Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEFl'EMBER 1992 9 BIODROGA Silkimjúkar hendur Bio Repair handáburðurinn 340 kr.3«mi. BIODROGA lífrænar jurtasnyrtivörur Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Ingólfsapótek, Kringlunni; Brá, Laugavegi; Gresika, Rauðarárstíg; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Kaupf. Skagfirðinga; Kaupf. Eyfirðinga; Vestmannaeyjaapótek. TOSHIBA Attþú ekkí < örbylgjuofn ? Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við I Eínar Farestveit & Co.hf. Borgartúm 28 S 622901 og 622900 pnny 5 dyra hlaðbakur • útvarp/sceulband - 4 hátalarar • 84 hestafla vcl • tölvustýrð fjölinnspýtine • 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting • veltistýri • raflcnúnar rúðuvindur • rafknúin samiæsing • litað gler • samlitir stuðarar og hliðarspeglar • hvarfakútur HYunDni ...til framtíðar BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ARMÚLA 13, SÍMI: 68 12 OO Sigurganga fatiaðra Frammistaða íslenzku keppendanna á Ólympíumóti fatlaðra í Barcelona hefur verið til mikillar fyrirmyndar. Þeir koma heim með fjölda verðlaunapeninga og hafa verið sjálfum sér og þjóð sinni til mikils sóma. Að baki slíkra íþróttaafreka er mikið þrek og mikil vinna. íslenzku íþróttamennirnir geta því stoltir glaðst yfir árangri sínum og landar þeirra samglaðst þeim. Samfelld sig- urganga Forustugrein DV í gær fjallar um sigurför fötl- uöu íþróttamannanna til Spánar undir fyrirsögn- inni „Frábær frammi- staöa.“ Þar segir: „Ólympíumóti fatlaðra lauk um helgina. ís- lensku keppendumir koma hcim hlaðnir verð- launapeningum og segja má að þátttaka þeirra hafi verið ein samfelld sigurganga. Að því leyti er frammistaðan glæsi- leg og meiri og betri en margar stærri þjóðir geta státað af á þessu heimsmóti. Geta og vilji Hitt er þó meira virði að fatlað fólk hefur sýnt og sannað að það hefur bæði getu og vilja til að stunda íþróttir þrátt fyr- ir fötlun sína og afrek þess em auðvitað ennþá merkilegri fyrir þá sök að það gengur ekki heilt til skógar. Þátttaka fatl- aðra og frammistaða þeirra í þessum heims- leikum er sönnun þess hvað hægt er að gera með æfingum, áhuga og þrotlausri vinnu. Fatlað æskufólk hefur sýnt fram á að það getur Iíka unnið til verðlauna og viðurkenninga i keppni við meðbræður sína og systur. Ólympíumót þroskaheftra í framhaldi af ólymp- íumóti fatlaðra hefst ólympíumót þroska- heftra í Madríd í þessari viku og aftúr em Islend- ingar með vaska sveit sem eflaust á eftir að standa sig. Aftur mun koma í ljós að andleg fötlun aftrar þroskaheft- um ekki frá þvi að taka þátt í íþróttakeppni og það er raunar mikil upp- lifun að fylgjast með gleði þeirra og einbeit- ingu í íþróttakeppni. Dæmt úr leik Til skamms tíma var andlega og líkamlega fatlað fólk sett til hliðar. Það var dæmt úr leik og ekki talið hlutgengt til ýmiss konar starfa og lcikja sem fullfrískir stunda. Þetta hefur breyst íþróttafélög fatl- aðra hafa unnið ómetan- legt gagn í þágu þessa afskipta hóps þjóðfélags- þegna. íþróttaiðkan þeirra hefur losað fatl- aða úr viðjum einangmn- ar og vanmáttar. ímynd- ið ykkur sjálfstraustið og fullnægjuna sem felst í því að fatlaður unglingur finni mátt sinn og megin í sundi eða hlaupi; ungl- ingur sem áður hefur staðið álengdar í einsemd sinni og sérstöðu. Hann er skyndilega virkur þátttakandi og íþrótta- maður í æfingum og keppni. Nýr heimur opn: ast, lifið og lífsviðhorfin taka á sig breytta og áður óþekkta mynd og dagurinn fyUist af verk- efnum og markmiðum og tilhlökkun. Gleði og stolt Slík lífsfylling verður aldrei metin til fjár. Og hún verður þaðan af síð- ur mæld í verðlaunapen- ingum. Hún er hins veg<u- mæld í gleðinni sem skín úr andlitunum, stoltinu sem fylgir þátttökunni og sjálfstraustinu sem hinir fötluðu öðlast í krafti nýrra viðfangs- efna. Að þessu leyti er íþróttaþátttaka fatlaðra og þroskaheftra félags- leg bylting á högum fatl- aðra. Til fyrirmynd- ar Iþróttaiðkun fatlaðra og þroskaheftra á sér ekki langa sögu og það er ekki fyrr en á allra síðustu árum sem vakn- ing hefur orðið á þessum vettvangi. Þökk sé því fólki sem hefur staðið í forystu íþróttafélaga fatlaðra og nú er svo komið að Islendingar eru til fyrirmyndar fyrir aðr- ar þjóðir um skipulag og áhuga. Það þarf að hlúa að þessu starfi því hér er það ekki markmiðið að stunda íþróttir íþrótt- anna vegna, heldur er það liður í endurhæfingu og aðlögun fatlaðra að eðlilegu lífi. Hér tvinnast hins vegar saman íþróttir og þroski, félagsleg end- urhæfing og umönnun þeirra einstaklinga sem að öðrum kosti heltast úr lestiimi. Ný lífsvon Við gleðjumst öll og samfögnum yfir frábærri frammistöðu og verð- launasætum á ólympíu- mótum á Spáni. En mest hljóta þó þeir að gleðjast sem sjálfir hafa tekið þátt í íþróttaleikjum. Hinir fötluðu. Þeir hafa ekki aðeins fengið verð- launapening um hálsinn. Þeir hafa fengið nýja lífs- von og lífsfyllingu í leik og keppni. Það eru bestu verðlaunin." Skírnarmyndatökur Skírnarmyndatökur á kr. 7.500,00 innfalið 6 myndir 9 x 12 cm tvœr stœkkanir 20x 25 cm 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofurnar: Mynd sími 65-42-07 Barna os Fjölskylduljósm. sími 677-644 Ljósmyndastofa Kópavoss sími 4-30-20 ORÐSENDING ORÐSENDING TIL SVEITARSTJÓRNA FÉLAGASAMTAKA OG FYRIRTÆKJA VEGNA UMSÓKNA UM LÁN TIL BYGGINGAR/KAUPAÁ FÉLAGSLEGUM ÍBÚÐUMÁÁRINU 1993 Lánsumsóknir þurfa, lögum samkvæmt (nr. 70/1990), að berast Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir I. október ár hvert, vegna framkvæmda næsta ár á eftir. LÁNAFLOKKAR í BYGGINGARSJÓÐIVERKAMANNA ERU: 1. Lán til félagslegra kaupleiguíbúða. 2. Lán til félagslegra eignaríbúða. 3. Lán til félagslegra leiguíbúða. 4. Lán til almennra kaupleiguíbúða. UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ FÁST HJÁ FÉLAGSlBÚÐA- DEILD HÚSNÆÐISSTOFNUNAR RÍKISINS. Reykjavík 10. sept, 1992 C§0 HÚSNÆÐiSSTOFNUN RÍKISINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.