Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992 11 Ráða arkitektar öllu? eftir Magnús Óskarsson Einhver arkitekt, sem ég þekki ekki neitt, hefur ákveðið hvernig ég klæði mig í sokkana. í Sund-, laugum Reykjavíkur í Laugardal er boðið upp á frábæra aðstöðu og þjónustu. Á slíkum stað á auð- vitað ekki að nöldra út af smámun- um, en ég hef þó spurt menn hvers vegna spýtur eða þverslár þurfi endilega að vera þar sem þær eru og rekast í bakið á öllum sem setj- ast á bekki til að klæða sig úr og í. Svarið er það að arkitektinn hafi teiknað þetta svona og hef ég nú aðlagast þessu og lært að sitja skáhallt á bekknum þegar ég klæði mig í sokkana. Mér dettur ekki í hug að spilla ánægjunni af því að stunda sund með því að kvarta og reyna að hrekja þá þjóð- lygi að arkitektar eigi lagalegan Magníis Óskarsson rétt á því að segja eigendum og notendum húsa fyrir verkum á þann hátt sem þeir gera, en sann- leikurinn er sá að samkvæmt ís- lenzkum lögum (og norrænum rétti yfirleitt) má, án leyfi arki- tekts, gera allar þær breytingar á húsi sem nauðsynlegar eru vegna afnota eða af tækniástæðum. Því rifjaðist upp þetta ímyndaða vald arkitekta, að sjálft Arkitekta- félagið var að springa í loft upp af móðgun og vandlætingu yfir því að Reykjavíkurborg skyldi leyfa sér að bjóða út hönnun á einum barnaskóla, og spara skatt- borgurum með því milljónatug eða meira úr vasa arkitekta. Hefur stjórn þess sagt af sér í heilu lagi af þessu tilefni og lagt til að Arki- tektafélaginu verði breytt í skemmtifélag. Styð ég þá tillögu eindregið og er þegar farinn að hlakka til að klæða mig í sokkana á þann hátt sem ég helzt kýs. Höfundw er borgarlb'gmaðw. Helgi Valgeirsson: „Kemur ijósið langt og mjótt"? Malverk og teikningar Myndlist Bragi Ásgeirsson í listhorni Sævars Karls Ólasonar sýnir um þessar vikurnar Helgi Val- geirson nokkur olíumálverk og Hugmyndafræði Myndlist Bragi Ásgeirsson Aldrei mun það fara svo að list- rýninum þyki hraun vera dautt landslag, jafn margbreytilegar myndir sem lesa má í því, og jafn fjölbreyttar formanir sem það fram- kallar. Hins vegar getur það verið mjög eyðilegt og satt er það, að það festir seint gróður á því, en gerir það nú samt. Dæmið er t.d. Búðahraun undir Jökli, sem er svo ríkt af fjölbreyti- legum gróðri, að náttúrufræðingum er það í senn opinberun sem undr- unarefni og leita þangað víða að úr heiminum. Kristrún Gunnarsdóttir er ung myndlistarkona, sem numið hefur við California Institute of Arts síð-' astliðin fjögur ár. Um þessar mund- Fánum stol- ið á knatt- spyrnumóti ÞRETTÁN fánunuvar stolið þar sem þeir blðktu við hún á knatt- spyrnumóti á Akranesi um heig- ina. Var um að ræða fána þeirra íþróttafélaga sem tóku þátt á mótinu. Grunur leikur á að verknaðurinn hafi verið framinn eftir klukkan fímm á sunnudagsmorgun, og skor- ar lögregla á þá sem hafa fánana undir höndum að skila þeim. Einnig verður tekið við ábendingum þeirra sem telja sig hafa upplýsingar um málið. ir og fram til 23. ágúst sýnir hún nokkur verka sinna í vesturforsal Kjarvalsstaða. ÖU eru verkin öðru fremur hug- myndafræðilegs eðlis, en hún horfir á hlutina í kring um sig og leikur sér að því að lesa inn í þá ákveðnar meiningar og spáir í það hvernig hlutir geti haft ákveðið táknmál. Þessi leikur, sem er í raun al- þekktur og flestir á miðjum aldri og eldri mun í fersku minni úr barn- æsku, er sem sagt orðinn að kennslugrein í listaháskólum úti í hinum stóra heimi! Hver man ekki, er lék sér að legg og skel í æsku og byggði hof og hörg úr tilfallandi efnum í náttúr- unni, hve heimurinn var stór og ævintýrin mörg og mögnuð. Það er svo auðvitað af hinu góða er ungu kynslóðinni, er elst upp við aðra siði og venjur á dag- og barna- heimilum en þá sem maður varð að gera sér að góðu í guðs grænni náttúrunni, er kennt að nálgast fyrirbæri umhverfisins og hrista upp í heilakirnunni. En það sem stórþjóðir höfðu og hafa trúlega síður, var og er í ríkum mæli til hér á hjara veraldar, ásamt hellingi af ævintýrum, trölla- og huldufólkssögum. Við virðumst þannig hafa gengið í gegnum mikil- vægan háskóla lífsins þegar í bernsku, og vel væri ef við skynjuð- um gildi þess og ræktuðum betur og hnitmiðaðar þessa arfleið okkar. Listaskólar dagsins eru víst farn- ir að útskrifa listamenn eins og arkitekta hag- og viðskiptafræð- inga, já sei sei, enda eru nemendur þeirra farnir að halda sýningar löngu áður en námi lýkur og stund- um áður en það í raun hefst. En það er auðvitað, vel að merkja, á skjön við aðra fræðinga, sem fá ekki að praktísera fyrr en að námi Kristrún Gunnarsdóttir loknu. Með 5-10 milljóna króna námsskuldir að baki hefur blessað fólkið svo vart efni á að leigja sér sýningarsal, eða búa sýningar sinar almennilega úr garði nema með ærinni aðstoð annarra og þá helst hins opinbera. Hvernig fóru þeir hinir mörgu þá að fyrrum, er skuld- uðu nær ekkert eftir langt og strangt nám, en fylltu þó stóra sýn- ingarsali metnaðarfullum verkum? Verður það kannski einhvern tíma námsgrein í háskóla að spá í það? Verk sín vinnur Kristrún Gunn- arsdóttir í vikur og plaststeypu, auk þess sem urriðahausar, fiskaugu, dýrafeldur og tanngómar eru notuð í þau. Myndverkin bera sterkan svip af hraunhellum og hugmyndina að því að setja fljótandi gómaefni í þau fékk Kristrún í snjöllum texta Björns Th. Björnssonar, er hann Iýsir fyrirbæri í landslagsmynd eftir Kjarval „að svo væri sem vindurinn hafi bitið rauð sár í börðin". Líkingin er nokkuð langsótt og torskilin þar sem mjúk rofabörð og hart hraun eru annars eðlis og ekki breytist né haggast hraun hvernig svo sem vindurinn gnauðar á því. Hins vegar nær Kristrún ágæt- lega að bregða upp mynd af þeim óhugnaði sem slík landeyðing er, og að því leyti er hugmyndin snjöll og ögrandi. Gómaefnið nær að draga fram óhugnað, sem minnir á hráka þar sem þeir eiga helst ekki að vera og mengun þar sem hún á alls ekki að vera, og ef það var til- gangurinn er markmiðinu náð. Formrænt eru verkin ekki yfir- máta áhugaverð frá mínum bæjar- dyrum séð, en umgerð þeirra, sem eru sýningarkassar kenndir við Kjarval, styrkir áhrifamátt þeirra. Glerið framkallar sterka speglun svo maður sér bæði sjálfan sig og umhverfið fyrir aftan um leið og verkin, sem getur framkallað ýmsar hugleiðingar. Ekki styrkir þessi speglun áhrifa- mátt verkanna, nema að síður sé, en í fremsta verkinu í ganginum stirndi dagsljósið skemmtilega á einn málmþráðinn, er mig bar öðru sinni að garði og eins og kveikti í myndverkinu. nokkrar teikningar unnar í olíu- pastel. Helgi útskrifaðist úr málunardeild MHÍ fyrir nokkrum árum, en ekki veit ég mikið um annað nám hans að því loknu. En hann mun hafa haldið áfram að mála og haldið eina sjálfsta?ða sýningu að mig minnir, en ómögu- legt er að henda reiður á öllum þeim fjölda smásýninga sem settar eru upp á höfuðborgasvæðinu. Eitt er alveg víst, að það væri mun heilbrigðara ef allt þetta unga fólk fengi tækifæri til að sýna nokkr- ar myndir á stórri samsýningu einu sinni á ári í stað þess að standa í einkasýningahaldi úr viðlíka fjölda mynda. Á sýningu Helga eru ellefu mynd- ir og engin þeirra af stærri gerð- inni. Það var snemma ljóst í skóla að í honum bjó tilhneiging til að þróa sérstæða og upprunalega kennd fyr- ir litum og áferðog kemur það einn- ig fram á þessari sýningu, þó ekki í miklum mæli sé. Hins vegar hefur hugmyndafræðin þrengt að, sem * auðvitað er ekkert verra innan ákveðinna marka. Hér kemur hún fram á þann hátt að gerandanum virðist liggja mikið á hjarta, sem hann hefur þörf á að miðla til skoðandans, en gerir það á þann hátt að myndverkin minna á stundum ekki svo lítið á bókalýsing- ar. Á þann veg verða þau ósjálfrátt að smásögu úr hvunndeginum, jafn- vel framhaldssögu, frekar en sjálf- stæðum myndheildum. En um leið staðfesta þessi vinnubrögð ágæta hæfileika Helga á sviði myndlýsinga, því að hann virðist eiga létt með að bregða upp áhersluþrungnum at- burðum af vettvangi lífsins. Það er prýðilegt að ganga út frá einhverju ákveðnu þema og vafalítið nauðsynlegt, og hér má minnast þess að sagt er að jafnvel Picasso gerði aldrei neitt undirbúningslaust, þ.e. „impoviseraði" aldrei, heldur leitaði ávallt í smiðju annarra og umskap- aði. Röð smámynda sama hafa sam- heitið „Ljósaskipti" (I) eru þó ekki byggðar á annarri frasögn en þeirri, sem framkallast af samruna lita, ljóss og forma ásamt kenndum lista- mannsins fyrir þessum fyrirbærum. Fyrir jnig eru það áhugaverðustu myndir sýningarinnar, því þær eru án beinnar skírskotunar og gefa hugarfluginu byr undir báða vængi. ALLIRSKÓR á995,- ötsöv»w,1*l Tlppsi VELTUSU onnn VELTUSUNDI • SIMI21212

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.