Morgunblaðið - 30.08.1992, Side 27
^í?f>r TfjirnÁ 08 ÍHJOAfFIVÍMtTfi 0K3AjaVJlIOSOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. AGUST 1992
Blakkur frá Eylandi þrítugur
Aldrei þurft á dýralækni að halda
— segir Hákon í Sporti sem átt hefur hestinn í 23 ár
Valdimar Kristinsson
ÞAÐ TELST til tíðinda
þegar hestar ná því að
verða þrítugir, sem gæti
samsvarað 100 mannsárum
ef gengið er út frá því að
hvert ár hjá hesti jafngildi
ríflega þremur árum hjá
manni. Blakkur frá Ey-
landi í Landeyjum náði
þessum áfanga í vor en
hann er í eigu Hákons Jó-
hannssonar sem gjarnan
hefur verið kenndur við
verslunina Sport.
Hákon keypti Blakk sjö vetra
gamlan af Þorgeiri Jónssyni í
Gufunesi fyrir tuttugu og þrem-
ur árum en Þorgeir hafði keypt
hann sem folald frá Eylandi.
Segir Hákon að Þorgeiri hafi lit-
ist vel á hann sem folald og því
keypt hann. Hann bætir við að
Geiri hafi verið mjög hestglögg-
ur.
Blakkur var, ásamt Háleggi
frá Gufunesi, reiðhestur Hákons
og vöktu þeir mikla athygli á
hindrunarstökksýningum en
Hákon var brautryðjandi í þjálf-
un þess hér á landi. „Blakkur
Blakkur og Háleggur komu
víða fram þar sem þeir sýndu
samsíða stökk yfir 80 sentí-
metra háa hindrun og segir
Hákon, sem situr Hálegg, ekki
vita til þess að þetta hafi verið
leikið eftir hér á landi.
var vel viljugur og sótti frekar
á taum, þá var hann geðgóður
og hafði allan gang en ég not-
aði hann ekki sem skeiðhest,"
segir Hákon. „Þá reyndist hann
afbragðsvel sem ferðahestur.
Eitt sinn fór ég á þeim á Lands-
mót hestamanna á Vindheima-
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Á eftirlaunaldrinum fær Blakkur það hlutverk að bera Stefán
Hákon, dótturson Hákons í Sporti.
melum og man ég eftir því að
riðið var f einum áfanga frá
Húsafelli að Grímstungu í Hún-
vatnssýslu. Daginn eftir skoðaði
ég þá vandlega og var ekki að
sjá að þeim hafi orðið um þessa
löngu dagleið."
í dag er Blakkur við ótrúlega
góða heilsu. Að sögn Helga Sig-
urðssonar dýralæknis, sem hefur
skoðað hestinn, eru tennur hans
í góðu lagi og fætur mjög góðir.
Hákon segir að Blakkur hafi
alla tíð verið sérlega heilsu-
hraustur og aldrei orðið misdæg-
urt á einn né annan hátt og aldr-
ei þurft á dýralækni að halda.
Þeir sem til þekkja vita að fáir
hugsa eins vel um hesta sína og
Hákon og telur hann að góð og
nákvæm umhirða ásamt því að
hesturinn er hraustur að upplagi
hafi tryggt honum svo góða
endingu sem raun ber vitni. „Ég
hef alla tíð forðast harðar reið-
götur þar sem því hefur verið
komið við,“ segir Hákon.
í dag hefur Blakkur það frek-
ar rólegt eins og vera ber. Ellefu
ára dóttursonur Hákons, Stefán
Hákon, sem býr erlendis en var
gestkomandi þegar blaðamann
bar að garði, hefur notað hestinn
til útreiða en auk þess teymir
Hákon hann með þegar hann
leggur á reiðhest sinn, Glanna
Ómar frá Keldudal, sem er
kunnur gæðingur og með fljót-
ustu vekringum landsins. „Þeir
eru mjög samrýmdir og hneggja
alltaf hvor til annars fari ég á
Glanna Ómari einum,“ segir
Hákon sem er með mjög góða
aðstöðu á Blásteinum á Kjalar-
nesi þar sem hestarnir geta ver-
ið mikið utan dyra á vetrum
eftir að þeir eru hýstir. Hvor
þeirra hefur stóra og rúmgóða
stíu fyrir sig sem þætti vel rúm
fyrir tvo hesta.
„Ég leyfi honum að lifa svo
lengi sem hann heldur góðri
heilsu,“ segir Hákon að endingu.
Veana ótrúlegrar eftirspurnar 09 so u.
mmm
20-26. september
«1
M1KAF tRÐ TIL
fAJÁLLORCW
31.255.-
miSab við 4 í 'tó-
21 ,-29.sepiember
30.590.-
m
5a5 viö 4 í íbúö.
Samviiiiiiiíepllir-Lamlsj/ii
Reykjavik: Austurstrætl 12 • S. 91 - 6910 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Slmbrét 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241
Hótel Söqu vlð Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Keflavfk: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbrét 92 - 1 34 90
Akureyri: Sklpagðtu 14 • S. 96 - 27 200 • Slmbrél 96 - 2 40 87