Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 4
I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. AGUST 1992 Reykjavíkurborg stofni hluta- félag um þróunarfyrirtæki TILLAGA um að hafinn verði undirbúningur að stofnun hlutafélags um þróunarfyrirtæki, Aflvaka Reykjavíkur hf., hefur verið lögð fram í borgarráði. Markmið fyrirtækisins verði að efla atvinnulíf í Reykja- vík starfandi fyrirtækjum og að stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja með nýsköpun í huga. Lagt er til að borgarsjóður og borgarfyrir- tæki leggi félaginu árlega til fé til rekstrar og verkefhisbundinna styrlqa, samtals 50 milljónir króna, og tryggi jafnframt að hlutafjár- framlög í fjárfestinga- og lánasjóð félagsins nemi að minnsta kosti 100 milljónum króna á ári næstu fimm árin. í tillögunni er gert ráð fyrir að Gert er ráð fyrir að hjá fyrirtæk- fyrirtaékið taki til starfa innan eins inu starfi forstjóri, tveir sérfræðing- árs og njóti fulltingis borgarsjóðs og borgarfyrirtækja í samvinnu við þá einstaklinga og lögaðila sem taka vilja þátt í stofnun félagsins. Sérstökum starfshópi undir stjórn borgarverkfræðings verði falinn undirbúningur og kynning málsins á fyrstu stigum, en eigi síðar en við afgreiðslu ijárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1993 verði formlega gengið frá skipan nefndar er Ijúki undirbúningi og gangi frá stofnun Aflvaka Reykja- víkur hf. VEÐUR ar, skjalavörður og ritari. Stjórn félagsins skipi sjö manns og for- maður verði borgarstjóri, sem jafn- framt tilnefni fulltrúa borgar og borgarfyrirtækja í stjórnina. Lagt er til að rekstrarkostnaði og sjóðs- framlögum verði skipt milli borgar- sjóðs og borgarfyrirtækja og að borgarsjóður greiði 45%, Raf- magnsveita Reykjavíkur 20%, Hita- veita Reykjavíkur 20%, Vatnsveita Reykjavíkur 7,5% og Reykjavíkur- höfn 7,5%. í greinargerð samráðshóps um þetta verkefni sem borgarstjóri skipaði í nóvember á siðasta ári kemur fram að Reykjavíkurborg hafi ekki farið varhluta af sam- drætti í atvinnulífínu og að hún hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna vanskila, sem rekja megi til vaxandi erfiðleika í atvinnulífinu. „Þar má nefna að hjá borgarsjóði námu beinar afskriftir eftirstöðva aðstöðugjalds og útsvars ríflega 640 milLjónum króna samanlagt á árunum 1987-1991. Þar við bætast tæplega 850 milljónir króna sem færðar eru á fyrningareikning borg- arsjóðs í ársreikningi borgarinnar fyrir árið 1991. Tekjutap borgar- sjóðs á umræddu tímabili nemur því samtals um 1.500 milljónum króna án vaxta og verðbreytinga." Spurt er hvort ástæða sé til að Reykjavíkurborg beiti sér á sviði atvinnulífsins. „Svarið við þessu er að þróun síðustu fímm ára bendi til þess að atvinnulífið þurfi hjálþar- hönd til vaxtár og nýsköpunar. Ennfremur að hagsmunum Reykja- víkur verði best borgið með því að borgin taki eðlilegt frumkvæði til styrkar atvinnulífinu í Reykjavík í nútíð og framtíð." Klúbburinn við Borgartún 32, sem verður rifinn en borgarráð hefur samþykkt að heimila bygg- ingu verslunar- og skrifstofuhúss á lóðinni. IDAGkl. 12.00 HeimiM: Veðurslofa ísiands (Byggt á veðurspá ki. 16.15 í gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 19. AGUST YFIRLIT: Um 400 kíiómetra suður af landinu er 993 mb iægðasvæði, sem þokast austnorðaustur.SPÁ: Norðaustanátt vestanlands en austan og súðaustanátt inn landið austanvert. Skúrir norðanlands en rigning ó Austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg austanátt, víða skúrir eða rign- ing suðaustan og austanlands. Hiti 8 til 14 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan og norðaustan gola eða kaidi norðan og vestanlands en hægviðri í öðrum landshlutum. Sunnanlands verður úrkomulítíð en búast má við skúrum í öðrum landshlutum. Hiti 8 tiM 2 stig. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r r r r r r Rigning * / * * / r * r Slydda * * * * * * * * Snjókoma V Skúrir Slydduél Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og f|aðrimar vindstyrk, heil fjðður er 2 vindstig. 10° Hitastig v Súld = Poka stig.. FÆRÐA VEGUM: <KI. 17.30 Igær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Verið er að Ijúka við heflun á öllum malarköflum á þjóðvegi 1, miili Víkur í Mýrdal og Kirkjubæjar- klausturs. Fjallabílum er fært um allar leiðir á hálendinu. Athygli má þó vekja á því að vegur um sunnanverðan Sprengisand er orðinn mjög grófur og seinlegur yfirferðar. Uxahryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Ferðalangar eru hvattir til þess að leita sér nánari upplýsinga um færð áður en lagt er af stað í langferð til þess að forðast tafir vegna framkvæmda. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 13 12 veftur léttskýjað skýjað Bergen vantar Helsinki 14 skýjað Kaupmannahöfn 20 skýjað Narssarssuaq ð léttskýjað Nuuk vantar Osló vantar Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 13 skýjað Algarve 31 mistur Amsterdam 18 rigning Barcelona vantar Berlín 20 skýjað Chicago 17 skýjað Feneyjar 29 þokumóða Frankfurt 23 léttskýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 18 skýjað London 18 alskýjað Los Angeles 21 þokumóða Lúxemborg 25 hálfskýjað Madríd 34 skýjað Malaga 29 iéttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Montreal 18 skúr NewYork 20 rigning Orlando 23 alskýjað París 28 iéttskýjað Madeira 24 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Vín 29 léttskýjað Washington 21 þokumóða Winnipeg 11 léttskýjað á lóð Klúbbsins ÓLAFUR S. Björnsson, eigandi Steypustöðvarinnar Óss, hefur sótt um leyfi til byggingar fimm hæða skrifstofu- og verslunarhúss á horni Borgartúns og Kringlumýrarbrautar, þar sem áður var skemmtistaðurinn Klúbburinn. Er fyrirhugað að bijóta niður húsið, sem fyrir er á lóðinni. Borgarráð hefur samþykkt erindið fyrir sitt leyti og vísað afgreiðslu þess til skipulagsnefndar. „Þetta er ein af bestu lóðum bæjarins," sagði Ólafur. „Þetta er hús sem verður mikið í lagt,“ sagði Ólafur. „Þetta er eitt- hvert fyölfarnasta hom bórgarinhar, og því var það meðal annars ósk skipulagsnefndar að húsið yrði vel úr garði gert.“ Að sögn Ólafs varð sú lausn ofan á að minnka húsið . um eina hæð og fella út bílakjall- ara, sem var á upprunalegri teikn- ingu. Ólafur sagði að þegar hafi verið veitt heimild til að rífa gamla hús- ið. Hann kvaðst bjartsýnn á að af byggingu hússins yrði, en málið ætti eftir að fara fyrir fund bygg- ingarnefndar. Fullorðinsgjald á sund- staði hækkar um 25% BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að tillögu íþrótta- og tómstunda- ráðs, að hækka einstakt gjald fullorðinna að sundstöðum borgarinn- ar úr 120 krónum í 150 krónur, eða um 25%. Hækkunin tekur gildi í dag, 19. ágúst. Onnur gjöld hækka ekki. Að sögn Ólafs Jónssonar, upp- lýsingafulltrúa borgarinnar, verða önnur gjöld að sundstöðum borgar- innar óbreytt, en þau hækkuðu síðast um áramótin. „Þama er ver- ið að hækka gjald þeirra sem sjald- an sækja sundstaðina,“ sagði hann, „en fastagestir og böm greiða áfram sama gjald. Arskort kostar 15.700 krónur og miðað við 20 ferðir á mánuði kostar hver ferð 65 krónur. 30 miða kort kost- ar 2.700 krónur og hver ferð 75 krónur, auk þess kostar hver barnamiði 60 krónur en 10 miðar barna kosta 330 krónur, eða 33 krónur hver ferð.“ Heildargreiðslur til dagvistarmála eins og í fyrra Greiðslur til byggingar leikskóla í borg- inni aukast hins vegar um 100 milljónir SAMKVÆMT fjárhagsáætlun höfuðborgarinnar fyrir árið í ár er gert ráð fyrir að heildargreiðslur til dagvistarmála nemi 1.077 millj- ónum króna. í fyrra námu þessar greiðslur tæplega milljarði króna og er aukningin milli áranna 79 milljónir króna. Á móti er hins vegar gert ráð fyrir töluverðri aukningu í greiðslum til byggingar leikskóla eða 263 milljónum króna í ár á móti 162 milljónum króna í fyrra. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri hjá Dagvist barna í Reykja- vík, segir að þróun á framlagi borg- arsjóðs til dagvistarmála undanfar- in fjögur ár hafi verið þannig að á árinu 1988 hafi heildargreiðslur til dagvistarmála á vegum borgarinnar numið 784 milljónum króna. Af þessari upphæð fóru 498 milljónir úr borgarsjóði til dagvistarheimila, það er leikskóla og skóladagheimila og í gæsluvelli fóru 53 milljónir króna. í aðra daggæslu, til dag- mæðra og styrkir til einkadagheim- ila, fór 61 milljón kr. Með dagvistar- gjöldum öfiuðust síðan 172 milljón- ir króna. Allar greiðslur eru á verð- lagi hvers árs. Til bygginga þetta ár fóru 69 milljónir kr. Á árinu 1989 námu heildar- greiðslur 930 milljónum króna. Af þessari upphæð fóru úr borgarsjóði 564 milljónir til dagvistarheimila, 63 til gæsluvalla, 79 til annarrar daggæslu. Dagvistargjöld námu 224 milljónum króna. Til bygginga þetta ár fóru 125 milljónir kr. Árið 1990 námu heildargreiðslur alls 1.143 milljónum króna, þar af úr borgarsjóði 665 milljónir til dag- vistarheimila, 75 til gæsluvalla, 98 í aðra daggæslu en dagvistargjöld námu 305 milljónum króna. í bygg- ingar þetta ár fóru 165 milljónir kr. I fyrra námu þessar greiðslur 1.341 milljónum króna, þar af 776 til dagvistarheimila, 87 til gæslu- valla, 136 í aðra daggæslu en dag- vistargjöld námu 342 milljónum króna. í byggingar þetta ár fóru 162 milljónir. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að í ár verði varið 1.077 milljónum króna úr borgar- sjóði til dagvistarmála. Ekki er ljóst nákvæmlega hveijar heildargreiðsl- ur til þessa málaflokks verða, það fer eftir því hve dagvistargjöldin nema hárri upphæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.