Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 18
! i>r ooj- .ðf. HUOÁGUlQIHíl (TÍGA*JOHOM 18--------- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 Bókmenntahátíð 1992 Gleymdar raddir EINN athyglisverðasti rithöf- undur Frakka um þessar mund- ir er Pascal Quignard sem flutti í gær fyrirlestur um bókmennt- ir og tónlist í Norræna húsinu og verður á rithöfundakynn- ingu í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. Quignard fæddist 1948 í Verneuil-sur-Avre í Normandí. Hann nam bókmenntafræði en stundaði jafnframt tónlist og segist hann rækta erfðir sínar á þennan hátt; í móðurættinni má finna málvísindafólk en föðurættin samanstóð af tón- listarmönnum frá Bæjaralandi. Hann starfar sem bókmenntar- áðgjafi við franska forlagið Gallimard en vinnúr þó einkum að eigin ritstörfum. Skáldsögur hans eru orðnar fímm talsins, ritgerðir og hugleiðingar fjöl- margar um fornar bókmenntir og tónlist. Mestrar hylli hafa síðustu verk hans notið; „Le salon de Wurtem- berg“ eða Wurtemberg-saiurinn (1986), „Les escaliers de Cham- bord“ eða Stigarnir í Chambord, og „Tous les matins du monde“ eða Allir heimsins morgnar, sem Friðrik Rafnsson hefur íslenskað og kom út í gær. Kvikmynd hefur verið gerð eftir bókinni. Tónlist spilar ekki aðeins stórt hlutverk í bókum Paseals Quignards, hann leikur á selló og er að skrifa órat- oríu sem flutt verður í marsmán- uði með nútímatónlistarmönnum í borginn Caen í fæðingarhéraði hans Normandí. Auk þess er hann einn af stofnendum og núverandi forseti Festival baroque de Versa- illes, en hátíð þessi verður haldin í fyrsta skipti 15. þessa mánaðar. í huga blaðamanns eru tónlist og texti andstæð fyrirbrigði, myndi Quignard lýsa þessu megin- viðfangsefni bóka sinna sem leik að andhverfum? „Ég tel að til séu þrenns konar tungumál. í fyrsta lagi vil ég nefna talmál sem er algengasta gerð tjáningarforms, síðan kemur bók- menntatexti sem búið er að þraut- hugsa og sverfa í listrænan bún- ing. Miðað við þessi tungumál tel ég tónlist ekki andstæðu heldur er hún þriðja tungumálið sem gengur lengra í átt að tilfinningum og skynjun. Síðan eru til tvær gerðir tónlistar. Annars vegar tón- list sem byggist á skarkala og bumbuslætti og ætlar sér að leggja manninn undir sig. Hins vegar er tónlist náttúrunnar sem birst getur í fuglasöng, eða í tilviki mannsins sem tungumál. Hið eðlilega talmál og röddin eru tónlist tungumáls- ins, en síðan er til hin hijóða rödd og þar á ég við bókmenntimar. Af hinum þremur tungumálum eða röddum sem maðurinn tjáir sig með, er hin tónlistarlega rödd þroskuðust. Hávaðatónlist fellur mér illa í geð og held mest upp á hugsaða og unna tónlist." — Er áhugi þinn á mikið skrifuðum tónverkum og tónlist fortíðar, eins og barokktónlist, þá andóf gegn kaotískri hávaðamenn- ingu nútímans, gegn því samfélagi sem samþykkir að hamborgara- búllur leysi settleg kaffhús af hólmi á búlivörðum Parísarborgar? „Nei, ást mín á fomum textum og röddum stafar ekki af fortíðar- dýrkun eða andófi, heldur hafna ég flatneskjulegum natúrualisma sem takmarkar hlutina og réttir allt upp í hendur manna. Eg heill- ast af tónlist á vitræna sviðinu og hef dálæti á þremur tegundum „innri" tónlistar, þ.e. barokktónl- ist, indverskri tónlist og japanskri no-tónlist. No-tónlistin spilar inn á frjósemi hugans og gleði er falin í þessari fijósemi. Það er nútíma- legt að láta ímyndunaraflið vinna og því er þetta mjög módemísk afstaða. Ég er líka miklu metnað- argjarnari en svo að heyja styijöld gegn MacDonalds og félögum, hef í reynd engan áhuga á verðmætum sem felast í dollurum, jenum eða slíku. Mín leið að marki er fólgin í að vekja athygli á þeim stórkost- legu fyrirbærum sem búa í fortíð- inni. Olíkt ýmsum öðmm höfund- um sem sótt hafa til fortíðar eftir yrkisefni, leita ég ekki að tákn- myndum eða hliðstæðum við nú- tímann. Ég er afar jarðbundinn og forsendur mínar fyrir að sækja hugmyndir til fortíðar byggjast ekki á að endurvekja þekkta for- tíð, heldur dulda fortíð og önnur sjónarmið. Þess vegna skrifa ég fremur um gleymt rómverskt skáld eins og Albucius heldur en Morgunblaðið/Kristinn Pascal Quignard Óvíd. í skrifum mínum er ég alltaf að leita að og endurvekja gleymd- ar raddir til lífsins, raddir manna sem sagan hefur valtað yfir, og em því að vissu leyti vanaðir af tímanum. Sagan er ekki öll þar sem hún er séð, og ef menn kynn- ast sögunni á nýjan hátt kemur það til með að breyta framtíðinni. Ef þeim sem urðu undir til forna tekst að komast aftur á spjöld sögunnar fyrir atbeina minn, má alveg eins telja líklegt að Ameríka og raslmenning hennar muni gleymast.“ Vil ekki geðjast lesendum Önnur aðalpersónan bókarinnar Allir heimsins morgnar er gömbu- leikarinn og tónskáldið Sainte Colombe, sérlunda ekkill og „annálaður meistari“ sem vílar ekki fyrir sér að neita konungi Frakklands um að njóta spila- mennsku sinnar. „Hann sat upp í mórviðartrénu sínu, andspænis víðitrjánum, hnarreistur, með samanbitnar varir, laut yfir hljóð- færið, fór fimum fingrum um grip- mörkin, gerði æfmgar til að fága gripin enn og þá gerðist það á stundum að undan fingrum hans spruttu laglínur eða kveinstafir. Þegar þetta endurtók sig eða hann fékk það á heilann og það lét hann ekki í friði þegar hann lá einn í rúmi, opnaði hann rauða nótna- heftið sitt og punktaði það niður í hasti til að þurfa ekki að hugsa um það frekar. “ (Allir heimsins morgnar, bls. 11-12. Þýðing: Frið- rik Rafnsson.) Hin aðalpersónan er maður sem verið hefur Pascal Quignard hug- leikinn um langa hríð, 17. aldar tónskáldið Marin Marais, en skrif hans um skáldið vöktu fádæma athygli á þessu gleymda skáldi og í kjölfarið klifu tónverk hans vin- sældalista í Frakklandi. Sainte Colombe hefur heldur ekki borið skarðan hlut frá ástfóstri því sem Quignard tók við þá félaga, og nýverið komu út þtjár geislaplötur með tónlist hans. Quignard kveðst að ýmsu leyti vera skyldur Sainte Colombe ..... að því leyti að ég geng hart eftir að ná mínu fram og leita ekki allsheijarsannleika. Reginmunurinn á þessum tveimur persónum er sá að Marin Marais vildi geðjast hlustendum sínum, en Sainte Colombe þótti hylii þeirra einskisverð. Hann þóknaðist engu nema tónlist sinni og eigin metnaði. Afstaða mín til efnisins hefur breyst með ámnum og því hef ég færst nær þeim síðar- nefnda. Listin í mínum augum er frekar siðferðiiegt fyrirbæri en vísindalegt, og líf mitt felst í leit að hlutum í tungumálinu og sjálf- um mér. Maður á að hafna því sem er. Hafna klisjum, stjómmála- Stendur íslensku launafólki ógn af EES? Gunnar Snorri Gunnarsson Berglind Ásgeirsdóttir Magnús L. Sveinsson Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fræðslufund um samning um evrópskt efnahagssvæði (EES) að Holiday Inn miðvikudaginn 16. september n.k. kl. 20:30. Fundurinn er öllum opinn. Leitað verður svara við eftirfarandi: *HvaðerEES? * Hvað breytist á íslenskum vinnumarkaði með aðild að EES? * Munu laun lækka vegna EES? * Mun EES leiða til aukins atvinnuleysis meðal íslendinga? * Hver verður réttur íslendinga í öðrum löndum innan EES? Ræðumenn: Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Bergljnd Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ. Fyrirspurnir leyfðar að framsögn lokinni. Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Félagsfólk er hvatt tíl að mæta áfundinn. Verið virk í V.R. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Nt SÓKNARFÆRI A EVRÓPUMARKABI Fyrirlestur á vegum Utflutningsráðs Fyrirlesari Lars Weibull frá Svíþjóð Staður Hvammur, Hótel Holiday Inn Dagur 16. september Fundartími 9.00 til 16.00 (hádegisverður milli 12.00 og 13.00) Verð 8.000 kr. Dagskrá: ► Bakgmnnur Evrópubandalagsins ► Almennt um nýjar reglur innan Evrópubandalagsins ► Reglur Evrópubandalagsins og EFTA um þarfavörur ► Samningur um Evrópskt efnahagssvæði ► Markvissar skilgreiningar Evrópumarkaðar ► Stöðu- og samkeppnisgreining ► Sérstakar áherslur varðandi íslenskar framleiðsluvömr Lars Weibull AB er fyrirtæki í Malmö, sem allt frá árinu 1975 hefur sérhæft sig í að finna samstarfsaðila í Evrópu fyrir sænsk fyrirtæki. Undanfarin fímm ár hefur Lars Weibull AB sérhæft sig í gerð markaðsrannsókna, steftiumörkun, námskeiðum og upplýsingamiðlun um Evrópska efnahagssvæðið. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs í síma 68 87 77 ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS ÍSLENSKT ve/rÁ GOTT LAGMCiLA 5 108 REYKJAVÍK SlMI 91 688777 MYNDSlMI 91 689197

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.