Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992
1
Þórhildur Þorgeirs-
dóttir — Minning
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Laugardaginn 15. ágúst lést
amma mín Þórhildur Þorgeirsdóttir,
fædd 6. október 1917, í Hátúni 10B.
Nú að leiðarlokum langar mig að
minnast hennar örfáum orðum.
Hún amma var yndisleg amma,
alltaf svo hlý og róleg. Hún var allt-
af heima þegar við komum í heim-
sókn á Háteigsveginn, þar sem þau
bjuggu hún og afí. Og alltaf á laug-
' ardögum þegar skroppið var í bæinn
var komið við hjá ömmu og afa og
fengnar pönnukökur sem hún var
búin að baka.
Amma var einstök kona. Hún
hafði aldrei mörg orð um hlutina og
aldrei man ég eftir að amma talaði
neikvætt um neinn. Hún hafði sér-
stakt lag á að hugga mann ef mað-
ur var leiður og benda á betri hlið-
amar af sinni sérstöku hógværð. Það
er margs að minnast núna á þessari
stundu og margt kemur í hugann,
t.d. byijaði jólaundirbúningur okkar
alltaf á Háteigsveginum með
mömmukökubakstri. Það voru
skemmtilegir dagar og spennandi
að fylgjast með þegar kremið var
sett á, hvort kökumar gengu upp
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð fallegir
salir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar í
síma 2 2322
FLUGLEIDIR
HDTEL LðFTLEIIIK
því það var nauðsynlegt, sagði
amma, þá væm þær góðar.
Alveg frá fyrstu tíð minni fram
yfír fermingu vomm við á Háteigs-
veginum á aðfangadagskvöld. Alltaf
þegar við komum úr kirkju var allt
tilbúið hjá ömmu og afa, og á meðan
amma og mamma gengu frá eftir
matinn sagði amma við afa: Leyfíð
henni að opna einn pakka.
Allar minningar um ömmu em
góðar og Háteigsvegurinn eins og
annað heimili mitt. Síðustu 8 árin
var amma sjúklingur og dvaldi fyrst
í dagvistun í Hlíðabæ og síðustu 4-5
árin í Hátúni 10B. Hún naut sér-
stakrar aðhlynningar hjúkrunarfólks
og lækna á þessum stöðum sem ég
vil þakka sérstaklega.
Elsku afí, Guð blessi þig og styrki
okkur öll á þessari stundu.
Þórhildur Þorgeirsdóttir,
Söllingen, Þýskalandi.
Þann 19. ágúst verður kvödd
hinstu kveðju tengdamóðir okkar,
Þórhildur Þorgeirsdóttir. Okkur
langar að minnast hennar með örfá-
um orðum.
Þóra, eins og hún var alltaf köll-
uð, var fædd 6. október 1917 í
Eystra-Fíflholti í Vestur-Landeyjum.
Dóttir hjónanna Pálfríðar Jónasdótt-
ur og Þorgeirs Þorsteinssonar. Hún
var ein fjögurra systkina, elstur var
Guðjón, þá Sigurlilja, þau em bæði
látin, þriðja í röðinni var Þóra og
yngst er Jónína. Níu ára gömul flutt-
ist hún með fjölskyldu sinni að Suð-
Sórfnröingar
i l)lómiiskr<‘y(iiig,THii
>i<> öll (u-Uilii-ri
blómaverkstæði
INNA*
Skólavöröustíg 12.
á horni Bergstadastrætis,
sími 19090
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR BECK,
Lönguhlíð 7,
sem lést 13. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 20. ágúst kl. 13.30.
Þórólfur Kristján Beck, Kirsti Lauritsen Beck,
Sigríður Kristjánsdóttir Beck,
Tómas Beck,
Katrín Dagmar Beck.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BRAGI INGJALDSSON
frá Birkihlíð,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20. ágúst
kl. 13.30.
Baldur Bragason,
Karl Bragason,
Þórhalla Bragadóttir, Svavar Sigurðsson,
Elfn Bragadóttir, Kristinn Hólm,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför
GUÐMUNDAR ÞORLEIFSSONAR
stýrimanns,
Grenimel 40.
Dagmar Hannesdóttir,
Bragi Guðmundsson, Guðrún Ríkarðsdóttir,
Hannes Guðmundsson, Kristfn Ármannsdóttir,
Hanna G. Guðmundsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
ur-Fíflholtshjáleigu og ólst þar upp.
23. júní 1944 giftist Þóra eftirlifandi
manni sínum, Markúsi Hjálmarssyni
frá Lækjarbakka og þar hófu þau
búskap og ólu upp syni sína þijá;
Þorgeir og Hjálmar, fæddir 1945,
og Grétar, fæddur 1952. Árið 1964
bregða þau búi og setjast að á Hellu.
Þar bjuggu þau í fimm ár en flytj-
ast þá til Reykjavíkur þar sem þau
bjuggu eftir það, lengst af á Háteigs-
vegi 25.
Þóra vann ýmis störf utan heimil-
isins allt frá því er þau fluttu úr
sveitinni. Þóra hafði ríka þjónustu-
lund - henni var afar annt um vel-
ferð sinna nánustu og setti gjaman
þarfír annarra ofar sínum eigin. Hún
var bæði gestrisin og góðviljuð og
tók ævinlega málstað lítilmagnans.
Barnabömin eru níu og eitt
langömmubarn - þau minnast
ömmu sinnar með mikilli hlýju.
Þóra átti við mikla vanheilsu að
stríða hin síðari ár og dvaldi hún á
öldrunardeild í Hátúni ÍOB um fjög-
urra ára skeið, þar áður var hún í
dagvistun í Hlíðabæ. Á báðum þess-
um stöðum naut hún einstakrar
umönnunar hjúkrunarfólks og lækna
og langar okkur að þakka það sér-
staklega.
í þessum veikindum naut hún
aðdáunarverðrar umhyggju
tengdapabba sem heimsótti hana
daglega.
Að leiðarlokum langar okkur að
þakka allt það sem hún var okkur
og fjölskyldum okkar.
Við biðjum Guð að styrkja Markús
og fjölskyldur okkar á þessari
stundu.
Tengdadætur.
Fædd 26. ágúst 1907
Ðáin .8. ágúst 1992
Móðir: Guðríður Einarsdóttir,
Þórðarsonar, fyrsta prentsmiðju-
stóra í Reykjavík, (dannebrogs-
manns í Skildingarnesi Jónssonar:
Einar var fjórði maður í beinan
karllegg frá Forfa prófasti á Reyni-
völlum, bróðir Jóns prófasts, Hall-
dórssonar í Hítardal, og því fimm-
mennings-frændsemi með Einari og
Hilmari landshöfðingja.
Árið 1877 varð Einar Þórðarson
eigandi að stiftsprentsmiðjunni með
öllu tilheyrandi. Rak hann prent-
smiðjuna af miklum dugnaði á með-
an hann var upp á sitt besta. Hann
andaðist 1888. Ingimundur Þor-
björnsson frá Ártúnum (dáinn
1857) og kona hans Þuríður Eiríks-
dóttir áttu mörg böm. Gróa var ein
dóttir þeirra er Gróubær er kenndur
við, hún var móðir Margrétar, þriðju
og síðustu konu Einars prentara
Þórðarsonar. Guðríður giftist fyrst
sænskum manni, Karlsson að nafni.
Þau eignuðust 3 börn: 1. Hermann
Ferdinant, er búsettur í Færeyjum.
2. Einar húsgagnasmiður. 3. Anna
Margrét.
Seinni maður Guðríðar var Krist-
ján Thomasen frá Bergen í Noregi.
Þau áttu einnig 3 börn: 1. Norð-
mann, þjónn. 2. Ágústu ísafold. 3.
Steinfríði, er lifir ein systkini sín.
Ágústa ísafold Ieit fyrst dagsins
ljós í Hafnarfírði, þá átti móðir
hennar heima í litlu risherbergi
uppi á Hamrinum. Fljótlega hófst
lífsbaráttan, því þriggja vikna göm-
ul var hún búin að dvelja á fimm
stöðum og var nær dauða en lífí.
Þá tóku hana í fóstur Hólmfríður
Magnúsdóttir frá Engey, sönn öðl-
ingskona. Hún bjó með dóttur sinni,
Jarþrúði Bjarnadóttur. Þær reynd-
ust telpunni vel, Hólmfríður á með-
an heilsan entist, en hún lamaðist
og lá ósjálfbjarga á Landakoti í sjö
ár og andaðist fermingarárið henn-
ar Ágústu. Jarþrúður gekk inn í
störf móður sinnar og reyndist telp-
unni vel og með aðstoð frænda síns
tókst henni að halda heimili fyrir
þær. Barn að aldri kom Ágústa til
Reykjavíkur og þar ól hún allan
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
RÖGNVALDUR ÓLAFSSON
heildsali,
Krummahólum 41,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju,
fimmtudaginn 20. ágúst, kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Krabbameinsfélag íslands.
Erla Ragnarsdóttir,
Sólrún Elín Rögnvaldsdóttir, Sigurður Ingason,
Rögnvaldur Þór Rögnvaldsson, Anna Helga Jónsdóttir,
Ragnar Rögnvaldsson,
Alda Jenný Rögnvaldsdóttir
og barnabörn.
sinn aldur. Hún hafði ekki langa
skólagöngu að baki en lífsins skóli
kenndi henni allt það sem mest er
um vert að tileinka sér í samskipt-
um við fólk.
Þar sem hún vann var hún elskuð
og virt. Á yngri árum sínum vann
hún oft á veitingastofum, þótti lið-
tæk og var eftirsótt vinnuafl. Hún
tileinkaði sér það góða sem hún gat
lært á hveijum stað. Ung hitti hún
þann mann er varð lífsförunautur
hennar, hann hét Flórent Thorlacius
Bjargmundsson, fæddur 31. júlí
1909, dáinn 14. apríl 1976, hann
var vörubifreiðastjóri. Þau gengu í
hjónaband á kreppuárunum, þá var
erfítt með allt. Þó voru húsnæðis-
málin verst og fátt eitt sem ungt
fólk átti kost á.
En glaðværð Ágústu var horn-
steinn heimilisins. Allt hennar líf
gekk út á það að gefa og gleðja.
Hún bar klæði á vopnin og miðlaði
friði. Þá lét hún biðja fyrir sjúkum
og harmþrungnum.
Þau hjónin eignuðust fimm börn,
fjögur þeirar komust upp og eru
mannvænlegt fólk, tvær dætur og
tveir synir. Níu eru barnabörnin og
15 barnabamabörnin.
Margir eru þeir sem nutu gest-
risni Ágústu og ótalin eru þau ung-
menni sem komu með börnum
þeirra og mynduðu traust vináttu-
bönd. Þar sagði kynslóðabilið ekki
til sín.
Við hjónin færum börnum
Ágústu og öðrum afkomendum
hennar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hulda Pétursdóttir, Útkoti.
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
Agústa Isafold
Thomasen - Minning
+
Kæru vinir!
Þökkum af alhug nærveru ykkar, kveðjur, blóm og hlýhug við
andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa,
JÓNS JÓNSSONAR
fyrrum bónda, Klausturseli,
Útgarði 6,
Egilsstöðum.
Guðrún Aðalsteinsdóttir,
Sigurður Jónsson,
Hrafnkell A. Jónsson,
Aðalsteinn I. Jónsson,
Jón Hávarður Jónsson,
Rósa Jónsdóttir,
Ingibjörg J. Jónsdóttir,
barnabörn.
Ina Gunnlaugsdóttir,
Sigríður M. Ingimarsdóttir,
Ólavía Sigmarsdóttir,
Iris D. Randversdóttir,
Bjarni S. Richter,
Dagur Emilsson,
I minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er
70 ára eða eldra. Hins vegar eru
birtar afmælisfréttir með mynd
í dagbók um fólk sem er 50 ára
eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð
að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.
4