Morgunblaðið - 06.09.1992, Side 15

Morgunblaðið - 06.09.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 15 okkur um kvótakerfið? „Það segir okkur einfaldlega það að kvótakerfið, eins og það er og eins og það virkar, er hreinræktað „idjótí" og ekkert annað. Kvótakerfið er allt saman uppbyggt, frá upphafi til enda af „ökonómedikusum", sem í öllum tilvikum taka módelin sín fram yfír veruleikann. Þeir lifa bara í sínum eigin heimi. Auðvitað verðum við að stjórna fiskveiðum og það er enginn að hafa neitt á móti því. En menn mega ekki gleyma því hvað er grundvöllurinn að því að fiskveiðar og vinnsla hafa verið mjög arðsöm atvinnugrein og hvers vegna við höfum getað byggt hér upp velferðarþjóðfélag á grund- velli sjávarútvegs, sem engin önnur þjóð hefur gert. Það er fyrst og fremst sveigjan- leikinn í þessari atvinnugrein, bæði veiðum og vinnslu, sem hefur gert hana svona hæfa og arðbæra. Þeir sem skilja það ekki, þeir skilja ekki neitt. Þeir sem vita það ekki, þeir vita ekki neitt.“ Hér er maðurinn sem gekk lengur en hann kærði sig um undir nafninu „Bjargvætturinn", ef hann þá nokk- urn tíma kærði sig um nafngiftina, kominn í slíkan ham að honum halda engin bönd og sannfæringarkraftur- inn er slíkur í máli hans, að mig grunar að hann færi langt með að sannfæra þá félaga Þorstein Pálsson og Kristján Ragnarsson. Við erum með í gangi kerfí sem byggir á módelum hagfræðing- anna, sem er bara hrein og klár della. Við höfum í raun og veru ekki náð nokkrum árangri, frá því að stjóm fískveiða hófst árið 1977. Stjórnun hefur fyrst og fremst gengið út á það að reyna að takmarka veiðamar og til þess höfum við fyrst og fremst notað þá aðferð að reyna að tak- marka notkun framleiðslutækjanna, það er að segja fiskiskipanna, en allan tímann höfum við samt sem áður verið að stækka og auka af- kastagetu þessa flota. Við höfum því allan tímann verið að fjarlægjast það markmið að veiðar væru í samræmi við skynsamlega nýtingu fískimið- anna. Og við erum enn á þessari braut. Núna til dæmis liggur öll ný ijár- festing í frystiskipum. Frystiskip eru mun afkastameiri en þau skip sem eru úrelt í staðinn fyrir þau. Á tíma- bili byggðum við á annað þúsund trillur. Svona hefur þetta gengið og svona gengur þetta enn.“ — Hver er þá aðferðin í þínum huga við að stjórna fiskveiðum? „Eina leiðin til þess að stjóma fisk- veiðum, er að gera það á mjög ein- faldan hátt. Það er algjör krafa, ef stjórnunin á að virka, að hún sé ein- föld. Það er enginn vandi að tak- marka veiðarnar. Eina eftirlitið sem er í reynd framkvæmanlegt, er eftir- lit með því hvenær skip liggur við bryggju og hvenær ekki. Númer eitt er að sjálfsögðu að hafa áhrif á flotastærðina. Það er hægt að gera með mjög einföldum hætti: Jafnframt því að halda áfram með Úreldingarsjóðinn, yrði settur yfírstuðull á endurnýjun fiskiskipa. Þannig yrði til dæmis settur stuðull- inn að fyrir nýtt ísfískskip hyrfí í staðinn skip með stuðlinum 1/1,1. En gagnvart vinnsluskipum (frysti- togurum) væri eðlilegt að endurnýj- unarstuðullinn yrði 1/1,3 eða 1,4. Þannig minnkaði flotinn mjög hratt og við nálguðumst það markmið, sem er grunnmarkmið, að hafa flota- stærðina sem næsta veiðigetunni hverju sinni.“ — Hvernig heldur þú nú að svona hugmyndir falli í kramið hjá sægreif- unum, vinum þínum og félögum um land allt? Mikill meirihluti útgerðarmanna í dag er óviljugur til að hverfa frá kvótakerfinu, vegna þess að útgerð- armenn telja hagsmunum sínum ógn- að með því. Mesta verðmætið í dag í útgerð er fólgið f kvótaeigninni og raunverulega er hún eina verðmætið sem bankarnir telja nú veðhæft. Menn óttast því, að með því að falla frá kvótakerfinu, muni þeir eigna- lega standa verr. En þetta er grund- vallarmisskilningur. Úm leið og við hefðum stjórn á flotastærðinni, sem nálgaðist það að vera í einhveiju skynsamlegu hlutfalli við það sem heilbrigt er og eðlilegt að taka úr Séð yfir Flat- eyri við Ön- undarfjörð. Gyllir, ísfisk- togari Hjálms hf. heldur til veiða á ný. TILRAUNIR MED SKELFISKVINNSLU EINAR Oddur Kristjánsson, forsljóri Hjálms hf. á Flateyri, réðst í það nú sl. vor að kaupa af Byggðasjóði skelfiskskipið Æsu og hef- ur hann ásamt Miðnesi hf. hafið tilraunaveiðar og markaðsrannsókn- ir á kúfiski. Einar Oddur sagði i samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins að hér væri hafin tilraun sem ugglaust tæki ekki skemmri tíma en tvö ár að sjá hvort væri þessi virði að vera framkvæmd. Milljón- ir tonna af skelfisk væru á Islandsmiðum og því gerði hann sér vonir um jákvæða niðurstöðu úr þessu samvinnuverkefni Hjálms og Miðness. Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir. Nýjung á Flateyri fiskistofnunum á hveiju ári, þá vær- um við í raun og veru búnir að loka búðinni. Eignin sem núna liggur í kvótaeign, hún myndi alls ekki hverfa, heldur færðist hún af kvótan- um yfir á fiskiskipin sjálf. Og í stað- inn fyrir að fískiskipin sem eru lítils virði í dag, en kvótarnir hátt skrifað- ir, þá myndaðist þar með yfirverð á fiskiskipum. Að sjálfsögðu yrði það þannig, því þetta yrði í rauninni iok- að kerfi, þar sem menn kæmust ekki inn með ný fiskiskip öðru vísi en að fórna verulegu til þess og taka önnur fiskiskip úr umferð í staðinn. Eigna-. lega væri því útgerðarmönnum alls ekki ógnað á nokkum hátt við slíkar kerfísbreytingar, þvert á móti. Þeir ættu fiskiskip sem hefðu þá sér- stöðu, miðað við önnur fískiskip heimsins, að vera þau sem rriega veiða í íslenskri landhelgi." — Og hvað? Væruð þið sægreif- arnir þar með komnir með einkaleyfí til allrar framtíðar, til þess að físka einir úr sameiginlegri auðlind þjóðar- innar, fískimiðunum umhverfís ís- land? Hér glottir Einar Oddur eins og honum er einum lagið og hefur svar á reiðum höndum: „Ég átti nú von á þessari eilífu spurningu Morgun- blaðsins um réttlætið!“ Og svo hlær hann innilega. „Vissulega væri þarna kominn floti sem hefði einkarétt á að veiða á Islandsmiðum. Svar mitt við því er þetta: Það er allt í lagi að borga fyrir afnot af Islandsmið- um, þó að hugsun margra hagfræð- inga um að auðlindaskattur sé for- senda þess að hagkvæmni náist, fái með engu móti staðist. Það er á hinn bóginn alveg hægt að hugsa sér það í framtíðinni, að þeir sem hafa að- gang að fiskimiðunum, borguðu fyrir þann aðgang ef aðstæður leyfðu. En í mínum huga og mínu hjarta, ætti sú greiðsla að vera fyrir sókn en ekki fyrir afla.“ — Óg af hveiju það? „Vegna þess, að þannig tryggjum við það, að þeir sækja helst sjóinn sem ná mestum árangri við veiðarn- ar - það er eina réttlætið sem kem- ur okkur við. Þannig væri sjósókn stunduð frá þeim stöðum, þar sem arðbærast er að gera út og ekkert kjaftæði um einhveija byggðastefnu. Því menn eiga ekki hér á verstöðvun- um um land allt nokkurn rétt annan en þann, að fá að keppa í fijálsri samkeppni sín á milli. Útgerðarstað- ur sem liggur betur við fiskimiðunum en einhver annar, hann nýtur þess þá, og það er sá réttur sem menn hafa. Það er eina byggðastefnan sem við getum réttlætt, því þá kemur það af sjálfu sér. Við höfum enga ástæðu til þess að halda uppi byggðum, nema það sé okkur hagstætt." Einar Oddur segir að sjávarútvegur á íslandi hafi um langt árabil verið í miklum hremmingum út af þeirri óstjórn sem hér hafi ríkt í efna- hagsmálum. „Í vetur gerðum við samninga við Alþýðusambandið, sem miðuðu að því að við ætluðum að reyna að lifa við þær þröngu aðstæð- ur, sem þá höfðu skapast. Flest hef- ur gengið okkur á verri veg síðan það var. Afurðaverð á sjávarafurðum hefur farið lækkandi og hefur lækk- að um 4% frá síðustu áramótum. Lækkun á dollar veikir stöðuna. Enn einu sinni urðum við fyrir kvóta- skerðingu, sem margsinnis er nú búið að ræða, en hún veikir stöðuna h'ka, því það er minna magn til skipt- anna. I þriðja lagi þá gerðum við okkur miklar vonir um að það næðist samkomulag um lækkun vaxta. Það hefur alls ekki gengið eftir. Bankarn- ir virðast vera komnir í algjöran víta- hring. Þeir eru að afskrifa fleiri hundruð milljónir króna á mánuði, af töpuðum skuldum. Til þess að geta það, verða þeir að sjálfsögðu að hafa mikinn vaxtamun, og hafa því verið að auka hann. Þetta er þessi skelfílegi vítahringur, því að um leið eru þeir að íþyngja atvinnu- rekstrinum í landinu og þeir gætu svo auðveldlega þannig verið að grafa sína eigin gröf. Það er því al- veg ljóst, miðað við þessar aðstæður, að það er sama með okkur hér eins og okkur alls staðar í atvinnurekstr- inum kringum landið: Við þurfum svo sannarlega á öllu okkar að halda til þess að lifa þessar þrengingar af,“ segir hinn eini sanni Einar Odd- ur Kristjánsson, jafn ómyrkur í máli og ávallt, að lokum. Eg sagði það í vor og segi enn, að það er eðlilegt að ætla sér a.m.k. tvö ár í að ná árangri á þessu sviði. Ég lít því á þetta sem tilraunaverkefni okkar næstu tvö árin. Við vitum að það er gríðar- legt magn af skelfiski við ísland og það er mestmegnis ekki nýtt. En það er meira en að segja það að komast í að nýta þessi skel- fiskmið okkar. Það eru hreint ótrú- lega margir þættir sem þarf að hafa í huga, rannsaka og kanna til hlítar, til þess að slík vinnsla geti orðið hagkvæmar," segir Einar Oddur. Skipið heitir Æsa og til að byija með verður það einkum gert út á kúfiskveiðar. „Ég geri mér vonir um að við hér á Flateyri komum til með að hafa samstarf um þessa tilraun við þá hjá Miðnesi hf., Ólaf Baldur Ólafsson og félaga, sem hafa í mörg ár verið að vinna að rannsóknum á nýtingu skelfísks. Einar Oddur var spurður um hvaða verðmæti væri að ræða í þessum efnum: „Við vitum það ekki enn. Það eina sem við vitum er að hér er um milljónir tonna að ræða. Ég er sannfærður um að á endanum klárum við þetta verk- efni. En það er best að vera ekk- ert að tjá sig frekar um það, fyrr en það hefur tekist. Hænur sem gagga áður en þær verpa - það er enginn kostur, þannig að það er engin ástæða tíT þess að vera að gagga eitthvað frekar um þetta tilraunabarn okkar. Það er mjög skemmtilegt að fást við svona hluti, ég fer ekki í launkofa með það,“ segir Einar Oddur Kristjánsson. S I /V. u 1> 1 U i cS • /| (> HAGKAUP —allt i einni ferö PÓSTVERSLUN - GRÆNT NÚMER 99 66 80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.