Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992
NÁM
Fullbrightstofnunin styrkir
sextán íslenska námsmenn
Fulbrightstofnunin veitti pýverið
sextán efnilegum íslenskum
námsmönnum styrki til að stunda
nám við bandaríska háskóla. Styrk-
þegar munu stunda nám í fjöl-
breyttum námsgreinum og fá í
flestum tilvikum einnig styrki frá
viðkomandi háskólum. Fimm
bandarískir stúdentar hlutu jafn-
framt styrki til að stunda nám við
Háskóla íslands. Loks hlutu fjórir
íslenskir fræðimenn styrki til að
stunda rannsóknir í Bandaríkjun-
um.
Menntastofnun íslands og
Bandaríkjánna var sett á laggimar
árið 1957 og felst starfsemin í
styrkjaveitingum og upplýsinga-
þjónustu. Á síðasta ári nýttu um
6.000 manns sér þjónustu stofnun-
arinnar og fengu leiðbeiningar um
námsmöguleika í Bandaríkjunum.
Umsækjendum um styrki fjölgaði
milli ára og var styrkþegahópurinn
einnig stærri nú en áður. Stofnunin
nýtur framlaga frá ríkisstjórnum
íslands og Bandaríkjanna og í ár
nam heildarupphæð styrkja nær níu
milljónum króna. Stofnunin aðstoð-
ar styrkþega jafnframt við að öðl-
ast frekari fjárhagsaðstoð einkum
í formi lækkaðra skólagjalda.
Eftirtaldir fengu styrk stofnun-
arinnar: Ármann Harri Þorvalds-
son, markaðsstjórnun; Ásgeir
Brynjar Ægisson, rafmagnsverk-
fræði; Bjöm Guðbrandur Jónsson,
umhverfisstjórnun; Edda Kristjáns-
dóttir,’ málvísindi; Eiríkur S. Jó-
hannsson, hagfræði; Garðar Sverr-
isson, skáldritun; Guðrún Haralds-
dóttir, mannfræði; Gunnar E. Kvar-
an, fjölmiðla- og stjórnmálafræði;
Ingibjörg Jóhannsdóttir, teiknun;
ívar Örn Guðmundsson, arkitektúr;
Jón Ólafsson, heimspeki; Margrét
Jónsdóttir, spænska; Nanna Frið-
riksdóttir, hjúkmnarfræði; Sigutjón
Þ. Árnason, iðnaðarverkfræði;
Snæfríður Þ. Egilsson, iðjuþjálfun;
Sólveig Edda Magnúsdóttir, mat-
vælafræði.
Islenskir námsmenn em ekki ein-
ir um að fá styrki því fimm banda-
rískir stúdentar munu stunda nám
hér á landi sem styrkþegar stofnun-
arinnar. Stjórn stofnunarinnar
ákvað einnig að veita fjórum fræði-
mönnum styrk til að stunda rann-
sóknir í háskólum í Bandaríkunum.
Um er að ræða fræðimenn á sviði
efnafræði, jarðvísinda, bókmennta
og sagnfræði. Fjórir bandarískir
sérfræðingar munu og á næsta
námsári dvelja hér á landi sem gisti-
prófessorar og starfa við Háskóla
Islands.
HLUNNINDI
Rekavidur sagaður í
gólfborð
Sigursteinn Sveinbjörnsson,
bóndi í Litlu-Árvík í Ámes-
hreppi, hefur tvö undangengin vor
tekið að sér að saga rekaviðarboli
niður í gólfborð eða parkett.
Að sögn Sigursteins fékk hann
fyrstu fyrirspum um hvort hann
gæti sagað í gólfborð fyrir um
tveimur áram. Hann sagðist hafa
tekið vel í hugmyndina og ákveðið
að reyna. Hann segist aðeins velja
úrvals rauðvið í borðin og að hann
hafi þau mismunandi breið til þess
að nýta bolinn sem best. Að jafn-
aði nær hann svona 5-7 fjölum
úr 10 tommu spýtu. Rauðviður er
aðeins lítill hluti þess sem rekur,
hann er þar að auki ekki allur
nothæfur vegna snúnings og sum-
ir bolirnir em illa maðkétnir.
Sigursteinn afgreiddi fyrstu pönt-
unina síðastliðið sumar og var
kaupandinn yfír sig ánægður með
útkomuna. Eins og þá hefur hann
ekki getað afgreitt fyrirliggjandi
pantanir vegna skorts á rauðviði.
Sigursteinn segir að dregið hafi
úr reka undanfarin ár. Það sé
ekkert óvanalegt að rekaleysisár
komi inn á milli.
Bændur í Ámeshreppi hafa
lengi sagað rekavið niður í staura
og fjárhúsgrindur. Einnig hafa
þeir byggt úti- og ívemhús úr
honum. Hugsanlega má nota rek-
ann í ýmislegt annað, svo sem
skjólveggi og verandir, einnig má
nota bolina heila á leikvelli og sem
stiklur í görðum. Ýmsir bændur í
Árneshreppi hafa sýnt þessu
áhuga og víða em góðar rekavið-
arsagir, svo sem í Ófeigsfirði og
á Munaðamesi.
- V.Hansen
Morgunblaðið/Vilmundur Hansen
Sigursteinn við stafla af rauðviðarborðum.
DANS
Islenskt par í öðru
sæti í fjölmennri
keppni
Tvö íslensk pör náðu goðum
árangri í fjölmennri
danskeppni á Ítalíu sem
fram fór í júní síðastliðnum
en þátttakendur vom samtals
um 1500. Hjónin Berglind
Freymóðsdóttir og Jón Stefnir
Hilmarsson náðu öðru sæti í
keppni í suður-amerískum
dönsum. Dóttir þeirra Jó-
hanna Ella Jónsdóttir og dans-
félagi hennar, Davíð Arnar
Einarsson, kepptu í flokki
12-16 ára dansara og urðu
þau í sjöunda sæti í suður-
amerískum dönsum. Bæði
pörin em núverandi og reynd-
ar margfaldir íslandsmeistar-
ar í sínum flokkum.
Keppni þessi fór fram dag-
ana 21.-28. júní í ítölsku borg-
inni Cervia. Hún er árleg og
meðal þekktari og stærstu
danskeppna sem flokkaðar era
sem opnar, að sögn Berglind-
ar. Hún segir að það sé ákaf-
lega erfitt fyrir íslenska dans-
ara að ná langt í greininni þó
efniviður sé sannarlega fyrir
hendi. Dansarar þurfa í flest-
um tilvikum að fara í dans-
keppnir á eigin vegum. Efni-
legir dansarar em lítið styrkt-
ir og ennfremur er lítið um
verðlaunafé að ræða þar sem
íslenskir dansarar eru flestir
áhugamenn. Berglind segir þó
að ákveðnar vonir megi binda við
Jóhanna Ella Jónsdóttir og Dav-
íð Arnar Einarsson sjást hér
fyrir utan keppnisstaðinn í ít-
ölsku borginni Cervia.
Hjónin Berglind Freymóðsdóttir og
Jón Stefnir Hilmarsson hafa náð góð-
um árangri í danskeppnum víða í
Evrópu.
ársgamalt félag áhugamanna í
dansíþróttinni.
Hjónin hafa nú í þijú ár tekið
þátt í þessari keppni en samtals
hafa þau dansað saman í 5 ár.
Þau em núverandi íslandsmeistar-
ar í suður-amerískum dönsum
áhugamanna. Það em fleiri sem
dansa í fjölskyldunni en dóttir
þeirra Jóhanna, sem er þrettán
ára, hefur dansað með Jjórtán ára
félaga sínum Davíð í 6 ár sam-
fleytt. Þau hafa saman unnið til
ellefu íslandsmeistaratitla.
Berglind og Jón Stefnir hafa í
ár náð mjög góðum árangri í dans-
íþróttinni á erlendri gmnd. Þau
unnu meðal annars til fyrstu verð-
launa í keppni í suður-amerískum
dönsum í Clintwood á Englandi.
Ein stærsta danskeppni sinnar
tegundar fer fram í Blackpool á
Englandi og þar náðu hjónin 9.
sæti. Berglind sagðist í samtali
við Morgunblaðið einnig vonast til
þess að þau hjónin kæmust á
heimsmeistaramót, hið fyrsta
sinnar tegundar, sem ætlað er
dönsumm 35 ára og eldri.
COSPER
Er ábyggilegt að þú hafír engu gleymt?