Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 40
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAtSHALMENNAR JSHasCopco SINDRI - sterkur í verki UOKGVNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVtK SlMl 691100, SÍMBREF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Lögregla lagði hald á 1,2 kíló af kókaíni í fórum þess sem stórslasaði lögreglumann Kólumbíuferð talin tengjast kókaínmálinu í GÆRKVÖLDI var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum, 25 og 32 ára gömlum, vegna gruns um aðild að innflutningi og dreifingu á að minnsta kosti 1,2 kilóum af kókaíni sem fíkniefnalög- reglan lagði hald á í fyrrinótt á heimili og í bU yngri mannsins sem þá reyndi að komast undan lögreglunni og ók á lögreglubíl á Vestur- landsvegi með þeim afleiðingum að tæplega þrítugur Iögreglumað- ur, Jóhannes Sturla Guðjónsson, slasaðist alvarlega og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Lögregla hér á landi hefur aldrei lagt hald á jafnmikið magn af kókaíni og í þessu máli. Efnið gaf mjög sterka svörun við fyrstu efnaprófun, sem bendir til þess að það sé sterkt og því hefði mátt drýgja það. Miðað við að eitt gramm af kókaíni, sem er margfaldur lifshættulegur skammtur, seljist fyrir 10 þúsund krónur á svörtum markaði hér er söluverð efnisins að minnsta kosti 12 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er yngri maðurinn, bíl- stjórinn sem ók á lögreglubílinn, talinn höfuðpaur málsins. Hann dvaldist í Kólumbíu í S-Ameríku í um fimm mánuði í lok síðasta árs og bytjun þessa og er talið að sú ferð tengist með einum eða öðrum hætti málinu. Mál mannsins hafa verið til rann- sóknar hjá fíkniefnalögreglunni frá því að ábending barst fyrir nokkr- um mánuðum og fylgst hefur verið náið með ferðum hans um nokk- urra vikna skeið en það var fyrst í fyrrakvöld sem lögreglan taldi sig hafa vissu fyrir því að unnt væri að sanna á hann sök og handtaka hann með fíkniefnin í fórum sínum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins telur lögregla að hluti þeirrar sendingar sem manninum hafi upphaflega borist sé þegar kominn á markað og í neyslu hér á landi. Yfirheyrslur stóðu yfir í gær. Sá sem talinn er höfuðpaurinn mun samkvæmt upplýsingum blaðsins ekki hafa viljað tjá sig við yfir- heyrslur. Alls voru þrír handteknir MorgunDiaoio/Jon övavarsson Við handtöku mannsins sem talinn er höfuðpaur kókaínmálsins. Lögreglumenn hafa náð að yfirbuga manninn, sem meðal annars réðist að þeim með skærum, og hafa lagt hann yfir vélarhlíf bíls- ins til að handjárna hann. Að ósk fíkniefnalögreglunnar er and- lit lögreglumannsins á miðri mynd skyggt. vegna málsins í fyrrinótt; krafist var varðhalds yfír tveimur en sá þriðji var látinn laus í gærkvöldi. Lögreglumaðurinn sem slasaðist við áreksturinn þegar hinn meinti höfuðpaur kókaínmálsins var hand- tekinn í fyrrakvöld var enn meðvit- undarlaus á gjörgæsludeild Borg- arspítalans í gær og þungt haldinn. Hann heitir Jóhannes Sturla Guð- jónsson og er tæplega þrítugur að aldri. Félagi hans sem ók lögreglu- bílnum, Benedikt Lund varðstjóri, hlaut minniháttar áverka, að eigin sögn, tognanir og mar. Sjá nánar á miðopnu. Flutningar Eim- skips erlendis; Tekjur jukust um 60 prósent fyrstu sex mánuði ársins FYRSTU sex mánuði ársins juk- ust tekjur Eimskips af flutning- um milli erlendra hafna um 60%, sé miðað við sama tímabil í fyrra. Tekjur af þessum flutn- ingum urðu 200 milljónir á þess- um tíma. Mesta tekjuaukningin varð af flutningum til og frá Nýfundnalandi, um 76%, en tekjur af Færeyjasiglingum juk- ust um helming. Að sögn Þorkels Sigurlaugsson- ar, framkvæmdastjóra hjá Eim- skip, kemur þessi tekjuaukning í framhaldi af þeirri ákvörðun fyrir- tækisins að auka þátttöku sína í alþjóðlegum flutningaverkefnum. Á Nýfundnalandi hefur fyrir- tækið fjóra starfsmenn, en starf- semi Eimskips þar beinist einkum að flutningi á sjávarafurðum og öðrum útflutningsvörum frá Ný- fundnalandi til Evrópuhafna, en einnig vöruflutningum frá Banda- ríkjunum til Nýfundnalands. Eimskip hóf viðkomur á Ný- fundnalandi í maí 1989. Flugvélin sem lenti i óhappinu á Ólafsfirði í gærkvöldi. Flugvél frá FN lenti utan brautar á Ólafsfirði 20 manns um borð en engan sakaði TWIN Otter flugvél I eigu Flugfélags Norðurlands lenti utan braut- ar við lendingu á flugvellinum á Ólafsfírði um klukkan 22.40 í gærkvöldi. Engin slys urðu á mönnum, en 20 manns voru um borð í vélinni. Vélin var á leið frá Reyþjavík með 18 liðsmenn og stuðn- ingsmenn knattspyrnufélagsins Leifturs, auk tveggja flugmanna. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var vélin í réttri stefnu á brautina en austan við hana. Vél- in Ienti á veginum við brautina, fór út af honum og staðnæmdist í mýri um 50 metra frá braut- inni. Dálítil úrkoma var þegar ohappið átti sér stað og skýjað, en flugbrautin er óupplýst. Nef- hjól flugvélarinnar brotnaði og nokkrar skemmdir urðu á nefi hennar. Kjartan Þorkelsson, sýslumað- ur á Ólafsfirði, sem var meðal íarþega í flugvélinni, sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að flugvélin hafi aldrei snert flug- brautina í lendingunni. „Okkur virtist allt vera í lagi þegar vélin kom niður, hún kom niður á hjól- in, en síðan kom hnykkur og hún skall niður og stöðvaðist svolítið fyrir utan flugbrautina, úti í mýri,“ sagði hann. Aðspurður sagði hann að skyggni hefði verið nokkuð slæmt og myrkur, en engin slys hefðu orðið á mönnum. Allir um borð hefðu verið rólegir og enginn ótti gripið um sig. Þriðja skuldabréfaútboð Húsnæðisstofnunar: Öllum tilboðum í hús- næðisbréf var hafnað HÚSNÆÐISSTOFNUN hafnaði öllum tilboðum í þriðja skulda- bréfaútboði stofnunarinnar sem fram fór í gær. Alls bárust tilboð að fjárhæð 200 milljónir króna og var ávöxtunarkrafa þeirra á bilinu 7,5-7,7%. Að meðaltali var ávöxt- unarkrafa tilboðanna 7,57% en flest tilboðin voru með 7,55% kröfu. „Okkur fannst ávöxtunarkrafan í tilboðunum of há þar sem húsbréf eru seld með 7,55% ávöxtun til lífeyr- issjóða í stórkaupum," sagði Yngvi Om Kristinsson, formaður stjómar Húsnæðisstofnunar. „Þar að auki teljum við markaðsástandið óvenju- legt þessa dagana því vextir hafa skotist upp að undanfömu. Við hefð- um verið að ýta undir þann þrýsting með því að taka þessum tilboðum. Jafnvel þó við hefðum seilst upp í 7,55% sem er sama krafa og á hús- bréfunum þá var um tiltölulega lága fjárhæð að ræða eða aðeins röskar 100 milljónir. Það hefði ekki skipt sköpum fyrir Húsnæðisstofnun því fjárþörf stofnunarinnar er ekki brýn um þessar mundir." Yngvi Örn kvað tilboðin hafa kom- ið á óvart vegna þess að lífeyrissjóð- imir hefðu látið í Ijós þá skoðun að húsnæðisbréf væru ívið hagstæðari í meðförum heldur en húsbréfín. „Söluávöxtun á húsbréfum er núna á bilinu 7,35-7,55% þannig að það hefði ekki komið okkur á óvart ef tilboðin hefðu verið á því bili í stað- inn fyrir að vera alfarið fyrir ofan,“ sagði hann. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur lækkað lftillega síðustu daga hjá nokkrum verðbréfafyrirtækjum eftir að kippur kom í sölu þeirra. í gær Núverandi reglur um ríkisábyrgðir em að stofni til frá árinu 1967. Til- lögur nefndarinnar taka að sögn Magnúsar að hluta til mið af samn- ingnum um evrópska efnahagssvæð- ið, en í honum er kveðið á um að ekki sé leyfilegt að veita ríkisstyrki án þess að Ijóst sé hve miklar ábyrgð- ir liggja að baki þeim. „Tillögumar eru nokkuð viðameiri en búist hafði verið við, ekki síst vegna EES-regln- anna,“ sagði Magnús. „í tillögunum lækkaði verðbréfafyrirtækið Handsal ávöxtunarkröfuna í 7,65% vegna mikillar eftirspumar. Hjá öðrum fyr- irtækjum var hún á bilinu 7,7-7,8% en á verðbréfamarkaði er búist við að krafan fari lækkandi á næstunni. kemur fram að í samningi um evr- ópska efnahagssvæðið em reglur um ríkisábyrgðir þar sem þeim er jafnað við ríkisstyrki. Þá segir að í mörgum tilfellum séu ríkisábyrgðir óheimilar samkvæmt samningnum." Magnús sagði, að það væri nú í verkahring ráðuneytis og annarra umsagnaraðila að meta tillögurnar, áður en ráðherra tæki ákvörðun um frekari aðgerðir. Tillögur nefndar fjármálaráðuneytis: Reglur um ríkis- ábyrgðir hertar NEFND sem falið var að endurskoða meðferð ríkisábyrgða hefur lagt til að viðamiklar breytingar verði gerðar á reglum um ríkisábyrgðir. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Péturssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, leggur nefndin meðal annars til að reglurnar verði hertar til muna. Þá er lagt til að fjárhagslegar skuldbindingar sem í ríkisábyrgðum felast verði gerðar augljósari, en slíkum skuldbind- ingum er líkt við ríkisstyrki í samningi um evrópska efnahagssvæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.