Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 erótísk athöfn og gefandi. Maður tengir ótal þætti saman í einn raf- magnaðan streng, áhorfandinn snertir hann og fær straum. Klipp- ingin getur breytt straumnum, ráð- ið því hvort myndimar sem falla saman gefi 25 volta eða 2.000 volta spennu. Það verður að skapa and- rúmsloft til að fólk upplifi erótík. Erótík stendur ekki undir nafni nema að í henni sé merking og til- finning sem verður að grundvalla vel áður en kemur að undirstöðu- þáttunum. Ég get nefnt eina litla senu í Svo á jörðu sem á himni sem mér þykir gífurlega vænt um. Ann- ar tvíburinn og ein þjónustan em í kyrrlátu andrúmslofti síðdegis ásamt öðru fólki, menn piokka sjó- fugl, lita ull og skrifa gullaldarhand- rit. Síðan gengur þessi ungi maður í þögn að stúlkunni og ætlar að kyssa hana varfærnislega, en er truflaður í miðjum klíðum sem leng- ir aðdraganda kossins oggerir augnablikið mjög hlýtt, fallegt og þrungið þrá milli tveggja ung- menna. Þetta er í mínum huga afar rafmagnað og erótískt og gjörsam- lega óþarft að sýna meira. Síðar sjáum viðtvíburann bera kross sem er í hennar eigu, og við vitum hvað gerðist í millitíðinni. Hvað vangaveltur þínar um kven- lega sýn varðar, get ég fullyrt að ég geri ekki myndir af því eða á þann hátt að ég sé kona, heldur vegna þess að ég er Kristín Jóhann- esdóttir. Hinni spumingunni er líka ósvarað, því ég er ekki karlmaður og verð það aldrei." Gef oss í dag vort daglegt brauð „Á stundum bít ég á jaxlinn þeg- ar horft er á erlendar stórmyndir þar sem tugmilljónir velta úr hveiju skoti, allt er yfirkeyrt af búningum og fjöldasenum en auðurinn skilar sér ekki í góðri mynd.“ segir Sigurð- ur.„Ósjálfrátt kemur líka framleið- andinn upp í mér, og ég fer að hugsa, að kvöldmaturhandaþess- ari fjöldasenu kostar nokkur hundr- uð þúsund. í kvikmyrid eins og Svo á jörðu sem á himni skiptir hver klukkustund máli í tökum. Tökum sem dæmi seglskipið, það var bæði dýrt að sigla því til landsins pg einn- ig að leigja það. Um er að ræða einu skipaleigu í heiminum er sér- hæfir sigí að leigja skip, einkum gömul, til kvikmynda. Þeir eru dýr- ir þó þeir gæfu á endanum ótrúleg- an afslátt, en bjuggu jafnframt yfir góðum hugmyndum og lausnum, enda ekki fyrsta sjóslysið sem þeir koma nálægt. Hættuleg atriði voru kvikmynduð og þurfti að beita ýtrustu varkámi til að stofna fólki ekki í hættu. Þar sem miklir fjár- munir voru í húfi, kom jafnvel til greina að fljúga út með leikara og tökulið, en á endanum var niður- staðan að sú neyðarlausn yrði fjár- frekari en að sigla skipinu hingað. Þegar öllu er á botninn hvolft má fullyrða með góðri samvisku, að þrátt fyrir furðu lítinn tilkostnað miðað við útkomu, hefði verið betra að sleppa gerð myndarinnar en reyna að gera einhveija fátækl- ingaútgáfu. Snúa sér einfaldlega að öðrum verkefnum. Einföld sann- indi sem þessi skilja ekki allir, og í því sambandi verð ég að hnýta í „besserwisser-ættina," sem fer af- skaplega í taugamar á mér því menn af þeim ættboga eru alltaf að leita að „réttu formúlunni“ við gerð kvikmynda. Þeir átta sig ekki á því að Ijölbreytileikinn er sterk- asta afl íslenskra kvikmynda. Fjöl- breytni sem stafar meðal annars af hversu merkilega víða innlendir leikstjórar hafa menntað sig, gjör- samlega alls staðar þar sem hægt er að læra kvikmyndagerð. Algildar uppskriftir þykja mér einkennilegar og ekki til þess fallnar að vekja til- trú á höfundum þeirra." Og fyrirgef oss vorar skuldir - Kristín, hluti almennings hélt að sér höndum þegar síðusta kvikmynd þín Á hjara veraldar var sýnd, og það hafði í för með sér fjárhagslegan hnekk fyrirykkur. Hvemig leið þér þegar hugarfóstrið fékk ekki brautargengið sem það átti skilið? ■■■■■■S V „Það versta sem getur komið fyrir listamarin er höfnun, og hlut- fallslega miklu verra fyrir kvik- myndagerðarmann en aðra því meira er í húfi. Á hjara veraldar var mjög metnaðarfullt verk á sviði kvikmyndalegrar nýsköpunar og ég var mjög meðvituð um að möguleik- ar hennar væm ekki þeir sömu og ef hún væri farsi, þótt ég hafi von- að að áhorfendur myndu sópast inn í tugþúsunda vís. Hún var framleidd án teljandi styrkja, fyrir bankalán á sama tíma og verðbólgan slagaði upp í 130%. Þótt að hún kostaði í reynd hlægilegt verð, varð fjár- magnskostnaður of mikill í ljósi aðstæðna. Tuttugu þúsund rrianns hefðu bjárgað dæminu á þurrt, en aðeins helmingur þeirra áhorfenda sem við þörfnuðumst kom. Skuldir gerðu það að verkum að næstu ár á éftir vom svo tilsámfelld hörm- urigarsaga sem ég h‘ef ekki áhuga á að endurtaka. Menn hafa ekki þrek nema einu sinni á ævinni til að ganga gegnum slíkt. Öllum eru takmörk sett. Ég hefði viljað þróa áfram hugmyndir sem ég byijaði með þar, en við blasti sú staðreynd að það varekki hægt. Á þeim tíu ámm sem eru liðin, hef ég breyst og mfn kvikmyndagerð. Maður gef- ur s.ér alltaf ákveðnar forsendur og viðfangsefhi, og mítt viðfangSbfni nú er að segja spennandi sögu. Og hver vili ekki heyra spennandi sög- ur?“ Svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum Kosturinn við skapandi ævin- týri sem hef jast í höfði einhvers manns, er ad þeim mun meira sem höfundurfær að sigla og veiða kvótalaust, þeim mun meiri er afl- inn. Verndun þessa fiskistofns felst í að veiða sem mest, ofveiði í hinum skapandi fiskistofni er framtíðin. Sigurður Pálsson em fyrir breiðtjaid, því menn vilja einfaldlega að myndin komi vel út í sjónvarpi. Hérlendis er raunhæft að gera kvikmyndir á atvinnugrund- velli fyrir 60-100 milljónir og þarf samt að gæta ítrasta sparnaðar. Tölur þar fyrir neðan em óraunhæf- ar ef almenn leikleg og tæknileg gæði og atvinnumennska em höfð sem viðmiðun. Þegar liðin tímabil eru sviðsett, má reikna með auka- kostnaði upp á lágmark 30 millj- ónir króna. Einhver kann að undr- ast slíkar upphæðir, en þá má minna á ýmsar hliðarsögur í íslenskum atvinnuvegi. Ég reiknaði lauslega út hvað mætti gera við það fé sem hefur verið afskrifað vegna mis- lukkaðra ævintýra í loðdýrarækt og laxeldi, og þá er mannlegi harmleik- urinn ekki talinn með, og fékk þá uggvænlegu útkomu að fyrir af- skrifaðar skuldir mætti gera eitt hundrað kvikmyndir af sömu stærð- argráðu og Svo á jörðu sem á himni. í allri umræðunni um minnkandi þorskveiðar, þykir mér líka gaman að ítreka að því betur sem unnið er við skrifborð, því traustari verður fjárhagsáætlunin og niðurstaðan. Þetta verkefni hefur veitt 70 millj- ónum í gjaldeyristekjur inn í ís- lenskt atvinnulíf. Gróflega reiknað þýðir það að fyrir hveija 1 krónu sem Kvikmyndásjóður íslands lagði fram, komu 4 krónur erlendis frá og þar af sitja 3 krónur eftir í land- inu. Matgrönn kona í Hlíðunum hefur því óbeint veitt nokkrum tug- um milljóna inn í landið, vegnaþess að allt byrjar þétta í höfðinu á henni. Kosturinn við skapandi ævintýri sem hefjast í höfði einhvers manns, er að þeim mun meira sem höfund- ur fær að sigla og veiða kvóta- laust, þeim mun meiri er aflinn. Verndun þessa fiskistofns felst í að veiða sem mest; ofveiði í hinum skapandi fiskistofni er framtíðin. Eigi leið þú oss í freistni Kristín skrifaði handritið að kvik- myndinni á tæpum átta árum og á þeim tíma tók handritið miklum breytingum uns endanleg niður- staða lá fyrir. „Ég var búin að sjá myndina áður en ég tókst á hendur þetta ferðalag. Staðurinn og fólkið tók sér bólfestu í kollinum á mér, og ég lýsti einungis innri upplifun. En margt spilar inn í breytingar og þróun hugverks, tíminn gefur þér fjarlægð og rúm til að handritið geti vaxið áfram i huga þér. Á svo löngum tíma þarftu enn fremur að viðhalda eigin spennu gagnvart verkinu, endumýja hana sífellt með nýjum atriðum og hugmyndum. Ég var búin að skrifa handrit að u.þ.b. 30 tíma langri kvikmynd, og um- fangið hjálpaði mér að kynnast þessum mönnum betur og fá gleggri skilning á atburðum sögunnar. En það lá í augum uppi að ég myndi aðeins nota hluta af hugmyndunum. Það er meinlaust að skera niður, því þó að fallegar senur hafi þurft að víkja, fann ég einnig lausnir á atriðum sem hefðu orðið of dýrar í framkvæmd, ótvíræðar lausnir sem margar eru betri en upprunarlegu hugmyndirnar. Kveikja myndarinn- ar er endalok Pourquoi-pas? og ég fór á vettvang á strandstað, rýndi í heimildir og talaði við fólk sem þekkti Straumfjörð og mennina. Þá gerðist það að ég uppgötva Höllu, en í tengslum við slysið hafði ég aldrei áður heyrt þjóðsöguna um álög hennar. Ég fór að spyija sjálfa mig ákveðinna spurninga og leitaði víða fanga um þessa konu, bæði í rituðum heimildum og munnmæla- sögum. Halla leitaði æ meir á mig og það var ljóst að hún vildi kom- ast inn í þessa mynd. Hugsýnir mínar af konunni voru orðnar svo ofsalegar að hún hundelti mig hvert sem ég fór, enda er saga hennar mikilvægur þáttur í sögu staðarins. Á vissan hátt má segja að hún sé staðurinn. Þá var að fínna aðferð til að tengja hvel sagnanna. Lengi var ég logandi hrædd um að teng- ingin gengi ekki upp og sagan yrði of flókin, en þegar iausnin kom hvarf óttinn frá mér,.því hvelin runnu saman eins og sjálfsagður hlutur. Ég varð líka himinlifandi þegar ég bar endanlega mynd hand- ritsins undir franska aðila, því fyrsta athugasemdin sem þeir gerðu, var: Þessi samtvinnaða saga er snilldarhugmynd." Sigurður skrifar leiktexta myndarinnar, og er vinnuaðferð þessi fremur óvenjuleg í kvik- myndagerð hérlendis. „Slík samvinna er algeng frönsk vinnuaðferð og til er urmull af sér- hæfðum „dialogistum" eða leik- textasmiðum sem hafa aldrei samið heilt handrit, en geta skrifað texta jafnt upp í pönkara og sögulegar persónur. Sumir eru sérhæfðir í nútíma borgarmenningu, aðrir í liðnum öldum. Þetta er starf sem hentar mér vel, maður kemur inn sem nokkurs konar tæknimaður og ábyrgðarleysið því samfara er mjög þægilegt. Ég þekkti handritið og eftir að Kristín hafði skýrt út fyrir mér eðli og kjarna einstakra að- stæðna, spurði ég grimmt og hún þurfti að finna nokkurs konar konar staðfestingu á sínum hugmyndum er hjálpaði til við að fá kjölfestu og lagfæra veika punkta. Þegar ég vissi gjörla um hvað málið snerist, kom ég með fyrstu drög að textan- um. Grindin var mismunandi mikið þróuð eftir atriðum og stundum þurfti ég töluverða atrennu að ein- staka hlut, en í höfuðatriðum er minn þáttur í smíðinni tæknileg aðstoð sem veikir ekki höfundar- stöðu Kristínar hið minnsta. Hand- ritið er hennar afkvæmi. Hið góða við okkar samstarf er að hún reyn- ir ekki að breyta mér í sig, né held- ur reyni ég að breyta mér í hana og vona að hún sé ekki að breyta sér í mig. Þannig höldum við sjálf- stæði okkar.“ Heldur frelsa oss frá illu - En hyggst hann ekki not- færa sér menntun sína til að glíma sjálfur við gerð kvikmyndar í stól leikstjórans? „Ég er mjög hjátrúarfullur varð- andi allt tal um þá hluti sem ég er með í undirbúningi og gef því ekk- ert upp um þá. Ég nam kvikmynda- Sigurður lygnir aftur augum. „Kvikmyndin byggist á undursam- legu samblandi blekkingár sjónar og heyrnar, sem nær fullri dýpt í kvikmyndahúsi. Það er því sárt að sjónvarpsstöðvar eiga sífellt stærri hlut í framleiðslu kvikmynda i Evr- ópu, og mikill hluti kostnaðar kem- ur inn með sölu til sjónvarpsins. Fyrir vikið eru varla gerðar lengur bíómyndir í álfunni sem hugsaðar O ÁJÖRÐU SEM Á H I M N I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.