felur fundurinn stjórn LK að fylgja því fast eftir að sláturleyfíshafar greiði framleiðendum fullt verð eins og það er skráð hveijum tíma, en velti ekki kostnaði sínum af undir- boðum yfir á þá. Þá er mótmælt harðlega hugmyndum um að mark- aðsstöðu nautgripakjöts verði rask- að með því að fella niður eða draga úr sérstökum endurgreiðslum vegna virðisaukaskatts af því, og beinir fundurinn því til stjórnar LK og allra félagsmanna að beijast af alefli gegn þessum hugmyndum. Fundurinn felur stjóm og kjötnefnd LK að vinna ötullega að markaðs- málum nautgripakjötsins og heimil- ar að tekið verði verðjöfnunargjald allt að 5% af verði nautgripakjöts til framleiðenda til að mæta kostn- aði sem þessu fylgir ef þörf krefur. Fundurinn ítrekar fyrri kröfu LK um endurskoðun á reglum um mat á nautgripakjöti, og bendir í því sambandi á fyrirliggjandi hug- myndir Guðjóns Þorkelssonar hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins að breytingum á matinu. í þeim hugmyndum er m.a. gert ráð fyrir að flokkun eftir skrokkþunga verði lögð niður og sett verði 4 mm fítu- lágmark á kjöt í UN-I og UN-* flokkum. „Hittumst í grillinu! “ Libby’s tómatsósur, tvenns konar flöshur- tvenns konar bragð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.