Morgunblaðið - 25.08.1992, Side 52
Lá í klukkustund skorðaður í kranabíl í Búlandsá
Heppinn að
sleppa lifandi
„Maður er heppinn að sleppa lifandi. Á leiðinni
niður hugsaði ég aðeins: Hvað er áin eiginlega
4júp? Ég bjóst ekkert endilega við að komast út,“
sagði Svanur Stefánsson, 27 ára gamall kranabíl-
stjóri frá Djúpavogi, eftir að hafa orðið fyrir þeirri
óskemmtilegu lífsreynslu að liggja skorðaður í
kranabíl sínum í Búlandsá 7 km frá Djúpavogi
milli kl. 16 og 17 í gær. Kranabíll, sem Svanur
ók, fór út af Búlandsbrú, féll um 4 metra og lenti
á hliðinni í ánni.
„Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Hvort ég hitti
ekki á brúna eða hvort löppin á krananum fór út og
í handriðið. Bílinn vóg salt á brúnni og ég reyndi að
komast út úr honum en varð ekki nógu fljótur og
lenti með honum niður. Höndin skorðaðist föst á stýr-
inu og hátt í klukkutíma lá ég hálfur á kafi fastur í
bflnum," sagði Svanur.
Eftir að hafa legið í ánni í tæpa klukkustund heyrði
hann í útlendingum og kallaði til þeirra. Fólkið reyndi
að hjálpa honum en tókst ekki og sótti aðstoð. Mönn-
um frá Djúpavogi tókst að losa Svan með logsuðutækj-
um og jámsögum. Hann var algjörlega tilfínningalaus
í hendinni, sem skorðaðist við stýrið, og var flogið
með hann á slysadeild Borgarspítalans. Svanur fékk
að fara heim eftir að búið hafði verið um sár hans
en höndin var bólgin og marin.
Svanur var á leið frá Djúpavogi til Stöðvarfjarðar.
Kranabíllinn er gjörónýtur.
Slapp með skrámur
Svanur Stefánsson slapp með skrámur eftir að hafa
farið með kranabíl sem hann ók, 4 metra niður í
Búlandsá og legið þar skorðaður í klukkutíma.
-*Annað stærsta fíkniefnasmyglið á Keflavíkurflugvelli
Náðu 4 kg af hassi og
340 g af amfetamíni
Rætt um helgar-
opnun í Kringlu
EIGENDUR verslana í Kringlunni
eru þessa dagana að ræða hug-
myndir um að hafa verslanirnar
opnar á sunnudögum. Búist er við
að ákvörðun verði tekin í tengsl-
um við stjórnarfund Kringlunnar
á miðvikudag og fund eigenda á
fimmtudag. Hagkaup, sem hefur
flest atkvæði á fundum Kringlunn-
ar, lagðist gegn sunnudagsopnun
síðast þegar tillögur komu fram
um það, en nú segjast forsvars-
menn fyrirtækisins ekki láta slík-
ar breytingar stranda á sér.
Kaupmenn í Kringlunni eru
bundnir af samþykktum um sama
opnunartíma í húsinu. Jón Ásbergs-
son, framkvæmdastjóri Hagkaups,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að afstaða fyrirtækisins kæmi
fram á fundunum á miðvikudag og
fímmtudag en sagði þó ljóst að opn-
un verslana á sunnudögum nú myndi
ekki stranda á afstöðu Hagkaups.
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélag Reykjavíkur,
taldi að opnun verslana í Kringlunni
yrði ekki vel tekið af verslunarfólki.
Það þýddi viðbótarvinnu hjá því á
dögum sem það ætti að eiga frí á.
„Það hlýtur að vekja sérstaka at-
hygli að þessi fyrirtæki sem kvarta
stöðugt undan háum launakostnaði
og telja sig ekki hafa efni á að hækka
laun starfsfólks síns í dagvinnu, skuli
getað lengt þann vinnutíma sem
greiddur er með 80% álagi á dag-
vinnulaun. Þetta bendir til þess að
afkoma þeirra sé miklu betri en þau
hafa látið í veðri vaka,“ sagði Magn-
ús.
Magnús sagði að svo virtist sem
verslunin væri að færast sífellt meira
yfir á laugardaga og sunnudaga.
Þetta væri þróun sem erfitt væri að
eiga við. Verslanir í nágrannasveitar-
félögum Reykjavíkur hefðu byijað á
að opna á sunnudögum og síðan
hefðu aðrir komið í kjölfarið.
----------------------------
21 ÁRS maður hefur verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald vegna
rannsóknar á grófri líkamsárás
og nauðgun sem 17 ára stúlka
kærði hann fyrir. Maðurinn hefur
játað brot sitt að mestu, að sögn
rannsóknarlögreglu.
Fólkið mun hafa hist á veitinga-
stað á laugardagskvöld og stúlkan
þegið far með manninum að heimili
sínu í Hafnarfirði um nóttina. Hann
er talinn hafa ruðst á eftir henni
inn. Þar batt hann hendur hennar,
gekk í skrokk á henni, nauðgaði
henni og kæfði hljóð frá henni með
því að kefla hana. Kunningjar stúlk-
unnar komu að heimili hennar meðan
þessu fór fram og við það kom styggð
að manninum sem fór á brott.
Maðurinn var handtekinn á heim-
ili sínu á sunnudag. Hann mun hafa
viðurkennt brot sitt að mestu leyti,
en var í gær úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 16. september.
Grunaður
um grófa
líkamsárás
og nauðgun
TOLLGÆSLAN á Keflavíkur-
flugvelli fann við leit á rúmlega
fimmtugum manni tæplega 4 kíló
af hassi og um 340 grömm af
amfetamíni í gærdag. Um er að
4præða annað stærsta fíkniefna-
smygl sem uppgvötvast við toll-
skoðun á Keflavíkurflugvelli.
Áður hafa mest fundist 4Vi kg
af hassi hjá farþega. Hinn fimm-
tugi maður og annar yngri mað-
ur voru handteknir og krafist
hefur verið gæsluvarðhaldsúr-
skurðar yfir _þeim.
Gottskálk Olafsson deildarstjóri
tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli
segir að hinn rúmlega fímmtugi
maður hafi verið að koma með flugi
frá Lúxemborg. Hann hefur ekki
áður komið við sögu fíkniefnamála
hérlendis en lenti í skoðunarúrtaki
og við þá leit fundust fíkniefnin á
honum innanklæða. Með sömu vél
- — sjg hann var annar yngri maður sem
áður hefur komið við sögu fíkni-
efnamála. Við nána skoðun á hon-
um fannst ekkert en samt voru
þeir báðir handteknir því talið er
að þeir hafi átt með sér samvinnu
um innflutning fíkniefnanna.
Fíkniefnalögreglan í Reykjavík
hefur nú mál þetta til rannsóknar,
en í gærkvöldi fór lögreglan fram
á að báðir hinir handteknu yrðu
úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Gottskálk Ólafsson segir að toll-
gæslan á Keflavíkurflugvelli hafí
^ætíð tekið ákveðinn fjölda af flug-
farþegum af handahófi til nánari
skoðunar. Á síðustu vikum hafí
þeir hinsvegar gert meira af þessu
en áður. „Þessi vinna okkar hefur
skilað talsverðum árangri því þetta
. fíkniefnasmygl er það þriðja sem
við uppgvötvum á skömmum tíma
hér í flugstöð Leifs Eiríkssonar,"
segir Gottskálk.
J
Frá slysstaðnum á sunnudagskvöld,
Hjón biðu bana í
árekstri við sjúkrabíl
HJÓNIN Magnús Haraldsson, 77
ára, og Ásta Guðjónsdóttir, 81
árs, biðu bana er bíll þeirra lenti
í árekstri við sjúkrabíl í neyðar-
akstri á mótum Breiðholtsbraut-
ar og Seljaskóga um miðnætti i
fyrrakvöld.
Amerískum fólksbíl hjónanna
var ekið af Seljaskógum áleiðis inn
á gatnamótin við Breiðholtsbraut
og þar lenti bíllinn í vegi sjúkrabíls
sem var á leið upp Breiðholts-
braut, sem er aðalbraut, á miklum
hraða með neyðarijós og sírenu,
samkvæmt upplýsingum lögreglu.
Árekstur bílanna varð afar harður.
Hjónin voru þegar flutt á slysa-
deild með sjúkrabifreið en voru
úrskurðuð látin við komu á sjúkra-
húsið.
Læknir í áhöfn sjúkrabílsins
meiddist á fæti við áreksturinn en
ekki alvarlega, að talið var.
Þegar óhappið varð var sjúkra-
bíllinn á leið til aðstoðar ungbarni
í andnauð. Það komst á sjúkrahús
með öðrum sjúkrabíl sem kvaddur
var til.
Hjónin Magnús Haraldsson og
Ásta Guðjónsdóttir voru til heimilis
á Látraströnd 52, Seltjarnarnesi.
Magnús var fæddur 9. júní 1915
og því 77 ára, en Ásta var fædd
13. nóvember 1910 og því 81 árs
að aldri. Magnús lætur eftir sig
þijú uppkomin börn.
Magnús Haraldsson og Ásta Guðjónsdóttir.
I