Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
Hvernig réttlæti?
eftir Árna Ragnar
Árnason
Gífurleg skerðing aflaheimilda í
þorski ár eftir ár veldur þrenging-
um í sjávarútvegi um allt land. Þær
eru afleiðingar ofveiði úr þorsk-
stofninum og slakrar viðkomu hans
á undanförnum árum. Hvernig sem
við lítum á skýrslur og ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar er ljóst að
margt styður álit hennar, en fátt
bendir til annars. Raunar héfur
ekkert komið fram sem með óyggj-
andi hætti hefur hrundið eða af-
sannað niðurstöðu hennar um
ástand þorskstofnsins. Breytir
engu þótt fyrr á öldinni hafi heild-
arafli þorsks á íslandsmiðum verið
meiri svo árum skiptir, fyrir og
eftir útfærslu landhelginnar — það
gefur engar vísþendingar um veiði-
þol stofnsins í dag. Engu breytir
heldur þar um hvort við beitum
áfram aflamarki eða tökum á ný
upp sóknarmark til að stjóma veið-
unum — hvorugt bætir fyrri of-
veiði.
Sjávarútvegur er okkar stærsta
atvinnugrein og dregur um þessar
mundir nær þremur fjórðu alls
gjaldeyris í þjóðarbúið. Hann er
undirstaða eftiahagslífsins, ann-
arra starfsgreina og heilla byggð-
arlaga við strendur landsins. Hann
er okkar þróttmesti atvinnuvegur
og gefur best af sér þegar vel ár-
ar. Afkomumöguleikar hans snerta
þjóðina alla.
Skerðingunni í þorskveiðum er
að mestu mætt með auknum heim-
ir GBC-Pappírstœtarar
Þýsk framleiðsla
Ýmsar stærðir og gerðir fáanlegar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Simar 624631 / 624699
Ámi Ragnar Ámason
„Þessi skilyrði eru ekki
byggð á fyrirmælum
laga um Hagræðingar-
sjóð né reglugerðar
samkvæmt þeim, og eru
ekki sannfærandi mæli-
kvarðar á byggðarösk-
un.“
ildum til veiða annarra tegunda.
Þannig er þess vænst að rýmun
aflaverðmætis sökum þessa verði
ekki meiri en sem nemur um 2,2%.
Það er þó fugl í skógi en ekki í
hendi. Ekki hefur gengið vel að
ná aflaheimildum í sumum þeim
tegundum, veiðamar kostnaðars-
amari og aflinn verðminni. Ekki
gengur greiðlega að selja afurðir
úr þeim öllum og kann að stefna
í birgðasöfnun og lækkun afurða-
verðs. Menn sjá því fram á lakari
afkomu — svo nemur meiru en ríf-
lega tveimur af hundraði. Miklir
rekstrarerfíðleikar eru fyrir í sjáv-
arútvegi og hann því vanbúinn að
mæta þessu þar á ofan. Það er von
til að menn hafi brugðist hart við
og krafist réttlætis. En hvernig
réttlætis?
Réttlæti fyrir byggðarlögin?
Upp hljóta að koma mörg álita-
efni. Þar á meðal er nýting afla-
heimilda Hagræðingarsjóðs. Hann
var stofnsettur við setningu laga
um stjóm fiskveiða í árslok 1990
og á nú nokkrar aflaheimildir.
Sjóðsstjórn er heimilt að selja sveit-
arfélögum allt að fjórðung þeirra
til að mæta því að stefnir í byggða-
röskun vegna sölu fiskiskipa og
aflaheimilda svo veldur straum-
hvörfum í atvinnumálum þeirra.
Hingað til hafa heimildir sjóðsins
verið af honum teknar vegna afla-
brests, en nú hefur sjóðsstjómin
þær til sölu — í fyrsta sinn. Sveitar-
stjómir, sem mátt hafa horfa á
eftir fiskiskipum og veiðiheimild-
um seldum burt, og sjá nú auk
þess fram á almennan samdrátt
og versnandi afkomu í fískveiðum
og -vinnslu, hafa því gert sér mikl-
ar vonir um að geta mætt sam-
drættinum að nokkra með því að
kaupa þessar heimildir. En hvað
gerist?
Sjóðsstjórnin kemst að þeirri
niðurstöðu að ekkert sveitarfélag
hafi lent í slíkum hremmingum.
Hún vill ekki selja sveitarfélögum
veiðiheimildir nema hlutdeild „at-
vinnusóknarsvæðis" þess í afla-
heimildum hafí minnkað um 15%
á tímabilinu, og sá samdráttur leiði
bersýriilega til a.m.k. 7% atvinnu-
leysis á „atvinnusóknarsvæði"
þess. Þessi skilyrði era ekki byggð
á fyrirmælum laga um Hagræðing-
arsjóð né reglugerðar samkvæmt
þeim, og era ekki sannfærandi
mælikvarðar á byggðaröskun. Þau
vora ekki kynnt sveitarfélögum
þegar auglýst var eftir umsóknum
þeirra og koma þess vegna hlutað-
eigandi í opna skjöldu.
Sjóðsstjómin hefur skilgreint
„atvinnusóknarsvæði" um landið
en ekki fylgt skilgreiningu annarra
aðila, auk þess sem ósamræmis
gætir. Þó algengt sé að fólk fari
daglega allt árið milli Bolungarvík-
ur og Isafjarðar til vinnu og undan-
tekning að vegur lokist, þá skil-
greinir hún hvom stað um sig sem
sérstakt svæði. Ekki er tekið tiliit
til þess að þær glæsilegu sam-
gönguframkvæmdir sem unnið er
að á Vestfjörðum munu tengja
saman í eitt svæði byggðarlögin
Atvinnulausír í júlí 1992
Hlutfall af vinnuafli, (fjöldi í svigum)
Knmiii
Botnfisktegundir
Reykja- Suður- Austur- Norðurl- Norðurl- Vest- Vestur- Reykja-
nes land land eystra vestra firðir land vík
allt frá Þingeyri til Súðavíkur. Við
vestanverðan Eyjafjörð era byggð-
arlögin allt frá Hjalteyri út til
Ólafsfjarðar hins vegar öll sett
saman. Hvergi á landinu er 7%
atvinnuleysi, nema meðal kvenna
á Suðumesjum. Hvergi á landinu
hafa 15% aflaheimilda verið seldar
burt — en frá tveimur af sjö sveit-
arféíögum á Suðurnesjum hafa
verið seld um 12% aflaheimilda á
tímabilinu. Auk þess sem þrjú af
þeim sjö máttu sjá á eftir þúsund-
um tonna á undanförnum árum,
en kaupendur norðan línu gátu
borgað betur en heimamenn og
fengu til þess auknar veiðiheimild-
ir frá hinum sunnan hennar — eða
stækkuðu allt í einu fískistofnar
við það að skip var selt norður?
Atvinnuástand á Suðumesjum er
hræðilegt. Þar er atvinnuleysi með-
al kvenna þrefalt hærra en al-
mennt á landinu — en það telst
víst ekki ærin ástæða, þó rekja
megi að mestu til breytinga á afla-
heimildum, útgerðarháttum og
fískvinnslu. Þegar þetta er skoðað,
svo og þær upplýsingar sem fyrir
liggja um atvinnuástand, verður
ekki undan því komist að álykta
að skilyrðin sem sjóðsstjómin bjó
sér til ásamt hennar eigin skil-
greiningu „atvinnusóknarsvæða"
muni þannig gerð til þess að koma
í veg fyrir að nokkurt sveitarfélag
eigi möguleika á kaupum. Hún
hefur efnt til aukins ófriðar um
viðbrögð við þeim varida sem skert-
ar veiðiheimildir valda. Það verður
óvinafagnaður. Var það með vilja
gert? Það er alveg ljóst að þeir sem
teija þessa niðurstöðu ekki viðun-
andi munu gjörla fýlgjast með því
hvar heimildir Hagræðingarsjóðs
lenda.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjaneskjördæmi.
Mörkin 1 • Pósthóll 8895 • 128 Reykjavlk • Slmar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax:3 58 21
MERKIPENNAR VIÐ LEiK OG Sfo'
PENNARNIR ERU / J
NÆR LYKTARLAUSIR!/
veggspj.
L/| ■
«] |
*\\
lækifæriskort //
/ /
/ / j£fv / /
. HEILDSOLUBIRGÐIR
Skrilstof utækn i
• INNRITUN HAFIN •
Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að
kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit.
Kenndar eru eftirtaldar námsgreinar:
§ Bókfærsla
§ Ritvinnsla
§ Verslunarreikningur
§ Tölvubókhald
§ Töflureiknir
§ Tollskýrslugerð
§ Gagnagrunnur
§ Windows og stýrikerfi
Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör, kr. 5000 á
mánuði til tveggja ára eða 15% staðgreiðsluafsláttur.
Tölvuskóli íslands
sími 67 14 66 • opið til kl. 22