Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992
25
Afmæliskveðja:
Einar Malmquist
Einarsson 95 ára
Einar Malmquist Einarsson,
Malli, er 95 ára í dag. Hann fædd-
ist á Kirkjubóli við Fáskrúðsfjörð
19. ágúst 1897 og er sonur hjón-
anná Einars Einarssonar frá
Djúpavogi og Guðbjargar Sigurð-
ardóttur frá Reyðarfírði.
Malmquist-nafnið kemur frá
Björgu Jóhannsdóttur Malmquist,
ömmu Malla í föðurætt, en hún
flutti frá Djúpavogi til Fáskrúðs-
fjarðar að Einari manni sínum
látnum og bjó í Bjargarhúsi svo-
nefndu ásamt bömum sínum.
Malli flutti með foreldrum sín-
um til Akureyrar 1902, er faðir
hans hóf störf við Gránufélags-
verslunina.
Malji lauk prófí frá Verslunar-
I skóla íslands árið 1919. Auk þess
sem hann er verslunarmaður að
mennt er hann beykir og listaskrif-
ari.
Hann giftist Maríu Einarsdóttur
frá Akureyri 1929 og eignuðust
I þau 6 böm, Guðbjörgu, Ásu, Ein-
ar, Köllu, Gunnar og Úlfar
Malmquist. Sjöunda bamið í hópn-
um er Gunnar Gunnarsson, sonur
Ásu, en hann var alinn upp með
systkinahópnum er foreldrar hans
slitu samvistum. María lést 1976.
Fjölskyldan bjó á Strandgötu 45
og telur Malli Oddeyrina ennþá
fegurstan staða á Akureyri.
Malli hefur unnið margvísleg
störf á langri ævi. Helst ber þar
að nefna útgerðina á Siglufirði,
þar sem hann gerði mest út 7
báta í einu, síldarsaltandi var hann
í nokkur ár og átti síldarsöltunar-
stöð á Siglufirði. Fiskveiðar og
fiskverkun bera þó hæst af útgerð-
arstörfum Malla bæði á Akureyri
og Siglufírði og seldi hann bæði
físk og síld á erlendan markað.
Tvö heimili átti hann jafnan á út-
gerðarárunum, þ.e. á Akureyri og
á Siglufirði. Malli var skrifstofu-
stjóri netaverkstæðis Óla Konráðs-
sonar á Akureyri í nokkur ár. Nær
þijá áratugi starfaði hann hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa eða
frá 1954 þar til hann hætti störf-
um 84 ára gamall. Samfara störf-
um hjá ÚA vann hann töluvert
hjá sláturhúsi KEA.
Malli er við ágætis heilsu í dag
og er duglegur að viðhalda henni
með ýmiskonar líkamsæfingum og
ferðalögum, m.a. með hópi aldr-
aðra á Akureyri, þar sem hann er
í góðum vinahópi.
Þess má geta að Malli sat fyrir
í myndatökum fyrir Félag ís-
lenskra sjúkraþjálfara við gerð
plakata í tilefni 50 ára afmælis
þess félags fyrir tveimur árum,
ásamt þriggja ára vini sínum, og
er meðfylgjandi mynd tekin af því
tilefni. Plakötin eiga að undirstrika
gildi hreyfínga og líkamsæfínga
fyrir heilsu fólks á öllum aldri, þar
er ekkert kynslóðabil. Malli þakkar
heilsu sína í dag m.a. því, að hann
stundar ötullega Múllers æfingar,
sem hann lærði hjá Lárusi Rist í
gamla daga, leikfími með hópi
aldraðra og sund.
íþróttaáhugi hefur fylgt Malla
frá blautu barnsbeini. íþróttafé-
lagið Þór er stofnað í foreldrahús-
um hans. Fyrsti formaður þess var
bróðir Malla, Friðrik Einarsson,
sem lést ungur. Malli tók einnig
að sér formennsku í Þór 1922 og
var formaður í nokkur ár. Hann
lék knattspymu í liði Þórs á yngri
árum og það lið vann m.a. silfurk-
nöttinn fræga, sem piýðir félags-
heimili Þórs. Malli fyllist alltaf eld-
móði þegar Þórsarar eru í eldlín-
unni eins og mamma hans Guð-
björg, sem fylgdist náið með þeim
fram á sinn síðasta dag, en hún
lést um 100 ára gömul og hefur
verið nefnd móðir Þórs.
Góð tónlist og söngur hefur
ætíð hrifið Malla, og enn þann dag
í dag grípur hann í munnhörpuna
eða píanóið, ef hann kemst í færi
við það og spilar þá eitthvað í létt-
um dúr eftir eyranu.
Malli er jákvæður, hefur
ómetanlegt langlundargerð og
kímnigáfu og er því lundin jafnan
létt. Hann er aufúsugestur á heim-
ili barna sinna og tengdabarna,
en hann hefur valið að búa einn
og óháður í íbúð sinni að Hrísa-
lundi 12F á Akureyri.
Malli dvelur á afmælisdaginn á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar að Lindarflöt 48, Garðabæ,
eða í skála Útivistar á Fimmvörðu-
hálsi ef til þess viðrar.
Börnin.
HER
SKILJA
Haltu fast í heilsuna
HREYFÐU PIC...
Gallerí Borg:
1 Sumarsýningu að ljúka
SÖLUSÝNING hefur staðið yfir
í sumar í Gallérí Borg við
Austurvöll á verkum íslenskra
listamanna. Á sýningunni eru
meðal annars verk eftir Kjarv-
al, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug
Blöndal, Snorra Arinbjarnar,
Ragnheiði Jónsdóttur Ream,
Jón Stefánsson, Tove ólafsson,
Jóhann Briem, Júlíönu Sveins-
dóttur, Erró, Kristján Davíðs-
son, Tolla og Sigurjón Ólafsson.
í frétt' frá Gallerí Borg kemur
fram, að stór hluti sýningargesta
? í sumar hafi verið erlendir ferða-
5' menn og hafí þó nokkur myndverk
selst til útlanda. Áhugi útlendinga
Ívirðist einkum beinast að verkum
Kjarvals og hafa fjórar myndir
hans selst til Þýskalands.
Sýningunni lýkur í lok ágúst,
en þann 6. september heldur Gall-
Ein mynda Gunnlaugs Blöndal á sumarsýningu Gallerí Borgar,
erí Borg málverkauppboð í sam- er opið alla virka daga frá kl.
vinnu við Listmunauppboð Sigurð- 14-18.
ar Benediktssonar hf. Gallerí Borg
Norræna leiklistar- og dansráðið:
Helga Hjörvar ráð-
in framkvæmdastj óri
Helga Hjörvar mun taka við
stöðu framkvæmdastjóra Nor-
ræna leiklistar- og dansráðsins,
Teater og Dans í Norden þann
1. september næstkomandi.
Helga útskrifaðist úr Leiklistar-
skóla Leikfélags Reykjavíkur
árið 1966. Hún hefur gegnt
ýmsum störfum síðan og var
meðal annars framkvæmda-
stjóri Bandaiags íslenskra leik-
ara, 1974 til 1983 og skólastjóri
Leiklistarskóla íslands, 1983 til
1992. Hún hefur einnig tekið
þátt í margvíslegu norrænu
leiklistarsamstarfi í meira en
tvo áratugi.
'Teater og Dans íNorden stend-
ur fyrir ýmsum námskeiðum fyrir
leikara, dansara og söngvara og
eru þau þáttur í endurmenntun
og símenntun þessara aðila. Helga
segir að þessi námskeið séu mikið
sótt af Islendingum og einnig sé
almenn þátttaka Norðurlandabúa
sífellt að aukast.
Ráðið veitir styrki til gestaleikja
og til að mynda fékk Listahátíð
1992 styrk til að fá fímm norræn-
ar leiksýningar á hátíðina og ís-
lenski leikhópurinn Þibilja fékk
styrk þegar hann fór til Tammer-
fors fyrir skömmu.
Ráðið hefur rúmlega 60 milljón-
ir til ráðstöfunar í ár. Fulltrúar
íslands eru Ingibjörg Björnsdóttir
og Stefán Baldursson. Á síðasta
stjómarfundi nefndarinnar var
meðal annars rætt um hugsanlega
þátttöku Norðurlandanna í menn-
ingardagskrá vetrarólympíuleik-
anna í Lillehammer 1994.
Helga segir að endurmenntun
og símenntun séu henni mjög hug-
leikin og hún hafí hug á að gera
það starf, sem hingað til hafí ver-
Helga Hjörvar
ið mjög öflugt, enn víðtækara og
leita meir en áður eftir fólki utan
Norðurlandanna til að miðla þekk-
ingu sinni.
NIÐURHENGD LOFT
■ CMC kerfl fyiir niðurhengd loft, er úr
galvaniseruðum málmi og eidþolið.
■ CMC kerfi er auðvelt i uppsetnlngu og mjög sterkt.
■ CMC kerfl er fest með stlllanlegum upphengjum
sem þoia allt að 50 kg þunga.
■ CMC kerfi faest i mörgum gerðum basði sýnilegt og
falið og verðið er ótrúlega tAgt
__ EINKAUMBOÐ
co Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
FRÖNSKU
LAMPARNIR
FALLEG HÖNNUN
MARGAR GERÐIR
leJÖauphin
FRANCE
HEKLA
LAUGAVEG1174
S 695500/695550