Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 33 ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 GRINMYND SUMARSINS ER KOMIN Theheadoí thcfanúlyistfífione with thc tail. ÁLFABAKKA 8, SÍMI 78 900 Ivan Reitman sem gert hefur myndir eins og „Ghostbusters" og „Twins“ er hér kominn með nýja stórgrínmynd „Beethoven". Myndin hefur slegið í gegn um allan heim og segja menn að ekki hafi komið skemmtilegri grínmynd fyrir fólk á öllum aldri síðan „Home alone“. „BEETHOVEN“ - GELTANDIGRÍN OG GAMAN! ,BEETHOVEH“ - MYND SEM FJER ÞIG OG ÞÍNA TIL AD VEINA AF HLÁTRI! Aðalhlutverk: Charles Grodin, Bonnie Hunt, Dean Jones og Oliver Platt. Framleiðandi: Ivan Reitman. Leikstjóri: Brian Levant. íslenska myndin sem allir hafa beðið eftir. Veggfóður fjallar á skemmtilegan hátt um ungt fólk í Reykjavík. VEGGFÓÐUR - SPENNANDI - FYNDIN - OBEISLUD SKEMMTUN! Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð i. 14 ára. Miðaverð kr. 700. íslenska myndin sem allir hafa beðið eftir. Veggfóður fjallar á skemmtilegan hátt um ungt fólk í Reykjavík. VEGGFÓÐUR - SPENNANDI - FYNDIN - OBEISLUD SKEMMTUN! Sýnd kl. 5,7,9 og 11ÍTHX. Sýnd í Bíóhöllinni kl. 10 í THX. Bönnuð innan 14 ára. Miðaverð kr. 700. MEL DAIMIMY EIBSOIM . ELOVER LETHAL—m ★ ★★Mbl.Sýnd kl. 9, HONDIN SEM VÖGGUNNIRUGGAR . H^ND sýnd kl. 5, 7 og 11.15. Bönnuð i. 16 ára Hringavitleysa í Palm Springs Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hringferð til Palm Springs („Round Trip to Heaven“). Sýnd í Lauga- rásbíói. Leikstjóri: Alan Roberts. Aðalhlutverk: Corey Feldman, Zach Galligan, Rowanne Brewer. Hringferð til Palm Springs er gamanmynd af ódýrri gerð um félaga tvo sem halda á stolnum Rolls Royce frá Los Angeles til Palrn Springs að eltast við stelpur á einhverju sem kallast Alþjóðleg toppmódelkeppni. I far- angrinum er seðlahrúga í eigu peningafalasara, sem eltir félagana, en sá hefur lögguna á hælunum. Lend- ir síðan allt í hnút á hóteli nokkru undir lokin en þá er maður búinn að missa áhugann á myndinni fyrir margt nokkru. Þó eru í henni punktar, smáir, sem hægt er að hafa gaman af ef kröfurnar eru ekki settar hátt. Lögg- urnar tvær, sem elta glæpamanninn, eru ágæt- lega kómísk tilbrigði við óteljandi aðra löggufélaga og einstaka sinnum vottar fyrir alvöru gamansemi. En mestanpart er keyrt á þreytandi fimmaurabrönd- urum og hálfnöktu kven- fólki því sem þátt tekur í módelkeppninni og hjákát- legum tilraunum félaganna til að næla sér í draumadís- ina. Allt virkar þetta á heldur lágu plani. Handrit og leik- stjórn miða frekar að því að lítillækka kvenfólk sem sýningargripi er finnst ekki aðeins í lagi heldur nauð- synlegt að sofa hjá dómur- unum til að vinna fegurð- arsamkeppni. En leirburð- urinn er heldur ekki upp á marga fiska og því kannski óþarfi að taka hann of al- varlega, sagan er götótt og frásögnin klisjukennd svo sem vænta má af sól- ríkum sumarfarsa sem heitir Hringferð til Palm Springs og segir frá strák- um í stelpuleit. Corey Feldman er barna- og unglingastirni sem er að geta sér nafns, með litlum árangri þó, í aðeins kynþroskaðri barna- myndum eins og þessari. Það er þó í honum leikgleði og fjörleiki en hann hefur bara úr svo sáralitlu að moða. Ray Stark er glæpa- maðurinn og telur sig greinilega hafa úr ein- hveiju að moða, a.m.k. of- leikur hann bagalega svartklæddan töffarann með hásri rödd og skap til að myrða en verður hálf hlægilegur sem stærsta klisja myndarinnar. Slegist í skuggasundum Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Stjörnubíó: Hnefaleikakappinn - „Gladiator“ Leikstjóri Rowdy Harr- ington. Kvikmyndatöku- stjóri Tak Fujimoto. Aðalleikendur Cuba Go- oding Jr., James Mars- hall, Robert Loggia, Ossie Davis, Brian Dennehy. Bandarísk. Tri-Star 1992. Það er nepjulegt og grátt umhverfið í þessari eftiröpun ótaldra slags- málahundamynda síðasta áratugar og engu líkara en öll þessi fjárans grá- móska eigi að vera afar frumleg og lyfta útjöskuðu efninu upp á æðra plan. En það tekst því miður ekki nema að einu leyti - í magnaðri myndatöku snillingsins Taks Fujimot- os og verður að segja eins og er að hans handverk á litla samleið með öðrum, heldur lítilmótlegum þátt- um myndarinnar. Hér fáum við að sjá smælingjann (og slags- málahundinn) Marshall standa frammi fyrir þeirri ógn og skelfingu að þurfa að sýna þessa duldu hæfi- leika sína og fara að slást fyrir peninga þegar karl- staulinn faðir hans (leikinn af John Heard sem er að væflast þarna ógetið) er kominn í erfiðari okurmál en hann ræður við. Stráksi gengur frá einum stera- skrokk í hringnum og telur sig lausan allra mála. En eigendur íþróttahússins, þeir örmu þrjótar Loggia og Dennehy, finna af hon- um peningalykt og kaupa upp allar skuldir Heards. Svo það er eins gott fyrir Marshall að bretta upp ermar. Það er stórfurðulegt hvað framleiðendur endast í að malla myndir eftir þessari löngu úreltu form- úlu. Það hefði mátt horfa á Hnefaleikakappann með öðru auganu á blómatíma Rockys og þeirra félaga allra en það rann sitt skeið fyrir röskum áratug. Þá er dapurlegt að sjá í einum hóp þijá mjög góða skap- gerðarleikara, Dennehy, Loggia og Davis, sólunda hæfileikum sínum hér hinir borubröttustu. Og Cuba Gooding Jr., lofaði meiru og bitastæðara framhaldi í hinni eftirminnilegu Strákunum í hverfmu. En Fujimoto, sem síðast gladdi augu okkar í Ósk- arsverðlaunamyndinni Lömbin þagna, á hreint ótrúlegan góðan dag. Að venju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.