Morgunblaðið - 06.09.1992, Page 16

Morgunblaðið - 06.09.1992, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1992 ------------ " MARKAÐSHORN HEILDSÖLUVERD Oþnunartilboð 1 Barna-kuldaskór fyrir skólann ▲ Mjög vanda&ir Stærðir 25-35 Póstsendum Tilboðsverð aðeins kr. 2.990,- Skóverslun Kópavogs Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson Pálmi Sigurðsson, bóndi á Klúku hefur sláttinn með því að slá túnblettinn fyrir framan Laugarhól eða Klúkuskóla. Bæirnir Oddi og Svanshóll í baksýn.' Töðugjöld í Bjarnarfirði Sláttulok með sæmilegnm heyfeng Laugarhóli. SLÆTTI lauk i Bjarnarfirði á Ströndum fyrir skömmu og var heyfengur sæmilegur þrátt fyrir erfitt vor og kulda. Nú er brostið á með norðanáttir og kulda um norðanverðar Strandir og berin því varla þroskuð enn. Miklu af heyfengnum var pakkað í plas- trúllur að þessu sinni og verið að flytja þær heim fram á helgina 22723. ágúst en þá voru síðustu töðugjöldin haldin. Sláttur í Bjarnarfirði hófst þann 12. júlí en þá var fyrst sleginn tún- bletturinn fyrir framan Klúkuskóla. Honum lauk svo sunnudaginn 23. ágúst. Þá helgi, á laugardeginum og sunnudeginum, voru síðustu töðugjöldin, í Kaldrananesi I og í Odda. Bændur telja að heyfengur sé heidur í minna lagi, en þó alveg sæmilegur. Ýmis tún á eyðibýlum, sem áður hafa verið slegin, voru heldur ekki slegin að þessu sinni. Það er fyrst og fremst kuldakast- ið í vor sem hefir gert það að verk- um að gróður hefur verið minni. Kemur þetta ekki aðeins fram á grassprettunni, heldur eru ber víðast hvar ekki fullþroskuð ennþá. Þannig bitnar veðurfarið á öllum jarðac- gróða. Þá hefur verið norðanátt þessa síðustu daga og kuldi í lofti, svo að ekki flýtir það fyrir sprettu. - SHÞ Leikfimi Leikfimi fyrir konur á öllum aldri í Melaskóla. Upplýsingar og innritun í síma 73312 alla daga eftir kl. 18.00. Ingibjörg Jónsdóttir, íþróttakennari NÝJASTA ENSKA ORÐABÓKIN ORÐABÓKAÚTGÁFAN 1.116 blaðsíður - handhæg og notadrjúg. Kynningarverð kr. 1.600.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.