Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 // tfLta truLcfut*arhr'wg g&cg. /-Zoo Mronumotr ?" þú með á myndinni. \u^ ... gott augnasamband. TM Reg U.S Pat Oft.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Forstjórinn er á áríðandi fundi. Fáið ykkur sæti á meðan. HÖGNI HREKKVÍSI „ VlÐ ERUfr STOLTlR AF ENDURHÆ-FIN6AR- 'AÆTUMlNMI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Stóra tóftin á Hofsstöðum í 4 í Frá Þorsteini Guðjónssyni: í FRÉTT Morgunblaðsins 16. ág- úst, af uppgreftri stóru tóftarinnar á Hofsstöðum í Laxárdal S-Þing- eyjarsýslu, er missögn eða öllu heldur vansögn varðandi gagnrýni á tóftina. Finnur Jónsson prófessor og Daniel Bruun, landkönnuður, komust að þeirri niðurstöðu við uppgröft (1908), að hof mundi þama staðið hafa, en sá sem fyrst- ur hreyfði andmælum gegn þeirri niðurstöðu, var ekki Ole Olsen, heldur Aage Roussell, danskur maður, sem birti andmælagrein árið 1949 eða þar um bil. Þetta rifjar upp dálítið sniðugan kafla úr þessum þætti norrænna fræða. Prófessor Jón Jóhannesson hafði fengið mér það verkefni (1957) að rannsaka gögnin um hoftóftir á íslandi, og urðu þijár aðalniðurstöður mínar: 1) að undir hofslýsinguna í Eyrbyggju rynnu margar stoðir; 2) að sú lýsing væri fyrirmynd lýsingarinnar á Heimskringlu og þar af leiðandi eldri en hún: 3) að gagnrýni Aage Rousells væri óvönduð (Makværk) og lítt á henni byggjandi. Prófessor Jón viðurkenndi atriði nr. 2 og reyndar einnig nr. 3, en varðandi 1. atriði fannst mér hann of haldinn af þeirri hreyfíngu tímans, sem þá bar mest á, og stafaði frá Hrafnkötlufræðum Sig- urðar Nordals frá því um 1938 — sem voru mjög ólík Egilssögufræð- um sama manns frá árinu 1933, hin eldri miklu betri að mínu áliti. Ég hélt því fram af töluverðu kappi, að Eyrbyggjulýsingin gæti ekki verið út í bláinn, en vann ekki á. — En sé hún viðurkennd, má kalla að Hofsstaðatóftin sanni sig sjálf sem hoftóft. Aðalröksemd Aage Rousells var sú, að hin geysistóra bygging á Hofsstöðum hefði alveg eins getað verið skáli, þfe. íveruhús, og gerði hann þá viðbygginguna („hörg- inn“, sem ég taldi vera), að smiðju eða einhveiju þessháttar. Það er um þetta eins og fleira, að erfitt getur verið að afsanna eitt, þó að annað gefi skýrari heildarmynd. Og hin óvenjulega stærð hússins — ásamt viðbyggingunni, sem svarar nákvæmlega til þess sem segir í Eyrbyggjulýsingunni — bendir að mínu áliti eindregið til þess, að ekki sé um venjulegan eldskála á sveitabæ að ræða. Þetta er eitt af stærstu húsum frá vík- ingaöld, sem fundist hafa menjar um á norsk-íslenska svæðinu, ef ekki hið alstærsta, og mætti þess eins vegna vera hið frægasta. Fomminjavörðurinn, sem var árið 1957 (Kristján Eldjárn, síðar forseti, mikill fræðimaður), sagði mér, að hann teldi enga ástæðu til að taka niður af vegg hina al- kunnu grunnmynd af hofí, þrátt fyrir greinaskrif Aage Rousselis, en til hans þekkti hann vel. Niðurstaða Adolfs Friðriksson- ar, að hofið sé frá 10. eða 11. öld, staðfestir það sem áður var talið um aldurinn. Gaman hefði verið að fá ársetningu frá u.þ.b. 930-990. En það er það sem vera ætti, ef um höfuðhof Áskels góða, Ljóts á Þverá, eða næstu manna þar á eftir, væri að ræða. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, . Rauðalæk 14 HEILRÆÐI ÁRLEGA DETTUR FJÖLDIBARNA AF SKIPTIBORÐI. VÍKTU ALDREIFRÁ BARNIÁ SKIPTIBORÐI. SLYSAVARNAFELAG ISLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS Yíkveiji skrifar að er óhugnanlegt að lesa fréttir á borð við þær, sem Morgunblaðið birti í gær um elt- ingaleik fíkniefnalögreglu við grunaðan einstakling, eltingaleik, sem lauk með því, að tveir lög- reglumenn eru á sjúkrahúsi og annar þeirra í lífshættu. Á undan- förnum misserum hafa hvað eftir annað birzt fréttir um óhugnan- lega atburði, sem tengjast fíkni- efnaneyzlu eða fíkniefnaviðskipt- um. Víkverji hefur engar slíkar upp- Iýsingar undir höndum en spyija má, hvort flest ofbeldisverk, sem hér eru framin tengjist á einn eða annan hátt fíkniefnaviðskiptum eða neyzlu. Hvað er þess langt að bíða, að fíkniefnaneytendur eða þeir, sem stunda þessi viðskipti gangi um vopnaðir? Kannski gera þeir það nú þegar. Hvað er þess langt að bíða, að lögreglumenn verði að vera vopnaðir til þess að geta varizt árásum? Því miður bendir margt til þess, að ofbeldisverkum og glæpum, sem tengjast fíkniefnaneyzlu eða viðskiptum með fíkniefni fari ijölg- andi hér eins og annars staðar í heiminum. Og þá er þess ekki langt að bíða, að leikurinn harðni enn. xxx Opinberlega er lítið fjallað um fíkniefnaneyzlu sem vanda- mál hér nema þegar atburðir ger- ast af því tagi, sem urðu í fyrri- nótt. Það kemur sárasjaldan fyrir, að þessi vandamál komi til um- ræðu á Alþingi eða af hálfu ein- stakra ráðherra eða ríkisstjórnar. Fíkniefnalögreglan vinnur störf sín að langmestu leyti í kyrrþey. Er vaxandi innflutningur á fíkniefnum? Er nauðsynlegt að gera harðari ráðstafanir en gripið hefur verið til fram að þessu til þess að vinna gegn slíkum inn- flutningi? Er nauðsynlegt að leggja meiri fjármuni fram í bar- áttunni gegn fíkniefnainnflutningi til landsins? Þessar og margar fleiri spurningar vakna í kjölfar óhugnanlegra atburða á borð við þá, sem urðu í fyrrinótt. xxx að er líka ástæða til að spyija, hvort lögreglumenn okkar hafí hlotið nægilega þjálfun í að fást við fíkniefnaneytendur og þá, sem stunda viðskipti með fíkni- efni. Þegar lögreglumaður liggur á milli heims og helju á sjúkra- húsi af þessum sökum verður ekki hjá því komizt að horfast í augu við þennan veruleika. Vita þeir menn, sem að þessu starfa, og fjölskyldur þeirra í hvers konar hættu þeir eru? Hvernig er háttað tryggingum lögreglumanna, sem á annað borð fást til slíkra starfa. Að öllu þessu og mörgu fleiru er nauðsynlegt að hyggja í framhaldi af því, sem gerðist í fyrrinótt. Þeir sem að þessu vinna eiga kröfu á ákveðinni vernd, ákveðinni þjálfun og viðunandi tryggingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.