Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis:
Matthías hættir
sem formaður
MATTHÍAS Bjarnason, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis, hefur óskað eftir að
draga sig út úr nefndinni en hann
segist hins vegar gefa áfram kost
á sér til formennsku í sjávar-
Borgarskákmótið:
Helgi Ass vann
Helgi Áss Grétarsson bar sigur
úr býtum í Borgarskákmóti, sem
haldið var í gær í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Helgi tefldi fyrir Eimskipa-
félag íslands, og náði fyrsta sæt-
inu eftir að hafa sigrað Þráin
Vigfússon, íslandsbanka, í
tveggja skáka einvígi. í þriðja
sæti varð Jón L. Ámason, sem
keppti fyrir hönd Verkfræðistofu
Guðmundar og Kristjáns. Tefldar
voru 7 umferðir eftir Monrad-
kerfí og umhugsunartími var 7
mínútur.
útvegsnefnd. Að sögn Geirs H.
Haarde, formanns þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, liggur fyrir
að breytingar verði gerðar á full-
trúum þingflokksins í fleiri en
einni nefnd Alþingis en kosningar
til fastanefnda þingsins eiga að
fara fram í dag.
„Það liggur fyrir að það verða
mannabreytingar í nefndum hjá okk-
ur eri það er ekki alveg búið að ganga
frá því hvemig það verður. Og það
liggur fyrir að það verða ekki allir
sömu nefndaformenn og verið hafa
af okkar hálfu,“ sagði Geir. Hann
sagði aðspurður að um væri að ræða
breytingar sem tækju til fleiri en
einnar þingnefndar. Þingflokkur
sjálfstæðismanna kemur saman til
fundar kl. 10 í dag þar sem stendur
til að afgreiða þessi mál.
Að sögn Matthíasar er ástæða
þess að hann hættir formennsku í
efnahags- og viðskiptanefnd sú að
hann vill létta af sér störfum.
Borgarráð:
Greiðslur gatnagerð-
argjalda rýmkaðar
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
bjóða rýmri greiðslur gatnagerð-
argjalda fram til 1. desember. Er
það gert að tillögu Ágústs Jóns-
sonar, skrifstofustjóra borg-
arverkfræðings, til að örva bygg-
ingariðnaðinn í borginni.
Lagt er til að innan mánaðar frá
úthlutun greiðist ’/io, sex mánuðum
frá úthlutun greiðast s/io, 12 mánuð-
um frá úthlutun greiðast */io og 18
mánuðum frá úthlutun greiðast 3/io.
Greiðslurnar verða án vaxta og verð-
bóta.
Fram kemur að á þessu ári em
óúthlutaðar en byggingarhæfar 74
lóðir undir einbýlishús í borginni, 29
íbúðir í rað- eða parhúsum og 92
íbúðir í fjölbýli. Þar af er 41 einbýlis-
húsalóð við Smárarima, 22 einbýlis-
húsalóðir og 19 par- og raðhúsalóðir
við Viðarrima, tvær einbýlishúsalóðir
og tvær par- og raðhúsalóðir við
Grasarima, sex par- og raðhúsalóðir
við Hrísrima og tvær par- og rað-
húsalóðir auk 56 íbúða í flölbýli við
Berjarima. Við Flétturima em 24
íbúðir í fjölbýli og við Stakkhamra
er ein lóð undir einbýlishús, einnig
við Vesturfold og Garðhús. Sex lóðir
undir einbýlishús em við Reyrengi
og við Gullengi em 12 íbúðir í fjölbýli.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Á myndinni má sjá Ægi G. Sigmundsson til vinstri með föndrið
eins og það kemur til með að líta út á almennum markaði. Við hlið
hans er Óskar Ágústsson og heldur hann á orkusjánni. í baksýn
má sjá hreistur tilbúið til pökkunar.
Karfahreistur
í föndurvörur
Raunvísindastofmin hannar einnig
orkusjá úr silfurgljáa síldarhreisturs
UNDANFARIÐ hefur í Raunvísindastofnun Háskólans verið unnið
að hugmyndum sem lúta að fullvinnslu verðlausra efna. Um er að
ræða nýtingu karfa- og síldarhreisturs sem alla jafna fellur til í
frystihúsum. Sigmundur Guðbjarnason fyrrverandi háskólarektor
hefur haft yfirumsjón með verkefninu og segir vinnslu hráefnis á
borð við hreistrið viðleitni til að skapa verðmæti úr verðlausum
efnum.
Þær vömr sem þróaðar hafa
verið af Sigmundi og samstarfsað-
ilum hans em tvenns konar. Ann-
ars vegar er það föndurefni sem
unnið er úr þurrkuðu hreistri karfa.
Eftir hreinsun og þurrkun hreist-
ursins er það litað með lífrænum
litarefnum og því loks pakkað og
selt. Hreisturflögunum svipar til
mósaíkflagna og er því upplagt til
sköpunar myndlistar. Hreistrið hef-
ur á tilraunastigi verið framleitt í
10 litum.
í annan stað hefur verið hönnuð
svokölluð orkusjá sem er glerstaut-
ur, holur að innan. Þar í era örsmá-
ir kristallar í vökvaformi og er
vökvinn unninn úr silfurgljáa síld-
arhreisturs. Þegar stautnum er
þrýst þétt að líkamanum myndast
öldur í stautnum og sýna þær orku-
streymi líkamans.
Sigmundur segir framleiðsluþró-
un hafa hafíst í sumarbyrjun. Verk-
efnið hlaut styrk að upphæð
600.000 krónur frá Byggðastofnun
en auk þess gaf Grandi hf. hreistr-
ið í framleiðsluna. Sigmundur segir
að þetta verkefni sýni að hægt sé
að skapa verðmæti á ódýran hátt.
Aðeins einn starfsmaður, Ægir G.
Sigmundsson, hefur starfað að
föndurefnaframleiðslunni. Óskar
Ágústsson starfaði aftur á móti að
hönnun orkusjárinnar og útbjó
meðal annars útlit hennar.
Að sögn Sigmundar fara nú í
hönd markaðsrannsóknir og er fýr-
irhugað að setja föndurvöramar
og orkusjána á markað hérlendis
og í fríhöfninni þar sem Sigmundur
vonast til að útlendingar taki eftir
vöranum. Sigmundur kvaðst bjart-
sýnn á fyrirhugaða markaðssetn-
ingu varanna. Föndurefnamarkað-
ur er geysilega stór í heiminum og
ekki er vitað að neitt þessu líkt
megi finna í heiminum.
„Með þessu starfí okkar viljum
við þó fyrst og fremst benda á að
tækifæri til verðmætasköpunar
kunni að leynast víða.“ Aðspurður
segir Sigmundur margar hug-
myndir á borð við þessar vera að
geijast. Meðal þess sem athuga
megi er nýting beina og augna
físka sem að öllu jöfnu er hent sem
úrgangi.
Greinargerð Vinnuveitendasambands Islands um EES:
Utlendingar aðems ráðnir á
sömu kjörum og íslendingar
Járniðnaðarmenn vilja tryggingar í formi hærri launataxta
SAMKVÆMT greinargerð
Vinnuveitendasambands íslands
um áhrif samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið á atvinnu-
mál hér á landi verður aðeins
unnt að ráða útlendinga til starfa
hér á landi á sömu kjörum og
íslendingar hafa fengið. Félag
járniðnaðarmanna hefur hins
vegar krafist þess að Iaunataxtar
Samkomulag þingflokka á Alþingi:
Fulltrúum í forsætis-
nefnd fjölgað úr 5 í 7
Reglur um ræðutíma verða þrengdar
SAMKOMULAG náðist í gær á milli forystumanna þingflokkanna á
Alþingi um að fjölga fulltrúum í forsætisnefnd Alþingis úr fimm i
sjö og um breytingar á þingskapalögum. Varaforsetum þingsins
verður fjölgað úr fjórum í sex en þeir mynda forsætisnefndina ásamt
forseta Alþingis og er með þessu tryggð aðild allra þingflokka að
nefndinni með hlutfallskosningu. Aðrar breytingar á þingsköpum
miða að því að þrengja reglur um ræðutíma þingmanna og ráð-
herra, m.a. við umræður um þingsköp og í fyrirspumatímum. Hins
vegar verður ræðutími um frumvörp ekki takmarkaður eins og
rætt hafði verið um.
Geir H. Haarde, þingflokksfor-
maður Sjálfstæðisflokksins, segir að
með þessu hafí verið komið til móts
við það sjónarmið að allir flokkar
eigi fulltrúa í forsætisnefndinni en
jafnframt verði hlutfallslegs styrks
flokkanna gætt. Hann segist gera
ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn
fái samkvæmt því tvo varaforseta
kjöma auk forseta Alþingis. Hefðu
sjálfstæðismenn því þijá fulltrúa í
nefndinni en aðrir flokkar fengju
einn fulltrúa hver. Samkvæmt sam-
komulaginu mun verða borinn fram
.einn listi með nöfnum sex þing-
manna við kosningu varaforseta.
Svavar Gestsson, varaformaður
þingflokks Alþýðubandalagsins,
sagðist telja samkomulagið viðun-
andi og að í því felist rökrétt nið-
urstaða.
Breytingar á þingsköpum felast
m.a. í að ráðhermm verður gert
skylt að skila skýrslum sem þing-
menn hafa óskað eftir innan tíu
vikna frá því að beiðni kemur fram.
Við umræður um gæslu þingskapa,
atkvæðagreiðslur og þegar þing-
menn bera af sér sakir er ræðutími
styttur í þijár mínútur úr fimm.
Ræðutími ráðherra og fyrirspyrj-
enda í fyrirspurnatímum er einnig
þrengdur og við styttri utandag-
skráramræður.
Kosning forseta Alþingis fer fram
í dag en áður en varaforsetar verða
kosnir þarf að breyta þingskapalög-
unum og er gert ráð fyrir að frum-
varp þess efnis verði lagt fram í dag
og það samþykkt samdægurs með
afbrigðum frá þingsköpum. í fram-
haldi af því er reiknað með að kosn-
ing varaforseta í forsætisnefndina
fari fram á morgun eftir að laga-
breytingarnar hafa öðlast gildi.
verði færðir nær greiddum laun-
um til að koma í veg fyrir að-
streymi vinnuafls á lágmarks-
töxtum frá Evrópu. Samninga-
fundur félagsins með Félagi
málmiðnaðarfyrirtækja hjá ríkis-
sáttasemjara lauk í gær án þess
að niðurstaða fengist. Á fundin-
um var greinargerð VSÍ kynnt
málsaðilum.
Tildrög greinargerðarinnar voru
áhyggjur Málm- og skipasmíðasam-
bands íslands af því að útlendingar
kynnu að verða ráðnir til starfa hér
á landi á samningsbundnum lág-
markstöxtum, sem á umtalsverðum
hluta vinnumarkaðarins væru veru-
lega undir greiddu kaupi, að því er
segir í greinargerðinni. Þar segir
ennfremur að nefnd á vegum fé-
lagsmálaráðuneytis, ASÍ og VSÍ
hafi síðan í febrúar unnið að tillög-
um um hvemig tryggja megi í fram-
kvæmd að ísland uppfylli reglur
EES um félagsmál og fijálsa för
launafólks, og sérstaklega hvernig
tryggja megi að aðilar vinnumark-
aðarins geti fylgst með atvinnuþátt-
töku útlendinga hér á landi og að
íslenskum kjarasamningum verði
fylgt. Nefndin hefur meðal annars
lagt til að stofnuð verði með lögum
sérstök vinnumarkaðsnefnd, skipuð
fulltrúum frá fyrmefndum aðilum,
sem ætlað sé að gegna eftirlitshlut-
verki með framkvæmd þessa hluta
samningsins.
Samkvæmt 7. grein reglugerðar
1612/68 verður óhemilt að ráða
ríkisborgara annars EES-ríkis til
starfa á lægri launakjörum eða við
verri starfsskilyrði en íslenska
starfsmenn. í niðurstöðum greinar-
gerðarinnar segir að lögfesting áð-
urnefndrar reglugerðar EES og
skipun eftirlitsnefndarinnar tryggi
hagsmuni íslendinga á sameigin-
legum EES-vinnumarkaði. Höfund-
ur greinargerðarinnar er Kristján
Jóhannsson, rekstrarhagfræðingur
hjá VSÍ.
Næsti fundur Félags jámiðnað-
armanna og Félags málmiðnaðar-
fyrirtækja er áætlaður eftir hálfan
mánuð, en fram að þeim tíma verð-
ur reynt að leita lausna á málinu,
að sögn Ingólfs Sverrissonar, fram-
kvæmdastjóra FM.
Skákþing íslands:
Margeir og-
Helgi efstir
MARGEIR Pétursson og Helgi
Ólafsson eru efstir og jafnir
með tvo vinninga eftir aðra
umferð á skákþingi íslands. Alls
verða tefldar 11 umferðir, en
sú þriðja hefst í íþróttahúsinu
við Strandgötu í dag klukkan
17.00
Úrslit fjögnrra skáka lágu fyrir
í gærkvöldi. Þröstur Árnason vann
Jón Árna Jónsson, Margeir Péturs-
son vann Árna Ármann Ámason,
Helgi Ólafsson vann Bjöm Frey
Bjömsson, en Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Þröstur Þórhallsson
gerðu jafntefli.