Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992
Skýrsla Staðlaráðs Islands um sérkröfur í upplýsingatækni;
Aukið tillit til íslenskra stafa
STAÐLARÁÐ íslands hefur gefið út skýrslu sem lýsir norrænum
sérkröfum til upplýsingatæknibúnaðar. Skýrslunni er m.a. ætlað að
auðvelda að taka tillit tíl íslenskrar tungu við hönnun tölvu- og fjar-
skiptakerfa. Staðlaráð íslands sér nú einnig um ritaraembættí nýrr-
ar evrópskrar staðlanefndar um stafatækni. „Það hefur í för með
sér að Islendingar verða alltaf fyrstír tíl að vita um mál á þessu
sviði en misbrestur á því hefur stundum komið okkur í óþægilega
stöðu,“ sagði Þorvarður Kári Ólafsson, ritstjóri skýrslunnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Friðrik Þór Friðriksson veitir viðtöku staðfestingu útnefningar
hans sem borgarlistamaður.
Friðrik Þór og
Hulda Hákon
fá starfsstyrki
Skýrslan ber heitið „Nordic Cult-
ural Requirements on Information
Technology" eða Norrænar menn-
ingarlegar sérkröfur í upplýsinga-
tækni. Þorvarður segir að það hafi
verið vandamál hingað til við gerð
alþjóðlegra staðla að hönnuðir hafi
ekki vitað nákvæmlega hvemig nor-
rænum sérkröfum væri háttað. Hug-
myndin að því að hafa yfirlit yfir
norrænar sérþarfir hafi komið upp
í greinargerð með tillögunni
segir að karlalandsliðið hafi unn-
ið það afrek að verða í fjórða
sæti í keppni karlalandsliða í
handknattleik á Ólympíuleikun-
um. Tvær ástæður geri árangur-
inn ánægjulegri en ella, en það
er að á Ólympíuleikunum keppa
12 bestu lið í heimi en til dæmis
16 lið í heimsmeistarakeppni.
Keppnisréttur er því mun erfíð-
ari á Ólympíuleikum. Þá fékk
Handknattleikssambandið að
vita með tveggja daga fyrirvara
um keppnisrétt liðsins og undir-
búningur hafi því ekki verið eins
og best var á kosið. Liðið hafi
því ekki fengið sambærilegan
stuðning og aðrir sem tóku þátt
í keppninni. Meðal annars studdi
Afreks- og styrktarsjóður ÍTR
aðra keppendur myndarlega, en
fyrst fyrir tveimur árum og síðastlið-
ið eitt og hálft ár hafi verið unnið
að gerð þessarar skýrslu.
Norræni iðnþróunarsjóðurinn
veitti styrk til verkefnisins en Þor-
varður segir að verkið hafí rejmst
mun umfangsmeira en búist hafði
verið við. Ýmsum erlendum aðilum
sem vinna á þessu sviði voru send
drög að skýrslunni og segir Þorvarð-
ur að undirtektir hafi verið góðar.
slíkan stuðning fékk Handknatt-
leikssambandið ekki.
Ólína Þorvarðardóttir, fulltrúi
Nýs vettvangs, greiddi atkvæði
gegn styrkveitingunni og kemur
fram í bókun hennar að rétt sé
að ræða málefni Handknattleiks-
sambandsins í tengslum við
næstu fjárhagsáætlun. Samband-
ið eigi allt gott skilið og rétt sé
að borgaryfirvöld umbuni með
einhverjum hætti þeim sem haldi
nafni íslands á lofti erlendis,
hvort sem um er að ræða íþrótt-
ir eða listir. Sama ætti til dæmis
við um íslensku óperuna sem
nýlega var neitað um styrk til
utanferðar. Þá hafi engar tillög-
ur komið fram um styrk til Golf-
sambandsins enda þótt árangur
íslenska liðsins hafí verið óvenj-
uglæsilegur þar fyrir skömmu.
Norrænu sértáknin eru 70 talsins,
þ.e. 35 hástafír og 35 lágstafir. Is-
lensku stafímir þ, ð og ý verða allir
á besta stað í svokallaðri alheim-
stöflu fyrir tölvur en það þýðir m.a.
að skipting úr gömlum kerfum í
nýrri verður einfaldari og ódýrari. Á
fyrstu síðu alheimstöflunnar, eða
svokölluðum besta stað, eru 254 tákn
og þar af eru 44 norræn. Að sögn
Þorvarðar komust smærri tungu-
málasvæði á Norðurlöndunum eins
og til dæmis Samar ekki að með sín
sértákn á þennan besta stað í töfl-
unni.
Ritarastaða'n í evrópsku staðla-
nefndinni um stafatækni felur í sér
góðan aðgang að upplýsingum um
starfsemi á þessu sviði. Allir sem
munu hafa með þessi mál að gera
verða að hafa samband við ritarann
og þannig fá íslendingar fyrstir að
vita um þau mál er þá varðar. Eitt
mál kom upp fyrir innan við ári. Þá
misstu íslendingar af tækifæri til að
koma séríslenskum stöfum í alþjóð-
legt textaboðkerfí, sem er líkt sím-
boðkerfínu, vegna þess að þeir vissu
ekki um fund um það mál. Það mun
því kosta Póst og síma töluvert fé,
að sögn Þorvarðar, ef ákveðið verður
að bjóða upp á þessa þjónustu.
Akrasel feg-
ursta gatan
VIÐURKENNINGAR voru í gær
veittar fyrir snyrtilegt umhverfi
í Reykjavík. Akrasel hlaut viður-
kenningu sem fegursta gata borg-
arinnar þetta árið.
Tvær lóðir við fjölbýlishús fengu
og viðurkenningar en þær eru við
Fomhaga 11—17 og Veghús 1—5.
Þijú fyrirtæki voru verðlaunuð;
Harpa hf. fyrir góðan frágang við
lóð sína, kjúklingastaðurinn
Kentucky Fried Chicken fyrir snyrti-
lega lóð og Landsvirkjun fyrir góðan
heildarfrágang við stjómstöð sína á
Bústaðavegi. Ibúar Bárugötu 18 voru
heiðraðir fyrir endurbætur gamals
húss. Þá voru veittar viðurkenningar
fyrir góða varðveislu upprunalegra
innréttinga í Reykjavíkurapóteki
annars vegar og Iðunnarapóteki hins
vegar.
SAMKVÆMT tillögu menn-
ingarmálanefndar Reykjavík-
urborgar var í gær tveimur
listamönnum veitt starfslaun.
Annars vegar var útnefndur
borgarlistamaður tíl eins árs
og að þessu sinni varð fyrir
valinu Friðrik Þór Friðriksson
kvikmyndagerðarmaður. Enn-
fremur var ákveðið að Hulda
Hákon myndlistamaður nytí
starfslauna á vegum borgar-
innar næstu þrjú árin.
Friðrik Þór Friðriksson tekur
við af Kjartani Ólafssyni mynd-
listarmanni, en hann naut starfs-
launa sem borgarlistamaður síð-
asta árið. Friðrik Þór gerði með-
al annars kvikmyndina Böm
náttúrunnar.
Hulda Hákon er myndlistar-
maður og hlýtur starfslaun til
þriggja ára. Hún hefur starfað
að list sinni víða um Evrópu,
meðal annars í Danmörku og
Sviss.
Hulda Hákon myndlistarmað-
ur hlaut starfslaun tíl þriggja
ára.
Borgarráð:
Landsliðið í handknatt-
leik fær tvær milljónir
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Júlíusar Hafsteins, borgarráðs-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að ráðið styrki Handknattleikssam-
band Islands um tvær milljónir króna vegna þess árangurs sem lands-
lið karla náði á Ólympíuleikunum í Barcelona. Tillagan var sam-
þykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
Rit um orsakir eyðingar byggðar á íslandi gefið út í Oxford:
Aðgangur að fiskímiðum
gerði ef til vill gæfumuninn
- segir Guðrún Sveinbjarnardóttir forn-
leifafræðingur, höfundur bókarinnar
GUÐRÚN Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur hefur ritað bók
um eyðingu byggðar á íslandi. Bókin, sem byggir á rannsóknum
Guðrúnar og fleiri visindamanna, er nú komin út í ritröðinni Oxbow
Monographs hjá Oxbow-útgáfunni í Oxford. Að sögn Guðrúnar
tekur rannsóknin til byggðar allt frá landnámsöld og fram á okk-
ar daga, þó að aðaláherslan hafi verið lögð á að kanna ástæður
fyrir eyðingu byggðar á miðöldum. Um niðurstöður rannsóknar
sinnar segir Guðrún að þær sýni að þar sé engra einfaldra svara
að leita heldur spili þar margt inn í.
„Bókin er afrakstur rannsókna-
vinnu sem hófst árið 1979 þegar
ég réðst til starfa við Háskólann
í Birmingham til að vinna að rann-
sóknum á áhrifum umhverfisbreyt-
inga á byggð á Norður-Atlants-
hafssvæðinu, meðal annars hér-
lendis,“ segir Guðrún. „Auk mín
tóku fornvistfræðingar og grasa-
fræðingur þátt í þessum rannsókn-
um og íjöldi stúdenta tengdist
þeim á ýmsan hátt. Það sem gerði
þessa vinnu ákaflega skemmtilega
var samvinna vísindamanna úr
ólíkum greinum. Þegar heimildir
og aðferðir einnar greinar þraut
gat önnur tekið við og fyllt í eyð-
urnar.“
Þáttur Guðrúnar í verkefninu
var að kanna ritheimildir og
byggðaminjar á þeim svæðum sem
valin voru til rannsóknanna hér-
lendis, en þau voru Eyjafjallasveit,
Austur- og Vesturdalur í Skaga-
firði og Fossárdalur í Berufirði.
Rannsóknum og úrvinnslu gagn-
anna var lokið árið 1987 en hand-
rit bókarinnar lá ekki fyrir fyrr en
þremur árum seinna.
Þrennt var haft til hliðsjónar við
val svæðanna. í fyrsta lagi var
haft í huga að þau væru dreifð um
landið og gæfu þar með almenna
hugmynd um þróun byggðar í land-
inu. í öðru lagi þurftu að vera til
staðar byggðaleifar sem unnt var
að rannsaka á svæðunum og loks
þurftu að vera á svæðunum gjósku-
Iög til þess að hægt væri að aldurs-
greina byggðaleifarnar. Jarðfræð-
ingarnir Guðrún Larsen og Gunnar
Ólafsson aðstoðuðu við greiningu
gjóskulaganna.
„Gjóskulögin komu sérstaklega
skemmtilega á óvart í Skagafjarð-
ardölunum," segir Guðrún Svein-
bjamardóttir, „en þar er mikið um
byggðaleifar langt fyrir innan, eða
framan eins og málvenja er að
segja í Skagafirðinum, þá byggð
sem þar hefur verið fram á síðustu
ár. Á mörgum þessara staða hafa
verið beitarhús eða einhver önnur
starfsemi eftir að föst búseta þar
lagðist niður.“
Guðrún segir að rannsóknimar
hafi leitt í ljós að orsakir fyrir eyð-
ingu byggðar séu flóknar og marg-
þættar og yfirleitt sé ekki hægt
að gefa einhlít og almenn svör við
því hvers vegna byggð hafi lagst
af. Sem dæmi um þetta nefnir
Guðrún að sagnir frá seinni öldum
hermi að mörg býlanna í innanverð-
um Skagafjarðardölum hafí farið í
eyði í plágunni miklu 1402-1404,
en hún er í mörgum heimildum
nefnd svarti dauði, þó að um hafi
verið að ræða aðra farsótt en þá
sem gekk undir því nafni á megin-
landi Evrópu. Sams konar sagnir
eru að sögn Guðrúnar til um marga
aðra afdali á landinu þar sem eyði-
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Guðrún Sveinbjarnardóttir
fomleifafræðingur.
byggð er að fínna. „Rannsóknir
sagnfræðinga á byggðasögu hafa
sýnt að það er eitthvað hæft í þess-
um sögnum en mörg býlanna sem
eyddust í plágunni miklu byggðust
skjótt aftur. Við rannsóknir á
gjóskulögum í rústum bæði í
Skagafírði og Berufírði kom hins
vegar í ljós að þó nokkur þessara
býla höfðu farið í eyði áður en
þessi mannskæða drepsótt gekk
yfír landið í byrjun 15. aldar.“
Guðrún segir að rannsóknir hafi
bent til þess að þar sem aðgangur
hafí verið að góðum fiskimiðum
hafí byggð hins vegar ekki farið í
eyði á 15. öld. Fiskur varð mikilvæg
verslunarvara á 14. og 15. öld og
þar sem góð skilyrði voru til sjó-
sóknar virðist fólksfjöldi hafa auk-
ist á þessum öldum. Þetta virðist
einnig hafa gerst í Eyjafjallasveit,
a.m.k. verður þar ekki vart neinnar
byggðaeyðingar á þessum tíma.
„Norræn byggð á Grænlandi er
talin hafa eyðst á 15. öld,“ segir
Guðrún. „Þar var alls ekki sami
aðgangur að fískimiðum og á ís-
landi. Ég legg fram þá tilgátu að
það hafí m.a. verið þessi aðgangur
að fískimiðum á íslandi sem gerði
gæfumuninn varðandi þróun
byggðarinnar hér. Fiskurinn hélt
þjóðinni lifandi þegar svarf að í
landbúnaðinum. Á Grænlandi, þar
sem of langt var að sækja á miðin,
eyddist byggðin hins vegar alveg.“
Guðrún segir að á þeim land-
svæðum sem rannsókn hennar tók
til hafí komið í Ijós.að mjög snemma
hafí verið byggt mun lengra inni í
landinu en nokkum tíma varð síð-
ar, en þessi innsta byggð hafí líka
farið snemma í eyði. Að sögn Guð-
rúnar eru þessar niðurstöður í sam-
ræmi við niðurstöður svipaðra
rannsókna annars staðar á landinu.
Guðrún segir að við rannsóknirn-
ar hafi hún notið leiðsagnar og
fylgdar heimamanna í Skagafírði,
Bemfirði og undir Eyjafjöllum.
„Sumar rústanna sem ég rannsak-
aði eru vandfundnar,“ segir hún,
„og það mátti ekki seinna vera að
gera þessar rannsóknir því að þeim
fer óðum fækkandi sem þekkja til
þessara gömlu eyðibýla."
Það var Leverhulme-sjóðurinn í
Bretlandi sem styrkti rannsóknir
Guðrúnar og félaga hennar í fyrstu,
en til þess að auka umfang rann-
sóknanna hérlendis naut Guðrún
styrks úr Vísindasjóði, frá Orku-
stofnun og Þjóðminjasafninu.