Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 Að leita réttar síns, til að brjóta niður eftir Sigfús Bjarnason Stundum undrast maður það hvað áróður getur haft mikil áhrif, þó svo að málstaðurinn sé lélegur. I Evrópu og Ameríku hafa fjölmiðl- ar og svokölluð náttúruverndarsam- tök tilreitt fréttaflutning þannig, að almenningur þar telur það jaðra við glæp að veiða hvali. Fólk gefur sér engan tíma til að kynna sér hlutina, þar sem það hefur ekki beinna hagsmuna að gæta, það er bara á móti hvalveiðum. Því miður finnast einnig dæmi um svona fréttamennsku hérlendis. Fréttir geta snúist upp í að verða áróður, en ekki hlutlaust mat á staðreyndum. Nú nýverið var ákveðið af mannréttindanefnd Evr- ópu að höfða mál gegn íslensku ríkisstjóminni vegna skylduaðildar leigubifreiðastjóra að Frama. Fjöl- miðlar hafa fjallað lítillega um þetta mál. Sumir birta fréttir af málinu, sem greinilega eru tilreiddar af þeim sem stendur í málaferlunum eða lögmanni hans. Enginn fjölmið- ill hefur lagt sig fram við að kanna málið frá grunni. Pressan hefur tekið skýra af- stöðu í málinu. 30. júlí sl. voru þijár greinar um málið og viðtal við Sig- urð Siguijónsson stöðvarstjóra hjá Sendibílum hf., sem stendur í mála- ferlum gegn ríkinu. Þarna er dregin upp einhliða mynd, enda er greini- lega um áróður að ræða og engin tilraun gerð til að gera úttekt á málinu og skýra út fyrir lesendum staðreyndir þess. Þar sem enginn fjölmiðill hefur gert úttekt á þessu máli vil ég hér leitast við að skýra það út frá sjón- arhóli okkar leigubflstjóra. Þetta á sér rætur allt aftur til ársins 1980, þegar umræddur stöðvarstjóri hjá Sendibílum hf. ók leigubíl á Bæjarleiðum sem laun- þegi. Hann taldi á þessum tíma að Frami beitti sig órétti og síðar að gengið hafi verið fram hjá honum við úthlutun atvinnuleyfa. Þetta leiddi til þess að Sigurður var einn af þeim sem keyptu Steindórsstöð- ina í árslok 1981. Frá upphafi var hann forystumaður þeirra Stein- dórsmanna, allt þar til leyfi þeirra voru dæmd ólögleg með dómi í hæstarétti síðla sumars 1984. Þá var Matthías Bjarnason sam- gönguráðherra, og var hann mjög rausnarlegur við þá Steindórsmenn. Þrátt fyrir að þeir hafi verið með ólögleg atvinnuleyfi, samkvæmt úrskurði hæstaréttar, í meira en þijú ár, gaf hann þeim leyfi til að aka áfram tímabundið. Síðan beitti hann sér fyrir því að þeir sem voru með lengstan aksturstíma af þeim Steindórsmönnum, fengju atvinnu- leyfi í október 1984. Þar á meðal var Sigurður. Ekki varð þetta til að leysa mál- ið þar sem Sigurður og nokkrir fé- lagar hans á Steindóri keyptu gam- alt fyrirtæki, Sendibíla hf., Var það gert til höfuðs leigubílstjórum og hófu þeir akstur á fólki gegn gjaldi í svokölluðum bitaboxum. Smátt og smátt hefur þessi sendi- bílastöð breyst. Nú vega vöruflutn- ingar þyngra, í hlutfalli við fólks- flutninga. Einnig hefur bílaflotinn breyst. Þeir stunda ekki lengur fólksflutninga á bitaboxum, þeir eru með stærri bíla sem hannaðir eru sem fólksbílar og skráðir sem slíkir í bifreiðaskrá. Það er að sjálfsögðu ólöglegt að stunda fólksflutninga, gegn gjaldi, í þessum bifreiðum, hvort sem við köllum þær sendibifreiðar eða fólks- bifreiðar, að þessi ólöglega starf- semi geti gengið, er vitnisburður um að lögum og reglugerðum er ekki framfylgt af stjórnvöldum. Sigurður og samstarfsmenn hans hafa alla tíð lagt sig fram við að bera út óhróður um leigubílstjóra. Einnig hafa þeir verið mjög dugleg- ir við það að koma sínum málstað á framfæri við stjórnmálamenn og embættismenn. Sem dæmi mætti nefna að þeir hafa þrýst á fjármála- ráðherra um að virðisaukaskattur verði innheimtur af fólksflutning- um. Er þetta gert til að koma okk- ur leigubifreiðastjórum illa og til að auðvelda þeim akstur á fólki í bland við vöruflutninga. Þessi málflutningur þeirra Sig- urðar og félaga hefur borið nokk- um árangur, og hafa þeir fengið samúð víða í kerfinu. Þeir hafa t.d. komist upp með sína ólöglegu fólks- flutninga til þessa. Einnig hafa þeir fengið það í gegn, að okkur leigubílstjórum er bannað að flytja vörur, sem hefur verið stór hluti af okkar vinnu í miðri viku, þ.e.a.s. smápakkasendingar. Það mætti ætla að sendibílstjórar væru ánægð- ir með þá félaga, en svo er ekki. Sigurður og félagar eru einnig í stríði við Trausta, félag sendibif- reiðastjóra. Hann gekk sjálfviljugur í Trausta á sínum tíma til að hafa aðstöðu við að brjóta niður félagið innanfrá. Hann skyldar hins vegar alla sem hefja akstur á Sendibílum hf. að ganga í Afl, sem er félag innan hans eigin stöðvar. Það er svokallað takmörkunar- fyrirkomulag bæði í leigu- og sendi- bílaakstri á Reykjavíkursvæðinu. Þetta fyrirkomulag er Sigurður að reyna að bijóta niður. En stað- reyndin er samt sú að engin hagn- ast eins mikið á öllum sendibíla- stöðvum nema hjá Sendibflum hf. Þar hefur Sigurður allt í hendi sér. Þeir sem komast ekki að hjá hinum stöðvunum fara þangað og greiða kr. 40.000 í inntökugjald á stöðina. Þar sem mannaskipti eru tíð hjá Sendibílum hf. má sjá að þarna er möguleiki á stórgróða. Þarna bæt- ast viðskiptasjónarmið við gömlu heiftina út í Frama og leigubílstjóra almennt. Við skulum snúa okkur að máli því sem ákveðið hefur verið að höfða gegn ríkinu fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu. Það mætti ætla það af fréttaflutningi af mál- inu, að þama sé leigubifreiðastjóri að höfða mál til að þurfa ekki að vera í félagi leigubifreiðastjóra. Þetta er rangt. Þarna er fram- kvæmdastjóri sendibifreiðastöðvar sem er í ólöglegri samkeppni við leigubílstjóra að fara í mál til að reyna að riðla þeim leikreglum sem hafa gilt hér í leiguakstri. Hann fékk atvinnuleyfi á sínum tíma en heldur því við, til þess að geta höfð- að málið. M.ö.o., hann er leigubíl- stjóri að yfirvarpi í þeim tilgangi að geta beitt atvinnuleyfi sínu til að skaða þá stétt sem hann hefur svo mjög sóst eftir að tilheyra. í áðumefndu viðtali við Sigurð í Pressunni segir hann að Frama- menn hefðu orðið æfareiðir yfir fólksflutningum í sendibílum. Það virðist ekki skipta máli hjá blaða- manninum að akstur á fólki gegn Sigfús Bjarnason „Þarna er fram- kvæmdastjóri sendibif- reiðastöðvar sem er í ólöglegri samkeppni við leigubílstjóra að fara í mál til að reyna að riðla þeim leikregl- um sem hafa gilt hér í leiguakstri.“ gjaldi í sendibílum stangast á við lög. Það virðist heldur ekki skipta máli að Sigurður fór út í þessa sendibílaútgerð aðeins til þess að klekkja á leigubílstjórum og vildi þannig ekki lúta dómi hæstaréttar í Steindórsmálinu. í greininni sem fylgir með, sem líklega á að vera fréttaskýring blaðamannsins, er því haldið fram að Sigurður hafi sótt um leyfi sitt til Frama. Þetta er greinilega til- reitt af Sigurði, til að gefa ranga mynd af málinu. Staðreyndin er sú að hann sótti um Ieyfið til nefndar sem skipuð var af samgönguráð- herra. Oll greinin og viðtalið eru eftir þessu uppfull af rangfærslum og rugli til þess að gefa sem fegursta mynd af þessari píslargöngu Sig- urðar í baráttu við illmennin hjá Frama og í ráðuneytinu. Þetta gef- ur glögglega til kynna hversu litla þekkingu blaðamaðurinn hefur á þessu máli. Stundum er ekki annað hægt en að brosa að ruglinu. Sig- urður segir t.d. „enda hafa leigubíl- stjórar lengstum ráðið lögum og lofum í Frama“. Frami er félag leigubílstjóra og þar ráða þeir að sjálfsögðu sjálfir. Furðulegust fannst mér þó hin ómaklega árás á Ólaf Steinar Valdi- marsson ráðuneytisstjóra í sam- gönguráðuneytinu. Hann vill kenna honum um ófarir sínar varðandi skylduaðildina. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir í samgönguráðu- neytinu hafa verið alltof undan- látssamir við þá Sigurð, en hann þakkar fyrir sig á þennan hátt. Sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Það vaknar líklega sú spurning hjá þér lesandi góður, af hveiju leiguakstur á fólki sé bara ekki ein- fa'idlega gefin frjáls? Þetta er mjög eðlileg spurning. En þegar málið er skoðað kennir reynslan okkur, að þar sem slíkt hefur verið gert (t.d. í San Diego og í Svíþjóð) hefur það orðið til þess að hækka taxta leigubíla og þjónusta hefur versnað. Raunveruleikinn er sá, að með því að gefa leiguakstur fijálsan hérlendis, þ.e.a.s. að ekki þurfí til- skilin leyfi til að aka fólki gegn gjaldi, þá erum við að setja lífsaf- komu 700 fjölskyldna í hættu án þess að neytendur hagnist á því. Hérlendis höfum við búið við það fyrirkomulag að allir leigubílstjórar verða að vera í sama félagi og félag- ið tekur ábyrgð á félagsmönnum þess. Þetta fyrirkomulag m.a., hef- ur leitt til þess að leigubílar eru ódýrari hér en á öðrum Norðurlönd- um. Þjónustan er betri eða a.m.k. sambærileg við það sem þekkist víðast annars staðar. Félagsskyldan er hugsanlega ekki í samræmi við það sem við- gengst í Evrópu, þar er kerfíð öðru- vísi. Við vonum að mannréttinda- dómstóll Evrópu skoði þetta mál vandlega og taki tillit til þess að við höfum byggt okkar kerfi upp öðruvísi. Þufum við að lúta því að félagaskyldan verði afnumin sem lagaákvæði, munum við að sjálf- sögðu taka því. Við verðum að gera það á þann hátt að við munum halda áfram að byggja upp betri þjónustu við okkar viðskiptavini. Við höfum ekki beðið um þetta stríð Sigurðar og félaga. Við erum orðnir þreyttir á þessu endalausa Steindórs- og Sendibílamáli, sem alltaf er að taka á sig nýja mynd. Við erum þreyttir á því, að það eru menn út í bæ að reyna að bijóta okkar stétt niður, út af einhveijum gömlum eijum og út af viðskipta- legum hagsmunum þeirra. Það er engum til bóta, allra síst neytend- um. Höfundur er formaður Bifreiðustjórafélagsins Frama. Afnot landsins Síðbúin frásögn í tilefni af stofnun umhverfisráðuneytis eftir Ingimund Gíslason Það var fyrri part júlímánaðar og við vorum á leið inn á Heiði, í gönguskóm og með nestispoka á baki. Ætlunin var að ganga götu- slóðann upp að Vötnum og renna þar fyrir silung. Gatan lá í fyrstu inndalinn meðfram Á en síðan í sneiðingum utan í hlíðinni og upp á fjallið. Innst í dalnum féll Á fram í djúpu og þröngu gljúfri fyrir neð- an Foss og var í leysingum. Sól skein í heiði og sumarið var í algleymingi. Það lá yfir landi og Jegi eins og hlýr, bjartur hjúpur úr yfirnáttúrulegu efni. Melasólin' lýsti upp mela og skriður og stein- depillinn skvetti stéli og skellti í góm. Umbrot liðins vetrar birtust í stórum sköflum í hlíðunum í kring og víða náðu þeir alveg niður í flæðarmál. Litbrigði fjallanna voru margbreytileg. Græn belti skiptust á við hvít og brún þar sem snjór hafði legið í dældum langt fram á sumar. Fáieinar kindur en engin lúpína sjáanleg. Okkur sóttist gangan vel; við nutum blessaðrar blíðunnar og ég lét hugann reika. Mér varð hugsað til þess hversu hið stutta sumar, sem við lifum og njótum, skiptir okkur mennina miklu máli. Sérhvert sumar er þrungið ógn- arlegu mikilvægi. Við vitum raun- ar aldrei hvenær það verður okkar síðasta. Allt í einu var kyrrðin rofin og ég hrökk upp af hugleiðingum mínu. Dauft vélarhljóð barst okkur neðan úr brekkunni. Dráttarvél með stóran heyvagn í eftirdragi sniglaðist upp sneiðingana. Við námum staðar og biðum hennar. Ökumaðurinn reyndist vera bónd- inn á Bæ við Fjörð ásamt vikaþilti á leið upp á fjallið með átta lam- bær í vagninum. Hann sagðist ætla að sleppa þeim lausum á há- heiðinni í von um að þær ílengdust þar um sumarið og sæktu ekki meira í túnið heima. Ég bað hann um far upp á fjallið og var það auðsótt mál. Við hjónin tylltum okkur aftan á vagninn en sonur okkar settist inn í vélarhús við hlið bónda. Var nú laggt af stað. Bóndinn var ungur maður í köfl- óttri skyrtu með uppbrettar ermar. Glaðbeittur á svip, rauðbirkinn og útitekinn. Hann lék við hvern sinn fingur og lét sér hvergi bregða þegar afturhjól dráttarvélarinnar sukku hvað eftir annað ofan í blautan veginn. Afl vélarinnar var mikið og rótaði hún sér upp úr djúpum holunum með drunum og svörtum reyk aftur úr púströrinu. Eftir dijúgan akstur var komið að Fjallsdal sem er allstór grösug kvos uppi undir heiðarbrún. Þar lá stór snjóskafl yfir veginn þveran og því ekki annað til ráða en að sleppa ánum og reka þær síðan áfram. Skildu því leiðir og við gengum vegarslóðann upp brekk- urnar. Eftir stutta göngu var kom- ið að Vötnum. Þau eru þijú tals- ins, köld, djúp og jökulgræn. Um- hverfíð er grýtt og gróðursnautt. Snjómosaskorpur liggja á víð og dreif og jöklasóley. Þarna eiga hávellur og sendlingar sín sumar- heimkynni. Engin varð veiðin en brátt tók að krauma í gómsætri kássu úr frostþurrkuðu nautakjöti yfir sprittprímusnum. Á eftir fylgdu hressandi kaffisopi og sólbað. Hár blakti ekki á höfði. Á leiðinni niður birtist okkur sýnilegt brotabrot af handverki forfeðranna. Við virtum fyrir okk- ur vörður og hlaðna vegarkanta á hinni fomu leið. Víða mátti sjá að skriður og framburður lækja höfðu máð þessi verksummerki burt. Annars staðar vom þau hulin gróðri. Rétt ofan við Foss komum við allt í einu auga á heyvagninn á miðjum vegi, einan sér, og hal- landi að árgljúfrinu. Annað hjólið var undan og sást hvergi. Engin merki voru um slys á mönnum. Við héldum því göngunni áfram heim á leið og ályktuðum sem svo, að hjólbarðin hefði sprungið og að bóndi hefði tekið hann með sér til viðgerðar. Seint um kvöld komum við í hús, þreytt en ánægð eftir viðburðaríkan dag. Tveimur dögum síðar átti ég erindi að Bæ til að fá að hringja suður. Ég lagði bílnum utan garðs og gekk heim að bænum. Fimm hundar og einn stálpaður yrðlingur léku sér á hlaðinu. Bóndi tók vel á móti og bauð til kaffidrykkju í stofu. Hann sagði að flestar ærn- ar, sem hefðu verið fluttar á fjall- ið, væm komnar aftur í túnið og á bakaleiðinni niður heiðina hefði annað hjólið skyndilega losnað undan heyvagninum. Það skoppaði niður brekkuna, alla leið niður í gljúfur, upp úr því hinum megin og svo niður í það aftur. Hjólið fannst hvergi þrátt fyrir mikla leit. Bóndi sagði mér einnig sögur frá grenjaleit sinni um vorið, frá hrakningum í köldu og blautu veðri og hvaða brögðum maðurinn beitir til að sigrast á skolla. Hann sagði mér frá erfiðleikum sínum við bú- skapinn, útihús að falli komin og framleiðslukvótinn alltof lítill. Hann sagði mér margt, margt fleira og kaffið rann ljúflega niður kverkarnar. Að símtali og samtali loknu var mál að þakka fyrir sig og halda heim á leið. Ég kvaddi bónda úti á hlaði og gekk fram traðirnar að bílnum. Uðaregn kyssti kinn. Frá klettastrípu fyrir ofan bæinn hóf ungur örn sig til flugs og lét sig berast þöndum vængjum hátt yfír fjörðinn. Langt í suðri hvarf hann svo, eins og agnarlítill depill, inn í dökkan skýjabakka. Nú eru rúm tvö ár frá dvöl okk- ar í dalnum. Aftur á leið um sömu slóðir en að þessu sinni í allt öðrum erindagjörðum. Vegurinn inn fjörðinn hefur á kafla verið færður niður úr hlíðinni, næstum ofan í flæðarmál; á einum stað liggur hann yfir smáklettadrang þar sem fyrrum var varpstaður össu. Á Bæ ríkir kyrrðin ein. íbúðarhús stend- ur autt og fjárhús og hlaða eru horfin. Einhver sagði mér að um sumarmál hefði eigandi jarðarinn- ar látið jafna þau við jörðu. Höfundur er augnlæknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.