Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 38
38 ■ MIKLAR vallarframkvæmdir standa nú yfir á Highbury, heima- velli Arsenal. Verið er að byggja stúku bak við nyrðra markið og verða engir áhorfendur þar á fyrstu leikjum liðsins í vetur. í staðinn hefur verið komið fyrir um 45 metra löngu málverki, sem sýnir andlit 8.000 manns í stúkunni og eru hvatningarhróp „stuðningsmann- anna“ leikin af segulbandi og not- ast við öflugt hátalarakerfi vallarins á leikjum. ■ „STUÐNINGSMENNIRNIR“ létu vel í sér heyra s.l. laugardag, en allt kom fyrir ekki, Arsenal tap- aði 4:2 fyrir Norwich. Málverkið, sem kostaði um 15,750 millj. ÍSK, fékk óblíðar viðtökur og var félagið sakað um kynþáttafordóma — „stuðningmennimir" væru allir hvítir og eingöngu karlmenn en engar konur. Arsenal bað því lista- manninn um að bæta úr og breyta nokkrum hvítum í þeldökka og körl- um í konur. ■ SJÓNVARSPSSTÖÐIN B Sky B hefur greitt ensku úrvalsdeildar- félögunum 304 milljónir punda (um 35 milljarða ÍSK) fyrir fímm ára samning. Stöðin fær í staðinn leyfí til að sjónvarpa sextíu leikjum beint á hveiju keppnistímabili. Þau 22 félög sem mynda úrvalsdeildina fengu hvert um sig hálfa milljón punda sem fyrstu greiðslu fyrir rtu umferðina. SAMNINGURINN gerir það að verkum að lið leika fleiri leiki á virkum dögum, en QPR er eina lið- ið, sem hefur kvartað yfír fyrir- komulaginu. ■ ALEX Ferguson fram- kvæmdastjóri Manchester United sagði að liðið væri hætt að eltast við Andy Townsend. Chelsea vill fá 3,5 milljónir fyrir leikmanninn en Ferguson sagði að það væri of mikið fé fyrir leikmann sem orðinn er 29 ára. ■ DION Dublin, sem Manchest- er United greiddi um 105 millj. ÍSK fyrir á dögunum, var ekki í byijun- arliðinu s.l. laugardag, heldur hélt Ferguson sig við Mark Hughes. ■ IAN Rush, framheiji Liverpool er aðeins sex deildarmörkum frá því að verða markahæsti maður Liverpool frá upphafí. Rush hefur gert 280 deildarmörk í 491 deildar- leik með Liverpool. Roger Hunt gerði 285 í 400 leikj- um sínum með Liverpool. ■ ROBERT Fleck, landsliðsmað- ur Skotlands, sem skrifaði undir samning við Chelsea í síðustu viku, fór illa að ráði sínu í fyrsta leik og „borgaði" ekki inná kaupverðið frá Norwich, sem var um 115 millj. ÍSK. ■ TEDDY Sheringham vill fara frá Nottingham Forest til Totten- ham, sem hefur boðið um 210 millj. ÍSK, en Forest sagði í gær að hann hefði gert þriggja ára samning í fyrra og færi hvergi. É NORSKI landsliðsmarkvörður- inn Frodi Grodaas er til reynslu hjá Southampton. Hann er þriðji norski landsliðsmarkvörðurinn á fjórum árum, sem reynir fyrir sér hjá félaginu. Hinir fengu ekki at- vinnuleyfi á sínum tíma. ■ IAN Walker, sem er 21s árs og markvörður Tottenham, er sannfærður um að halda stöðunni. „Ég verð í markinu á meðan ég stend mig og sé ekki að Erik Thorsvedt eigi möguleika," sagði pilturinn. ■ LEE Sharpe hjá Manchester '^'United er með heilahimnubólgu og ieikur ekki knattspymu fyrr en í fyrsta lagi í lok október. ■ GEOFF Thomas fer ekki til Blackburn, sem hafði boðið Cryst- al Palace 2.875 millj. punda (lið- lega 3 milljarða ÍSK). Palace hafn- aði tilboðinu. ■ MAIDSTONE United var lagt niður í fyrradag og tekur ekki ann- að lið sæti þess í 3. deild. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 FRJALSIÞROTTIR / SJO ÞJOÐA KASTLANDSKEPPNI FRÍhætti viðá síðustu stundu FRÍ hefur ákveðið að senda ekki islenska keppendur á sjö þjóða kastlandskeppni sem fram fer í Tékkóslóvakíu á laugardag. Fyrirhugað var að senda fjóra menn til keppn- innar, einn f hverja kastgrein, en FRÍ ákvað í gær að hætta við þáttöku. að er ailtaf óvinsælt þegar sambönd afboða sig á mót eins og í þessu tilviki. Mótshaldar- ar þurfa að leggja vinnu f kynn- ingu og skipulagningu sem síðan er að engu orðið þegar afboðun berst á síðustu stundu, en Magnús Jakobsson, formaður FRÍ, bar við Qárhagsörðugleikum og tómlæti af hendi tékkneska sambandsins þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Við höfum ekki fengið neitt svar við fyrirspumum sem við sendum þeim fyrir hálfum mánuði og höfum heyrt út undan okkur að bestu menn þjóðanna, til að mynda Zelezny verði ekki með. Þá era fjárhagsörðugleikar sam- bandsins miklir. Við höfum ekki fjármuni til að styðja bæði við unglingastarfið og afreksmenn- ina,“ sagði Magnús en FRÍ er um þessar mundir að senda §órtán unglinga á Norðurlandamótið sem fram fer um næstu helgi. „Við höfum ekki fengið þá flár- muni frá ólympíunefnd sem okkur var lofað, nefndin er þröngt setin eftir innkomu handboltaliðsins á Ólympíuleikanna,“ sagði Magnús. Óvíst með stórmótiö Margir þekktir kastarar hafa lýst áhuga á að keppa á kastmóti hér á landi um aðra helgi en ekki er ljóst hvort að af því verður. Sigurður Matthíasson spjótkastari hefur verið í sambandi við þijá ólympíumeistara, spjótkastarann Jan Zelezny frá Tékkóslóvakíu, kringlukastarann Roman Ubartas frá Litháen, og Stuits frá Banda- rikjunum. Þá hefur heimsmeistar- inn í spjótkasti frá því í fyrra, Kinnonen, lýst yfír áhuga á að koma og keppa hér á landi. Ekki verður Ijóst fyrr en síðar í þessari viku hvort af keppninni verður. KARFA / NBA Larry Bird hættur BANDARÍSKI körfuboltamað- urinn hjá Boston, Larry Bird, til- kynnti f gærkvöldi að hann væri hættur að leika körfuknattleik vegna bakmeiðsla. Bird, sem er 35 ára, á glæstan feril að baki. Hann var þrisvar NBA-meistari með Boston Celtics og árin 1984 til 1986 var hann val- inn besti maður deildarinnar. Hann lék yfír 1.100 leiki með Boston á 13 ára tímabili og sagði sitt síðasta orð með „draumaliðinu" á Ólympíu- leikunum í Barcelona. „Þetta hefur verið frábær tími og ég hef gefíð Celtics allt, en ég ræð ekki við bakmeiðslin. Ég kem til með að sakna leiksins, en huggun harmi gegn er að ég verð áfram hjá Celtics," sagði Bird, sem verður að- stoðarmaður framkvæmdastjóra fé- lagsins. GOLF / PGA MEISTARAMOTIÐ Fyrsti sigur Nick Price á stórmóti NICK Price frá Zimbabwe sigr- aði á PGA meistaramótinu í golfi sem lauk í Bandaríkjun- um um helgina. Þetta var fyrsti sigur Price á stóru mótunum en hann hefur verið atvinnu- maður í 15 ár. Eg hef leikið vel síðustu 18 mánuði og það hlaut að koma að því að ég næði að sigra," sagði Price eftir sigurinn. Hann fékk tæpar 16 milljónir ÍSK fyrir sigur- inn, efsta sætið á heimsafrekalist- anum og þátttökurétt á PGA næstu tíu árin. Price, sem er 35 ára, hefur ver- ið framarlega í golfinu undanfarin ár og varð m.a. tvívegis í öðru sæti á Opna breska. Að þessu sinni tókst það hjá honum því hann náði að vera á undan Nick Faldo og John Cook, sem varð annar á eftir Faldo á Opna breska á dögunum. Jim Gallagher og Gene Sauers léku á 281 höggi eins og Faldo og Cook, en Price kom inn á 278 höggum. Faldo lék hræðilega illa þriðja daginn, kom þá inn á 76 höggum. „Ég ákvað að gera eitthvað í mál- inu síðasta daginn og sýna fólki að ég gæti enn leikið golf. Það tókst og ég er ánægður með það,“ sagði Faldo sem lék á 67 höggum síðasta daginn. Þetta er samt besti árangur sem hann hefur náð á þeim 11 PGA meistaramótum sem hann hefur tekið þátt í. Sigurvegarinn frá því í fyrra, John Daly, var ekki svipur hjá sjón að þessu sinni. Hann þráaðist við og notaði dræverinn sinn á þröng- um brautum Bellerive vallarins og það kom svo illilega niður á kappanum að hann rétt slapp við niðurskurðinn eftir tvo daga. Þegar hann hafði lokið leik síðasta daginn var hann 27 höggum á eftir Gene Sauers, sem hafði forystu eftir þijá daga, og Sauers var ekki einu sinni byijaður að leika síðasta hringinn. Nlck Prlce fagnar eftir sigurinn á 74. PGA meistaramótinu. Reuter REYKJAVIKURMARAÞON Gertráðfyrir um 3.000 þátttakendum GERT er ráð fyrir um 3.000 þátttakendum í níunda Reykja- víkur maraþoninu, sem verður n.k. sunnudag. Um hundrað erlendra keppenda hafa boðað komu sína, en skráning stend- ur enn yf ir hjá ferðaskrifstof- unni Úrval-Utsýn. Maraþonið, sem er 42,195 km, er jafnframt íslandsmeist- aramót, en einnig verður hlaupið hálfmaraþon (21,098 km) og skemmtiskokk /um 7 km). Þátttak- endum er skipt í aldursflokka, 12 ára og yngri, 13-17 ára, 19-39 ára, 40-49 ára og 50-59 ára hjá körlum og konum og auk þess 60 ára og eldri hjá konum og 60-69 ára og 70 ára og eldri hjá körlum. Knútur Óskarsson, formaður framkvæmdanefndar, sagði að til- gangurinn með hlaupinu væri sem fyrr að höfða til almennings og væri ánægjulegt að sjá aukningu þátttakenda ár frá ári. Þetta væri .fyrst og fremst almenningshlaup, sem höfðaði til áhugahlaupara og því gætu allir tekið þátt. Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri hlaupsins, sagði að erlendir hlauparar væra sigur- stranglegastir í maraþoninu og nefndi sérstaklega tvo hlaupara frá Wales, Mike Bishop og Ieuan Ellis, en taldi að Jóhann Ingibergsson yrði í fremstu röð íslendinga. Hugh Jones, einn af bestu mara- þonhlaupurum síðasta áratug tekur þátt í hálfmaraþoni. Bretinn sigraði m.a. í London maraþoninu 1982 á 2:09.28 klst. og kom fyrstur í mark í fitokkhólms maraþoninu í júní s.l. á 2:15 klst. Talið er líklegt að hann slái brautarmetið, sem er 1:06.10. I hálfmaraþoni kvenna er gert ráð fyrir mikilli keppni á milli Mörtu Émstdóttur og Sue Dilnot frá Eng- landi. Keppnisgögn verða afhent á GOLF Fyrirtækjakeppni Golfsamband íslands heldur sína árlegu fyrirtækjakeppni á föstudaginn og verður mótið að þessu sinni haldið í Leirunni. Ræst verður út frá kl. 9 árdegis. Keppnin er með punktafyrirkomulagi og hæsta forgjöf er 24. Tveir eru sam- an í sveit og betri bolti telur. Fimm efstu sveitirnar fá ferðavinninga og sveitin sem verður í fyrsta sæti fær einnig gistinguna. NAMSKEIÐ Karfa hjá Haukum Körfuboltaskóli Hauka verður í íþróttahús- inu við Strandgötu í næstu viku. Skólinn er fyrir 7., 8. og 9. bekk og minnibolta. Innritunargjald er 500 krónur og nánari upplýsingar veitir Leifur Garðarsson í síma 653980. Handbolti hjá FH FH-INGAR ætla að hefja kennslu í hand- boltaskólanum fimmtudaginn 20. ágúst og verður kennt í eina viku frá klukkan 9 ár- degis til 12 á hádegi. Skólinn er fyrir krakka á aldrinum 7-14 ára og verður kennt í Kaplakrika, en þar fást nánari upplýsingar í síma 652534.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.