Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 13
L MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 13 Guðrún Vigfúsdóttir málum Digranessóknar sem ekki hefur átt kirkju í tuttugu ár en hefur nú alla burði til að kosta slíka byggingu auk þess sem kirkjulóð hefur verið samþykkt af öllum nefndum og ráðum sem um slíkt fjalla. Það er því ekki um nein náttúruspjöll að ræða þótt guðshús rísi á þessum stað. Á ísafirði var röð íbúðarhúsa við Sólgötu svo gott sem við kirkjugarðsvegginn. Aldrei heyrði ég í þau 43 ár sem ég var á Isafirði nokkurn mann í þeirri götu telja að ónæði stafaði frá kirkjunni eða frá kirkjugarði umhverfis hana. Sjálf bjó ég um tuttugu ára skeið rétt hjá kirkjugarðsmörkunum. Jóhanna Thorsteinsson „Það verða dapurleg örlög ef fámennur öfgahópur innan Digra- nessafnaðar nær að koma því voðaverki til leiðar að kirkjan verði ekki byggð á Heiða- vallasvæðinu." ast við að fá lóð undir kirkju og safnaðaraðstöðu og starfsaðstöðu fyrir sóknarprest Digranessafnað- ar. í 20 ár hafa bæjaryfírvöld ekki geta leyst lóðamál safnaðarins. Loksins hillir undir kirkjuna. Bæj- aryfirvöld og safnaðarstjómin hafa fundið viðunandi lóð. Þá rísa upp nokkrir safnaðarmeðlimir og mótmæla. Mótmæla í nafni um- hverfisvemdar, skerts útsýnis ein- stakra íbúa nágrennisins o.fl. Það verða dapurleg örlög ef fámennur öfgahópur innan Digranessafnað-' ar nær að koma því voðaverki til leiðar að kirkjan verði ekki byggð á Heiðavallasvæðinu. Ég skora á allt safnaðarfólk að mæta á fund- inn og koma í veg fyrir þá niður- lægingu safnaðarins að neita sjálf- um sér um kirkju og safnaðarstarf. Sjúkrahús ísafjarðar hið gamla var í mikilli nálægð. Enginn kvart- aði. Það lá við að ég væri öfund- uð, og við hjónin, að þurfa ekki að ganga nema nokkur skref í kirkjuna. Það er líka eitt sem er dýrmætt við að vera í nálægð kirkju. Þaðan liggja góðir straumar og heilsu- samlegur kraftur. En til þess að vera þess aðnjótandi þarf jákvæðni og innileika, að þykja vænt um meðbræður sína og huga að lífs- krafti þeirra. Það em ekki allir sem þola til lengdar þann neikvæða kraft sem fylgir mótmælum af þessum toga. Hann er eyðandi og óskiljanlegur. Þessi aðför að bygg- ingu kikju er að nokkru aðför við þá sem eldri eru. Hér í Kópavogi fjölgar ört þeim sem lokið hafa löngu dagsverki. Mér finnst þeir frambyggjar sem telja sig til Digranessóknar eigi vissulega skilið að kirkja verði reist sem fyrst. Kirkja er ekki venjulegt hús, hún er helgistaður öllum sem virða hana. Þar eram við skírð, fermd, gift og síðast kvödd af ættingjum og vinum. Ef Víghólasamtökin koma í veg fyrir kirkjubygginguna gæti farið eins og á ísafírði að þeirra armur þyrfti að taka á sig þann mikla vanda að setjast í sóknarnefnd og sjá Digranessöfnuði fyrir kirkju á nýjum stað, ef hann er þá að fínna. Það yrðu deilur á deilur ofan, ósætti milli vina og enginn friður svo áram skipti. Víghólamenn, slíðrið sverðin. Höfundur er vefnaðarkennari og í sijóm Félags eldri borgara í Kópavogi. ^iWOWIUiO NEW YORK KR. 34.990,00 ( BALTIMORE KR. 36.990,00 LÁGMARKSDVÖL: 7 DAGAR. HÁMARKSDVÖL: 14 DAGAR. BÖRN 2JA TIL 12 ÁRA GREIÐA 75%. UNGABÖRN GREIÐA 10%. BÓKUNARFYRIRVARI: 21 DAGUR. TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ! Þetta nýja fargjald gildir frá 1. október n.k. til 15. desember (síðasta heimflug 15. desember . 1992), frá 10. janúar til 31. mars 1993 (sxðasta heimflug 31. mars Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.