Morgunblaðið - 30.08.1992, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992
4
5
UNNIÐ
Á Orðabók Háskóla íslands,
sem nálgast nú hálfrar aldar
afmæli sitt, er unnið að útgáfu
orðfræðirita og orðabóka,
orðasöfnun og þýðingum fyrir
stofnanir og fyrirtæki.
MEÐ
ORÐ
eftir Urði Gunnarsdóttur Myndir/Sverrir Vilhelmsson
ORÐABÓKAR Háskólans bíða raörg og mikil verkefni.
Möguleikarnir sem liggja í tölvuvæðingu eru óþrjótandi
og máldæmin sem safna má óteljandi. Miklar breytingar
hafa orðið á starfsemi Orðabókarinnar á síðustu árum,
sem fyrst og fremst tengjast tölvuvæðingu hennar. Haf-
in hefur verið útgáfa orðabóka, stofnaðar þýðingadeild-
ir og nú hillir undir að fyrsta áfanga verði náð í útgáfu
stórrar sögulegrar orðabókar sem hefur verið markmið
Orðabókarinnar frá upphafi.
Haldið verður upp á
hálfrar aldar afmæli
Orðabókar Háskól-
ans á næsta ári og
eins og nærri má
geta hefur vinnan tekið gífurlegum
breytingum á þeim tíma. Enn er þó
byggt á seðlasafni Orðabókarinnar
sem í eru tæplega 3 milljónir seðla
og enn er unnið að sama markmiði;
að gefa út stóra „sögulega orðabók
íslenzkrar tungu um tímabilið frá
1540 til vorra daga“. Aðrir þættir
vinnunnar við Orðabókina hafa hins
vegar tekið breytingum fyrir tilstilli
tölvuvæðingarinnar sem hófst 1983.
Raunar er mun lengra síðan menn
fóru að huga að tölvuvæðingu Orða-
bókarinnar. Árið 1969 fór Jakob
Benediktsson, þáverandi forstöðu-
maður, utan til að kynna sér notkun
tölva við orðabókagerð. Ekkert varð
af tölvuvæðingu þá, enda hefði hún
orðið með allt öðrum hætti en nú
er og reynst mun dýrari og erfiðari
í framkvæmd.
Sá sem nú gegnir starfi forstöðu-
manns og hefur gert frá árinu 1990
er dr. Jörgen Pind. Hann hóf störf
árið 1983 og var starf hans fólgið
í því að hafa umsjón með tölvuvæð-
ingunni. Hafa ný vinnubrögð og ný
viðhorf til stofnana Háskólans breytt
hlutverki Orðabókarinnar?
„Hlutverk hennar er áfram hið
sama, þó að starfssviðið hafi auk-
ist,“ segir Jörgen. „Orðabók Háskól-
ans er fyrst og fremst vísindaleg
orðfræðistofnun eins og segir í regl-
ugerð stofnunarinnar. I því felst að
hún á að hafa forgöngu um samn-
ingu sögulegrar orðabókar eins og
áður hefur verið minnst á, og stunda
rannsóknir á sviði málvísinda, eink-
um orðfræði."
- Hvað með orðabækur fyrir al-
menning?
„Slík útgáfa fellur einnig undir
verksvið okkar og það má vissulega
huga frekar að útgáfu ýmissa hag-
nýtra orðabóka fyrir íslendinga.
Útgáfa hagnýtrar orðabókar er ekki
á dagskrá sem stendur enda ber að
hafa í huga að það er hreint ekki
hlaupið að því að semja orðabók.
Söfn Orðabókarinnar standa gestum
opin og einnig þau söfn sem nú er
búið að koma í tölvutæka mynd.
Starfssvið orðabókarinnar hefur
aukist mjög á síðustu árum vegna
tilkomu tölva og í samræmi við
stefnu Háskólans um að auka
tengslin við atvinnulífið. Nú eru
reknar tvær deildir við orðabókina
sem annast þýðingar fyrir IBM og
utanríkisráðuneytið. Við höfum sér-
tekjur af þessum þýðingum auk þess
sem þær nýtast okkur við orðasöfn-
un og orðtöku. Þá getum við nýtt
sértekjumar til útgáfu fræðirita,
sem tvísýnt er um að borgi sig. Þó
er skemmst að minnast Orðsifjabók-
ar sem varð metsölubók.“
- Orðabókin virðist vera blanda
af stofnun og fyrirtæki, hvernig fer
það saman?
„Mjög vel, við teljum okkur geta
fullyrt að aukin tengsl við atvinnulíf-
ið hafi reynst stofnuninni vel.
Nú starfa átta manns við þýðing-
ar á forritum fyrir IBM en það starf
hófst 1985. 14-15 manns hafa unn-
ið að þýðingum EES-samninganna
fýrir utanríkisráðuneytið frá því í
maí 1990. Við sjálfa Orðabókina
vinna 15 manns. Starfið við orðabók-
ina er aðallega fólgið í tölvuskrán-
ingu, ritstjórn og úrvinnslu seðla-
safnsins, rannsóknum á sviði orð-
fræði og máltölvunar, auk orðtöku.
Orðtaka felst í því að skrá orð úr
rituðu og mæltu máli, sem talin eru
eiga erindi í orðabók. Þá vonumst
við til þess að seðlasafnið verði allt
skráð inn á tölvu í framtíðinni en
það er geysilega tímafrekt verk,
hefur mér reiknast til að það taki
um 20 mannár. Orðabókin hefur nú
tengst tölvuneti Háskólans og í
framtíðinni vonumst við til að geta
gefið öllum notendum netsins að-
gang að tölvukerfum okkar.“
Flestir sérfræðingamir við Orða-
bók Háskólans em með kandídats-
próf í íslensku, einn hefur próf í lat-
ínu og grísku og forstöðumaðurinn,
Jörgen Pind, er doktor í sálfræði.
„Mörgum virðist sem sálfræðin eigi
lítið skylt við þessi fög en svo þarf
ekki að vera. Ég hef próf í þeim
hluta sálfræðinnar sem nefnist til-
raunasálfræði. Tilraunasálfræðin er
aftur einn angi þess sem stundum
hefur verið nefnt hugfræði (cogni-
tive science). Þar er í raun steypt
saman sálfræði, tölvufræði, málvís-
indum og taugalífeðlisfræði auk
þátta úr fleiri greinum. Doktorsverk-
efni mitt, sem var um skynjun fólks
á talhljóðum, er dæmi um hvemig
þessar greinar tvinnast saman. Mér
sýnist sem mörkin á milli greina
verði æ óljósari. Ég tel að ekki eigi
að taka mörk á milli greina of hátíð-
lega, heldur beri að stuðla að meiri
sveigjanleika."
Jörgen var upphaflega ráðinn til
að hafa umsjón með tölvuvæðingu
Orðabókarinnar og í upphafi voru
atriðin ótalmörg sem þurfti að fá á
hreint. „Við tölvuvæðinguna veltum
við því aðallega fyrir okkur hvemig
við gætum staðið sem best að skrán-
ingunni, með það í huga að ekki
væri hægt að slá allt seðlasafnið inn
vegna stærðar þess,“ segir Jörgen.
„Ákveðið var að skipta tölvuvæðing-
unni í áfanga, og sá fyrsti var gerð
Jörgen Pind forstöðumaður
gluggar í seðlasafn Orðabókar^
Háskólans en í því eru hátt í
þrjár milljónir seðla. „Við von-
umst til þess að seðlasafnið verði
allt skráð inn á tölvu í framtíð-
inni en það er geysilega tíma-
frekt verk, hefur mér reiknast
til að það taki um 20 mannár."
yfirlitsskrár yfir safnið, ritmáls-
skrár, sem við nefnum svo, en hún
var tæp þijú ár í vinnslu. Næsta
skref var að vinna orðabókartexta
upp úr söfnunum. Nú vinnum við
að undirbúningi sögulegrar orðabók-
ar en það er þó ekki hægt að segja
að hilli undir útkomu hennar. Þá er
enn siður hægt að gera sér greih
fyrir stærð hennar en Ijóst er áð
slík bók verður í allmörgum binduhí:
Við stefnum að því að gefa út sýrii-
hefti í haust og að lokinni útkomri
þess getum við betur gert okkur
grein fyrir framhaldinu. Fyrst í stað
beinist áhugi okkar aðallega að
sögnunum, með tilkomu tölvuvæð-
ingar erum við ekki lengur bundin
því að fylgja stafrófinu heldur getuiri
valið úr orðflokka," segir Jörgen.
En tölvur nýtast ekki eingöngu
við orðabókagerð, þær eru ekki síður
gagnlegar við efnisöflun. „Til
skamms tíma var eina leið orðabók-
armanna við að koma sér upp gagna-
grunni til að byggja störf sín á að
orðtaka bækur og blöð, safna dæip-
um með lestri. Með tilkomu ritvinnsl-
unnar er orðið auðvelt að safna texí-
um í tölvutækri gerð og síðan leita
í þeim með aðstoð hvers kyns leitar-
forrita. Nú er tiltækt á Orðabókinni
safn texta sem inniheldur um 20
milljónir orða og er Orðtíðnibók sú
sem kom út fyrir skemmstu að veru-
legu leyti byggð á textasafninu.
Með tilkomu tölvuvæðingar opn-
aðist möguleiki á eigin útgáfu óg
við höfum nú þegar gefið út þijár
bækur; Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals
Magnússonar 1989, Orðtíðnibók og
endurútgáfu á dansk-íslenskri orða-
bók Gunnlaugs Oddssonar, sem báð-
ar komu út á þessu ári. Sú síðast-
nefnda er fyrst í ritröðinni „Orðfræð-
irit fyrri alda“, en þar verða gefnar
út nýjar útgáfur eldri orðabóka. Við
tejjum þær gagnmerkar heimildír
Mestöll vinna við Orðabókina fer
nú fram fyrir framan tölvuskjái.
Starfið er aðallega fólgið í tölvu-
skráningu, ritsljórn og úrvinnslu
seðlasafnsins, rannsóknum á
sviði orðfræði og máltölvunar,
auk orðtöku.