Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 37 stjóra, til viðar. Hugurinn fyllist trega. Engan hafði órað fyrir því, þegar við sátum í veglegri afmælisveislu hans fyrir réttu ári, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar, að svo skammt yrði til sólarlags. Minningarnar leita á hugann. Okkar kynni hófust fyrir nokkrum árum, þegar ég tók sæti í Starfs- mannaráði Póst og síma sem fulh trúi Póstmannafélags íslands. í starfsmannaráðinu sat Bragi í önd- vegi og stýrði fundum af lipurð og festu og tók svo hjartanlega á móti mér strax á fyrsta fundinum sem ég sat í ráðinu. Fljótlega gerðist ég ritari ráðsins. Samstarf okkar varð mjög gott og tókst með okkur vinátta sem aldrei bar skugga á. Við vorum kannske ekki alltaf sam- mála, en þó býsna oft. Eitt af aðalsmerkjum Braga fannst mér hvað hann var góður hlustandi og fann að hann skildi til hlítar þá meiningu sem að baki orðanna bjó og tók fullt tillit til skoðana annarra enda víðsýnn með afbrigðum. Þessi skilningur Braga á mann- legum eiginleikum gerði það að verkum að einhvern veginn hefur mér alltaf fundist að honum hefði ekki síður verið lagið að stjóma góðri hljómsveit en sinna sínum stjórnunarstörfum sem hann hefur gegnt af stakri prýði. Þetta var til- finning mín löngu áður en ég vissi að hann var komin af miklu tónlist- arfólki og bróðir okkar ástsæla söngvara Einars Kristjánssonar. Þrátt fyrir ábyrgðarmikil störf Braga hjá Pósti og síma gaf hann sér tíma til þess að sinna áhugamál- um sínum á sviði íþrótta- og félags- mála og þar hlóðust á hann ótal trúnaðarstörf, enda naut hann mik- ils trausts allra sem til þekktu. Hann var sérlega nákvæmur, hug- myndaríkur og samviskusamur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ég tel það lán Pósts og síma að hafa notið svo lengi starfskrafta Braga Kristjánssonar. Að leiðarlokum vil ég þakka sam- fylgdina og fyrir hönd Póstmanna- félags íslands sendi ég eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Lea Þórarinsdóttir, formaður Póstmannafélags íslands. BiOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Kveðja frá stjórn Pósts og síma Bragi Kristjánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Pósti og síma, verður kvaddur hinstu kveðju frá Fríkirkjunni í dag. Hann hóf störf hjá Pósti og síma á miðju ári 1960 þegar hann tók við starfi forstjóra rekstrardeildar sem þá var ein aðal- deilda fyrirtækisins. Póstmálin heyrðu alla tíð undir hann og rekstr- arþættir tengdir þeim. Bragi var framkvæmdastjóri viðskiptadeildar frá árinu 1977 og framkvæmda- stjóri póstmálasviðs þegar hann lét af störfum vegna aldurs um síðustu áramót. Þegar Bragi kom til starfa hjá Pósti og síma hafði hann starfað um hríð hjá ýmsum opínberum stofn- unum, verið skrifstofustjóri Nýbygg- ingarráðs, Fj'árhagsráðs og síðast fjárfestingardeildar ' Innflutnings- skrifstofu. Bragi starfaði mikið að félagsmál- um og átti sæti í stjórnum ýmissa félaga. Hann var fulltrúi Pósts og síma hjá mörgum alþjóðastofnunum og var þar vel kynntur. Bragi átti líka sæti í fjölmörgum norrænum samstarfsnefndum um póst- og símamál. Hann var fær íslenskumað- ur og í erlendu samstarfi nýttist góð málakunnátta hans einstaklega vel. Fljótlega eftir að Bragi kom til starfa hjá Pósti og síma tók hann við formennsku í starfsmannaráði. Gegndi hann því trúnaðarstarfi þar til hann lét af störfum. í þessum samskiptum starfsmanna og stjórn- enda komu margir af kostum Braga vel í ljós og stjórnaði hann fundum ráðsins af þekkingu og festu en sýndi þó jafnframt nauðsynlegan sveigjanleika. Bragi átti sæti í safnr- áði frá stofnun þer.s og vann þar að undirbúningi og stofnun pósts- og símaminjasafnsins. Hann var einnig í samstarfsnefnd um gíróþjónustu frá 1977-1991. Samstarfsmenn hans sakna góðs vinar og félaga. Frú Steinunni og fjölskyldu sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ólafur Tómasson. Við skyndilegt fráfall góðs vinar verður oft fátt um orð. Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti lát Braga Kristjánssonar. Ég vissi að vísu að hann gekk ekki heill til skógar en að svo fljótt skildi leiðir hvarflaði ekki að mér. Nær hálf öld er liðin síðan við Bragi hittumst og þá í Háskólanum. Allan sinn starfsaldur sinnti hann erilsömum opinberum störfum. Kynni okkar Braga urðu fyrst náin er ég réðst til Pósts og síma árið 1961 og þar störfuðum við saman í 20 ár. Samvinna okkar yfirmanna aðaldeilda stofnunarinnar var mjög náin og þurftum við að ræða og finna lausn margvíslegra mála á degi hveijum. Ekki vorum við alltaf sam- mála en þegar niðurstaðan var feng- in var í bróðerni staðið upp og að málum unnið. Þegar Bragi tók að sér að afla upplýsinga, kynna sér mál og und- irbúa tillögur um lausn þeirra fór allt í gang og ekki skilið við fyrr en verki var lokið. Hann var mjög næmur á að fínna leiðir til að afla upplýsinga og naut hánn þess að hafa gott minni og geta oft rifjað upp löngu liðna atburði. Hann var vandvirkur og það var ekki að hans skapi að skila frá sér hálfkláruðum verkum. Bragi var fjölhæfur og fróð- ur og um margt. Hann var mikill málamaður og var góður fulltrúi Pósts og síma í margþættum við- skiptum og samstarfi á erlendum vettvangi. Islenskan var honum hugleikin og var oft gott að fá hann til að yfirf- ara það sem vanda 'þurfti í rituðu máli. Bragi var bóngóður og fljótur til hjálpar ef með þurfti. Hann þekkti marga, var minnugur á fólk og vin- margur. Kom það best í ljós er þau hjónin héldu upp á sjötugsafmæli Braga 27. ágúst á sl. ári. Þar kom mikill fjöldi fólks, samstarfsfólk af vinnustað, samstarfsmenn úr fjöl- þættu félagslífi og stórum vinahópi. Það er ánægjulegt að minnast Braga frá þessum degi, sjá hann glaðan og hressan, umkringdan elskulegri fjölskyldu, vinum og samstarfs- mönnum. Bragi bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og ætlaði henni starfsorku eftirlaunaáranna. Við leiðarlok vil ég þakka fyrir góða samfylgd og ágætt samstarf liðinna áratuga. Að missa góðan vin er að missa hluta af sjálfum sér. Traust og farsæl kynni gera mann ríkari á margan hátt. Góður drengur er genginn. Við kveðjum hann og biðjum honum blessunar á nýjum vegum. Steinunni konu hans og fjölskyldu allri flytjum við innilegustu samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson. Fleirí minningargreinar um Braga. Krístjánsson bíða birt- ingar og munu birtast næstu daga. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir, afi og langafi, JÓHANN HJALTASON kennari, Kleppsvegi 54, Reykjavlk, sem lést í Borgarspítalanum fimmtu- daginn 3. september sl., verður jarð- sunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 17. september kl. 13.30. Guðjóna Guðjónsdóttir, Finnbogi Jóhannsson, Sigfríð Lárusdóttir, Árni Jóhannsson, Eygló Sigurjónsdóttir, Ingigerður Jóhannsdóttir, Björn Sæmundsson, Hjalti Jóhannsson, Þórdfs Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGI S. BJARNASON múrarameistari, Grýtubakka 26, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. septem- ber kl. 15.00. Björg Ingadóttir, Jón St. Ingason, Anna Þ. Eirfksdóttir, Birna G. Ingadóttir, Rúnar S. Svavarsson, Ingi Gunnar Ingason, Kristjana Kristjánsdóttir, Ragna St. Ingadóttir, Per Barclay, Gunnhildur Anna Ingadóttir, Bjarni V. Ingason, Jóhanna S. Ingadóttir, Sigurður Karlsson, Ráðhildur S. Ingadóttir, Tumi Magnússon og barnabörn. LEGSTEINAR HELLUHRAUNI 14 -220 HAFNARFIRÐI ■ SÍMI 652707 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOUISA EIRlKSDÓTTIR, Klettavfk 15, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 16. september kl. 13.30. Árndfs Frfða Kristinsdóttir, Baldur Jónsson, Jón Valentínusson, Inge Valentfnusson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, + JÓNLAXDAL frá Meðalheimi, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 16. septem- ber kl. 13.30. Guðný Laxdal, Oddný Laxdal, Þorgerður Laxdal, Hlaðgerður Laxdal. + Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, ÁSTVALDUR RAGNAR BJARNASON, Hringbraut 50, Keflavík, lést á gjölgæsludeild Landspítalans að morgni 14. september. Klara Ólafsdóttir, Matthías Þór Hannesson, Pranee Pin-Ngam, Bjarni Ástvaldsson, Hafdfs Jóhannsdóttir, Hulda Ástvaldsdóttir, ísleifur A. Vignirsson, Ólafur Ástvaldsson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INDRIÐI BOGASON, Kaplaskjólsvegi 35, verður jarðsunginn fró Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. septem- ber kl. 13.30. Jóhanna Ólafsdóttir, Sigríður Hjördfs Indriðadóttir, Þórir Hallgrfmsson, Bogi Indriðason, Ástrfður Þorsteinsdóttir, Óiafur Indriðason, Magnús Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURRÓS ODDGEIRSDÓTTIR frá Ási við Hafnarfjörð, lést á heimili sínu, Álfaskeiði 70, Hafnarfirði, sunnudaginn 13. september sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Geir A. Gunnlaugsson, Kristfn Ragnarsdóttir, Arnar Geirsson, Ragnhildur Geirsdóttir, Heiður Rós Geirsdóttir. Páll Jensson, Anna Jensdóttir, Hildur Pálsdóttir, Hlynur Pálsson, + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER HÖGNADÓTTIR, Ásvallagötu 38, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. septem- ber kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, láti líknarstofnanir njóta þess. Edda Jónsdóttir, Steingrímur Björgvinsson, Högni B. Jónsson, Hadda Halldórsdóttir, Björgvin Jónsson, Jónfna Bjarnadóttir, Margrét G. Jónsdóttir, Ólafur Albertsson, barnabörn og langömmubörn. + Þökkum innilega vinarhug og hlýjar samúðarkveðjur vegna and- láts og jarðarfarar elskulegs föður okkar og tengdaföður, HERSVEINS ÞORSTEINSSONAR skósmíðameistara. Helgi Hersveinsson, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Sigursteinn H. Hersveinsson, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Þórir S. Hersveinsson, Guðbjörg Ármannsdóttir, Hanna R. Hersveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.