Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 37 Wiidbws li0 PC grunnur Nauðsynlegur undirbúningur fyrir alla sem þurfa að nota PC tölvur. Vandað námskeið sem skilar þér vel á leið. Tölvu- og verkfræðiþjónustan íP Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16»stofnuð 1. mars 1986 Innilegar þakkir til allra, vina og œttingja, sem heimsóttu mig og fjölskyldu mína og glöddu með góðum óskum, blómum og gjöfum á átt- rœðisafmœli minu 8. ágúst síÖastliÖinn. LifiÖ heil! FríÖrik J. Eyfjörð, Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig meö kveÖjum, blómum, gjöfum og nœrveru sinni á sjötíu ára afmceli mínu þann 24. júlí sl. Sérstaklega þakka ég börnunum mínum tiu og fjölskyldum þeirra fyrir yndislegan dag. Jóhanna Elin Árnadóttir, Furugrund 30, Kópavogi. Guðni ber ábyrgð á eigin farþegum Frá Pétri J. Eiríkssyni: í MORGUNBLAÐINU í gær birtist í þessum dálki bréf frá Guðna Þórð- arsyni, forstjóra ferðaskrifstofunn- ar Flugferða-Sólarflugs. Þar sem bréfíð er til þess fallið að blekkja farþega ferðaskrifstofunnar sem sviknir voru um ferðir, sem þeir voru búnir að greiða að hluta eða öllu leyti og tilraun er gerð til að velta sök af þessum svikum á Flug- leiðir, vil ég, fyrir hönd Flugleiða, koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri við þetta fólk. Fiugleiðir gerðu samning við Guðna Þórðarson um að selja hon- um tiltekinn sætafjölda fyrir þá farþega sem höfðu greitt ferða- skrifstofu hans fyrir ferðir til Lund- úna og Kaupmannahafnar nú í sum- ar. Þetta var samskonar heildsö- lusamningur og Flugleiðir gera reglulega við aðrar ferðaskrifstofur. Fyrir þau sæti sem Guðni Þórðarson ætlaði að kaupa átti hann að greiða samkvæmt ákvæðum samningsins. Flugleiðum barst greiðsla fyrir eitt flug áður en ferðaskrifstofan Flug- ferðir Sólarflug komst í greiðslu- þrot. Vegna vanefnda Guðna Þórð- arsonar féll því samningurinn úr gildi. Þennan samning gerðu Flug- leiðir við Guðna Þórðarson, en ekki við einstaka farþega. Samningurinn fól í sér að Guðni legði fram lista með nöfnum farþega til staðfesting- ar á sætafjölda. Þessir listar bárust Flugleiðum aldrei frá ferðaskrif- stofu Flugferða Sólarflugs eða for- stjóra hennar. Eftir að Guðna Þórð- arsyni hafði verið gert að skila inn leyfi til að reka ferðaskrifstofu og Flugferðir Sólarflug komst í greiðsluþrot tóku Flugleiðir að sér að flytja heim farþega skrifstofunn- ar sem voru strandaglópar erlendis. Það var gert með sérstökum samn- ingi við samgönguráðuneytið. Það- an fengu Flugleiðir loks lista yfír farþega á vegum Guðna Þórðason- ar. Ferðaskrifstofan Flugferðir-Sól- arflug tók við greiðslum fyrir sum- arleyfísferðir frá fjölda fólks. Fyrir þessa greiðslur átti ferðaskrifstofan að tryggja viðskiptavinum sínum flugferðir til útlanda. Fyrir þær ferðir þurfti vitaskuld að greiða. 12. júní komst ferðaskrifstofan í greiðsluþrot, samningurinn sem forstjóri hennar hafði gert við Flug- I VELVAKANDI ÁKEKSTUR KONAN, sem ók bifreið sinni utan í rauða Toyota Corolla bifreið KV-874, sunnudaginn 12. apríl við Hólagarð í Breið- holti, er vinsamlegast beðin að hafa samband við eiganda bíls- ins í síma 670221. SUNDPOKI mannsins með í skiptunum. Upprunalegi eigandi jakkans biður nú félaga sir.n vinsamlega um að hafa samband hið fyrsta í síma 77001. KVENÚR KVENÚR af gerðinni Laura Biagiotti fannst fyrir utan sundlaugarnar í Laugardal fyr- ir allnokkru. Finnandi er í sírna 12267. STRIGAPOKI með sunddóti tapaðist af hjóli á leiðinni frá Melabraut, upp Valhúsabraut og Kirkjubraut að Eiðistorgi. | Skilvís fínnandi er beðinn um að hringja í síma 611912. ! GALLAJAKKI ■ MAÐUR skipti við félaga sinn ’ á gallajakka á skemmtistaðn- um Gijótinu fyrir allnokkru síð- an og fékk féíaginn óvart veski IÞROTTA- TASKA BLEIK Adidas íþróttataska tapaðist í Reiðhöllinni 14. ágúst. Taskan innihélt meðal annars gallajakka og vínrauða pijónapeysu. Finnandi er vin- samlegast beðinn um að hringja í síma 51098. leiðir um flutninga var því úr gildi fallinn og Flugferðir-Sólarflug gátu ekki staðið við sitt gangvart farþeg- unum. Sumarleyfí fjölda fólks voru því eyðilögð. Ferðaskrifstofan Flugferðir Sól- arflug ber alla ábyrgð á samningum sínum við farþega. Þá ábyrgð tóku Flugleiðir ekki á sig með samninga- gerðinni við Guðna Þórðarson. Það- an af síður var samningurinn, sem Guðni hafði vanefnt, framseljanleg- ur til einstakra farþega ferðaskrif- stofunnar Flugferða Sólarflugs. Flugleiðir stóðu við sitt gagnvart Guðna Þórðarsyni og ferðaskrif- stofu hans. Tilraunir Guðna til að firrra sig ábyrgð af viðskiptaháttum sínum eru bæði ósmekklegar og ósanngjarnar í garð Flugleiða og þeirra farþega sem eiga um sárt að binda eftir viðskipti við Flugferð- ir Sólarflug. Ef þessir farþegar vilja leita réttar síns er eðlilegast að þeir snúi sér til þess fyrirtækis sem þeir keyptu af flugferð nú í vor. Guðni Þórðarson skrifar sig enn forstjóra þess fyrirtækis. PETUR J. EIRÍKSSON, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða LEIÐRÉTTING Vegna mistaka við vinnslu minn- ingargreinar um Friðrik Guðna Þórðarson, sem birtist í blaðinu í gær, féll niður lína. Af þeim sökum birtist eftirfarandi málsgrein aftur. Elsku Sigríður og Þöll, þið áttuð ekki bara skemmtilegan og góðan eiginmann og föður, heldur afburða hæfíleikaríkan og sem betur fer fyrir þá sem eftir lifa liggja eftir hann ótal sögur, ljóð, kvæði og fleira sem gleður mannsins hjarta. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. ORLANE cSara SNYRTIVÖRUVERSLUN Húðgreining Húógreining og rétt val á ORLANE snyrtivörum i dagfrá kl. 13.00 til 18.00. Bankastræti 8-101 Reykjavík Sími 13140 ^FEIAG HR0SSABÆNDA BÆNDAHÖLLINNI HAGATORGI 107 REYKJAVÍK ISLAND Hafinerslátrunfull- orðinna hrossa, 5 vetra og eldri, hjá Slátursamlagi Skag- firðinga, Sauðár- króki, og Sláturfé- lagi Suðurlands inn á Japansmarkað. Greiddareru 110 kr. á kg til framleiðenda af þeim hrossum, sem hæf eru til útflutnings, miðað við fallþunga, en að fullu er greitt í lok næsta mánaðar eftir innleggsmánuð. Félag hrossabænda greiðir flutningsjöfnuð séu sláturhross flutt meira en 150 km að sláturhúsi, í samráði við markaðsnefnd félagsins. Vöntun er nú á sláturhrossum til slátrunar. Framleið- endur eru eindregið hvattir til að skrá hross til slátrun- ar hjá fyrrnefndum sláturleyfishöfum eða hjá trúnaðar- mönnum Félags hrossabænda. Ef ekKÍ er staðið að jöfnum útflutningi er hætta á að markaðurinn skaðist og erlendu kaupendurnir semji um kaup annars staðar. __________________________ Félag hrossabænda. Vinnuvélanámskeid Helgarnámskeié Námskeióió geffur rétt til töku préfs á allar geróir vinnuvéla. Haldió á lóntæknistofnun. Námskeióió er 80 stundir og hefst: p m Sl (EiÐ Föstudaginn 21. ágúst kl. 16.30-22.00 Laugardaginn 22. ágúst kl. 09.00-18.00 Sunnudaginn 23. ágúst kl. 09.00-18.00 Föstudaginn 28. ágúst kl 16.30-22.00 Laugardaginn 29. ágúst kl. 09.00-18.00 Sunnudaginn 30. ágúst kl. 09.00-18.00 Föstudaginn 4. sept. kl. 16.30-22.00 Laugardaginn 5. sept. kl. 09.00-18.00 Sunnudaginn 6. sept. kl. 09.00-16.00 Námskeiðið kostar kr. 35.000. Fæði og námsgögn eru innifalin í verði. Upplýsingar og skráning í síma 687000. Vinnuvélanámskeið Iðntæknistofnunar Iðntæknistofnun n IÐNTÆKNISTOFNUN ISLANDS Keldnaholt. 112 Reykjavik Simi (91) 68.7000 =LI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.