Morgunblaðið - 25.08.1992, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. AGUST 1992
Háskólamiðstöð lista,
uppeldis- og kennslumála
eftír Jónas Pálsson
Á síðustu áratugum hefur starfs-
menntun margra stétta færst á há-
skólastig. Má þar nefna menntun
kennara, hjúkrunarfræðinga, tækni-
fræðinga og ýmissa sérfræðinga
annarra á sviði þjónustu og iðnaðar.
Svipaðar breytingar hafa gengið yfir
í nágrannalöndum okkar þótt þróun-
in hér á landi hafí e.t.v. verið hrað-
ari og meira áberandi sökum þess
hve seint atvinnubyltingin hófst.
Nokkuð hefur verið rætt af og til
undanfarin ár um þennan þátt í
menntamálum okkar og sýnst sitt
hverjum eins og gengur. Þótt önnur
mál séu vafalaust ofar í hugum
flestra íslendinga þessa dagana en
efling stofnana á háskólastigi langar
mig samt að vekja athygli á nokkrum
þáttum málsins. Það skiptir að mínu
mati verulega miklu fýrir samfélagið
að takast megi sem fyrst að marka
framtíðarstefnu um uppbyggingu
háskólastigsins sem dágóð samstaða
ríki um. Sá er hér ritar hefur að vísu
oftast í umræðu síðustu ára um
skólamál haldið fram hlut grunnskól-
ans og lagt áherslu á trausta stöðu
hans í menntakerfinu. En auðvitað
eru öll skólastigin þjóðinni jafn nauð-
synleg hvert á sinn hátt.
Auk þess má vera af ástæðum sem
hér verða ekki raktar að sérstök
ástæða sé til um þessar mundir að
gefa gaum að málefnum framhalds-
skóla og háskóla. Að vísu mun rétt
vera að ekki skorti á þessum skóla-
stigum lög og reglugerðir um al-
menna stefnumótun. Samt er nokkuð
ljóst, þótt um það skorti öruggar
upplýsingar og rannsóknir, að marg-
ir ágallar eru á skipan og starfshátt-
um, námi og menntun í framhalds-
skóium okkar og háskólum. Um þá
misbresti verður ekki rætt hér, að-
eins bent á nokkur álitamál sem
snerta skipan háskólastigsins. —
Vegna tengsla minna við Kennarahá-
skóla íslands skal tekið fram að ég
lýsi í grein þessari eingöngu persónu-
legum skoðunum mínum en mæli á
engan hátt fyrir hönd skólans eða
núverandi stjórnenda hans.
Sameining Fósturskól-
ans og KHI
Fyrir röskum fjórum árum (í febr-
úar 1988) skipaði Birgir ísl. Gunn-
arsson, þáverandi menntamálaráð-
herra, nefnd til að endurskoða lögin
um Fósturskóla íslands (lög nr. 10
frá 1973). Nefndin skilaði áliti í byrj-
un desember 1988 og fólust í álitinu
tvær megintillögur. Onnur var sú að
efna til náms fyrir fóstruliða á nýrri
námsbraut í framhaldsskólum. Hin
tillagan var á þá leið að Fósturskól-
inn skyldi innan fímm ára sameinað-
ur Kennaraháskóla íslands og fóstrur
menntaðar í sérstakri deild þess
skóla. Guðmundur Magnússon, nú-
verandi þjóðminjavörður, sem var
formaður nefndarinnar, rakti þessar
tillögur meirihluta nefndarinnar í
grein í Morgunblaðinu 15. des. 1988
og telur þar fram ýmislegt þeim til
stuðnings.
Undirritaður, sem þá var rektor
Kennaraháskólans, átti fyrir hönd
skólans sæti í laganefndinni. Við
lokaafgreiðslu tillagna kaus ég að
sitja hjá þegar atkvæði voru greidd
um hvort stefnt skyldi að sameiningu
Fósturskólans og Kennaraháskólans,
sbr. hér að framan. Ástæðan fyrir
þessari afstöðu minni var einkum sú
að mér fundust starfslegar forsendur
fyrir sameiningu skólanna, einkum
varðandi húsnæði, nokkuð ótryggar
þótt raunar væri gert ráð fyrir fimm
ára aðdraganda. Kennaraháskólinn
hafði heldur vonda reynslu af afstöðu
stjómvalda varðandi starfsskilyrði
þegar stórbreytingar gengu yfír skól-
ann fyrr á árum og sú reynsla hvatti
til varkárni. Áður hafði ég þó ítrekað
lýst þeirri skoðun minni fyrir nefnd-
armönnum að störf og menntun
fóstra og kennara sköruðust í svo
veigamiklum atriðum að réttlætan-
legt væri og raunar beinlínis æski-
legt að veita þeim fagmenntun í einni
og sömu skólastofnun. Einkum væri
þetta augljóst varðandi fóstrur og
þá kennara sem störfuðu í yngstu
árgöngum grunnskóla (6-9 ára nem-
endur). Þessi afstaða mín var í góðu
samræmi við stefnu stjómar Kenn-
araháskólans en í fundargerð skólar-
áðs KHÍ frá 9. nóv. 1988 segir m.a.
svo um þetta mál: „I almennri um-
ræðu var það viðhorf ríkjandi, að
mikilvægt væri að efla samvinnu um
menntun uppeldisstétta á háskóla-
stigi og að ekki væri óeðlilegt að
hugsa sér samruna ofangreindra
stofnana í framtíðinni. Á hinn bóginn
var það skoðun flestra, sem til máls
tóku, að þar væri um framtíðar-
markmið að ræða, sem krefðist langs
undirbúnings sem og þess að viðkom-
andi stofnanir fengju tíma til að þróa
starfsemi sína, sem nú væri á marg-
an hátt í endurskoðun".
Þannig enduðu þessar umræður
árið 1988 um hugsanlega samein-
ingu Fósturskólans og Kennarahá-
skólans. Báðir skólamir hafa, að
mínu mati, á undanfömum íjórum
ámm fest í sessi breytingar á starf-
semi sinni sem ótvírætt horfa tii
bóta og styrkja verulega stöðu þeirra
þrátt fyrir takmarkaðar fjárveitingar
og marga örðugleika, sem fylgja yfír-
standandi fjárhagskreppu.
Menntastofnun uppeldisstétta
En hvers vegna þá að vekja á ný
umræðu um sameiningu skólanna,
sem mörgum mun sennilega þykja
þarflaus nú sem fyrr, ef ekki beinlín-
is skaðleg? Ástæðan er einfaldlega
sú að ég er enn sömu skoðunar og
ég var 1988 og raunar löngu fyrr
að starfsmenntun kennara og fóstra
sé þegar til lengdar lætur best borg-
ið í einni og sömu skólastofnun. Eg
legg því til að umræðan um sammna
Fósturskólans og Kennaraháskólans
hefjist að nýju þar sem fyrr var frá
horfíð. — Jafnframt fínnst mér eðli-
legt að kanna einnig hvort Þroska-
þjálfaskólinn geti verið með í þessari
nýskipan. Ef góð samstaða tækist
milli skólanna um málið og nægur
tími er ætlaður til undirbúnings mun
sameining, að mínu áliti, verða
ávinningur bæði faglega og fjárhags-
lega. Þessi háskólastofnun ætti að
hafa forsendur til að verða með tím-
anum öflug fagleg miðstöð, þangað
sem uppeldisstéttimar sækja sam-
eiginlega undirstöðumenntun sína;
ásamt framhaldsmenntun og sí-
menntun. Raunar má segja að Kenn-
araháskólinn sé nú þegar slík mið-
stöð og skiptir þar mestu gott bóka-
safn, gagnasmiðja og tæknibúnaður
allgóður, m.a. sem bakhjarl við fjar-
kennslu.
Mér hefur lengi fundist að fagfólk
á vettvangi uppeldis- og skólamála
ætti að standa einhuga og sameinað
að uppbyggingu slíkrar mennta-
stofnunar. A því eru sterkar líkur
að sameiginleg skólastofnun og
stærri muni standa betur að vígi en
einstökum skólum er kleift til að
gegna faglegu ætlunarverki sínu í
okkar fámenna samfélagi, einkum
þegar harðnar á dalnum fjárhags-
lega, eins og nú horfír.
Þáttaskil verða um þessar mundir
á mörgum sviðum þjóðlífsins. Af
Jónas Pálsson
„Því lengur sem ég hug-
leiði málefni háskóla-
stigsins því skynsamlegri
virðist mér sú skipan að
á íslandi sé aðeins einn
háskóli. Hins vegar er
jafn sjálfsagt að innan
þessarar háskólaheildar
starfi margar — og mis-
munandi sjálfstæðar —
kennslu- og rannsókna-
stofnanir.“
þeim sökum m.a. er skynsamlegt og
tímabært að skoða rækilega skipu-
lagsmál núverandi háskóla og þeirra
sérskóla, sem rætt er um að færa í
þeirra raðir. Samstarfsnefnd há-
skólastigsins hefur um nokkurra ára
skeið fjallað um þessi mál. Nefndin
er eðlilegur umræðuvettvangur um
málefni háskólastigsins og tillögur
sem þaðan koma hljóta að vega
þungt þegar stjórnvöld móta stefnu
til lengri tíma.
Um þessi efni eru eðlilega skiptar
slfoðanir og svo mun áfram verða.
Ágreiningsefnin eru mörg; t.d. bund-
in kostnaði, byggðajafnvægi, við-
horfum til menntunar, atvinnurétt-
inda, kjaramála, o.s.frv. Deilt er um
viðhorf og tekist á um hagsmuni.
Fagleg sjónarmið og skynsamleg rök
hvemig þessum málefnum er best
borgið hljóta þó að ráða úrslitum
þegar málum verður endanlega ráðið
til lykta.
Stofnun Listaháskóla
í undirbúningi
Úr því ég er á annað borð farinn
að ræða málefni háskólastigsins
langar mig í leiðinni að vekja máls
á hugmynd sem einnig snertir sam-
runa skóla, skipulag og tengsl stofn-
ana á því skólastigi. Hér á ég við
tillögur um Lástaháskóla íslands, en
unnið hefur verið að stofnun þess
skóla undanfarin ár. í skýrslu nefnd-
ar, sem starfaði á vegum mennta-
málaráðuneytisins segir svo (í janúar
1992): „Nú liggur fyrir í mennta-
málaráðuneytinu fullbúið handrit að
frumvarpi til laga um Listaháskóla
íslands sem verði samræmd æðri
menntastofnun fyrir tónlist, leiklist
og myndlist. Nefnd á vegum mennta-
málaráðuneytisins skilaði drögum að
þessu frumvarpi í mars 1989.“ Þá
segir að drögin hafi verið send ýms-
um aðilum til umsagnar og kynnt
alþingismönnum.
í nefndarálitinu er einnig skýrt frá
því að frumvarpsgerðin eigi sér all-
langan aðdraganda og efni hins nýja
frumvarps einkum sótt til eldri frum-
varpa um Leiklistarháskóla íslands,
Tónlistarháskóla íslands og Mynd-
listarháskóla íslands, sem samin
höfðu verið á árunum 1981-88. Síð-
ar í inngangi um störf nefndarinnar
segir: „Þegar ljóst varð að frumvarp
til laga um Listaháskóla íslands
næði ekki fram að ganga á Alþingi
vorið 1991 töldu forstöðumenn um-
ræddra listaskóla nauðsynlegt að
leita nýrra leiða til að tryggja áfram-
haldandi uppbyggingu æðri list-
menntunar hér á landi og óskuðu
því eftir samstarfi við Háskóla ís-
lands. Hinn 7. mars 1991 undirrituðu
rektor Háskólans og skólastjórar
listaskólanna þriggja viljayfírlýsingu
um samstarf þar að lútjandi. Jafn-
framt var óskað eftir því við mennta-
málaráðuneytið að það styddj undir-
búning og framkvæmd samstarfs-
ins.“ Loks er frá því greint að ráðu-
DRAUMALI
EIÐISTORGI 11, SÍMI 628
STÓRÚTS
15-60% AFSLATTUR
LÁTIÐ DRAUMIMn RÆTAST
Einstakt tækifæri sem kemur aldrei aftur
Sofíð á góðu rúmi
Mikið úrval af fataskápum og kommóðum
vatnsdýnur, springdýnur, latexdýnur
Fyrstir koma...fýrstir fál
Vatnsrum hf
Skeifunni 11 a, sími 688466
DRAUMALÍNAN, EIÐISTORGI 11, SÍMI 628211
r
p
>
»
I
I
I
I
i
í
9
i
í
í
i
I