Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 Héraðsdómur Norðurlands eystra: Olafsfjarðarbær greiði Búnaðarbanka 7,3 millj. Bæjarsjóður dæmdur til að greiða bankanum vegna ábyrgða fyrir Sæver DÓMUR féll í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli Búnað- arbanka íslands gegn Ólafsfjarð- arbæ vegna greiðslu ábyrgðar sem Ólafsfjarðarbær gekkst í fyr- ir afurðalánum Sævers hf. sem úrskurðað var gjaldþrota árið 1988. Var Bæjarsjóður Ólafsfjarð- ar dæmdur til að greiða Búnaðar- bankanum 7,3 milljónir króna auk vaxta, en krafa bankans hljóðaði upp á rúmlega 16 milljónir króna. Sæver hf. var sett á fót að tilstuðl- an Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og atvinnumálanefndar Olafsfjarðar. 3. flokkur karla: Urslitakeppni hefst í dag Úrslitakeppni í knattspymu karla, 3 flokki, þriðja og fjórða riðli, hefst á Akureyri í dag, miðviku- dag, en það er íþróttafélagið Þór sem umsjón hefur með keppninni að þessu sinni. Alls taka sex lið þátt í keppninni á Akureyri, en lið í fyrsta og öðrum riðli leika í Reykjavík. Það lið sem fer með sigur af hólmi í Reykjavík kemur norður og leikur við liðið sem * Areksturinn ofan Torfu- nefsbryggju I frásögn af hinum harða árekstri sem varð á mótum Kaup- vangsstrætis og Glerárgötu að- faranótt síðastliðins sunnudags var rangt farið með að bifreiðin er kom niður Kaupvangstræti hefði valdið árekstrinum, en frétt- in var byggð á upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Árekstur- inn varð með þeim hætti að ann- arri bifreiðinni var ekið suður Glerárgötu inn á gatnamótin gegn rauðu ljósi og lenti hún inn í hlið þeirrar sem ekið var niður Kaupvangsstrætið, en sú bifreið var í fullum rétti á grænu ljósi. sigrað hefur úrslitakeppnina á Akur- eyri um íslandsmeistaratitilinni í þessum flokki. Tveir leikir verða í dag, miðviku- dag og hefjast þeir kl. 18.30. Þór og ÍBV spila á Þórsvelli og UBK og KA á Akureyrarvelli. Á fimmtudag leika Sindri og Þór kl. 17 á Þór- svelli og Austri og UBK leika þar kl. 18.30 Tveir leikir verða á föstu- dag kl. 18.30 og á laugardag kl. 13 og 15 verða undanúrslitaleikirnir, en sem fyrr segir verður leikið um Is- landsmeistaratitilinn á Akureyrar- velli kl. 11 á sunnudag, 23. ágúst. Félaginu, sem var í eigu bæjarins og fjölda fyrirtækja og einstaklinga var ætlað að framleiða kavíar úr grásleppuhrognum og var keypt stórt hús undir starfsemina og véla- kostur. Sala á afurðum fyrirtækisins gekk brösuglega frá upphafi og birgðir hlóðust upp. Bæjarsjóður Olafsfjarðar hafði verið settur í ábyrgð fyrir afurðalán- um fyrirtæksins, en auk þess var eitthvað af öðrum skuldum fyrirtæk- isins á ábyrgð bæjarsjóðs. Málarekstur Búnaðarbankans á hendur Ófafsfjarðarbæ reis vegna þess að bankinn hafði ekki lýst kröfu í þrotabú félagsins og þar sem um einfalda ábyrgð var að ræða töldu forráðamenn bæjarsjóðs Ólafsfjarð- ar að ábyrgðin hefði við það fallið niður. Líklegt má telja að hvorugur aðila muni una þessari niðurstöðu og málinu því væntanlega vísað til Hæstaréttar. Verði endanleg niður- staða sú að bæjarsjóður þurfi að greiða ábyrgðina er ljóst að bæjar- sjóður Ólafsfj'arðar hefur tapað eitt- hvað á annan tug milljóna á Sæver hf. Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðs- dómari kvað upp dóminn, en lög- fræðingur Ólafsfjarðarbæjar var Ámi Pálsson og Ragnar Steinbergs- son var lögfræðingur Búnaðarbank- ans. Iþróttahöllin á Akureyri: Morgunblaðið/Rúnar Þór Af ávöxtunum... Það er léttklætt fólk sem er á ferli í miðbæ Akureyrar þessa síðsumar- daga og nú fara senn að verða síðustu forvöð að kaupa ávexti af margvíslegu tagi úti undir beru lofti í göngugötunni. Stórbætt aðstaða fyrir áhorfendur Sæti verða fyrir um 1.200 manns í Höllinni MIKLAR framkvæmdir hafa verið í íþróttahöllinni á Akureyri í sum- ar, en í gær var lokið við að setja þar upp útdraganlega bekki frá svölum og niður að gólfi og verður þá hafist handa við að festa stóla á áhorfendasvalir. Enn er þó nokkuð eftir þar til Höllin getur talist fullbúin, en tíu ár verða í desember frá því opnunarhátíð Iþróttahall- arinnar var haldin. Það hefur mikið verið unnið í íþróttahöllinni við Skólastíg í sum- ar, en framkvæmdir hófust að lokn- Drög að reglugerð um skilti: Auglýsingaskilti bönnuð nema í skiltastöndum DRÖG að nýrri reglugerð um skilti i lögsögu Akureyrar verða til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í næstu viku, en í kjölfar „skilta- stríðs“ milli stórmarkaða í bænum fyrr í sumar var skipulagsstjóra, byggingafulltrúa og lögfræðingi bæjarins falið að gera drög að slíkri reglugerð. í drögum að reglugerðinni kemur fram að markmiðin séu að skilti skuli falla sem best að bæjarmynd- inni, að ákveða stærð þeirra, stjórna uppsetningu og staðsetningu þeirra, að þau skilti sem leyfð verða séu fróðleg og gagnleg fyrir borgarana, staðsetning þeirra og útlit bijóti ekki í bága við umferðaröryggi og að fullt tillit sé tekið til nágranna. í drögunum segir að eigandi lóðar eða umráðamaður megi setja upp þjónustuskilti án leyfís innan leyfðra stærðarmarka, en þó þarf ætíð að fá leyfi sé um að ræða ljósa- eða veltiskilti. Þá verður að gæta þess að skilti sem komið er fyrir á lóð skapi ekki slysahættu með því að hindra útsýni á gatnamótum, teng- ingar lóða eða við gangbrautir. Bannað verður að setja upp aug- lýsingaskilti nema á þar til greindum .stöðum og þá í sérhannaða skilta- standa sem verða í eigu Akureyrar- bæjar, samkvæmt því sem fram kemur í drögunum og þar segir einn- ig að uppsetning ratmerkja verði bönnuð. Heimilt verði þó að setja upp leiðbeiningarkort af bænum, einstökum bæjarhlutum eða hverf- um á stöðum sem bygginganefnd ákveður í samráði við skipulags- stjóra. Verði drögin samþykkt verður heimilt að setja upp skilti sem tengj- ast tímasettum atburðum, en fyrir því þarf leyfí byggingafulltrúa. Þá verður aðeins heimilt að setja upp lausaskilti á eigin lóð. Þau skilti sem þegar hafa verið sett upp án leyfis verður að fjarlæga innan þriggja mánaða frá gildistöku reglnanna, en þeir aðilar sem þegar hafa aflað sér leyfis fá að halda því í eitt ár frá því reglurnar öðlast gildi. um veisluhöldum sem þar voru í júní síðastliðnum í tengslum við stúdentafagnaði. í síðustu viku var byijað á uppsetningu bekkja sem unnt er að draga út frá svölum og að gólfi. Bekkir þessir eru keyptir frá Bretlandi og eru þeir hinir einu sinnar tegundar hér á landi. Óskað var tilboða bæði í bekkina og eins stólana sem festir verða á áhorf- endasvölum og átti fyrirtækið Stálflex í Reykjavík lægsta tilboðið í verkið samanlagt. Þegar lokið hefur verið við að setja upp bekk- ina verður hafist handa við að festa niður stólana á svölunum. Alls verða settir upp 630 stólar í gulum og grænum lit, sem mynda ákveðið mynstur. Kostnaður við þessar framkvæmdir er 9,5 milljónir, en alls verður unnið fyrir 18,5 milljón- ir í íþróttahöllinni í sumar. Aðalsteinn Sigurgeirsson fram- kvæmdastjóri íþróttahallarinnar sagði að þegar verkinu lyki yrðu sæti í Höllinni fyrir um 1.200 manns. „Þetta hefur gengið mjög vel og aðstaðan mun breytast mjög til batnaðar," sagði Aðalsteinn. Hann sagði að framundan væru stórviðburðir í Höllinni, VestNord- en kaupstefnan sem verður haldin síðari hluta september mánaðar og í lok nóvember verður ASÍ-þing haldið í Iþróttahöllinni og því væri ánægjulegt að húsið væri nánast komið í nýjan búning. Auk þess sem aðstaða áhorfenda hefur verið bætt hefur í sumar verið unnið við endumýjun lýsingar í húsinu og gengið hefur verið frá malbikun austan við húsið. Þá er Morgunblaðið/Rúnar Þór Hermann Sigtryggsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Aðalsteinn Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Iþróttahallarinnar fylgdust í gær með lögð var lokahönd á uppsetningu áhorfendabekkja sem unnt er að draga út frá svölum og að gólfi. Næst verða festir upp stólar í gulum og grænum lit á svölunum og verður þá rúm fyrir um 1.200 manns í sæti í Höllinni. beðið eftir húsgögnum í svokallaða Teríu í andyri Iþróttahaliarinnar, en þar verður í framhaldinu hægt að koma upp vel útbúnum ráð- stefnusal fyrir allt að 200 manns. Hermann Sigtryggsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Akureyrarbæj- ar sagði að þó mikið hafi verið unnið við Höllina í sumar væru nokkur verk óunnin, þeirra stærst væri malbikun bílastæða sunnan hússins og uppsetning lyftu á milla hæða, auk þess sem eftir væri að koma fyrir rennihurðum á norður- og suðurveggjum, en með tilkomu þeirra kæmist í gagnið 65 metra löng hlaupabraut eftir húsinu endi- löngu. Þeir Hermann og Aðalsteinn voru sammála um að í kjölfar þeirra framkvæmda sem í gangi hafa verið í sumar opnuðust möguleikar á fjölbreytilegri notkun hússins, bæði í tengslum við íþróttaviðburði og eins vegna ráðstiefna, fundar- og veisluhalda. Aðalsteinn nefndi að m.a. hefði verið spurst fyrir um húsið til að halda alþjóðlega frí- merkjasýningu á næsta ári. Þá er verið að bæta fjarskiptasamband við húsið þannig að á næstunni verður ákjósanleg aðstaða að lýsa beint leikjum bæði í útvarpi og sjón- varpi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.