Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 209. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vaxtalækkun þýska seðlabankans er talin boða breytta stefnu í vaxtamálum Aukin von um betri tíð í efna- hagsmálunum London. Reuter. GENGI Bandaríkjadollars hækkaði og sömuleiðis verð á hlutabréfum í kauphöllum víða um heim í kjölfar vaxtalækkunar þýska seðlabank- ans í gær. Er búist við, að seðlabankar í sumum aðildarríkjum Evrópu- bandalagsins (EB) muni fljótlega fara að dæmi Þjóðverja og almennt er vonast til, að vaxtalækkunin, þótt lítil sé, boði bjartari tíma fyrir efnahagslífið. Það mun þó ráðast mikið af niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar um Maastricht-samninginn í Frakklandi á sunnudag en vextirnir voru í og með lækkaðir til að efla stuðning við hann. I tilkynningu þýska seðlabankans sagði, að almennir útlánavextir hefðu verið lækkaðir um hálft prósentustig, úr 8,75% í 8,25%, og millibankavext- ir, sem eru miklu mikilvægari í þessu sambandi, um fjórðung úr stigi, úr 9,75% í 9,50%. Er vaxtalækkunin lít- il og að margra mati gerð með hálf- um huga en markaðurinn tók henni með opnum örmum. Gengi dollarans hækkaði verulega og verð á hluta- bréfum einnig. Einna mest var hækk- unin í kauphöllinni í Frankfurt og er skýringin meðal annars sögð vera ánægja með nýjan sveigjanleika þýska seðlabankans. Norman Lamont, fjármálaráð- herra Bretlands, sagði, að vaxta- lækkunin boðaði nýja þróun I vaxta- málunum. „Það sem mestu máli skiptir er, að nú liggur vaxtastefnan niður á við en í allt sumar hafa ver- ið vangaveltur um, að vextir færu hækkandi og yrðu háir fram á næsta vor,“ sagði Lamont. Markaðssér- fræðingar í New York segja, að vaxtalækkunin í Þýskalandi hafí verkað eins og vekjaraklukka á markaðinn vestra. Vaxtalækkun Þjóðveija er hluti af ýmsum tilfærslum innan Gjaldeyr- issamstarfs Evrópuríkjanna (ERM) en þær voru ákveðnar á fundi emb- ættismanna um helgina. Ber þar hæst að öðru leyti gengislækkun ít- ölsku lírunnar um sjö prósent. Ákveðið hefur verið að lækka vexti í Frakklandi eftir næstu helgi. Búist er við, að hugað verði að vaxtalækkun í fleiri EB-ríkjum en ólíklegt þykir, að unnt verði að lækka vexti í Bretlandi alveg á næstunni. Þrýstingur á breska pundið hefur að vísu minnkað en það getur verið gálgafrestur, einkum ef Maastricht- samningurinn verður felldur í Frakk- landi. Talið er, að Danir muni lækka vextina en ekki þó fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslunni í Frakk- landi. Sænski seðlabankinn lækkaði millibankavexti í gær úr 75% í 20% og í Svíþjóð og í Noregi er búist við, að meiri ró komist á gengismálin eftir vaxtalækkunina í Þýskalandi. Sjá einnig fréttir á bls. 2 og 23. Eftirvænting í kauphöllinni Verðbréfasalar í kauphöll Parísar hlýða á boðskap stjórnvalda um væntanlega vaxtalækkun í kjölfar vaxta- lækkunar þýska seðlabankans. Talið er að lækkunin geti aukið fylgi við Maastricht-samninginn í þjóðarat- kvæðinu sem verður um samninginn í Frakklandi á sunnudag. Yfirmaður umbótanefndar Jeltsíns Rússlandsforseta svartsýnn Oðaverðbólga og fram- leiðsluhrun vfh’vofandi Moskvu. The Daily Telegraph. HALDI rússneski seðlabankinn áfram taumlausri seðlaprentun sinni til að halda fyrirtækjum á floti má búast við að óðaverðbóiga taki á ný völdin í landinu auk þess sem framleiðsla minnki enn og fjöldi fólks missi atvinnuna næstu mánuði. Þessi dapurlega Deilt um fortíðina í Litháen Vann Prunskiene fyr- ir sovésku lögregluna? Moskvu. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Litháens kvað upp þann úrskurð í gær að Kazimiera Prunskiene, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði unnið með sovésku leyniþjónustunni KGB. Prunskiene hefur staðfastlega neitað ásökunum um slíka samvinnu. Itar-Tass- fréttastofan skýrði frá niður- stöðu dómsins en málaferlin eru hin fjórðu í röð réttarhalda yfír áhrifafólki í Litháen sem sakað er um KGB-tengsl. T. . . Blöð í landinu Kazmuera segja dómara Prunskiene hafa flýtt málinu sem frekast var unnt vegna þrýstings frá stuðn- ingsmönnum Vytautas Lands- bergis forseta. Prunskiene hefur verið skeleggur gagnrýnandi hans en hugsanlegt er að henni verði nú vísað af þingi. Prunskiene segir skýrslur KGB um sig eftir vinnuferðir til útlanda einu sannanirnar um viðskipti sín við stofnunina; með slíkum plögg- um sé hægt að sakfella flesta fyrrverandi Sovétborgara. spá er höfð eftir Sergej Vasíljjev, yfirmanni Umbótanefndar efna- hagsmála í Rússlandi. Hann segir að afturhaldsmenn séu allsráðandi í sljórn seðlabankans. „Ég veit ekki hvað ræður gerðum þerra en reyndin er sú að þeir grafa undan ríkisstjórninni." Gert er ráð fyrir að verðlag hækki um 20% í september síðan sígi enn á ógæfuhliðina og verði hækkunin 50% á mánuði í október og nóvem- ber, að sögn Vasíiíjevs. Hann sagði ljóst að stjórnvöld myndu ekki geta staðið við fyrirheit gagnvart Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum um aðhaldsstefnu en sjóðurinn hefur gert slíkar ráð- stafanir að skilyrði fyrir því að Rúss- ar fá aukin lán. Vasílíjev sagði að undir forystu Viktors Gerasjenkos seðlabanka- stjóra, er áður stjórnaði seðlabanka Sovétríkjanna gömlu, væri „hug- myndafræði miðstýrðra áætlana, þar sem allir fengu ódýr lán að vild“ helsta leiðsögnin. Heimildarmenn telja að Gerasjenko fari að tillögum hóps forstjóra helstu iðnfyrirtækja landsins en þar er helsti frammámað- urinn Arkadí Volskí er ákaft hefur andmælt umbótastefnu Borís Jeltsíns forseta og ráðherra hans. Hópurinn er oft nefndur „Skuggaráðuneytið" eða aflið á bak við „Valdaránið sem læðist á tánum“. Volskí krefst þess að fyrirtækjunum verði haldið uppi með lánum til að komið verði í veg fyrir atvinnuleysi sem enn er afar lítið samkvæmt opinberum skýrslum. Vasílíjev taldi að afleiðingarnar af stefnu Volskís yrðu á endanum al- gert hrun efnahags landsins. Rússneska þingið, þar sem Volskí á marga stuðningsmenn, kemur sam- an í næstu viku. Þar er búist við að komi til uppgjörs milli stjórnar Gajd- ars og Skuggaráðuneytisins um efnahagsmálin og stefnuna í stjórn- arskrármálum. Afturhaldsöflin á þingi hafa komið í veg fyrir róttæk- ar umbætur á stjómarskránni. Neita að mæta á friðarfund í Genf Sarajevo, Genf. Reuter. ALIJA Izetbegovic, forseti Bos- níu-Herzegóvínu, skýrði samn- ingamanni Sameinuðu þjóðanna í Genf frá því í gær að fulltrúar stjórnar múslima myndu ekki mæta á fundi um átökin í fyrrver- andi lýðveldum Júgóslavíu sem hefjast áttu í á föstudag. Radovan Karadzic, leiðtogi Serba, hefur gefið í skyn að hann muni ekki mæta ef SÞ selji flugbann á serb- neskar flugvélar í lofthelgi Bosníu eins og samtökin áforma. Múslimar eru nær helmingur ibú- anna en ráða aðeins yfír þriðjungi landsins og eru sagðir óttast að Serb- ar muni geta fengið landvinninga sína viðurkennda í Genf. Króatar hafa tryggt sér yfirráð á þeim svæð- um þar sem þeir eru í meirihluta. Óvenju hörð átök voru í Sarajevo og víðar í Bosníu í gær þrátt fyrir loforð stríðsaðila um að láta SÞ fram- vegis hafa eftirlit með þungavopnum. Hvenær hætta þeir? Ungir drengir í Sarajevo hnipra sig saman og hlusta á vopnadrunurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.