Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
Nauðgunarmálið
Sýníð var ekki úr
hinum grunaða
NIÐURSTAÐA DNA-rannsóknar á blóðsýni úr manni sem grunaður
var um að hafa nauðgað konu á Akureyri fyrr í sumar leiddi í ljós
að sýnið átti ekki við hann. Rannsókn málsins er haldið áfram.
MTC
peningaskápar
Alfreð Gíslason, Jónína Benediktsdóttir og Guðfinna Signrðardóttir eigendur heilsuræktarinnar
Studio Púls 180 sem opnuð var i KA-heimilinu á laugardag.
Studio Púls 180 í KA-heimilinu
HEILSURÆKTIN Studio Púls 180 var opnuð í KA-heimilinu við
Dalsbraut á laugardag.
„Viðtökurnar hafa verið væg-
ast sagt frábærar og hafa farið
fram úr öllum vonum, það hefur
fjöldinn allur af fólki skráð sig
hjá okkur,“ sagði Guðfmna Sig-
urðardóttir framkvæmdastjóri.
Tveir salir eru í heilsuræktinni
og þar verður boðið upp á hefð-
bundið eróbikk, bæði fyrir bytj-
endur og lengra koma og fyrir
alla aldurshópa, þá verður einnig
boðið upp á svokallað pallaþrek
og einnig er þarna tækjasalur þar
sem menn geta stundað tækjaleik-
fimi.
Tímar verða í gangi alla daga
og er heilsuræktin frá morgni til
kvölds, mánudaga, miðvikudag,
föstudaga og laugardag, en á
þriðjudögum og fimmtudögum
verður opnað á hádegi. Þá benti
Guðfinna einnig á að heilsuræktin
verður opin allan ársins hring.
A meðal kennara verða þrír
lærðir íþróttakennarar og einn
sem er að ljúka námi í sjúkraþjálf-
un, en auk þess sagði Guðfinna
að fengnir yrðu gestakennarar
bæði erlendis frá og einnig úr
Reykjavík.
Eldtraustir.
Fáanlegir með gólf-
festingu og bjöllu.
Kynningarverð
frá kr. 22.440j".
Tt LVUTÆKI
Furuvöllum 5, Akureyri.
Sími 96-26100.
SSTÆKNIVAL
Skeifunni 17, Reykjavík.
Sími 91-681665.
Gunnar Jóhannsson lögreglufull-
trúi hjá rannsóknarlögreglunni á
Akureyri sagði að niðurstaða úr
DNA-rannsókninni hefði borist um
helgina, en rannsóknin var gerð í
Bretlandi. Sýni sem tekið var úr
manni sem handtekinn var skömmu
eftir atburðinn grunaður um verkn-
aðinn pössuðu ekki við þau sem fund-
ust á vettvangi og er maðurinn því
laus allra mála.
Atburðurinn átti sér stað aðfara-
nótt fimmtudagsins 16. júlí síðastlið-
ins, þegar grímuklæddur og vopn-
aður maður réðist að næturlagi inn
á heimili og kom fram vilja sínum
við konu sem þar býr, eftir að hafa
hótað að vinna bömum hennar mein.
Rannsókn hefur staðið yfir frá þeim
tíma, en án árangurs. Að sögn Gunn-
ars þafa tugir manna verið yfirheyrð-
ir vegna málsins.
Jón Sólnes lögmaður mannsins
sagði að á sínum tíma hefði kröfu
um gæsluvarðhaldsúrskurð verið
mótmælt og jafnframt gerð bókun
þar sem fram kæmi að umbjóðandi
Jóhann Þór
hættir í Hrísey
JÓHANN Þór Halldórsson úti-
bússtjóri KEA í Hrísey hefur
sagt upp störfum hjá félaginu,
en hann hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Búlandstinds á
Djúpavogi.
Jóhann Þór hefur starfað hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga í 19 ár, þar
af hefur hann stýrt starfsemi fé-
lagsins í Hrísey í tæp 14 ár, en
félagið rekur þar m.a. öfiugt frysti-
hús og útgerð.
„Mér bauðst þetta starf hjá Bú-
landstindi og þar sem ég hafði
áhuga á að breyta til ákvað ég að
taka því. Það leggst vel í mig að
flytja í þennan landshluta, maður
fær þá kannski tækifæri til að skoða
sig um uppi á öræfunum, en það
er vissulega dálítil hindrun að fara
í slík ferðalög héðan frá Hrísey þar
sem maður er háður feijunni," sagði
Jóhann Þór.
hans áskildi sér rétt til skaðabóta.
Jón taldi sennilegast að leitað yrði
eftir samningum um málalok áður
en til þess kæmi að höfðað yrði mál
til að heimta skaðabætur.
------♦ ♦ ♦-----
Mývatnssveit
Vegir hálir
og hættulegir
Björk, Mývatnssveit.
MJÖG ER nú kvartað um hálku á
vegupi hér í Mývatnssveit, sem
leirbomir voru í sumar, eftir úr-
komunnar að undanförnu.
Sem dæmi er vegurinn á milli
Alftagerðis og Helluvaðs og hafa
ökutæki orðið óþrifaleg.
Þá segir Bragi Benediktsson í
Grímstungu á Ilólsfjöllum að vegur-
inn upp á Námaskarði sem einnig
var leirborinn sé mjög háll og hættu-
legur vegfarendum. Bragi telur að
tafarlaust þurfi að gera ráðstafanir
til úrbóta áður en siys verða þar og
verði annaðhvort að skafa leirinn af
veginum eða flytja í hann grófa möl.
— Kristján
Bæjarsjóður og endurfjármögnun Slippstöðvarinnar
Hlutafé verði keypt fyrir 35 millj.
kr. og fasteignir Odda fyrir 15
ir því. Vænti hann þess að málið
yrði tekið til umræðu á ríkisstjórn-
arfundi í dag, þriðjudag.
Eins og fram hefur komið ætlar
Kaupfélag Eyfirðinga að leggja
vélsmiðjuna Odda fram sem hlutafé
í Slippstöðinni, en áætlað er að
verðmæti fasteigna og lóða Odda
sé um 35 milljónir króna. Málið
snýst nú um að koma þessum verð-
mætum í peninga og sagði Halldór
að Akureyrarbær væri tilbúinn að
taka upp viðræður við stjórnendur
Slippstöðvarinnar um kaup á hluta
fasteigna auk eignarlóðar, samtals
að verðmæti um 15 milljónir króna.
Gránufélagshúsið svonefnda er ekki
inni í þeim pakka, en Halldór sagði
að tækist Slippstöðinni ekki að selja
það hús á næstu tveimur árum
væri bærinn tilbúinn til viðræðna
um leiðir til að losa stöðina við
húsið.
Auka á hlutafé í Slippstöðinni
um 100 milljónir, þar af hefur bær-
inn lýst yfir að hann sé reiðubúinn
að leggja fram 35 milljónir. Þá
hafa forráðamenn ríkisins lýst yfir
vilja til að leggja fram 30 milljónir
króna að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum og loks er nú verið að leita
leiða til að selja eignir Odda sem
metnar eru á 35 milljónir króna til
að leggja fram sem nýtt hlutafé af
hálfu KEA.
„Við getum því miður ekki farið
í neinar hirslur og sótt þetta fé sem
við nú erum að leggja atvinnulífinu
í bænum til. Það er ekki gert ráð
fyrir þess háttar útgjöldum en við
munu ræða á næstunni hvemig
þessari hlutafjáraukningu verður
mætt. Það er afar brýnt fyrir Slipp-
stöðina að þessu máli ljúki, það eru
allir sammála um að sameining fyr-
irtækjanna tveggja, Slippstöðvar-
innar og Odda, muni leiða gott af
sér þegar hún hefur náð fram,“
sagði Halldór.
-----♦ ♦ ♦--
Linda
Greiðslu-
stöðvun
framlengd
GREIÐSLUSTÖÐVUN súkkulaði-
verksmiðjunnar Lindu var í gær
framlengd til 10. nóvember næst-
komandi, en áður hafði stjórn fyr-
irtækisins óskað eftir þriggja
vikna greiðslustöðvun sem rann
út á föstudag. Leitað verður leiða
til að laga stöðu fyrirtækisins á
greiðslustöðvunartímanum og
tryggja áframhaldandi rekstur
verksmiðjunnar. Til greina kemur
að selja eignir til að draga úr
skuldum fyrirtækisins.
Sigurður Arnórsson framkvæmda-
stjóri Lindu sagðist í gær vera hóf-
lega bjartsýnn á að þeir hlutir sem
verið væri að vinna að til að laga
stöðuna myndu ganga upp. Vel hefði
miðað frá því fyrirtækinu var veitt
greiðslustöðvun 21. ágúst síðastlið-
inn og væri nú unnið að því af kappi
að ljúka málinu.
Súkkulaðiverksmiðjan Linda var
stofnuð árið 1948 og hefur verið
starfrækt á Akureyri frá þeim tíma.
Fyrir röskum tveimur árum var sam-
þykkt að auka hlutafé í fyrirtækinu
til að styrkja stöðu þess og bættust
þá nokkrir nýir hluthafar við í hóp
eigenda.
AKUREYRARBÆR er reiðubúinn að leggja fram 35 milljóna króna
í hlutafé til Slippstöðvarinnar auk þess sem bæjarráð hefur sam-
þykkt að taka upp viðræður við stjómendur stöðvarinnar um kaup
á fasteignum og eignarlóð Odda hf. að verðmæti um 15 milljónir
króna. Fyrirhugað er að auka hlutafé Slippstöðvarinnar um 100
milljónir króna og hefur stærsti eignaraðili stöðvarinnar, ríkið, lýst
sig tilbúinn til að leggja fram 30 milljónir króna að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Bæjarráð fjallaði um málefni Slippstöðvarinn-
ar á fimmtudag og verður bókun ráðsins frá þeim tíma til umfjöllun-
ar í bæjarstjórn í dag, þriðjudag.
Halldór Jónsson bæjarstjóri arinnar, bærinn hefði nú þegar
sagðist vænta þess að brátt færi samþykkt fyrir sitt leyti hvað hann
að styttast í að línur skýrðust varð- væri reiðubúinn að gera í málinu
andi endurfjármögnum Slippstöðv- og hefði gert ríkisvaldinu grein fyr-
Jónas Ingimnndarson
með píanótónleika
JÓNAS Ingimundarson píanóleik-
ari leikur fjölbreytta efnisskrá á
þremur stöðum á Norðurlandi nú
í vikunni. Fyrst í sal Barnaskólans
á Húsavík í kvöld og eru þeir tón-
leikar liður í fjölbreyttri dagskrá
á Húsavík vegna fimm ára afmæl-
is Framhaldsskólans þar, annað
kvöld leikur Jónas í Framhalds-
skólanum að Laugum og í Safn-
aðarheimili Akureyrarkirkju á
fimmtudagskvöld. Tónleikarnir
hefjast allir kl. 20.30.
Beethoven skipar öndvegi á þess-
um tónleikum en auk verka hans eru
á efnisskránni verk eftir Atla Heimi
Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson,
Leif Þórarinsson, Pólsku tónskáldin
Paderewski, Moskowski, Chopin og
rússnesku tónskáldin Ljadow og
Rachmaninoff. Jónas mun spjalla
ögn um verkin sem flutt verða og
höfunda þeirra.
(Fréttatilkynning.)
Jónas Ingimundarson píanóleik-
ari.