Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992
3
Morgunblaðið/Atli Vigfússon.
Grunnskóla-
nemum fækk-
ar um allt land
ÁÆTLAÐUR fjöldi grunnskóla-
nema á komandi vetri er lægri
en var á síðasta námsári. I flest-
um landshlutum verður allnokk-
ur fækkun nemenda á milli ára.
Mest er fækkunin í Reykjavík, á
Austurlandi og Suðurlandi.
I yfirliti yfir fjölda nemenda í
grunnskólum skólaárið 1991/1992
kemur fram að alls voru 13.572
skráðir í Reykjavík en í ár er áætl-
að að fjöldinn verði um 13.366. í
Austurlandsumdæmi er áætlað að
2.172 nemendur verði í grunnskól-
um þar á komandi vetri en á síð-
asta námsári var 2.251 nemandi.
Mismunurinn er 79 nemendur. í
Suðurlandsumdæmi er gert ráð fyr-
ir að nemendur verði um 3.517 og
er það um það bil eitt hundrað
færra en í fyrra.
Að sögn Jóns R. Hjálmarssonar,
fræðslustjóra Suðurlandsumdæmis,
er fækkun grunnskólanema einfald-
lega vegna þess að stóru árgang-
arnir eru farnir og færri börn eru
á grunnskólaaldri. Hann benti á í
þessu sambandi að stór árgangur
hefði verið útskrifaður seinasta vor.
I grunnskólum Norðurlandsum-
dæmis vestra er áætlaður nemenda-
fjöldi skólaárið 1992/1993 1.837
nemendur. Guðmundur I. Leifsson,
fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis
vestra, sagði að á síðustu tveimur
árum hefði heildarnemendafjöldi
umdæmisins fækkað um 100 en
áður hefði fjöldinn verið nokkuð
stöðugur, um 1.900 nemendur.
Guðmundur sagði að fækkunin
væri ekki í þéttbýli heldur í sveitun-
um.
í Norðurlandsumdæmi eystra,
Vestfjarðaumdæmi, Vesturlands-
umdæmi og Reykjanesumdæmi er
einnig reiknað með fækkun heildar-
nemendafjölda á milli ára en ekki
eins mikilli og í fyrrnefndum
fræðsluumdæmum. Til dæmis er
gert ráð fyrir að nemendum fækki
um 15-20 bæði í Norðurlandsum-
dæmi eystra og Reykjanesumdæmi.
Snorri Þorsteinsson, fræðslustjóri
Vesturlandsumdæmis, kvað áætl-
aðan nemendaíjölda á Vesturlandi
svipaðan í vetur og í fyrravetur.
Hann sagði að i allnokkur ár hefði
verið fækkun og búist væri við ein-
hverri fækkun í haust.
Menntun
um menntun
frá menntun til framtíF ~
Æðardúnssala gengur illa
Menntun skiptir miklu máli fyrir
framtíö ungs fólks. Fyrir flesta eru
námsárin bæöi þroskandi og skemmti-
legur tími og menntun skilar sér í
fjölbreyttari og betri atvinnumögu-
leikum. Á námsárunum þarf einnig aö
huga vel aö fjármálunum, því góö
fjármáiastjórn skilar sér margfalt. Þaö
vita námsmenn á Menntabraut sem
þurfa aö einbeita sér í kröfuhöröu
námi og láta því fagfólk íslandsbanka
aöstoöa sig viö fjármálin.
Menntabraut íslandsbanka er
fjölbreytt fjármálaþjónusta sniöin aö
þörfum metnaöarfullra námsmanna,
18 ára og eldri.
Kostir Menntabrautar eru margir:
Lánafyrirgreiösla meö lágmarks
kostnaöi í tengslum viö LÍN.
Vönduö íslensk skipulagsbók
og penni.
Námsstyrkir, sjö styrkir árlega.
Athafnastyrkir fyrir nýjar hugmyndir
aö nýsköpun í atvinnulífinu.
Mappa fyrirgögn frá íslandsbanka.
Tékkareikningur meö 50.000 kr.
yfirdráttarheimild.
Langtímalán aö námi toknu.
Námsmannakort sem veitir
aögang aö 95.000 hraöbönkum
víösvegar um heiminn.
Niðurfelling gjaldeyrisþóknunar
viö millifœrslur eöa peninga-
sendingar milli landa.
Sérþjónusta viö námsmenn
erlendis sem sparar ótal snúninga.
Aögangur aö Spariþjónustu
íslandsbanka.
Greiöslukort Euro/Visa.
Námsmenn, kynniö ykkur þaö sem
er í boöi á Menntabraut. Komiö og
rœöiö viö þjónustufulltrúa
íslandsbanka um fjármálin, þeir hafa
sérhœft sig í málefnum námsfólks.
Verið velkomin á Menntabraut!
Húsavík.
ÆÐARVARP við Skjálfanda
hófst seint á liðnu vori, en gekk
þó vel, en um aukningu fugls var
ekki að ræða. Atli Vigfússon á
Laxamýri sagði að varpið á
Skjálfanda hefði byrjað seint,
þrátt fyrir að vorið hefði verið
veðragott og snjóalög hefðu ekki
hamlað því að fuglinn gæti sest.
„Það var ekki fyrr en um mán-
aðamót maí, júní sem varp var kom-
ið í fullan gang og gekk þá vel,
þótt ekki sé hægt að tala um aukn-
ingu á fugli, en ýmist hafa vörpin
minnkað eða staðið í stað. En árið
1990 má segja að hafí verið einna
mest af fugli við flóann í seinni tíð
eða frá því fyrir hafísárin um 1968.
Sama má segja um verð á æðar-
dún, það var í hámarki 1990, en
nú bregður svo við að ekkert selst
og er mest óselt frá því í fyrra og
verðið hefur lækkað, en það verður
vonandi tímabundið," sagi Atli.
„Minkur var ekki aðgangsharður
á þessu vori, þar sem nokkuð veidd-
ist af honum yfír vetrarmánuðina
og fagna æðarbændur því ef áfram
tekst að halda honum í skefjum,
en Vilhjálmur minkabani á Sílaæk
hefur unnið ötullega að því. Hrafn-
inn gerði heldur ekki usia sem
stundum áður, en verr gekk með
svartbakinn, honum virðist fjölga
og hann drepur mikið af ungum,
en það er nokkuð háð vindáttum. I
Jónsmessu-hretinu fórst mikið af
ungum og þá var dúntekja hálfnuð
en eftir það var nýting á dúninum
verri en í þurrkatíð.
Æðarbændur eru þó bjartsýnir
þar sem æðarfuglinn nær háum
aldri, því alltaf má búast við mis-
jöfnu árferði fyrir fuglinn. En
bændur eru þó nokkuð uggandi
vegna þess hve mávunum virðist
fjölga og er þar mikil nauðsyn úr-
bóta og að gott samstarf sé við
heilbrigðiseftirlit og sveitastjórnir
um það erfíða mál, sem og um all-
an varg. Hyggjast æðarbændur því
óska eftir viðræðum við bæjaryfír-
völd á Húsavík um hvernig standa
eigi að fækkun vargfuglsins og
vænta góðs samstarfs.
Æðarræktarfélag Eyjafjarðar og
Skjálfanda vinna sameiginlega að
hagsmunum æðarbænda og fagna
félagar þeirri ákvörðun landbúnað-
arráðherra að eftirlit sé haft með
loðdýrabúum svo dýr sleppi þar
ekki út, en slíkt er mikið hagsmuna-
mál. Það hefur því miður ekki orðið
og vonandi að úr rætist.
Mikilvægt er að hlúa vel að þess-
ari búgrein um allt land, því það
er mikið byggðamál að æðarfuglinn
verði áfram sá nytjafugl sem hann
hefur verið um aldir enda margar
jarðir í byggð vegna varpland-
anna,“ sagði Atli bóndi á Laxamýri
að lokum.
- Fréttaritari
Æðarfugl á Laxá í Aðaldal.
MENNTABRAUT
Námsmannaþjónusta íslandsbanka
*