Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 ■f ty MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 21 ftorgwtxMu!*!!* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hættuleg störf lögreglumanna Nú hefur það gerzt í fyrsta sinn að íslenz-kur lög- reglumaður er lífshættulega slasaður eftir átök við mann sem grunaður er um fíkni- efnaneyzlu eða viðskipti með fíkniefni. Og annar lögreglu- maður slapp betur en á horfðist eftir að sami ein- staklingur gerði tilraun til þess að stinga hann með skærum í hjartastað. Þessi atburður sýnir að vandamál sem tengjast fíkniefnaneyzlu eru komin á nýtt og alvar- legra stig. Og jafnframt að líf lögreglumanna er í hættu í daglegum störfum þeirra. Ljóst er að hér á landi er til orðinn hópur fólks sem neytir fíkniefna og stundar viðskipti með fíkniefni, og svífst einskis eins og reynsl- an er raunar einnig erlendis. Það er áreiðanlega spurning um tíma, hvenær þetta fólk fer að beita hættulegri vopn- um en skærum eða hnífum. Það er óráð hið mesta að gera ekki 'ráð fyrir hinu versta í þessum efnum. Við þessum nýja vanda verður að bregðast með aí- gerandi hætti. Þar hljóta æðstu stjórnvöld að koma til sögunnar. Nýtt átak verður að gera í því að virina gegn innflutningi á fíkniefnum frá í öðrum löndum. Það er áreið- | anlega hægara sagt en gert en þurfí aukna fjármuni og aukinn mannafla til þess verða þeir fjármunir og sá mannafli að vera til reiðu. í kjölfar atburðarins í fyrrinótt hljóta yfirvöld að efna til rækilegra umræðna j um hvernig öryggi lögreglu- manna við skyldustörf verð- ur bezt tryggt. Er hægt að beita öðrum aðferðum en hingað til hefur verið gert? Er nauðsynlegt að fleiri lög- reglumenn séu saman við störf á borð við þau sem unnið var að í fyrrinótt? Þá hljóta menn að ræða alvar- lega hvort þeir.lögreglumenn sem vinna að rannsókn fíkni- efnamála eigi að vera vopn- aðir. Slík hugsun hefur verið okkur íslendingum fjarlæg fram að þessu en nú er Ijóst að veröld fíkniefnanna á ís- landi er að verða harðari en nokkrú sinni fyrr. Þeir lögreglumenn sem vinna við hættulegar að- stæður eins og fíkniefnalög- reglan gerir eiga kröfu til þess að sú hætta sem fylgir störfum þeirra verði metin í launum. Þeir og fjölskyldur þeirra eiga líka kröfu til þess að þær tryggingar sem þeir njóta séu viðunandi og taki mið af þeim hættum sem fylgir störfum þeirra. Landsmenn eru slegnir óhug vegna þessara atburða. Við höfum búið í sæmilega friðsælu samfélagi fram til þessa. Að vísu hafa stór- borgareinkennin gert vart við sig í vaxandi mæli hin seinni ár. En nú er of margt sem bendir til að friðurinn sé úti. Ofbeldisverkum sem tengjast fíkniefnaneyzlu hefur fjölgað. Margvísleg afbrot má rekja beint og óbeint til fíkniefnaneyzlu og viðskipta með fíkniefni. I þessu fámenna samfélagi er þrátt fyrir allt auðveldara en víða annars staðar að ná tökum á vanda af þessu tagi og einangra hann við ákveðna hópa í þjóðfélaginu. Að því ber að vinna jafn- framt því sem ástæða er til að beina athyglinni að því ógæfusama fólki sem orðið hefur fíkniefnum að bráð og stórauka viðleitni til þess að hjálpa fórnarlömbum fíkni- efnanna að snúa baki við þeim harða heimi. Það er ekki nóg að efla þá þætti heilbrigðisþjón- ustunnar sem hafa með vandamál fíkniefnaneytenda að gera. Við þurfum að huga að rót vandans. Á ráðstefnu sem nýlega var haldin um illa meðferð á börnum kom í ljós að þeir unglingar eru í mestri hættu staddir vegna fíkniefna sem koma frá heimilum þar sem mikil vandamál hafa verið. Ef við horfum til næstu áratuga og þess framtíðarþjóðfélags sem við viljum byggja hér upp er ekki sízt ástæða til að huga að forvarnastarfi á þessu frumstigi til þess að koma í veg fyrir að til verði óhamingjusamir unglingar sem leita á náðir fíkniefn- anna. LÖGREGLUMAÐUR STORSLASAÐUR EFTIR HANDTÖKU MANNS SEM GRUNAÐUR ER UM STORFELLT KOKAINSMYGL 'lóttaleið fíkniefi r' ■ ■ Fíkniefnabíllinn ekur beint upp á Miklubraut af Suðurlandsbraut þvert yfir akrein á móti . Aðdragandi eftirfararinnar og kókainmálsins: Látið var til skarar skríða Fíkniefnabílinn ekur utan í lög- reglubíl sem kemur upp að hlið hans Fíkniefnabíllinn ekur á ofsahraða aftan á lögreglubíl og þar er ökumaðurinn hand- tekinn. Við handtökuna leggur hann til lögreglu- manns með skærum. Annar lögreglumaður er alvarlega slasaður eftir áreksturinn. Fíkniefnalögreglan gefur bílnum stöðvunarmerki sem hann sinnir ekki. Einkenndir lögreglubílar kallaðir til aðstoðar eftir langan undirbúning EFTIRFÖRIN hófst við Sundlaugina í Laugardal laust eftir mið- nætti. Rannsókn fíkniefnalögreglunnar á innflutningi á kókaíni til landsins sem hófst eftir að vísbendingar bárust fyrir nokkrum mán- uðum hafði leitt til þess að fylgst hafði verið í nokkrar vikur með ökumanni Subaru-bílsins og hinum tveimur sem síðar voru handtekn- ir vegna málsins. Nú var talið víst að maðurinn væri með fíkniefnin í fórum sínum og því hugðust lögreglumenn sem fylgst höfðu með honum fyrr um kvöldið handtaka hann við sundlaugina. Þeir kölluðu eftir aðstoð almennrar lögreglu þegar maðurinn sinnti ekki stöðvun- armerkjum við Austurbrún. Eftirförin barst þaðan eftir Langholts- vegi, þar sem Subaru-bílnum var ekið utan í hlið lögreglubíls sem var samsíða honum, og þaðan austur Vesturlandsveg um Artúns- brekku. Tveimur lögreglubílum hafði verið komið fyrir á Vesturlands- vegi, annar úr Reykjavík og hinn frá lögreglustöðinni í Mos- fellsbæ. Að sögn Arnþórs Ing- ólfssonar yfírlögregluþjóns gerðu lögreglumenn í bíl frá lög- reglustöðinni í Mosfellsbæ sig tilbúna til að loka Vesturlands- vegi, en ekkert varð af því þegar í ljós kom að ökumaðurinn myndi ekkert slá af hraðanum. Lög- reglubílnum var þá ekið af stað og taldi lögreglumaðurinn sem ók bílnum sig hafa verið kominn á tæplega 60 km hraða á klukku- stund austur Vesturlandsveg fyr- ir framan Subaru-bílinn þegar honum var ekið af gífurlegum þunga aftan á hægra horn lög- reglubílsins, rétt vestan við Skálatúnsheimilið á Vesturlands- vegi. Arnþór sagði að sá er olli slysinu hafí verið á 150—160 km hraða er áreksturinn varð kl. 0.10. „Þeir opna allar hindranir og ryðja þeim úr vegi og meira að segja bíllinn sem veldur árekstrin- um hefur nóg pláss til að komast framhjá lögreglubílnum með eðli- legum hætti en gerir það ekki. Hann ekur bara aftan á hann og þá jafnvel heldur meira hægra megin,“ sagði Amþór. Að sögn Guðmundar Guðjóns- sonar yfirlögregluþjóns hefði Su- baru-bíllinn auðveldlega getað komist framhjá lögreglubílnum. Lögreglubíllinn var með blikkandi ljós á hægri helmingi vegarins og gaf stöðvunarmerki en ökumaður Subaru-bílsins sinnti því ekki og ók á fullri ferð á hægra afturhorn lögreglubílsins. Engin skýring er á því hvers vegna bílnum var ekið á hægra afturhom lögreglubílsins og ekki er hægt að útiloka að ökumað- ur Subaru-bílsins hafi ætlað sér að valda sem mestu tjóni á lögreglu- bílnum. Maðurinn sem varð valdur að slysinu hefur ekki áður komið við sögu fíkniefnamála en hefur hlotið dóm fyrir að beita hnífí við líkams- árás. Arnþór sagði að allt atferli mannsins hefði verið með þeim hætti að þá ályktun mætti draga að hann hefði verið undir áhrifum kókaíns er atburðurinn gerðist. Hins vegar væri ekki hægt að stað- festa neitt slíkt fyrr en niðurstöður blóðrannsóknar lægju fyrir. Arnþór kvaðst ekki vera í neinum vafa um það að minnisbók í bijóst- vasa lögreglumannsins, sem fyrstur reyndi að handtaka ökumanninn, hafí bjargað lífí hans þegar ökmað- urinn réðist að honum með skæri á lofti. „Ég er ekki í vafa um það því hann reyndi að stinga hann tvívegis og skærin léntu í bæði skiptin á bókinni." Hann kvaðst ekki heldur vera í vafa um að lög- reglumaðurinn sem ók bílnum, hafi bjargað lífi félaga síns er hann dró hann meðvitundarlausan út úr bíln- um. „Þarna eru sekúndur sem skipta máli. Vegna þess að hann brást snöggt og rétt við þá gerðist ekki meira en þetta þó,“ sagði Arn- þór. Yfirmenn í lögreglunni: Heimur lögreglumanns- ins orðinn harðari en áður YFIRMENN lögreglunnar sem Morgunblaðið ræddi við í gær eru sammála um að starfsumhverfi lögreglumanna sé orðið mun harð- ari en hefur verið. Þrátt fyrir það frábiðja þeir sér allar hugmynd- ir um að lögreglumenn fari almennt að bera vopn. Það geti boðið þeirri hættu heim að afbrotamenn geri slíkt hið sama. „Ég tel ekki að lögreglan eigi að vopnast, en heimur lögreglu- mannsins er orðinn mikið harðari heldur en hann var. Við erum bara með okkar sérsveit sem grípur inn í, en sú spurning hvort eigi að vopna íslensku lögregluna hefur ekki kom- ið upp. Það er mikið stærra mál,“ sagði Guðmundur Guðjónsson yfír- lögregluþjónn. „Málið snýst líka um það að þegar lögreglumenn eru famir að vopnast geta afbrotamenn einnig vopnast vegna þess að þeir eiga von á vopnuðum lögreglu- mönnum. Það eru margar hliðar á þessu máli, en ég tel' ekki að það eigi að vopna lögregluna almennt. Við viljum óvopnaða lögreglu,“ sagði Guðmundur. Arnþór Ingólfsson yfírlögreglu- þjónn kvaðst vera andvígur vopna- burði almennra lögreglumanna. „Það hefur aldrei verið rætt í okkar hópi að lögreglumenn fari að bera vopn, og vonandi kemst málið aldr- ei á það stig. Vissulega er heimur- inn harður en ég vona að hann verði ekki það harður að við þurfum að fara að bera vopn,“ sagði Arn- þór Ingólfsson. Guðmundur sagði að líkamsárás- um hefði almennt fækkað verulega á þessu ári miðað við í fyrra, þrátt fyrir mikla aukningu á síðustu árum. „Áfengisneysla er meiri en hún var fyrir einhveijum árum. Lík- amsmeiðingarmál eru meira eða minna tengd ölvun. í þessum mán- uði eru 10% færri tilvik en í sama mánuði í fyrra. Megnið af þessum málum er tengt ölvun, hvort menn séu í einhveijum fíkniefnum lika get ég ekki sagt. Ég kannast ekki við faraldur af líkamsárásum þar sem er bara um fíkniefni að ræða,“ sagði Guðmundur. Nýbúnir að bjarga félaga okkar er sprenging- heyrðist - segir Benedikt Lund lögregluvarðstjóri sem bjargaði meðvitundarlausum félaga sínum úr brennandi lögreglubíl ýmissa smááverka að eigin sögn, en hann er meðal annars tognaður á hálsi, baki og bijósti, auk þess sem tennur brotnuðu við árekstur- inn. Að læknisráði verður hann frá vinnu í hálfan mánuð. Benedikt kveðst telja að segja megi að heppni ráði mestu um að ekki hafí margsinnis orðið alvarleg „VIÐ vorum inni á lögreglustöðinni í Mosfellsbæ þegar við vorum beðnir að fara út til að aðstoða við að stöðva þennan bíl. Við ókum í átt til Reykjavíkur og vorum að spá í hvar væri best að stöðva manninn. Við ræddum um að leggja bílnum í sömu akstursstefnu og hann var á leið í, aka svo af stað á fullri ferð á undan honum og reyna síðan að draga úr hraða hans,“ segir Benedikt Lund, varðstjóri í lögreglunni í Reykjavík, sem sat ásamt félaga sínum, Jóhannesi Sturlu Guðjónssyni, í lögreglubílnum sem kviknaði í eft- ir að maður á flótta undan fíkniefnalögreglunni ók á hann á allt að 160 km/klst. hraða, að því er fram kemur í máli Benedikts. Benedikt lagði lögreglubílnum rétt sunnan við Skálatúnsheimilið, viðbúinn því að aka af stað og ná mikilli ferð áður en bílinn bæri að enda hafði fylgt sögunni að öku- maðurinn væri til alls vís og hefði þegar á flóttanum ekið utan í lög- reglubíl' „Hann var hins vegar bara með stöðuljós kveikt á bílnum, þannig að ég sá hann miklu seinna en ég hafði átt von á og þess vegna var ég bara kominn með bílinn upp í 50-60 km hraða þegar árekstur- inn varð,“ segir Benedikt. Benedikt kveðst hafa heyrt að ökumaðurinn hafí tjáð lögreglu- mönnum eftir handtökuna að hann hafí verið á um 160 km hraða þeg- ar áreksturinn varð og hafí ætlað að reyna að aka fram úr lögreglu- bflnum hægra megin við hann. Subaru-bílaleigubíll mannsins hafnaði á hægra afturhomi lög- reglubílsins, sem snerist nokkra hringi á veginum en valt ekki. Eldur kom strax upp í lögreglu- bílnum. „Um leið og bíllinn stöðv- aðist dreif ég mig út, sá að bíllinn logaði að aftan og kallaði í Jóhann- es að hann skyldi drífa sig út úr bílnum en sá þá að hann var með- vitundarlaus. Það var ekki um ann- að að ræða en að ná honum ein- hvern veginn út úr bílnum í hvelli og sem betur fer tók ég hann út bílstjóramegin því að hin hurðin hafði skekkst svo að ekki var hægt að opna hana. Það gekk ótrúlega vel að ná honum út úr bílnum og við vorum rétt búnir að leggja hann niður í 10-12 metra fjarlægð frá bílnum þegar heyrðist sprenging og bíllinn varð að einu eldhafí.“ Benedikt þurfti að veita félaga sínum bráða skyndihjálp til að tryggja óhindraða öndun hans áður en sjúkrabfll komst á staðinn. Sjálf- ur fór hann síðar á slysadeild vegna Morgunblaðið/Jón Svavarsson Lögreglubíllinn stóð í björtu báli rétt eftir að meðvitundarlausum lögreglumanni var bjargað úr honum Mynd þessi var tekin í fyrrinótt, örskömmu eftir að grunaður fíkniefnasmyglari á flótta undan lögreglu hafði ekið bíl sínum á allt að 160 km hraða, að talið er, aftan á þennan lögreglubíl, en lögreglumennimir tveir sem í bílnum voru höfðu í hyggju að draga úr ferð mannsins með því að aka á undan honum. Við árekturinn missti annar lögreglumannanna meðvitund og hlaut hættulega áverka en hinn sakaði lítið. Eldur kviknaði strax við afturenda lögreglubflsins og skömmu eftir að tekist hafði að bjarga meðvitundarlausum lög- reglumanninum út úr honum læstist eldurinn um allan bflinn. slys við eftirför en í þessu tilviki bendir hann á á að öll hegðun þessa ökumanns, sem ók á fullri ferð á lögreglubíl og réðst á lögreglumenn með skæri á lofti, hafí verið með þeim hætti að hann vildi ekki láta sig fyrr en í fulla hnefana og skeytti engu um afleiðingarnar. Aðspurður um hvort hann hafí orðið þess var í starfi sínu að stór- aukin harka hafí færst í borgarlíf- ið, segir Benedikt, sem starfað hefur í lögreglunni frá 1978, svo vera. „Þegar ég byijaði í lögregl- unni var mér sögð saga af manni sem var að ógna fólki með hnífí og var afvopnaður. Nokkrum árum seinna lenti ég í því sjálfur. Núna gerast hlutir af því tagi nánast í hverri viku,“ sagði Benedikt Lund. Benedikt Lund lögregluvarðstjóri. Rétt staðið að verki við eftir- förina og farið eftir reglum - að mati yfirstjórnar lögreglunnar ATBURÐARÁSIN í fyrrinótt hefur verið skoðuð gaumgæfilega af yfirmönnum lögreglunnar í Reykjavík, sem líta svo á að lögreglu- menn á vettvangi hafi staðið rétt að málum, sýnt fyllstu varúð og farið að settum reglum. Ástæður þess að eldur kom upp í lögreglu- bílnum verða sérstaklega rannsakaðar. Arnþór Ingólfsson yfírlögreglu- þjónn segir að lögreglan hafi staðið að öllu leyti rétt að verki er þeir reyndu að stöðva ferð mannsins. „Þegar svona atburðir gerast kem- ur upp í okkar huga hvort eitthvað hafi verið farið úrskeiðis, hvort hægt hefði verið að standa að þessu á einhvem annan hátt sem ekki hefði haft þessar afleiðingar. Við höfum farið gaumgæfílega yfir at- burðarásina og sem betur fer kom- um við ekki auga á að lögreglan hafí gert nokkuð sem gæti með nokkru móti talist rangt.“ Guðmundur Guðjónsson yfirlög- regluþjónn sagði að svona atvik væm alltaf skoðuð niður í kjölinn. „Við skoðum alltaf hvernig hægt er að tryggja öryggi lögreglumann- anna, það er náttúrlega grundvall- aratriði. Lögreglan stóð alveg rétt að öllu og fór að öllum reglum sem henni hafa verið settar og sýndi alla þá varúð sem hægt er að sýna. Það sem við þurfum að gera er að skoða hvernig við getum brugðist við svona tilvikum. Menn hafa ver- ið að velta fyrir sér lengi hvernig eigi að standa að eftirför og stöðv- un og þetta er ekki bara vandamál hjá okkur heldur úti um allan heim. Þetta höfum við rætt og spurt okk- ur hvort hægt sé að finna aðrar leiðir. En það er ekki til nein ein lausn við þessu,“ sagði Guðmundur. Aðspurður um hvort lögreglan væri á nægilega traustum bílum sagði hann: „Tjónið á bílnum er alveg gífurlegt. Hann gengur allur til. Það verður leitað skýringa á því hvers vegna kviknaði í bílnum og það var byijað að vinna strax að því í morgun [gærmorgun]. Tjónið er svona mikið vegna þess að áreksturinn varð á hægra hornið og hraðinn var svo gífurlegur," sagði Guðmundur. Húsið sem stóð við Suðurgötu 7: Opnað á 35 ára afmæli Arbæjarsafns GAMLA íbúðarhúsið á Suður- götu 7 í Reykjavík verður senn opnað gestum og gangandi á Árbæjarsafni. Viðgerð á hús- inu hófst árið 1990 og til stend- ur að opna það formlega á 35 ára afmæli safnsins 20. sept- ember. Þá verður einnig gefið út afmælisrit í tilefni dagsins, og gælt er við þá von að geta haldið reisugilli Hagkaups- hússins, sem einnig er verið að gera upp, hátiðlegt við sama tækifæri, að sögn Nikulásar Úlfars Mássonar, arkitekts og safnvarðar. Nikulás segir ætlunina að öðr- um megin í húsinu verði gerð íbúð heldra fólks í Reykjavík kringum 1890. „ívar Daníelsson apótekari gaf safninu ómetanleg húsgögn að gjöf sem notuð verða í þeim hluta hússins. Hinum meg- in verður gullsmíðaverkstæði á neðri hæð, en söguherbergi uppi, þar sem saga hússins verður rak- in,“ sagði hann. Að sögn Nikulásar er þetta fyrsta húsið sem byggt var við Suðurgötu. „Teitur Finnbogason, járnsmiður og fyrsti lærði dýra- læknirinn á Islandi, byggði það árið 1833 og bjó þar til 1859. Þá keypti Björn Hjaltested húsið, en Björn var eini.ig jámsmiður. Hjaltestedfólkið bjó síðan í því fram á níunda áratuginn er í því var starfrækt gallerí fram til árs- ins 1983. Þá var húsið flutt á Árbæjarsafn þar sem það er nú.“ Nikulás kvað athyglisvert að sjá hvernig húsið hafi „vaxið“ í tímans rás, er rýma þurfti fyrir æ fleiri heimilismönnum. „Þetta er gott dæmi um hvemig hús þróuðust í Reykjavík þess tíma. Upphaflega var það 30 fermetr- ar, en smám saman hefur verið bætt við það og má sjá nokkur merki um þennan „vöxt“ hússins. Það er skemmtilegt og fallegt eftir allar breytingamar, en það var komið í núverandi horf um 1880,“ sagði Nikulás. -----» ♦ ♦---- Magnús B. Jónsson aftur skólastjóri MAGNÚS B. Jónsson hefur verið skípaður skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, og tekur hann við starfinu 1. sept- ember næstkomandi. Magnús var skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri árin 1972-1984, og aðalkennari skól- ans í búfjárrækt frá 1984 til 1990 þegar hann tók við starfi for- stöðumanns Hagþjónustu land- búnaðarins sem hann hefur gegnt síðan. -----»-♦■..♦-- Lífeyrissjóðs- málin eru enn í biðstöðu ENDURSKOÐUN á reglum um lífeyrissjóði er enn í biðstöðu í fjármálaráðuneytinu. Eins og kunnugt er skilaði nefnd sem skipuð hafði verið vegna þessa málinu af sér án sérstakrar niðurstöðu fyrr á árinu, og að sögn Indriða H. Þorlákssonar, skrifstofustjóra í fjármála- ráðuneytinu, hefur ekki verið tekin ákvörðun um næstu skref í málinu. Nefndinni var ætlað að gera tillögur til breytinga á fmmvarpi sem legið hefur fyrir um málið um nokkurt skeið. Indriði sagði að nú væri rætt innan ráðuneytis- ins hvernig meðhöndlun málsins skuli fram haldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.