Morgunblaðið - 30.08.1992, Page 35

Morgunblaðið - 30.08.1992, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 Jörundur Hilmars son - Kveðjuorð , Fæddur 15. mars 1946 Dáinn 13. ágúst 1992 i Við andlát frænda okkar, Jörund- ^ ar Hilmarssonar, vakna ýmsar end- urminningar frá æskuárunum og I langar okkur systurnar að kveðja " hann með nokkrum fátæklegum orð- um. Afi okkar og amma, Jörundur Jörundsson útgerðarmaður í Hrísey og María Sigurðardóttir kona hans, eignuðust sex börn. Af þeim var Sigríður, móðir okkar, næstelst og Þorgerður, móðir Jörundar, yngst. Kynni okkar frændsystkinanna hóf- ust þegar móðir okkar, þá orðin ekkja, fluttist frá Hrísey til Reykja- víkur með dætur sínar haustið 1949. Jörundur var þá aðeins 3ja ára, Anna María, systir hans, 1 árs og Þorsteinn enn ófæddur, en við syst- urnar Sigrún 5 ára og Heba 12 ára. Okkur var tekið opnum örmum á ( heimili þeirra Þorgerðar og Hilmars Garðarssonar, foreldra Jörundar, á Vesturgötu 19, og var það upphaf ^ margra ánægjustunda með fjöl- skyldu þeirra. Sigrún var á það líku reki og þau ( systkinin, Jörundur og Anna María, að hún fékk leikfélaga en það varð hlutverk mitt, Hebu, að passa smá- fólkið. Dvaldist ég hjá þeim við barnapössun heilt sumar og passaði þau systkinin auk þess oft á kvöldin næstu árin á eftir. Það var gaman að passa Jörund. Hann var fallegt barn og með af- brigðum skýr og skemmtilegur. Oft var lesið fyrir hann úr erlendum Andrés-blöðum og mátti ég þá hafa mig alla við að þýða rétt, því hann kunni allt utanað eftir að heyra það einu sinni og var fljótur að leiðrétta mig ef ég ekki notaði sömu orðin og mamma hans og pabbi höfðu í gert. Snemma beygðist krókurinn ’ hjá honum hvað málvísindin snerti. Þá var gjarnan tekið í spil eða teflt i og sýndi hann strax meiri áhuga á ' slíku en einhveijum hasarleikjum. Við minnumst sunnudagsbíltúra, i sumarbústaðaferða og jólaballa í " Oddfellowhúsinu með frændsystk- inum okkar. Alltaf skar Jörundur sig úr fyrir prúðmennsku sína. Hann var aldrei með ólæti eða ótuktar- skap. Gat reyndar verið dálítið þtjóskur við barnapíuna stundum, en hann vissi hvað hann vildi og varð ekki fenginn ofan af því. Enda kom stefnufesta hans og einbeitni vel fram í námi og fræðimennsku síðar. Eftir því sem árin liðu fór hvert okkar sína leið í námi og starfi og urðu samverustundir okkar frænd- systkinanna færri eins og gengur, en sambandi mestmegnis viðhaldið í gegnum mæður okkar. ' Að loknu námi erlendis flutti ég, Sigrún, aftur í Vesturbæinn og lágu . þá leiðir okkar Jörundar aftur sam- an. Það var ýmist á horninu við Vesturgötu þar sem hann bjó nú aftur eða á horni Garðastrætis og I Bárugötu þar sem við börnin höfðum áður verið í eltingaleik og ég bý nú. En leiðir okkar lágu líka saman á göngunni í Odda þar sem við höfðum bæði aðsetur við kennslu og fræði- störf. Við deildum áhugamálum og lífsskoðunum. Það yljaði mér alltaf um hjartarætur að hitta þennan hlýja og tígulega frænda minn og finna skyldleikann við hann. Núna sakna ég þess hvað samtöl okkar voru alltof stutt á þessari undarlegu og naumu hraðferð okkar í lífinu. Við ráðumst ekki í að rekja ætt- artölu, náms- eða starfsferil Jörund- ar hér, því til þess verða án efa aðrir. En við erum stoltar af frænda i okkar, hinum dagfarsprúða og af- kastamikla fræðimanni sem átti samt svo margt ógert þegar hann var frá okkur tekinn um aldur fram, og njótum þess alla ævi að eiga um hann ánægjulegar æskuminningar. Við og íjölskyldur okkar sendum eiginkonu hans, börnum, foreldrum og systkinum innilegar samúðar- kveðjur. Heba og Sigrún Júlíusdætur. Ég kynntist Jöi-undi fyrir tuttugu árum á skákmóti sem íslenskir námsmenn í Ósló héldu. Fáeinum árum síðar vorum Við farnir að hitt- ast daglega. Á þeim tíma tókst mér smám saman að grafa mér leið að þeim gersemum sem bjuggu í þess- um dreng og ég hef notið alla tíð síðan. Jörundur var meðal okkar fremstu fræðimanna í samanburðarmál- fræði. Hann tók magistergráðu í Ósló og varði doktorsritgerð í tokk- arísku í Hollandi. Þrátt fyrir árang- ursríkan feril í námi og starfi var Jörundur alltaf samur við sig, fag hans og menntun var engin truflun í samskiptum hans við annað fólk. Fræðimennskan fór undarlega vel við hans alþýðlega lundarfar, hann lét ekki lærdóminn ræna sig öllu viti. Fyrir Jörundi var fræðimennskan bæði starf og tómstundaiðja. For- vitnin og ánægjan var orkugjafinn að mikilli eljusemi í starfi. Hann gat nýtt sér mínútnurnar fyrir framan tölvuskerminn meðan ég raðaði upp taflmönnunum. Tær áhugi hans á faginu sat í fyrirrúmi. Slíkt viðhorf til vinnu hlýtur að leiða til góðs árangurs. Jörundur var mér náinn vinur. Ég get ekki skilgreint vináttu en leyfi mér þó að segja að vinátta sé safn smáatriða sem spanast upp milli tveggja einstaklinga og raðast saman sem púsluspil og mynda eina fallega mynd. Þá mynd skynjar maður ekki fyrr en vinurinn er allur. Ég minnist þeirra skipta er ég var nýkominn heim til íslands og hitti Jörund heima á Vesturgötunni. Það var sem við hefðum hist deginum áður og tókum upp spjallið þar sem frá var horfið. Ég minnist þeirra stunda þegar ég kom heim til Jörundar, hann var að vinna, þurfti að ljúka einhveiju. Ég settist í sófann með einhvetja bók og gleymdi tímanum. Við Jörundur sátum oft að tafli. Ég minnist þess að í tafllok gortuð- um við gjarnan yfír góðum sigri, hann þó sýnu oftar, en ég sat eftir með spælinguna. Ég minnist þeirra örfáu skipta sem mér tókst að stríða Jörundi, hann skellihló og kafroðnaði eins og fjórtán ára unglingur og þó kominn yfir fertugt. Ég minnist þeirra stunda er við fórum út að borða tveir einir eða með einhveiju góðu fólki. Það voru mínar ánægjulegustu stundir hér heima á íslandi. Nú er djúpt skarð komið í vinahóp- inn, skarð sem aldrei verður fyllt. Þau eru óréttlát örlögin, sem hrifsa burt svo góðan dreng á besta aldri, ástfanginn og nýgiftan. Þau eru óréttlát örlögin, sem hrifsa burt pabba, sem var félagi og vinur barna sinna. Mér er hugsað til Þorsteins og Þorgerðar. Ég votta eiginkonu, foreldrum, systkinum, börnum og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Snævar Guðjónsson. „Þar er skarð fýrir skildi“ voru orð sem komu upp í hugann þegar ég frétti að Jörundur Hilmarsson, dósent í almennum málvísindum við Háskóla íslands, væri látinn, aðeins 46 ára að aldri. Verri tíðindi hafa mér vart verið sögð um dagana; þó komu þau mér ekki öldungis á óvart. Nú er liðið tæpt ár frá því að þessi góði drengur, í senn kenn- ari minn og hjartkær vinur, tjáði mér að hann væri með alvarlegan sjúkdóm - krabbamein - og það væri óvíst um bata. Það var mikið reiðarslag og mér fannst sem dimmdi yfír allri tilverunni. Engu að síður hélt ég í vonina um að e.t.v. gerðist kraftaverk. Sjálfur brást Jörundur við sjúkdómi sinum af þeirri hugprýði sem var dæmi- gerð fyrir hann. „Það verður að hafa þetta eins og hvert annað hundsbit,“ sagði hann og fór ekki orðum um sjúkdóm sinn við marga menn. Á vormisseri átti Jörundur rann- sóknarleyfi og dvaldist við fræði- störf í Leiden í Hollandi en kom heim til íslands öðru hveiju þar sem hann var undir læknishendi. í vor hittumst við nokkrum sinnum heima á Fróni, ýmist við „fílólógiska borðið“ á Mokka eða á heimili hans á Vesturgötunni og bárum saman bækur okkar um sameiginlegt hugðarefni beggja, málvísindi. Síð- an hélt hvor sína leið, hann enn á ný til Hollands en ég aftur hingað til Bandaríkjanna. Hann hafði gefið í skyn að nú væru horfurnar bjart- ari. Ég var því farinn að halda að kraftaverk gæti gerst í raun og veru. En það fór á annan veg. Jörundur Hilmarsson hafði til að bera óvenjulega persónutöfra sem engum duldust. Áf ótal mannkost- um sem prýddu hann nefni ég hlýtt viðmót, velvilja og einstaka hjálp- semi. Sökum eðlislægrar andúðar á skrumi og skjalli hefði honum naumast verið að skapi að mælt yrðu eftir hann mörg orð og há- stemmd. Allt um það tel ég mér skylt að rekja í stuttu máli það helsta sem ég veit um æviferil hans og störf því að með honum er fall- inn frá, langt fyrir aldur fram, einn afkastamesti málfræðingur sem Is- land hefur alið. Ungur hélt Jörundur til Noregs og lagði stund á indóevrópska sam- anburðarmálfræði við háskólann í Osló undir handleiðslu ýmissa önd- vegisfræðimanna. Meðal annars naut hann þar leiðsagnar Jóns Gunnarssonar lektors en þeir urðu síðar samstarfsmenn við Háskóla íslands. Árið 1977 fékk Jörundur, fyrstur Vesturlandabúa, styrk til að dvelj- ast eitt ár í Litháen í því skyni að nema hina undurfögru og fomlegu tungu litháísku. í höfuðborginni, Vilnius, þar sem er einn elsti há- skóli Evrópu, var Jörundi tekið með kostum og kynjum, eignaðist hann þar góða vini sem hann hélt sam- bandi við alla tíð síðan. Vegna brennandi áhuga á tungu og bók- menntum landsmanna varð hann nánast þjóðsagnapersóna þar í borginni. Um það get ég vitnað af eigin raun því að þegar ég var í námsferð í Litháen haustið 1985 var enn talað í lotningartón um „Jörundas“, eins og þarlendir nefndu hann á sína vísu. Jörundi líkaði dvölin vel enda svipar Lit- háum að mörgu leyti til íslendinga - stolt smáþjóð, meðvituð um þjóð- erni sitt, tungu og sérstöðu lands- ins. Eins og til að þakka fyrir sig þýddi hann skáldsöguna Myllan á Barði eftir einn kunnasta rithöfund Litháa, Kazys Boruta, og eignuðust íslenskir lesendur þar með dálítið sýnishorn af litháískum bókmennt- um. Þar eð Jörundur talaði litháísku reiprennandi var ofur eðlilegt að til hans væri leitað um milligöngu, nú fyrir fáeinum misserum þegar ís- lendingar lögðu fram þýðingarmik- inn skerf til að hjálpa Litháum að bijótast til sjálfstæðis. Þó er frá- leitt að ímynda sér að starf dipló- mats hafi verið það sem Jörundur sóttist eftir í lífínu. Um hríð einbeitti Jörundur sér að rannsóknum á litháísku og öðr- um tungum sem henni eru náskyld- ar og mynda baltnesku greinina á meiði indóevrópsku málaættarinn- ar. Einnig lagði hann stund á ótal tungumál önnur, forn og ný, þ.á m. sanskrít, grísku, latínu, armensku, rússnesku og fleiri slavnesk mál, auk germönsku málanna, sem ís- lenska telst til. Eftir meistarapróf í samanburð- armálfræði við háskólann í Ósló beindist áhugi hans smám saman að tokkarísku, útdauðu indóevr- ópsku máli sem talað var í Mið- Asíu á 6.-8. öld e.Kr. Það er varð- veitt á handritum, sumum ærið brotakenndum, sem nú liggja á söfnum víðsvegar um heim, og eru vandaðar textaútgáfur af skornum skammti. Á síðustu áratugum hefur mikilvægi þessa tungumáls fyrir indóevrópska samanburðarmál- fræði verið að koma æ betur í ljós. Það er fjarskyldur ættingi ger- manska málaflokksins, og þótt leik- mönnum kunni að virðast það ótrú- legt þá getur skilningur á málfræði tokkarísku, sem var töluð hinum megin á hnettinum fyrir tólfhundr- uð árum, varpað ljósi á ýmis grund- vallaratriði í forsögulegri þróun okkar eigin móðurmáls, íslenskunn- ar. Á árunum 1979-81 var Jörundur styrkþegi Humboldt-stofnunarinn- ar í Þýskalandi og gafst þá tóm til að nema tokkarísku til hlítar hjá nafntoguðum fræðimanni, Werner Winter, prófessor við háskólann í Kiel. Jörundur sökkti sér af aðdáun- arverðri elju ofan í þetta erfiða við- fangsefni og haustið 1986 varði hann doktorsritgerð um sögulega málfræði tokkarísku við háskólann í Leiden í Hollandi (Studies in Toch- arian phonology, morphology and etymology - Rannsóknir á tokkar- ískri hljóðkerfis-, beyginga- og orðsifjafræði, einnig nefnd „Græna bókin“ af þeim sem eru innvígðir). Doktorsritgerðin er að stofni til unnin upp úr greinum sem höfund- ur birti í nokkrum virtustu tímarit- um Evrópu á sviði samanburðar- málfræði. Eru þar settar fram snjallar skýringar á ýmsum flókn- um breytingum sem í tímans rás hafa orðið á tokkarísku' hljóð- og beygingakerfi allar götur frá indó- evrópsku frumtungunni. Hér er um að ræða höfuðrit á sínu sviði sem varpar ljósi á fjölmörg atriði í tokk- arískri málsögu sem áður voru myrkri hulin. Þótt Jörundur hefði ugglaust getað fundið stöðu við sitt hæfi erlendis kaus hann að setjast að á Islandi þrátt fyrir margvíslega erf- iðleika sem því voru samfara fyrir mann með svo sérhæfða menntun. Um árabil var hann stundakennari í almennum málvísindum við Há- skólann. Ekki er ýkja langt síðan hann varð dósent í þeirri grein, og mat hann mikils að hafa nú í fyrsta sinn viðunandi aðstöðu til að iðka fræði sín. Enginn skyldi ætla að Jörundur hafi setið og beðið eftir því að at- burðir gerðust. Þvert á móti var honum athafnasemin í blóð borin, rétt eins og forföður hans og nafna, Hákarla-Jörundi í Hrísey. Til marks um það er að upp á sitt eindæmi hleypti hann af stokkunum alþjóð- legu tímariti um tokkarísk og indó- evrópsk fræði, Tocharian and Indo—European Studies, sem komið hefur út árlega frá 1987. í ritnefnd eru fimmtán valinkunnir málvís- indamenn frá ýmsum löndum beggja vegna Atlantsála, þeirra á meðal Hreinn Benediktsson, pró- fessor við Háskóla íslands, og Jay Jasanoff, prófessor við Cornell- háskólann hér í íþöku. Tímaritið hans Jörundar er óefað eitt athyglisverðasta einkaframtak sem um getur á sviði málvísinda á íslandi og þótt víðar væri leitað, og hefur það orðið sjálfsagður vett- vangur fyrir fræðimenn i tokkar- isku og skyldum greinum, hverrar þjóðar sem þeir eru. Sjálfur hef ég oftsinnis orðið vitni að því að útlend- ir lærdómsmenn verða forviða þeg- ar þeir heyra að Jörundur hafi kost- að tímaritið að mestu leyti sjálfur og ritstýrt því heima hjá sér á Vest- urgötunni. „Ég hélt að þar væri til húsa tokkarísk stofnun Háskóla íslands,“ sagði þýskur málfræðing- ur við mig eitt sinn þegar ég lýsti því fyrir honum hvemig væri í pott- inn búið með útgáfustarfið. Illu heilli hefur nú með sviplegum hætti verið bundinn endi á það óeigin- gjarna starf. Jörundur var ákaflega afkasta- mikill fræðimaður og liggja eftir hann fjölmargar greinar um tokkar- ísku og önnur svið indóevrópskrar samanburðarmálfræði. Af öðrum verkum hans má nefna tvær stór- merkar bækur sem hann gaf út sem viðbótarhefti með tímaritinu, og er ekki séð fyrir endann á áhrifum þeirra: The dual forms of nouns and pronouns in Tocharian (1989) - Um tvítölumyndir nafnorða og fornafna í tokkarísku - og The nasal prefixes in Tocharian (1991) - Um skilyrð- ingu á myndun svokallaðra nef- hljóðsforskeyta í tokkarísku. I hvorri tveggja bókinni kemur glöggt fram hvílíku valdi Jörundur hafði náð á tokkarískri málfræði, samtímalegri jafnt sem sögulegri og ennfremur á hinni gríðarlega vandasömu textafræði tokkarísku. Það er því ekki að ófyrirsynju að í nýlegu yfirlitsriti um tokkaríska málfræði er Jörundur Hilmarsson nefndur einn íjögurra fremstu sér- fræðinga heims á sviði sögulegra rannsókna á þessu tungumáli (sjá G. Pinault, Introduction au tokhari- en, Lalies 7, París, 1989, bls. 37). Verður hans án efa sárt saknað á alþjóðlegri ráðstefnu indóevrópsku- fræðinga sem haldin verður í Sviss í haust, þar sem honum hafði verið boðið að flytja framsöguerindi um nýjustu niðurstöður sínar. Öll ritverk Jörundar sem ég er kunnugur bera ótvíræðan vott um skarpskyggni og frumlega hugsun. Einatt er þar vakin athygli á vanda- málum sem lítt eða ekki hefur ver- ið fjallað um áður af skynsamlegu^ viti. Að ég sem þessar línur rita get um það dæmt á sjálfstæðan hátt á ég að verulegru leyti því að þakka að hafa setið í tímum í tokk- arísku hjá Jörundi veturinn 1986-87, þótt ég hefði að vísu áður fundið af henni smjörþefinn þegar ég var við nám í Þýskalandi. Þenn- an vetur hittumst við að jafnaði tvisvar í viku og lásum af kappi tokkaríska texta, sem flestir eru „þýðingar helgar“ á indverskum jarteiknasögum um guðinn Búdda. Jörundur leiddi mig í allan sannleika um uppbyggingu tokkaríska mál- kerfisins og gerði mér jafnframt grein fyrir skilningi sínum og ann- arra fræðimanna á þróun þess. Þá öðlaðist ég nokkra innsýn í þau öfl sem stjómuðu ástríðufullri þekking- arleit hans. Það var mér dýrmæt reynsla og ógleymanleg. Raunar var Jörundur, sem bjó yfir miklum sannfæringarkrafti, óþreytandi að brýna fyrir mér hversu rannsókn á mannlegu máli væri heillandi verkefni, allt frá því er við kynntumst fyrir tæpum fimmtán árum. Málvísindi - einkum sú grein þeirra sem fæst við breyt- ingar á málkerfi, þ.e. söguleg mál<- vísindi - voru honum köllun í lífinu „Die Wissenschaft ist ein Dialog“ - vísindin felast í skoðanaskiptum - ritaði Christian Stang, frægur baltneskufræðingur í Osló, ein- hveiju sinni. Það hefðu vel getað verið einkunnarorð Jörundar, sem var lærisveinn Stangs og hafði ekki aðeins unun af því að velta fyrir sér fræðilegum vandamálum í ein- rúmi heldur einnig að rökræða þau út í ystu æsar hvenær sem færi gafst. I fyrrasumar fékk ég enn stað- festingu á faglegum vinnubrögðum Jörundar, eldmóði hans og smitandi áhuga, þegar ég ásamt nokkrum nemenda hans, einvalaliði, tók þátt í verkefni um sögulega orðmyndun íslensku sem hann hafði veg og vanda af ásamt Guðrúnu Kvaran í Orðabók Háskólans. Umhyggja Jör- undar fyrir nemendum sínum og velvild hans í þeirra garð voru þar endurgoldin með ósvikinni vinnu- gleði. Orðsifjafræði - vísindaleg rann- sókn á uppruna og sögu orða, hvort heldur íslenskra eða tokkarískra - átti framar öllu öðru hug og hjarta Jörundar Hilmarssonar. Fram undir það síðasta unni hann sér engrar hvíldar heldur kepptist, dauðveikur, við að rita enn eitt stórvirkið, orð- sifjabók um tokkarísku. Kvaðst hann skrifa fjórar blaðsíður á dag að jafnaði, sem eru metafköst í orðabókargerð um hvaða tungumál sem er. Þetta verk var hinsta gjöf Jörundar til málvísindanna. Á okkur sem eftir lifum hvílir sú skylda að sjá um að starfi þessa hugsjóna- manns verði haldið áfram. Einn sólríkan sumardag, skömmu áður en Jörundur kenndi sér þess meins sem varð honum að aldurtila, sagði hann mér, fullur bjartsýni og eftirvæntingar, frá nýjasta og djarfasta áformi sínu: Hann hygðist á næstunni leggja land undir fót alla leið inn á öræfi Mið-Asíu, á slóðir hinnar fornu þjóðar sem eitt sinn bjó þar og tal- aði þá tungu sem hann var svo gagntekinn af. Þá ferð hefði honum átt að auðnast að fara. Ég votta fyölskyldu Jörundar og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Þórhallur Eyþórsson, íþöku, New York.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.