Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. -ÁGÚST 1992
19
Bardagar í Abkhazíu í Georgíu:
Stj órnarher Georgíu
hememur Súkhúmí
Súkhúmi. Reuter.
GEORGISKAR stjórnarhersveitir hernámu Súkhúmi, höfuðborg hér-
aðsins Abkhazíu í Georgíu, í gær til að fylgja eftir þeirri kröfu að
Vladislav Ardzinba, forseti þings Abkhazíu, segði af sér. Georgíu-
menn tóku borgina með fótgönguliði, sem var stutt skriðdrekum
og árásarþyrlum en náðu flestum mikilvægum stöðum borgarinnar-
á sitt vald án teljandi mótspyrnu.
Er Georgíuher hélt innreið sína
í borgina mátti heyra skothvelli og
vélbyssuskothrið af og til og er tal-
ið að þar hafi leyniskyttur Abkhaza
verið að verki. Fjöldi manns hefur
flúið borgina af ótta við hörð átök
um hana. Embættismenn héraðs-
stjómarinnar í Abkhazíu sögðu að
sveitir hennar hefðu hreiðrað um
sig í norðurhluta og útjaðri borgar-
innar, og að þær myndu beijast við
Georgíumenn ef þörf krefði.
Stjórnvöld í Georgíu hafa krafist
tafarlausrar afsagnar Ardzinba og
hótað að leysa þingið upp. í gær
skipuðu þau bæði Georgíumenn og
Abkhaza í átta manna herráð, sem
á að stjórna héraðinu fyrst um sinn.
Þing Abkhazíu lýsti yfir sjálf-
stæði í síðasta mánuði og mikil
spenna hefur ríkt í héraðinu frá því
í síðustu viku er Edúard. She-
vardnadze, leiðtogi Georgíu, sendi
hersveitir þangað til að leita að
uppreisnarmönnum, sem rændu
innanríkisráðherra hans. Tugir
manna hafa látist í bardögum upp-
reisnarmanna og stjómarhersins í
Georgíu og óttast fréttaskýrendur
að síðustu atburðir séu aðeins upp-
hafið að frekari átökum. \
Shevardnadze sagði á mánudag
að menn yrðu að vera viðbúnir því
að berjast gegn „hinum illu öflum“
ef átökin í Kákasuslandinu breytt-
ust í allsheijarstríð. „Hin illu öfl“
eru stuðningsmenn Zviads Gamsak-
húrdía, fyrrverandi leiðtoga Georg-
íu, sem var steypt af stóli í blóð-
ugri uppreisn í janúar.
Abkhazía er lítið landbúnaðar-
hérað við Svartahaf og er einkum
þekkt fyrir baðstrendur sínar.
Woody Allen og Mia Farrow hafa verið saman í tólf ár.
Allen ann fóstur-
dóttur Farrow
Viðbúnaður bandamanna á Persaflóa:
Verulegnr herafli er
til reiðu gegn Irökum
Lundúnum. The Daily Telegraph.
NU ÞEGAR George Bush Bandarílgaforseti kann að vera að íhuga
að hefja hernaðaraðgerðir að nýju gegn her Saddams Husseins íraks-
forseta eru hernaðarsérfræðingar að meta styrk Bandaríkjahers við
Persaflóa. Þótt bandarískar hersveitir hafi verið fluttar á brott af
svæðinu eru flugherinn og flotinn enn með verulegan herafla þar,
en ekki landherinn. Bandarískar flugsveitir eru í Tyrklandi og
Saudi-Arabíu og flotinn er með flugvélamóðurskip og landgöngu-
sveitir á Persaflóa og Miðjarðarhafi.
WOODY Allen, kvikmyndaleikstjóri í New York, segir rétt að ástir
hafi tekist með honum og stúlkunni Soon-Yi Previn, fósturdóttur
Miu Farrow sambýlis- og samstarfskonu Allens til margra ára. Nú
andar köldu milli Miu og Woody og kann að koma sér vel að þau
búa sitt í hvorri íbúð í sömu byggingunni á Manhattan.
Um 200 bandarískar herflugvél-
ar, þar á meðal orrustuþotur,
sprengjuþotur og vélar sérhannaðar
Fólk lýsti
hneykslan sinni
á því sem fram
hefur komið við
athuganir þing-
nefndar vegna
ásakana um
stórfellda spill-
ingu innan ríkis-
stjórnarinnar. Vitni hafa sakað for-
setann Fernando Collor de Mello,
fjölskyldu hans og samstarfsmenn
um að stinga í eigin vasa tugum
milljóna Bandaríkjadala af mútum
og úr ríkissjóði. Talsmenn forsetans
hafa aftekið þetta.
Ymsir embættismenn telja að for-
setinn hefði gert reginskyssu í síð-
ustu viku þegar hann bað þjóðina
að sýna sér stuðning með táknræn-
um hætti á sunnudag. Dálkahöfund-
til tölvuhernaðar, í þremur her-
stöðvum í Tyrklandi - Silopi, Incir-
lik og Batman - og í Saudi-Arabíu.
ar brasilískra blaða sögðu forsetann
hafa fallið í einu gildruna sem honum
hefði tekist að forðast til þessa,
fjöldamótmæli gegn stjórninni.
Taki þingið skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar til greina blasir annað
tveggja við Collor: Svipting frið-
helgi, brottvísun úr embætti og sak-
sókn fyrir hæstarétti eða kærubeiðni
til þingsins frá hvaða borgara sem
er, rannsókn þess og ákvörðun um
hvort honum skuli vísað úr embætti
vegna yfirheyrslna. Síðari leiðin er
talin líklegri. Landssamband bras-
ilískra lögfræðinga hefur staðfest
að það muni aðstoða við undirbúning
ákæru-beiðni, sem þarf stuðning
tveggja af hveijum þremur þing-
mönnum til að komast gegnum full-
trúadeildina.
í Incirlik eru einnig ein frönsk
og ein bresk flugsveit, með 14 flug-
vélar hvor.
Á meðal flugvéla bandaríska
flughersins á svæðinu eru 20 tor-
séðar Stealth-orrustuþotur, sem
ollu miklu tjóni á mannvirkjum ír-
aka í stríðinu fyrir botni Persaflóa.
Vélarnar eru hannaðar með þeim
hætti að þær sjást varla á ratsjám.
Flugherinn er einnig með hæfilegan
fjölda tankflugvéla af gerðinni KC-
135, nokkrar U-2 njósnavélar, 55
orrustuþotur af gerðinni F-16 og
20 A-10-vélar, sem beitt er gegn
skriðdrekum. Þá er herinn með orr-
ustu- og sprengjuþotur af gerðinni
F-15E og F-lll, auk sérhannaðra
véla til tölvuhernaðar af gerðinni
F-4, en ekki er vitað um fjölda
þeirra á svæðinu.
Bandaríkjamenn sendu í síðustu
viku 30 manna stjórnstöð fyrir flug-
hernað til Saudi-Arabíu og hún
getur stjórnað loftárásum frá saudi-
arabískum fjarskiptastöðvum.
Flugvélamóðurskipið Independ-
ence er í Persaflóa og með því eru
tvö AEGIS-beitiskip, stjórnskip og
fimm fylgiskip, auk 70 flugvéla.
Flotinn er með 2.100 manna
landgöngusveit í Persaflóa og henni
fylgja 40 árásar- og flutningaþyrl-
ur. Auk þess er flotinn með annað
flugvélamóðurskip og landgöngu-
sveit í Miðjarðarhafi.
Fregnir herma að Bandaríkja-
stjórn áformi líklega árásir á írask-
ar flugvélar sem notaðar hafa verið
gegn shítum í suðurhluta íraks,
skammt frá borginni Basra. I
vopnahléssamningnum, sem gerður
var við íraka árið 1991, er þeim
bannað að beita herflugvélum öðr-
um en þyrlum.
írakar misstu m'argar flugvélar
í stríðinu en talið er að þeir geti
enn notað um 100-200 vélar, sem
þeir fengu frá Sovétríkjunum fyrr-
verandi.
Bandaríski kvikmyndaleikstjór-
inn Woody Allen og sambýliskona
hans um 12 ára skeið, leikkonan
Mia Farrow, deila nú um yfirráða-
rétt yfir syni þeirra, Satchel, sem
er fjögurra ára gamall, og tveimur
börnum, sem þau tóku að sér.
Farrow hefur hins vegar átt og tek-
ið að sér alls 11 börn.
Dagblöð í New York skýrðu svo
frá því í fyrradag, að Allen, sem
er 56 ára, ætti í ástarsambandi við
eina fósturdóttur Farrow, Soon-Yi
Previn, en Farrow tók hana að sér
þegar hún var gift hljómsveitar-
stjóranum André Previn. Soon-Yi
er af kóresku bergi brotin og 21
árs að aldri. Allen viðurkenndi sam-
bandið við stúlkuna með sérstakri
yfirlýsingu í gær og kvað þau afar
ástfangin.
FRÖNSKU
LAMPARNIR
FALLEO HÖNNUN
MARGAR GERÐIR
le Öauphin
FRANCE
HEKLA
LAUGAVEG1174
S 695500/695550
Mótmæla spillingu stjórnvalda í Brasilíu
Yopnin snerust í
höndum forsetans
Rio de Janeiro. Reuter.
TUGÞÚSUNDIR manna fylltu götur helstu borga Brasilíu á sunnudag
eins og forseti landsins hafði hvatt til. En í stað þess að bera fánalit-
ina, gulan og grænan, til merkis um stuðning við hann var mannhaf-
ið svart að áeggjan stjórnarandstöðu og mótmælti spillingu í stjórn
landsins. Rannsóknarnefnd hefur að sögn formanns hennar aflað
gagna sem gera óhjákvæmilegt að leggja kærubeiðni á forsetann fyr-
ir þingið. Búist er við lokaskýrslu þingnefndarinnar á laugardag.
Collor de Mello
VI T C A T B
20-50% afsláttur >>hummel
VISA
SPORTBUÐIN
Ármúla 40, sími 813555
E