Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 27 * Skákþing Islands: Byrjunin lofar góðu fyrir áhorfendur Guðmundur Árni Stefánsson leikur fyrsta leiknum í skák Helga Ólafssonar og Þrastar Þórhallssonar. Skák Karl Þorsteins Keppni í landsliðsflokki á Skákþingi íslands, hinu 78. í röð- inni, hófst á mánudagskvöldið. Mótið setti bæjarstjórinn í Hafn- arfírði, Guðmundur Árni Stefáns- son, og lék fyrsta leikinn fyrir núverandi íslandsmeistara, Helga Ólafsson, í skák hans gegn Þresti Þórhallssyni. Mótið er skipað í fjórða styrkleikaflokk FIDE og meðalstig keppenda í mótinu eru 2.346. Tveir stór- meistarar eru á meðal þátttak- enda og fjórir alþjóðlegir meistar- ar. Þriðji stórmeistarinn gæti bæst við hópinn, því nú þarf Hannes Hlífar Stefánsson aðeins að ná 2.500 stiga lágmarkinu á næsta stigalista FTDE, sem verð- ur birtur um áramótin til þess að verða útnefndur stórmeistari. Líklega þarf Hannes að hækka um 15-20 stig til þess að svo verði. Níu vinningar á Skákþing- inu myndu tryggja tilskilda hækkun. Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi: Sævar Bjarnason - JónÁrni Jónsson 1-0 Þröstur Árnason - Margeir Pétursson 0-1 Árni Á. Árnason - Björn F. Bjömsson fa-Vi Helgi Ólafsson - Þröstur Þórhallsson 1-0 Hannes H. Stefánsson - Róbert Harðarson V2-V2 Jón G. Viðarsson - Haukur Angantýsson frestað Af taflmennskunni í fyrstu umferð er ljóst að mótið lofar góðu fyrir áhorfendur. Sævar Bjamason varð fyrstur til þess að sigra í umferðinni. Hann lagði Jón Árna Jónsson öragglega að velli eftir 24 leiki. Margeir tefldi fomindverska vörn með svörtu mönnunum gegn Þresti Árnasyni og vann öruggan sigur. Árni Á. Ámason missti af vænlegri leið gegn Bimi Frey og kaus að þrá- leika í stöðu sem gaf tilefni til vinningstilrauna. Helgi Ólafsson fékk unnið tafl strax eftir byrjun- arleikina í skák sinni við Þröst Þórhallsson og úrvinnslan var hnökralaus. Skák Hannesar Hlíf- ars og Róberts vakti mesta at- hygli áhorfenda. Hannes fékk mjög vænlegt tafl eftir byijunina og virtist stefna hraðbyri til sig- urs. Róbert varðist hins vegar frækilega og fann snjalla vörn til að halda taflinu gangandi. í áframhaldinu lagði Hannes of mikið á stöðuna og missti drottn- inguna fyrir tvo létta men. Skák- in fór í bið en keppendur sættust á jafntefli án frekari tafl- mennsku. Þriðja umferð Skákþings ís- lands fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu og hefst kl. 17. Að- gangur er ókeypis. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Þröstur Þórhalls- son Kóngsindversk vörn 1. c4 - Rf6, 2. Rc3 - g6, 3. e4 - d6, 4. d4 - Bg7, 5. Be2 - 0-0, 6. Bg5 - h6, 7. Be3 - e5, 8. d5 - Re8? Hér verður svörtum strax á alvarlegur fótaskortur. 8. - c6 er algengasti leikurinn og vænt- anlega um leið sá besti. 9. Dd2 - Kh7?, 10. g4! - f5, 11. gxf5 - gxf5, 12. Bd3 Hvítur hyggst hrókera á drott- ingarvæng og opin g-línan gefur væntingar um sóknarfæri á kóngsvæng. Að auki hefur Þröst- ur ástæðu til að óttast um af- hafnafrelsi svartreitabiskupsins. Þröstur grípur því til róttækra aðgerða og fómar peði til þess að auka rými biskupsins. 12. - Rf6 13. gxf5 - e4 14. Rxe4 - Rxe4, 15. Bxe4 - Bxf5, 16. Bxf5+ - Hxf5, 17. Re2 Byijunartaflmennska svarts hefur beðið algjört Skipbrot. Hvít- ur hefur peði fram yfir og ákjós- anleg sóknarfæri á kóngsvæng. Nú hótar hvítur að leika 18. Dc2 og eftir t.d. 18. - Dd7 19. Rg3 og svartur missir skiptamun til viðbótar. 17. - Hf7 18. Hgl - Rd7, 19. Dc2+ - Kg8, 20. Rf4 - Hxf4, 21. Bxf4 - Dh4, 22. Be3 - He8, 23. 0-0-0 - He4, 24. Kbl - Re5, 25. f4! Þröstur fórnaði skiptamun til þess að skapa sér mótfæri en nú gerir Helgi út um taflið. 25. - Hxc4 væri svarað með 26. Dg2 og því er sú leið sem Þröstur velur þvinguð. 25. — Hxe3, 26. fxe5 - Hxe5, 27. Hg3 - He7, 28. a3 - b6, 29. Ka2 - a5, 30. Hd2 - Dh5, 31. Hdg2 - b5, 32. Hb3 - b4, 33. axb4 - a4 og svartur féll um leið á tíma. Verkalýðs- og sjómanna- félag Suðumesja: Ekki bein peninga- framlög til útgerða Á FUNDI formanna verkalýðs- og sjómannafélaga á Suðurnesj- um 15. ágúst var samþykkt að skora á ríkissljórnina að skipta aflaheimildum úr Hagræðingar- sjóði réttilega milli landshluta en ekki verði um bein peningafram- lög til einstakra útgerða að ræða þar sem engin vissa sé fyrir því að það treysti atvinnu verkafólks og sjómanna. í ályktun fundarins segir að þótt atvinnubrestur hafi orðið á síðasta hausti á Austijörðum og Suðvestur- landi vegna erfiðleika á sölu salt- sfldar hafi fiskvinnslufólki á engan hátt verið bætt upp þetta tekjutap. Fundurinn minnir á geigvænlegt atvinnuástand á Suðumesjum og segir í ályktun að hann trúi ekki öðru en að fullt tillit verði tekið til þess í endanlegum ákvörðunum rík- „ _ isstjórnarinnar. Ennfremur er í ályktun fundarins minnt á það órétti sem útgerðarað- ili á Suðumesjum hafí verið beittur í sambandi við kvóta mb. Steindórs GK og skorað er á sjávarútvegsráð- herra og ríkisstjómina að leiðrétta þetta hið fyrsta. HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Magnús S. Guðmunds- son sýnir í Gallerí 11 MAGNÚS S. Guðmundsson opnar sýningu á málverkum í Gallerí 1 1, Skólavörðustíg 4A í Reykjavík, föstudaginn 21. ágúst kl. 12. Þetta er fyrsta einkasýning Magn- úsar og er hún sölusýning. Magnús var í námi í Myndlista- og handíðaskóla íslands og stundaði síðan nám við Jan van Eyck Aka- demie í Hollandi. Sýningin stendur yfir til 3. sept- ember og er opin daglega frá kl. 12 til 18. Heilsudvöl á ótrúlegu verði HÓTEL ÖEK HVERAGERÐI SÍMI 98-34700 Metsölublad á hverjum degi! Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. SAMBAND (SŒNZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58. Samkoman hefst kl. 20.30. Jónas Þórisson er ræðumaður. Allir eru velkomnir. NÝ-UIMG KFUK-KFUM Bænastund kl. 20.05 og sam- vera kl. 20.30 íkvöld í húsi KFUM og K við Holtaveg/Sunnuveg. Vitnisburöastund. Altarisganga í Áskirkju í umsjá séra Árna Bergs Sigurbjörnssonar að lok- inni samverunni. Allir velkomnir - þú líka. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Miðvikudagur 19. ágúst: Kl. 20.00-Viðey Gengið um Vestureyna. Verð kr. 500. Fritt fyrir börn. Brottför frá Sundahöfn. Ferðafélag islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Heigarferðir 21.-23. ágúst: 1) Þórsmörk - gist ( Skag- fjörðsskála/Langadal., Gönguferðir um Mörkina. 2) Landmannalaugar - Eldgjá - Álftavatn. Gist í sæluhúsi F.l. í Landmanna- laugum og við Álftavatn. Hring- fer'ð um fjölbreytt og óvenjulegt svæöi. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. UTIVIST Hallvoigarstig l « simi 614320 Kl. 20.00 f kvöld rökkurganga. Genaið verður um Gálgahraun frá Álftanesi að Garðabæ. Brottför frá BSl bensínsölu. Verð kr. 500/600.- Sjáumst i Útivistarferð. HONDA ÁRÉTTRI LÍNU 145.000 KRONA VERÐLÆKKUN Á HONDA ACCORD Gerðu raunhæfan samanburð á verði og gæðum. Eftir að verðið á Accord hefur verið lækkað ber hann höfuð og herðar yfir keppinautana. Verð eftir lækkun: Accord EX með sjálfskiptingu: 1.518.000,— Accord EXi með sjálfskiptingu: 1.615.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.