Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. AGUST 1992
Mesti fjár-
lagahalli
í 40 ár
Ríkisstjóm Ástralíu, þar sem
Verkamannaflokkurinn fer með
völd, lagði í gær fram fjárlaga-
frumvarp þar sem gert er ráð
fyrir halla er nemur sem svarar
um 550 milljörðum ÍSK. Hallinn
hefur ekki verið svo mikill í 40
ár og segja stjórnmálaskýrendur
að stjómin hyggist með þessu
gera úrslitatilraun til að vinna
kjósendur á sitt band. Atvinnu-
leysi er um 11% og verður miklu
fé varið til að efla atvinnu í þeim
héruðum þar sem ástandið er
verst. Skoðanakannanir gefa til
kynna að mun fleiri styðji nú
íhaldsflokkinn en stjórnarflokk-
inn.
Hryðjuverk
í Líbanon
Þýsk blaðakona lét lífíð þegar
sprengja, sem komið hafði verið
fýrir í bílnum hennar, sprakk
skammt frá Beirut í Líbanon í
gær. Starfaði konan, Gabi Hab-
bas, fyrir þýska sjónvarpsstöð
og tímaritið Spiegel en var gift
líbönskum veitingahúseiganda.
Bíllinn tættist í sundur í spreng-
ingunni og rúður í nærliggjandi
húsum brotnuðu. Samkvæmt
fyrstu fréttum slösuðust margir
vegfarendur en engin samtök
höfðu lýst hryðjuverkinu á hend-
ur sér þegar síðast fréttist.
Mannfall
af völdum
mengunar
Fólk, sem býr nálægt þeim
svæðum í Síberíu þar sem til-
raunir með kjamorkuvopn fóru
fram áður fyrr, er illa haldið af
mengunarsjúkdómum og dauðs-
föll af völdum krabbameins eru
afar tíð. Kom þetta fram á fundi,
sem leyniþjónustunefnd banda-
rísku öldungadeildarinnar gekkst
fyrir í Fairbanks í Alaska. And-
lát vegna krabbameins hafa 18-
faldast sums staðar og sjúkdóm-
urinn er víða orðinn næstalgeng-
asta dánarorsökin. í borginni
Magadan við Okhotskhaf hafa
dauðsföll af þessum sökum auk-
ist um 73% á einum áratug og
aðrir mengunarsjúkdómar um
rúm 42%.
Látbragðið
kemur upp
um leiðtogana
LAGFÆRI Saddam Hussein ír-
aksforseti hálstauið er hann lík-
legur til að vera að fela eitthvað.
Látbragð Saddams bendir til að
hann sé hálfgerður svindlari, sem
felur misbresti sína með manna-
látum. Þetta segir hópur banda-
rískra sálfræðinga sem athugað
hafa framkomu eða líkamstján-
ingu ýmissa forystumanna og
tekið saman ritið „Látbragð Ieið-
toga heims“. Það kemur út í til-
efni af ársþingi sambands sál-
fræðinga vestanhafs (APA).
Búist við
gagnsókn í
Afganistan
Ahmed Shah Masood, vam-
armálaráðherra Afganistans,
hefur kvatt þúsundir liðsmanna
sinna til Kabúl og er búist við,
að hann heiji brátt gagnsókn
gegn skæruliðum Gulbuddins
Hekmatyars, sem setið hafa um
borgina. Hafa mörg hundruð
manns látið lífíð í eldflaugaárás-
um þeirra. Hekmatyar hefur boð-
ist til aðgera vopnahlé verði liðs-
sveitir Uzbeka látnar fara frá
Kabúl. Þær studdu áður komm-
únistastjórnina en snerust síðar
á sveif með andstæðingum henn-
ar. Erlendir stjómarerindrekar
segja, að það, sem fyrir Hek-
matyar vaki, sé að ná fullum
yfírráðum í Afganistan.
Reuter
George Bush forseti, Barbara Bush forsetafrú, Dan Quayle varaforseti og eiginkona hans, Marilyn
Quayle, taka við hyllingu þings repúblikana.
Danmörk:
Aukín and-
staða við
Maastricht
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
ANDSTAÐA við Maastricht-sam-
komulagið hefur aukist. í Dan-
mörku síðan það var fellt í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í landinu í júní
síðastliðnum. Samkvæmt niður-
stöðum skoðanakönnunar, sem
dagblaðið Bersen birti á mánu-
dag, eru 57% Dana andvígir samn-
ingnum en aðeins 43% fylgjandi
honum.
í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní
var samningurinn felldur naumlega
eða með 50,7% atkvæða. 54% voru
nú á móti aðild Dana að myntbanda-
lagi Evrópubandalagsins en 31%
fylgjandi.
Flokksþing repúblikana:
Bush og Reagan látnir hefja
áhlaupið á hendur Clinton
FLOKKSÞING repúblikana í Ho-
uston í Texas hófst á stórskota-
liðsárás á Bill Clinton, forseta-
frambjóðanda demókrata. Á
mánudagskvöld drógu repúbiik-
anar fram tvo stórlaxa af hægri
vængnum til að hefja áhlaupið,
Pat Buchanan og Ronald Reagan,
en George Bush forseti stal sviðs-
ljósinu þótt hann léti ekki sjá sig
í ráðstefnusalnum (sem reyndar
er risastór, yfirbyggður íþrótta-
leikvangur) þegar hann sagði í
ávarpi við komu sína: „Í níu mán-
uði hafa demókratar setið á ein-
tali við bandarísku þjóðina. Nú
er komið að okkur.“
„Við förum vel af stað,“ sagði
Bush í gær er hann sótti karate-
námskeið fyrir vandræðaungl-
inga í Houston ásamt leikaranum
Chuck Norris. Richard Bond, for-
maður Repúblikanaflokksins, var
enn ánægðari og sagði: „Við erum
komnir á skrið.“
Venja er að væntanlegir fram-
bjóðendur flokka láti lítið fyrir sér
fara á flokksþingum þar til þeir
hafa verið útnefndir. En Bush lét
hefðir lönd og leið þegar hann kom
til Houston og sýndi með ávarpi sínu
hve umhugað honum er um að nota
flokksþingið til þess að vinna upp
um 20 prósenta forskot Clintons
meðal kjósenda.
Bush lýsti yfir því að nú gæti
hann loks hafið kosningabaráttuna
og vísaði til Astrodome-leikvangsins
þar sem ráðstefnan er haldin, þegar
hann sagði: „Sagt er að hann sé
áttunda undur veraldar. Houston-
búar, búið ykkur undir níunda undr-
ið — magnaðasta lokasprett frá því
að Harry Truman lét þá hafa það
árið 1948.“
Samlíkingin við Truman vekur
athygli, þótt ekki sé nema vegna
þess að hann var demókrati. Árið
1948 bar Truman óvænt sigurorð
af repúblikananum Thomas Dewey,
sem hafði haft forskot í öllum skoð-
anakönnunum og fullur sjálfumgleði
bókað sigur.
Bush hefur áður vitnað til Tru-
mans, en á mánudag gekk hann
skrefí iengra. Bush sagði að Truman
hefði átt í höggi við sömu steinrunnu
öflin og leiðtogar demókrata nú og
kvaðst eins og Truman mundu beina
kosningabaráttu sinni gegn aðgerð-
arleysi þingsins.
Bush gerði einnig grín að Clinton
og sagði að hann talaði ekki um
annað en hvað hann ætlaði að gera
þegar hann væri orðinn forseti. „Ég
átti hálft í hvoru von á því að þegar
ég kom inn í forsetaskrifstofuna
væri að mæla fyrir gluggatjöldun-
um,“ sagði Bush og gaf andstæðingi
sínum ráð: „Láttu gluggatjöldin
bíða. Brátt fellur tjaldið á framboðs-
lista ykkar.“
Reagan fór á kostum
Á aðalsviði flokksþingsins var
ræða Ronalds Reagans, fyrrum for-
seta, hápunktur fyrsta dagsins. Re-
agan er nú orðinn 81 árs gamall og
í fjarveru Nixons, sem ekki var boð-
ið að taka þátt, er hann helsta tákn
repúblikana um forna frægð.
Bush var varaforseti í tíð Reagans
og á honum margt að þakka. Til
þess hefur hins vegar verið tekið að
Bush hefur lítið leitað til Reagans
eftir að hann tók við forsetaembætt-
inu og hefur að margir segja hunsað
fyrrum Iærimeistara sinn. Allt slíkt
var gleymt á mánudag og Reagan
veitti Bush allan sinn stuðning um
leið og hann sýndi að hann hafði fáu
gleymt í ræðulistinni. Tímasetningin
var ekki eins og þegar hann var upp
á sitt besta, en hann sýndi hvernig
hann hafði bætt upp skort á stjórn-
kænsku og hyggju með grípandi
mælsku, sem rekja má til rótsko-
tinna hugsjóna. En þetta sama at-
riði minnti einnig á hluta þess vanda,
sem Bush á við að etja. Bush er
meiri fagmaður í stjórnmálum, en
meira að segja stuðningsmenn hans
kvarta undan því að hann trúi ekki
á neitt og skorti hugsjónir og heim-
speki til að hafa að leiðarljósi. Áður
en ræðan var á enda höfðu viðstadd-
ir hafið upp spjöld þar sem skorað
var á Reagan að fara fram árið 2000.
Reagan rifjaði upp að hann hefði
lifað hina svokölluðu bandarísku öld,
en aldamótin boðuðu ekki lok henn-
ar, eins og svo margir svartagalls-
rausarar úr röðum demókrata héldu
fram, heldur enn glæstari framtíð.
Reagan beindi spjótum sínum að
Clinton: „Þessi náungi, sem þeir
hafa tilnefnt, heldur því fram að
hann sé hinn nýi Thomas Jeffer-
son,“ sagði Reagan. „Ég skal segja
ykkur nokkuð. Ég þekkti Thomas
Jefferson. Hann var vinur minn. Og,
ríkisstjóri, þú ert enginn Thomas
Jefferson."
Við þessi orð hló salurinn og
mest af öllu Dan Quayle varafor-
seti, sem upplifði slna neyðarlegustu
stund í forsetakosningunum fyrir
fjórum árum þegar Lloyt Bentsen,
varaforsetaefni demókrata, setti
ofan í við hann með sömu orðum
fyrir að hafa líkt sér við John F.
Kennedy.
Reagan sagði að stefnuskrá
demókrata væri uppfull af blekking-
um, líkti þeim við reyk og því væri
ekki annað að gera en fara að ráði
Clintons og „anda ekki að sér“.
Clinton lýsti fyrir nokkru yfír því
að hann hefði reykt maríjúana, en
ekki andað að sér.
Þegar Reagan hafði lokið máli
sínu voru blöðrur látnar falla niður
úr loftinu við mikinn fögnuð forset-
ans fyrrverandi, sem stóðst ekki
freistinguna að taka eina þeirra upp
og sparka henni eins og fótbolta.
Óvægin árás Buchanans
Pat Buchanan, helsti andstæðing-
ur Bush í forkosningunum, talaði á
undan Reagan og var öllu óvægnari
í garð Clintons en hann. Þar sem
Reagan beitti skopskyni sínu, lét
Buchanan allt flakka. Hann sakaði
forsetaframbjóðanda demókrata um
að hafa svikist undan herþjónustu
og öndvert við Reagan, sem sagði
að fjölbreytileiki Bandaríkjamanna
væri styrkur þjóðarinnar, höfðaði
Buchanan til fordóma með því að
segja að Clinton væri málsvari skil-
yrðislausra fóstureyðinga, réttinda
samkynhneigðra og vildi senda kon-
ur á vígvellina. Hann sagði að eigin-
kona Clintons, Hillary, væri öfgafull
kvenréttindakona, og A1 Gore, vara-
forsetaefni demókrata, öfgafullur
umhverfisverndarsinni.
Ræða Buchanans var áhrifamikil
og honum tókst einnig að láta áheyr-
endur hlæja á kostnað Clintons.
Buchanan sagði að Bush hefði ómet-
anlega reynslu af utanríkismálum
(þótt hann hamraði á því að Reagan
bæri heiðurinn af því að hafa bund-
ið enda á kalda stríðið) og bætti við
að eina reynsla Clintons af alþjóða-
málum væri að „hafa setið á [morg-
unverðarstaðnum] Alþjóðlega
pönnukökuhúsinu" (International
House of Pancakes).
Buchanan veittist harkalega að
Bush í forkosningunum, en á mánu-
dagskvöld sagði hann stuðnings-
Tnönnum sínum að nú væri kominn
tími til að fylkja liði undir merkjum
forsetans. Buchanan sagði í viðtali
í gær að hann væri ekki sammála
Bush um allt, en hann stæði honum
nær en Clinton, og styddi forsetann
því „heilshugar".