Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992
13
Fullveldi, laga-
flækjur og EES
Nýjar aðstæður hafa sannað gildi sjónarmiða Þorsteins
Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, frá 1990
eftir Hannes Jónsson
Lögfræðingafélag íslands og Rík-
isútvarpið boðuðu til umræðufundar
á Hótel Sögu laugardaginn 20. júní
sl. Á dagskrá var spurningin: „Þarf
að breyta stjórnarskránni vegna
EES-samninganna?“
Þetta myndarlega frumkvæði var
tekið til að örva rökstuddan mál-
flutning og umræðu um kjarna mik-
ilvægasta milliríkjamálsins, sem á
dagskrá er hér á landi í dag. Áttu
vandaðar umræður á fundinum sinn
þátt í því, að EES-umræðan hefur
að undanförnu að verulegu leyti snú-
ist um það, hvort EES-samningur-
inn stæðist ákvæði stjórnarskrárinn-
ar eða ekki.
Þetta er að sjálfsögðu grundvall-
aratriði, sem nauðsynlegt er að fá á
hreint. Hitt má þó ekki vanrækja
að gera sér grein fyrir ábata eða
tapi ríkisins af samningnum, þegar
allt dæmið er gert upp, né heldur
að kanna þörf okkar fyrir EES. Eru
hugsanlega aðrir og betri möguleik-
ar fyrir hendi, sem þjóna mundu ís-
lenskum hagsmunum betur í heimi
liðlega 170 ríkja heldur en að binda
sig við laga- og reglugerðafrum-
skóg skrifræðisveldis 18 Evrópuríkja
með tilheyrandi valdaframsali á
samningssviðinu? Er t.d. ekki
GATT-samningurinn, með fyrir-
liggjandi hugmyndum um eflingu
víðtækrar fríverslunar án takmörk-
unar á fullveldi ríkja, betri kostur
fyrir ísland en EES? Vissulega bend-
ir margt til þess, þótt ekki verði
farið nánar út í það hér og nú.
Hjásögli um EES
Utanríkisráðherra hefur um lang-
an tíma síendurtekið þá skoðun sína
að EES-samningurinn stangist ekki
á við stjórnarskrána. Hann hefur
einnig margoft endurtekið þá hjá-
sögli, að enginn málsmetandi lög-
fræðingur hafi haldið því fram, að
EES stangist á við stjórnarskrána.
Þó blasir sú staðreind við á síðum
Morgunblaðsins og DV frá þessu og
síðasta ári, að um langa hríð hafa
menn eins og Jóhann Þórðarson,
hæstaréttarlögmaður, og Sigurður
Helgason, fv. sýslumaður, sýnt fram
á það með gildum rökum, að ekki
væri hægt að samþykkja EES án
breytinga á stjórnarskrá. Dr. Guð-
mundur Alfreðsson, sem ásamt Hans
G. Andersen, fv. sendiherra, er há-
menntaðastur íslenskra lögfræðinga
í þjóðarrétti, setti fram hliðstæð
sjónarmið á rás 1, RÚV, 2. desem-
ber.
En fleira kemur til
Á fundi Lögfræðingafélagsins 20.
júní sl. sýndi dr. Guðmundur Alfreðs-
son fram á það með glöggum og
gildum rökum, sem enn standa
óhögguð, að breyta þyrfti stjórnar-
skrá, ef Alþingi vildi samþykkja EES
ásamt fylgisamningum.
Traustir og gætnir hæstaréttar-
lögmenn eins og Eiríkur Tómasson
og Ragnar Aðalsteinsson hafa opin-
berlega ráðlagt ríkisstjórninni að
leita með stjórnarskrárbreytingu eft-
ir heimild til að samþykkja EES sé
það ásetningur hennar. Síðan hefur
prófessor Björn Þ. Guðmundsson
lýst því yfir tæpitungulaust, að
'EES-samningurinn stangist á við
ákvæði stjórnarskrárinnar.
Þrátt fyrir vitneskju um allt þetta
segir Jón Hannibalsson, utanríkis-
ráðherra, í fréttaviðtali, að engir
málsmetandi lögfræðingar hafi hald-
ið því fram, að EES-samningurinn
stangist á við stjómarskrána!
Enn einn lögfræðingur, Kjartan
Norðdahl, hefur krufið margvíslega
hjásögli utanríkisráðherra til mergj-
ar og bent á, að þetta gamla orð feli
í sér, að viðkomandi sé óáreiðanleg-
ur í frásögnum og fari framhjá sann-
leikanum. Það er einmitt þetta, sem
dæmin sanna, að utanríkisráðherra
hafi fyrir venju í málflutningi sínum
fyrir EES-aðild.
I ósvífinni umgengni sinni við
staðreyndir bætti utanríkisráðherra
svo gráu ofan á svart með því að
segja, að hann þurfi enga spreng-
lærða lögfræðinga tii að segja sér,
að EES-samningurinn feli í sér
framsal á dóms-, framkvæmda- og
löggjafarvaldi. Það geri hann ekki
hvað sem þeir segi!
Á hverju byggir maðurinn þessa
ósvífnu hjásögli?
Hann segir, að stjórnarskrár-
breytinga sé ekki þörf á Norðurlönd-
um vegna EES og því ekki heldur
hér.
Þarna fer hann framhjá sannleik-
anum með því að geta -þess ekki,
að viðkomandi stjórnarskrárbreyt-
ingar hafa þegar farið fram á Norð-
urlöndum. Stjórnarskrár Finnlands,
Noregs og Svíðþjóðar krefjast auk-
ins meirihluta, 3/4 og allt upp í 5/6
meirihluta, ef samþykkja á milli-
ríkjasamning, sem snertir eða tak-
markar fullveldi þeirra. Norska
stjórnarskráin krefst 3/4 meirihluta
á Stórþinginu til að framselja vald
í hendur alþjóðastofana. Þar í landi
dregur enginn í efa, að þetta ákvæði
gildi um EES. Samá er að segja um
hin Norðurlöndin. Þar dregur enginn
í efa að samþykkja þurfi EES með
auknum meirihluta í samræmi við
stjórnarskrá.
Lögfræðiálit eftir pöntun
Fjórir þingmenn fluttu í febrúar-
mánuði sl. þingsályktunartillögu um
að Alþingi setti á fót 6 manna nefnd
sérfróðra og óháðra manna til þess
að kanna, hvort EES-samningurinn
bryti gegn íslenskri stjórnskipan.
Það vakti athygli, að utanríkisráð-
herra snerist með offorsi gegn tillög-
unni. Hún gerði þó ráð fyrir, að
Dómarafélagið, Lagadeild háskólans
og Lögfræðingaféiagið skipuðu 2
menn hvert í nefndina til að tryggja,
að hún yrði bæði fagleg, óháð og
ópólitísk.
Hvers vegna brást utanríkisráð-
herra svona illur við? Var hann bú-
inn að panta pólitískt álit, háð fram-
kvæmdavaldinu, til þess að leggja
blessun sína yfir EES undir yfírskiiii
fræðimennsku?
Framvinda málsins varpar nokkru
ljósi á það.
I umræðunum um þingályktun-
artillöguna sagði utanríkisráðherra,
að hún væri óþörf. Hann hefði sjálf-'
ur valið sér menn í nefnd „til þess
að veita umsögn um það, hvort
samningurinn um EES ásamt fylgi-
samningum bryti á einhvern hátt í
bága við íslensk stjórnskipunarlög".
I nefndina valdi hann þtjá skjól-
stæðinga sína, sem starfað höfðu
áður beint eða óbeint að ráðgjöf um
málið á hans vegum, þegar málið
var á samningsstigi, þ.e. Gunnar
G. Schram, Ólaf Walter Stefánsson
og Stefán Má Stefánsson. Það er
að sjálfsögðu afbökun á lýðræðisleg-
um réttarhugmyndum, að ráðgjafar
framkvæmdavaldsins séu fengnir til
að dæma um ágæti eða ógildi fram-
kvæmdavaldsaðgerða, sem þeir tóku
sjálfir þátt í að móta með ráðgjöf á
undirbúningsstigi. Þeirra hlutur í
álitinu er því faglega lítils virði.,
Óhæfni vegna málsaðildar verður
hins vegar ekki með réttu borin á
fjórða nefndarmanninn, Þór Vil-
hjálmsson. En hvers vegna valdi
utanríkisráðherra hann þá? Gæti
valið hafa mótast af því, að utanrík-
isráðherra taldi sig þekkja afstöðu
Þórs til EES og EB, vegna þess að
kona hans varð fyrstur íslendinga
Hannes Jónsson
„Það er kominn tími til
þess að menn vakni og
reki Eurokrata og vit-
leysu þeirra af höndum
sér í þessu máli. Því
fyrr, sem við tilkynnum
EFTA og EB að EES
henti ekki hagsmunum
okkar heldur tvíhliða
viðskiptasamningur,
því fyrr kemst málið í
skynsamlegan farveg
eðlilegrar íslenskrar
hagsmunagæslu.“
til að mæla með því opinberlega, að
við hugleiddum aðildarumsókn að
EB? Gætu sjónarmið hennar ekki
hafa verið endurspeglun á sameigin-
legu áliti þeirra hjóna á EES og EB?
Svo mikið er ljóst af umræðum um
framangreinda þingsályktunartil-
lögu um óháða nefndarskipan, að
utanríkisráðherra vildi enga áhættu
taka um „óháð“ álit.
Ályktað um væntanlegt álit
Svo sem vænta mátti var álit
nefndar utanríkisráðherra mjög í
samræmi við þau „lagalegu" sjónar-
mið, sem hann hafði sjálfur haldið
fram, þ.e. að hann þyrfti enga
sprenglærða lögfræðinga til að segja
sér að EES stangaðist á við stjórnar-
skrána.
Vissi hann þá fyrirfram hver nið-
urstaða þessarar „óháðu“ nefndar
mundi verða?
Sé einhver í vafa um það, ætti
hann að kynna sér ályktun flokks-
þings Alþýðuflokksins um málið frá
því um miðjan júní sl. Undir forustu
flokksformannsins og utanríkisráð-
herrans segir flokksþingið svo um
álit nefndarinnar: „Niðurstöður
þeirra munu væntanlega eyða efa-
semdum um, að samningarnir stand-
ist heimildir stjórnarskrárinnar."
Álit nefndarinnar birtist svo 7.
júlí sl. Þrem vikum áður ályktaði
flokksþing Alþýðuflokksins rétt um,
hver niðurstaða nefndarinnar yrði.
Hvers vegna? Var álitið pantað? Er
það faglegt og marktækt?
Ég hygg, að mörgum sé líkt farið
og mér og finnist þetta álit lítils virði
og ekki marktækt.
Valdaafsal
Hitt er svo athyglisvert, að jafn-
vel þessi nefnd kemst að þeirri niður-
stöðu, að valdaafsal til erlendra fjöl-
þjóðastofnunar fari fram á sviði
dóms-, framkvæmda- og löggjafar-
valds samkvæmt EES-samningn-
um. Þeir telja sig hins vegar getað
togað og teygt stjórnarskrána þann-
ig að þetta takmarkaða fullveldisaf-
sal stangist ekki að við ákvæði
stjórnarskrárinnar. Ekki eru þeir þó
alveg vissir í sinni „lögfræði" og
segja, að breyta megi stjórnar-
skránni eftir á „ef fram kemur, að
forsendur okkar standast ekki“.
Þennan vafa hefðu hyggnari menn
túlkað stjórnarskránni í vil, ekki
EES, og forseti íslands og þingmenn
eru eiðsvarnir til að virða stjórnar-
skrána og breyta í samræmi við
hana.
Sé einhver í vafa um, að takmark-
að fullveldisafsal eigi sér stað til
erlendra fjölþjóðastofnana, ef EES-
samningurinn verður lögtekinn, þá
ætti hann að lesa eftirtaldar greinar
hans: 6., 34., 108-110., svo og bók-
anir nr. 34 og 35. Þær taka af allan
vafa, þótt fleira komi til.
Með samningnum lentum við í
ánauð á samningssviðinu undir
skrifræðisveldi EES og EB og flækt-
umst í þéttan laga- og reglugerða-
frumskóg þeirra með þeim takmörk-
unum á sjálfstæðri ákvarðanatöku
og frumkvæði til lagasetningar á
samningssviðinu, sem því mundi
fylgja.
Hér á landi hafa engin gild rök
komið fram fyrir því, að við færum
þessar stjórnarfarslegu fórnir. Ekki
heldur fyrir því, að EES-samningur-
inn sé nauðsynlegur fyrir okkur.
Þvert á móti hefur verið sýnt fram
á með gildum rökum, m.a. hér í blað-
inu 26. og 28. janúar sl., að íslenska
ríkið muni tapa verulega á EES, ef
allt dæmið er reiknað, bæði kostnað-
ur og ábati. Þessu hefur enginn
mótmælt með gildum rökum, en
EES-sinnar reynt að láta liggja í
þagnargildi.
Sjálfstæðisstefnan til varnar
Augljóst er, að EES-aðild er í
hróplegri mótsögn við grundvallar-
atriði sjálfstæðisstefnunnar eins og
þau voru sett fram í upphafi 25.
maí 1929. Þar hétu menn því, að
standa vörð um fullveldi og sjálf-
stæði íslenska ríkisins. Enn fremur
að tryggja, að auðlindir íslands,
gæði landsis, skuli vera til afnota
fyrir landsmenn eina. Mér vitanlega
hafa sjálfstæðismenn ekki snúið baki
við þessum grundvallaratriðum.
Hins vegar gengur fjórfrelsismoðs-
uðan þvert á þessi grundvallarstefn-
umið. Einnig lögtaka EES/EB-rétt-
arins. Það er kominn tími til, að sjálf-
stæðismenn vakni til varnar grund-
vallarsjónarmiðum sínum í sambandi
við EES en láti ekki misvitra Euro-
krata ráða ferðinni.
Gleymum því heldur ekki, að EES
er bráðabirgðafyrirbæri. Öll EFTA-
ríkin nema Island og Lichtenstein
eru í aðildarbiðsal EB. Evrópusamfé-
lagið áætlar, að aðildasamningar við
þau hefjist í byijun næsta árs. Við
aðild mundu þau skilja okkur eina
eftir í EES. Það væri aulaskapur að
gera því skóna, að gætum þá einir
staðið undir stofnanakostnaði EES.
Hvaða staða kæmi þá upp?
Einmitt sú, sem Þorsteinn Pálsson
mælti fýrir í janúar 1990. Þá verður
óþjákvæmilegt að hverfa frá EES
og tryggja hagsmuni okkar með tví-
hliða viðskiptasamningi við EB án
þess að villast inn í laga- og reglu-
gerðafrumskóg skrifræðisveldisins í
Brussel og án þess að fórna áunnum
sigrum í landhelgismálinu.
Það er kominn tími til þess að
menn vakni og reki Eurokrata og
vitleysu þeirra af höndum sér í þessu
máli. Því fyrr, sem við tilkynnum
EFTA og EB að EES henti ekki
hagsmunum okkar heldur tvíhliða
viðskiptasamningur, því fyrr kemst
málið í skynsamlegan farveg eðli-
legrar íslenskrar hagsmunagæslu.
Höfundur er félagsfræðingur og
fyrrverandi sendiherra.
HIOKl
H
F
Vatnagörðum 10 íí 685854/685855
og auðveldir I
notkun.
Margar gerðir,
mælajn.a.:
A-V-Ohm
♦
Einangrun
Hitastig
*
Snúningsátt
*
Snúningshraða
A-tangir
G0H VERÐ!
Word fyrir Windows 2.0
hk-9282
15 klukkustunda námskeið fyrir þá sem gera kröfur um góða ritvinnslu.
Höfurn kennt á Word frá árinu 1987.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan <eP
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar 0&*
Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 ®