Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992
Gunnlaugnr Scheving
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Umtalsverður meirihluti af allri
þeirri myndlist sem boðið er upp á
í sýningarsölum borgarinnar á
hverjum tíma er ný list, af eðlileg-
um orsökum; listamenn eru sífellt
að störfum og kynna síðan afrakst-
urinn í von um góð viðbrögð og
einhverja sölu. Vilji listunnendur
njóta þess sem eldra er og hefur
staðist tímans tönn eru það helst
hin opinberu söfn sem sýna slík
verk, þó ekki sé hægt að ganga
að því vísu allan ársins hring.
Það er því ánægjuleg tilbreyting
að nú í ágústmánuði stendur List-
munahúsið fyrir sýningu á nokkr-
um stórverkum Gunnlaugs Sche-
vings, sem eiga það öll sameigin-
legt að vera í eigu opinberra aðila
(Ríkisútvarpsins, Kennaraháskól-
ans, Listasafns íslands og fleiri)
og fjalla um sjómennskuna, en það
var eitt ríkulegasta myndefni hans
á löngum ferli. Elstu verkin eru frá
1945, en það síðasta var gert um
1970, tveim árum fyrir dauða lista-
mannsins.
Gunnlaugur Scheving skipar
mikilvægan sess í myndlistarsögu
Islendinga, einkum fyrir að hafa
náð að aðlaga þá stílgerð sem
kennd hefur verið við félagslegt
raunsæi að íslenskum aðstæðum.
Á alþjóðavettvangi varð þessi stíll
áberandi á ijórða áratugnum, eink-
um í þeirri myndlist sem þróaðíst
í Sovétríkjunum og Þýskalandi;
hnarreistar hetjur hinna vinnandi
stétta gengu fram með sælubros á
vör, Stalín eða Hitler til dýrðar.
Sterklegir, brosandi fánaberar hins
rauða litar hafa verið boðberar
„stefnunnar" í myndlist alla tíð síð-
an, sbr. myndir frá Kína og Norður-
Kóreu.
Slík áróðursmyndsýn var fjarri
Gunnlaugi Scheving, sem þekkti
viðfangsefnið af eigin raun; sjó-
mennirnir í myndum hans eru
þungbúnir, með þrútnar hendur,
ábúðarmiklir þar sem þeir stíga
ölduna í kulda og sjógangi við vinnu
sína á opnum smábátum. Slík mál-
verk verða óður til lífsbaráttunnar
og þess erfiðis sem liggur að baki
lífi þjóðarinnar í þessu landi; skjall
pólitískra kennistefna á þar hvergi
heima.
Listamaðurinn vann slíkar
myndir alla ævi, og má merkja
nokkra þróun í útfærslu þeirra,
einkum hvað varðar notkun lita og
áferð þeirra; yngri myndirnar sem
sjást hér eru t.d. bjartari og mynd-
flöturinn öllu opnari en í þeim eldri.
Aldur iistamannsins og batnandi
hagur fólks í þjóðfélaginu kann að
skýra þessa þróun að hluta.
Þessi sýning er vissulega ekki
úttekt á verkum Gunnlaugs Schev-
ings á þessu sviði, heldur saman-
tekt á nokkrum bestu sjómanna-
myndum hans frá ýmsum tímum.
Það er stöðug sýningarstarfsemi
í gangi allan ársins hring í Gallerí
einn einn við Skólavörðustíg. Á
meðan ýmsir aðrir sýningarsalir
loka tímabundið yfir sumarið eða
setja upp fastar sýningar til lengri
tíma halda menn sínu striki á þess-
um litla en þægilega sýningarstað.
Sem fyrr er þó helst hægt að finna
að því hversu stutt sumar sýning-
amar standa yfir (allt niður í eina
viku) og hversu misjafnlega upplýs-
ingar um þær berast í gegnum fjöl-
miðla; menn eru rétt farnir að átta
sig á að sýning sé í gangi þegar
henni er skyndilega lokið.
Vonandi verður hægt að lengja
sýningartímabilin í framtíðinni, en
þar til það gerist er alltaf hætta á
að ekki náist að íjalla um allar
sýningar á staðnum, sem vert væri
að vekja athygli á.
Gallerí einn einn hýsir þessa
dagana sýningu á myndum Antons
Helgasonar. Hér er um að ræða
alls tuttugu og sjö myndir, sitt lítið
af hveiju; vatnslitamyndir, klippi-
myndir og olíumálverk, og er elsta
verkið frá 1976, en hin yngstu frá
þessu ári. Anton er sjálfmenntaður
í myndlistinni og tók þátt í sex
Þessi málverk eru ætíð fersk, bæði
sem þjóðfélagslegar lýsingar og
sem listaverk, og þar sem fáir lista-
menn takast nú á við myndefni sem
tengjast vinnu og erfiði eru þær
góð áminning um hvar hjarta þjóð-
arinnar slær. Einnig er rétt að
hvetja alla listamenn sérstaklega
til að skoða þessi verk vel, einkum
myndbyggingu og litanotkun; sjón-
arhorn, fylling flatarins, hnitmiðuð
staðsetning hvers smáhlutar, lit-
brigði hafsins og sú spenna sem
fylgir knöppu rými (þrátt fyrir
stærð myndanna) eru allt atriði
sem Gunnlaugur hafði meistaraleg
tök á _að leiða fram í verkum sín-
um. Árangurinn er sá að þessi
málverk fylla ótvírætt þann flokk
sem leggur grunninn að myndlist-
sýningum á árunum 1976-79, en
síðan kom langt hlé þar til hann
sýndi aftur 1990.
Anton hefur verið að þreifa sig
áfram í myndlistinni og í verkunum
hér tekst hann einkum á við hið
óhlutbundna. Vatnslitamyndimar
arsögu íslendinga frá þeim tíma
sem þau lýsa, og eru því enn í fullu
gildi í dag.
eru smáar og einfaldar að form-
gerð, og má sjá nokkurn mun á
efnistökum eftir aldri þeirra, í átt
til betri uppbyggingar; myndir nr.
26 og 27 eru góð dæmi um slíkt.
Klippimyndirnar eru flestar sam-
settar og yfírmálaðar að hluta, og
Sýning Listmunahússins í Hafn-
arhúsinu á verkum Gunnlaugs
Schevings stendur út ágústmánuð.
minna þannig á fyrstu þreifingar
kúbista í þessum miðli; nýrri verk
af þessu tagi benda þó til meiri
einföldunar og viðurkenningar á
þeim formgildum sem þessi vinnu-
aðferð býður upp á.
Meðal olíuverkanna er að fínna
nokkrar geómetrískar myndir sem
einkennast af tærum litum, en
flestar olíumyndirnar eru frjálsari
í allri formgerð. Ákveðin mynd-
bygging í nr. 16 tekst vel, á meðan
litirnir ráða mestu í lausbeislaðri
fleti í nr. 5. Loks hefur verk nr. 3
til að bera ágæta myndbyggingu
og gott jafnvægi litanna.
Þessi litla sýning er of takmark-
að úrval til að hægt sé að leggja
mat á verðleika Antons Helgasonar
sem myndlistarmanns. Eins og oft
er með þá sem eru sjálfmenntaðir
á þessu sviði er myndsýn og lita-
skyn ágætt, en tæknileg úrvinnsla
lakari; einnig verða tilraunir með
ýmsa stíla til þess að menn eru
lengi að fínna sér fótfestu og þau
vinnubrögð, sepi henta þeim best.
En þróunin heldur áfram, og hver
sá sem vinnur heils hugar að list-
inni mun finna sinn farveg um síðir.
Sýningin á verkum Antons
Helgasonar í Gallerí einn einn við
Skólavörðustíg stendur til fimmtu-
dagsins 20. ágúst.
ANTON HELGASON
Skólastræti - sérstök íbúð
Til sölu 70 fm íbúð í timburhúsi í hjarta borgarinnar
Friðað og fallegt umhverfi, stór og gróin eignarlóð
Falleg íbúð í toppstandi.
Upplýsingar í síma 10109.
011 Kfl 01 07A L^RUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmdastjori
C I IOUaLlw/v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggilturfasteignasali
Til sýnis og sölu meöal annarra eigna:
Gott steinhús við Barðavog
Vel byggt, ein hæð 165 fm. 5 svefnherb. m.m. Bílskúr 23,3 fm. Glæsil.
lóð. Utsýni. Skipti mögul. á góðri 3ja-4ra herb. íb. með bílsk.
Neðst við Njarðargötu
Efri hæð og rishæö i reisulegu timburhúsi. Nýtt þak. Ný klæðning
utanhúss. Hæðin er 3ja herb. íbúð. Risið er rúmgott risherb., föndur-
herb. og bað. Góð geymsla í kj. BHskúr með sérbílastæði. Eignarlóð.
Verð aðeins kr. 7,5-7,7 millj.
Góð íbúð - góður bflskúr
3ja herb. íbúð á 3. hæð við Álftamýri á vinsælum stað. Ágæt sam-
eign. Nýr bílskúr. Skipti möguleg á stærri eign í nágrenninu.
Skammt frá KR-heimilinu
Mjög góð 10 ára 3ja herb. íbúð á 1. hæð um 80 fm. Nýtt parket.
Sólsvalir. Þvhús á hæð. Góð geymsla í kj. Skipti mögul. á 2ja herb. íb.
„Stúdfó“-íbúð í lyftuhúsi
Á vinsælum stað ( gamla góða Vesturbænum. íbúðin er um 110 fm
auk sólskála. Frábært útsýni. Mjög gott verð. Laus strax.
Laus strax - langtímalán
Ný og glæsileg 2ja herb. íbúð við Næfurás um 70 fm. Sérþvhús. Park-
et. Sólsvalir. Útsýni. Húsnæðislán til 40 ára kr. 2,4 millj.
Efri hæð við Hávallagötu
5 herb. 125,1 fm. Sérinng. Sólríkar stofur. Geymsluris fylgir. Sérhiti.
Tvennar svalir. Bílskúr. Ræktuð lóð. Frábær staður.
í gamla góða Vesturbænum
Skammt frá höfninni ný endurbyggð neðri hæð um 100 fm. Geymslu-
og föndurherb. í kj. Langtímalán kr. 5 millj. Eign í sérflokki.
• • •
Sérhæðir, raðhús og einb-
hús á einni hæð óskast.
Fjársterkir kaupendur. ___________________________
Opið á laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
ALMENNA
FASTEIGNASAIAN
Sumartónleikar í Skálholti
Tónlist
Ragnar Björnsson
Síðasta tónleikahelgin undir heit-
inu Sumartónleikar í Skálholti, hófst
með tónleikum Laurence Dreyfusar,
bandarísks barokkknéfiðluleikara,
eins og segir í efnisskrá. Spumingin
er hvort hér sé rétt þýðing á heiti
hljóðfærisins sem Dreyfus lék á? Það
var nefnilega selló. Orðið selló, og
jafnframt hljóðfæri með sama nafni,
var komið til sögunnar á tímum
Bachs og svítumar sínar sex skrifaði
Bach fyrir sélló, raunar barrokk-
selló, sem er nokkuð annað en nú-
tímahljóðfæri með sama nafni. Orðið
knéfiðla er þýðing á orðinu viola da
gamba, en orðið gamba (kné) var
notað um þau hljóðfæri sem höfð
voru milli hnjánna, til aðgreiningar
frá viola da braccia (armur) sem
haldið var á. Selló er því í raun ann-
að hljóðfæri en knéfiðla á sama hátt
og píanó er annað hljóðfæri en semb-
al, flygill annað en píanó og ham-
merklavir í raun framhald af flyglin-
um, þótt spila megi nokkum veginn
sömu tónlist á þessi hljómborðshljóð-
færi öll.
En hér er best að láta staðar num-
ið, því nálgast fer eldgamlar vanga-
veltur um réttmæti og nákvæmni
þýðinga á orðum og hugtökum
kenndum tónlist.
í efnisskrá er Laurence Dreyfus
lofaður mjög sem sérfræðingur í
barrokktónlist, einnig sem einleikari
og fyrirlesari og eftirsóttur víða um
heim. Dreyfus starfar við Stanford-
háskólann í Bandríkjunum og kennir
gömbuleik á sumrin bæði í Evrópu
og Bandaríkjunum. Það er því mikill
fengur að komu Dreyfusar á Sumar-
tónleikana í Skálholtskirkju, eins og
stendur í efnisskránni, Hefur hann
og dregið til sín erlenda tónlistar-
menn til að leika á ýmis gömul hljóð-
færi.
í einstæðu andrúmslofti Skálholts-
kirkju hóf Dreyfus tónleikana á
fyrstu svítu Bachs í G-dúr,
BWvl007. Örlítils óróleika gætti í
fyrsta þætti svítunnar, preludíunni,
sem var um leið í hraðara lagi. Auð-
heyrt var þó að Dreyfus er mjög
góður hljóðfæraleikari. Annan þátt-
inn, Allemande, lék hann nokkuð um
of rómantískt, fyrir minn smekk til
að danshreyfingin í þættinum skilaði
sér. Þriðja þáttinn, Courante, lék
hann þannig að ekkert vantaði á.
Sarabönduna fannst mér aftur á
móti skorta það sama og annan þátt-
inn en viðurkennt skal að maður
hefur nútíma sellóið í eyrunum, sem
kannski á auðveldara með að ná
danshryninu út úr löngum línum alle-
möndunnar og saraböndunnar.
Menúettana báða, svo og Gigue, lék
Dreyfus af miklu öryggi og stíl-
hreint. Svíta hr. 2 í d-moll BWV1008,
með alla sömu þætti og fyrsta svít-
an, var seinna verkið á efnisskránni
og lék Dreyfus hana enn betur en
þá fyrri en þó með þeim sömu ágöll-
um í öðrum og fjórða þættinum og
undirritaður fann fyrir í fyrri svít-
unni. Kannski er hér aðeins um sitt-
hvort uppeldið að ræða því sérlega
ánægjulegt var að hlusta á leik Laur-
ence Dreyfusar á barrokkknéfiðluna
sína, eða barrokksellóið, hvort sem
ofan á verður.
EIGNAMÍÐTIINTN HF
Sími 67-90-90 - Síðumúla 21
Brúarás
- glæsilegt endaraðhús
Vorum að fá í einkasölu gott raðhús á þremur hæðum
ásamt bílskúr á þessum eftirsótta stað. Húsið er um
260 fm og skiptist þannig: í kjallara er góð 2ja-3ja
herb. íbúð með sérinngi. A 1. hæð er forstofa, gesta-
snyrting, vinnuherb., eldhús, borðstofa, dagstofa og
sjónvarpshol. Góðar svalir og sólverönd útaf hæðinni.
Á 2. hæð er gott hol, vandað baðherb., þvottahús og
3-4 svefnherb. Svalir útaf 2. hæð. Allar innréttingar
eru sérsmíðaðar úr harðviði ca 2ja-3ja ára gamlar.
Nýtt parket. Bílskúrinn er 40 fm með vinnuaðstöðu í
kjallara, geymslulofti og 3ja fasa rafmagni. Hitalögn í
stéttum. Glæsilegur garður. Verð 16,8 millj.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni.