Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
Sjóm fyrirtækisins hefur
ákveðið að þú verðir nú
deildarstjóri í rex- og pex-
deildinni, en ekki aðstoðar-
maður minn...
Ef þú Iætur ekki einhverjar
krónur neyðist ég til að
hirða af þér alla þína pen-
inga...
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Sögnlok Njálu
Frá Einari Pálssyni:
Þorgeir Ibsen ritar Víkveija at-
hugasemd við Skírnisgrein Jóns
Sigurðssonar lektors í Morgunblað-
inu 4. september 1992. í grein
þessari undrast Þorgeir fleyg um-
mæli A. U. Bááths þess efnis, að
höfundur Njálu hafi „að kalla síð-
ustu línuna í huga, þegar hann rit-
aði þá fyrstu". Einar Ólafur Sveins-
son, sem var „samvizkusamur
sagnvísindamaður“ hafði áður hent
þessi ummæli á lofti, líkt og Jón
Sigurðsson nú. Vegna þess undrun-
artóns, sem greina má í orðum
flestra sem um hafa fjallað, þætti
mér vænt um að fá að skýra eftir-
farandi:
Gerð Njálu er ekki óviðkomandi
meginstraumi miðaldaritunar í
Evrópu. Rithátturinn er táknrænn
fyrir þau ummæli Thomas af Aqu-
inas, að göfugasti hluti ritlistar sé
að benda á sannleikann að baki
ásýnd hluta með því ða skapa hlið-
stæður. Sú iðja að bregða blæju
sagnfræði yfir frásögn um goðræn-
ar verur hlaut nafnið integument-
um á latínu. Fornri Biblíuskýringu
var t.d. deilt í fjóra þætti, þar sem
fjögur stig merkingar var að finna.
það fyrsta nefndist historia, og var
einföld frásögn af viðburðum, hið
annað nefndist allegoria, sem miðl-
aði merkingu frásagnar í hugtökum
kristinnar trúar, hið þriðja nefndist
tropologia, sem miðlaði siðferði-
legri skýringu til leiðbeiningar ein-
staklingnum, og hið fjórða nefndist
anagogia, sem var æðst, þannig,
að það lyfti hugsunum lesandans
upp úr þessari veröld efnisins og
inn í dulinn sannleika hinnar ósýni-
legu veraldar.
Sigurður Nordal, Einar Ólafur
og aðrir sem um Njálu fjölluðu á
fyrri hluta þessarar aldar gerðu sér
aldrei grein fyrir því, að Njála
gæti verið rituð í þessum stíl. Þeir
héldu allri ritskýringu á fyrsta stig-
inu, því sem nefnt var historia.
Þannig hafa langflestir íslendingar
lesið Njálu til þessa dags. Þegar
ég (eftir talsverðan lestur í „nor-
rænu“) hóf mínar rannsóknir á
fornu íslenzku táknmáli hafði ég
þannig aldrei heyrt miðaldaritun
útskýrða. Ég þurfti að glíma við
og ráða hvert hugtakið af öðru án
þess að vita, að það sem í ljós kom,
var í raun það sem eðlilegt mátti
teljast á miðaldavísu. Það var ekki
fyrr en löngu eftir að mér var orð-
in ljós gerð Njálu á fleiri merking-
arsviðum, að ég fékk skýringu af
bókum miðalda í Evrópu.
Grein Jóns Sigurðssonar í Skími
um lífsviðhorf og trúarhugmyndir
í Njáls sögu (Vor 1992) er í megin-
dráttum furðu svipuð þeim skýring-
um, sem ég lagði fram við háskól-
ann í Toronto 1968-69 (og bannað
var að skýra við HÍ). Grein Jóns
er vel skrifuð, glögg of skilmerki-
leg. Svo sem vænta má hefur Jón
ekki kynnt sér öll meginatriði, er
efnið varða, en grein hans kemur
það vel heim við niðurstöður RÍM
um Njálu, að sgeja má, að sérhver
maður sem les grein Jóns geti auð-
veldlega skilið allt ritsafnið RÍM á
eftir. Hann þarf aðeins að gera sér
grein fyrir sjálfri ritun meistara-
verksins Njálu, svo og þeirri fjór-
skiptingu, sem hér er að ofan frá
greint. Þá er ritsafnið RÍM ekki
ritað sem skýring á „bókmenntum"
eins og hér tíðkast við háskólann,
heldur sem rannsókn á táknmáli
og merkingum í fornum bókmennt-
um. Verkefnið sem stefnt var að
var ekki að skýra Njálu heldur að
finna „málfræði" táknmálsins og
tengsl þess við fornmenningu ís-
lendinga. „Málfræði" hins forna
táknmáls reyndist vera sjálf heims-
mynd fornaldar, frumefni hennar
og tölvísi. Njála reyndist mikill
brunnur upplýsinga um þessi efni.
Annað stig Njálu — allegórían —
felur í sér sögu Tímans, sem breyt-
ir um eðli við kristnitökuna árið
1000. Sjö heimsaldrar heiðni hverfa
og Kristur sigrar. Jafnframt hrynur
keltneska kristnin í „síðustu orustu
vestursins", þar sem Bijánn, bani
Njáls og konungsættar hans um
sex alda skeið, lýtur í lægra haldi
fyrir Pétri postula, er færir róm-
verska kristni til Islands. Ekki er
að furða þótt sögu Tímans ljúki svo
sem raun ber vitni í Njálu. Sögulok-
in eru hvorki „langdregin né of ri-
slág“ eins og einhver mun sagt
hafa. Sögulokin eru rituð á tákn-
máli; það er Jóni Sigurðssyni ljóst,
og þau eru hátindur sögunnar sem
slík. Jón skilur meira að segja, að
vandamál Njáls sögu „rúmast öll
innan kristins hugarheims mið-
alda“. Sú var niðurstaða RÍM, og
þar hefur ráðning táknmálsins leg-
ið frammi um áldarljórðungs skeið.
Ráðning RÍM á allegóríu endalok-
anna er sem hér segir: Tíminn,
hefnandinn mikli og hinn heiðni
„andi“, lýkur hefnd sinni, hverfur
til Rómar og gerist kristinn. Dæmi-
gervingur hans (Kári) færir heim
til íslands áttunda heimsaldur
Krists, frið og samhljóm í veröldu.
Slíkan endi hefur vitur miðalda-
maður augljóslega í huga, þá er
hann festir fyrsta orð meistara-
verksins á bókfell. Samsvörun upp-
hafs og endis er einungis skrýtin,
ef menn heimta að fá að trúa því,
að Njála hafi öll verið rituð sem
„frásögn" — á fyrsta stigi miðalda-
ritunar.
EINAR PÁLSSON
Sólvallagötu 28, Reykjavík
Bréf til
blaðsins
Morgunblaðið hvetur les-
endur til að skrifa bréf til
blaðsins um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til. Meðal
efnis, sem vel er þegið, eru
ábendingar og skoðanaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa að vera vélrituð, og nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng að
fylgja.
Sérstaklega þykir ástæða til
að beina því til lesenda blaðs-
ins utan höfuðborgarsvæðis-
ins, að þeir láti sinn hlut ekki
eftir liggja hér í dálkunum.
Velvakandi
Velvakandi svarar eftir sem
áður í síma frá mánudegi til
föstudags. f
HÖGNI HREKKVÍSI
„ E/ZTU VISS LW AÐ EINN N£G! ? "
Víkverji skrifar
Ikvöld verður aðalsafnaðarfundur
í Víghólasöfnuði í Kópavogi, þar
sem hart verður tekizt á um um-
deilda kirkjubyggingu fyrir söfnuð-
inn. Ekki ætlar Víkveiji að blanda
sér í þær deilur en þetta mál og fleiri,
sem upp hafa komið á vettvangi
kirkjunnar á undanfömum mánuð-
um vekja upp eftirfarandi spuming-
ar í huga leikmanns: Hvað veldur
því, að ef á annað borð verða deilur
meðal kirkjunnar manna eða í
kirkjusöfnuðum, verða þær deilur
einhveijar þær hatrömmustu, sem
þekkjast í landinu? Hvað veldur því,
að fólk, sem velur sér starfsvett-
vang, þar sem umburðarlyndi gagn-
vart náunganum og kærleikur ættu
að sitja í fyrirrúmi, virðist umhverf-
ast, þegar skoðanaágreiningur kem-
ur upp, hvort sem er um kirkjubygg-
ingar, presta eða önnur málefni
safnaða? Slíkar deilur hafa á liðnum
áratugum leitt til þess m.a., að
kirkjusöfnuðir hafa sundrast.
Er þá ekkert að marka allt þetta
tal um kristilegt umburðarlyndi og
kærleika? Fyrsta krafan til allra
þeirra, sem taka að sér að leiðbeina
öðmm á einn eða annan hátt í líf-
inu, hlýtur að vera sú, að þeir hinir
sömu séu sjálfum sér samkvæmir
og sýni í verki í eigin háttum það
sem þeir prédika gagnvart öðrum.
Þetta á við um kirkjunnar menn,
þetta á við um stjórnmálamenn,
þetta á iíka við um fjölmiðla og
starfsmenn þeirra en hvergi er
krafan meiri en til kirkjunnar
manna. Þetta ætti að vera umhugs-
unarefni fyrir þá, sem nú deila svo
hart um kirkjubyggingu, að þjóðar-
athygli vekur.
xxx
Isunnudagsblaði Morgunblaðsins
var stutt viðtal við unga konu,
sem stjórnar heimilishaldi fyrir sex
manna fjölskyldu. Í þessu viðtali
upplýsti hún, að með nákvæmri
skipulagningu tækist henni að
halda útgjöldum vegna matarkaupa
og kaupa á hreinlætisvörum í 40-44
þúsund krónum á mánuði fyrir íjöl-
skylduna.
Víkveiji dregur ekki í efa, að
þetta sé rétt. Það er ótrúlegt, hvað
sumu fólki tekst að gera mikið úr
peningum með útsjónarsemi. Á
þessu er vakin athygli hér vegna
þess, að stfo lítil útgjöld vegna
matarkaupa og kaupa á hreinlætis-
vörum, gætu áreiðanlega gjörbreytt
Qárhag ljölmargra fjölskyldna í
landinu.
XXX
Athyglisverð frétt birtist í föstu-
dagsblaði Morgunblaðsins.
Þar var upplýst, að nú ættu síma-
notendur kost á tæki, sem gerir
þeim kleift að ráða því, hveijir geti
hringt í þá með því að dreifa sér-
stöku lykilnúmeri til ættingja og
vina, sem þurfa að komast í sam-
band.
Það færist stöðugt í vöxt, að
sölumenn hringi heim til fólks og
þá ekki sízt seint á kvöldin, væntan-
lega til þess að vera öruggir um
að ná í húsráðendur. Með tækinu
góða er hægt að útiloka slíka trufl-
un á heimilisfrið. Þess vegna er
ekki ólíklegt, að það muni njóta
töluverðra vinsælda.