Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 15 Eimskipafélagið: Um þriggja milljarða ár- leg velta hefði orðið af Grænlandssiglingunum Eitt stærsta útboð sem íslenskt fyrirtæki hefur tekið þátt í Hafnarsvæðið í Álaborg í Danmörku. GRÆNLENSKA landsstjórnin ákvað fyrir skemmstu við hvaða fyrirtæki yrði samið varðandi skipaflutninga tU og frá landinu. Það voru þrjú skipafélög sem börðust um hituna, tvö dönsk, og Eimskipafélag íslands. Tilboði danska félagsins J. Lauritzen A/S í verkefnið var tekið, en komið hefur fram að tilboð þess var ny'ög álíka tilboði Eimskipa. Útboðið er eitt það stærsta sem ís- lenskt fyrirtæki hefur tekið þátt í, en árleg velta af flutningunum, sem verða um 200 þús. tonn á ári, er áætluð um þrír milljarðar króna. Útboð grænlensku lands- stjórnarinnar var liður í einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja þar í landi, en flutningar til og frá landinu voru áður á hendi KNI, ríkisfyrir- tækis sem auk þess annaðist versl- un og þjónustu á Grænlandi. Velta KNI var um 30 milljarðar á ári, þriðjungur íjárlaga íslenska ríkis- ins. „Greenland Line“ tilbúið á pappírunum í tilboði Eimskipa var gert ráð fyrir að stofnað yrði nýtt fyrirtæki um reksturinn, Greenland Line, og átti það að vera í 60% eigu Eimskipa á móti 40% grænlenskra aðila. Eimskip ætluðu að leggja fram 700 milljóna króna hlutafé. Tilboðið innihélt nákvæmar rekstraráætlanir fyrir Greenland Line fyrir þau átta ár sem sér- leyfi til flutninganna átti að ná til, þar sem gert var ráð fyrir að starfsmenn fyrirtækisins yrðu milli þijú og §ögur hundruð. Fé- lagið átti að hafa 5-6 skip í flutn- ingum. Inn í rekstur skipafélagsins fléttast svo rekstur 10 hafna á Grænlandi og dreifing frá þeim, svo og rekstur Grænlandshafnar- innar í Álaborg í Danmörku. Að sögn Þórðar Sverrissonar, fram- kvæmdastjóra hjá Eimskipum, var í áætlununum gert ráð fyrir að með gámavæðingu og annarri hagræðingu, ekki síst nánu sam- starfi við Eimskip á mörgum svið- um, hafi verið ætlunin að lækka farmgjöld til og frá Grænlandi um allt að 40% á fyrstu tveimur árun- um. í tilboði J. Lauritzen sem tek- ið var er gert ráð fyrir svipuðum meginstærðum, sömu lækkun farmgjalda og hugmyndir um eignaraðild, hlutafé og fleira eru í samræmi við tilboð Eimskipa. Mikil undirbúningsvinna Þórður sagði að hjá Eimskipum Þórður Sverrisson hafi fjöldi starfsmanna unnið að tilboðinu um þriggja mánaða skeið. „Það þurfti mikið átak til að klára alla enda málsins á þess- um stutta tíma,“ sagði hann. „Við höfum haft lögfræðinga á okkar snærum vegna þessa, bæði hér heima, á Grænlandi og í Dan- mörku. Ég er þeirrar skoðunar að reynslan af þessu hafi kennt okkur afar margt, og því sé alls ekki svo að sú vinna sem lögð var í þetta verkefni hafi verið unnin fyrir gýg,“ sagði Þórður ennfremur. „Á sama hátt var sú reynsla sem við höfum aflað okkur með rekstri á fyrirtækjum og skrifstofum er- lendis afar dýrmæt við vinnslu þessa tilboðs." í takt við stefnu Eimskipa Þórður sagði að þátttaka Eim- skipa í þessu útboði væri í takt við stefnu fyrirtækisins. „Þetta verkefni var að vísu óhemjustórt, en hefði fallið vel að okkar rekstri," sagði hann. „í Græn- landssiglingunum þarf að færa ýmislegt til nútímalegra horfs og Greenland Line hefði þannig þurft að ganga í gegnum ýmsar þær breytingar sem við höfum gert hjá okkur. Þá hefur fýrirtækið fært út kvíarnar í rekstri erlendis og stefnir að landvinningum á því sviði. Hins vegar sjáum við ekki fram á að taka þátt í svo stóru útboði á næstunni, enda eru þau ekki á hveiju strái,“ sagði Þórður. —....♦.-------- EM í skák: Jafntí skák Sigurðar Daða SIGURÐUR Daði Sigfússon hafði hvítt í skák sinni við Danann Steffen Pedersen í annarri um- ferð Evrópumeistaramótsins í skák 20 ára og yngri bænum Sas van Gent í Hollandi. Eftir fórnir á báða bóga og mikla baráttu neyddist Sigurður lokst til að taka þráskák þótt hann væri manni yfir. í gær hófst einnig minningarmót um Max Euwe í Sas van Gent. Sigurður tefldi sömu byijun og í fýrstu umferð, Gijótgarðsárás, og leit lengi vel út fyrir að hann myndi bera sigur úr býtum í viðureign sinni við Pedersen. Margvíslegar hótanir Danans komu þó í veg fyr- ir að svo gæti orðið. Skákin endaði - því með jafntefli eftir 40 leiki. Listasafn Gerðar Helgadóttur: 40 milljónir kr. í næsta áfanga FJÁRLÖG Kópavogsbæjar fyrir árið 1992 gera ráð fyrir því að um 40 milljónum króna verði veitt í framkvæmdir við listasafn Gerðar Helgadóttur. Fimm ár eru nú liðin frá því að hafist var handa við byggingu listasafnsins á Digraneshæð í Kópavogi. Eftir að fram- kvæmdir höfðu legið niðri í rúm 2 ár verður nú með haustinu geng- ið frá húsinu að utan. Þakgerð verður valin á safnið auk þess sem sett verður á það marmarasteinklæðning. Búið er að bjóða þennan hluta framkvæmdanna út og var tilboði Markholts hf. tekið en það var jafnframt lægsta tilboðið sem barst. Að sögn Gunnars Birgissonar forseta bæjarstjórnar Kópavogs mun fjárveitingin nægja til að ljúka framkvæmdum við listasafnið að utan. Hann sagði ennfremur að svo unnt væri að ljúka byggingarfram- kvæmdum að fullu þyrfti samtals um 130 milljónir króna. Það þýðir að heildarkostnaður verður á bilinu 220-240 milljónir króna. Aðspurður sagði hann það vera víðs fjarri upp- haflegri kostnaðaráætlun. Það var árið 1987 sem fram- kvæmdir hófust og var þá grafið fyrir grunni og á árunum 1987 og 1988 var byggingin steypt upp. I árslok 1989 var byggingin orðin fokheld. Þegar þeim hluta fram- kvæmdanna var lokið lágu fram- kvæmdir alfarið niðri í rúm 2 ár. Morgunblaðið/KRI Með haustinu fer í hönd næsti áfangi framkvæmda við listasafn Gerðar Helgadóttur i Kópavogi. Gunnar segir að þegar nýr meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar tók við 1990 hafi verið ákveðið að veita á ný fjármunum í byggingu safnsins enda hafi það legið undir skemmdum. Næsti verkhluti felst að sögn Gunnars í að klæða bygginguna marmara en einnig liggur fyrir að velja þakgerð á safnið. Þessi hluti var boðinn út nýlega og var tilboði Markholts hf. úr Kópavogi tekið. Nokkur verktakafyrirtæki þeirra á meðal Álftarós og ístak sóttust eft- ir verkefninu en tilboð Markholts var lægst og var það um 10% und- ir kostnaðaráætlun. Arkitekt safns- ins er Benjamín Magnússon en verkfræðistofa Guðmundar Magn- ússonar sér um hönnun safnsins. Gunnar Birgisson vonast til að safnið, sem kennt er við Gerði Helgadóttur myndlistarkonu, muni nýtast vel til fjölbreyttra menning- arstarfa. Safnið var fyrst og fremst hugsað sem safn verka hennar og annarra ágætra myndlistarmanna en Gunnar neitar því ekki að viðeig- andi væri að safnið nýttist til ann- arra menningarstarfa svo sem tón- leikahalds. Ennfremur vonar Gunn- ar að safnið megi komast í gagnið svo fljótt sem auðið verði. Plastbretti og verkfæra- kassar (WÍVERSLUN Klettagörðum 11, Reykjavík 91-68 21 30-68 15 80 BESTU KAUPIN Vegna hagkvæmra innkaupa getum við boðið takmarkað magn af AM ljósritunarvélum á ótrúlega góðu verði. Ódýrar í rekstri, skjót og góð viðhaldsþjónusta. - Dvergshöfða 27, sími 673737.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.