Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 33
p(?
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
í úrslitaspyrnunni í flokki sérútbú-
inna bíla, en mikil barátta var í
öðrum flokkum. í opna flokknum
hristi Jónas Karl Harðarson fram
tímann 3,823 sekúndur og lagði
Sverri Þór Einarsson í úrslitum, en
báðir sýndu skemmtileg tilþrif og
sandstrókarnir stóðu hátt á loft
aftur úr bílum þeirra í 91 metra
langri brautinni. Sverrir smíðaði
fyrir skömmu nýtt keppnistæki og
lofar það góðu fyrir næsta keppnis-
tímabil með aukinni reynslu hans
undir stýri á 700 hestafla grind-
inni. Annað skemmtilegt keppnis-
tæki setti svip á keppniná, sérsmíð-
aður spymujeppi Hafliða Guðjóns-
sonar, sem aðeins er afturdrifinn
en keppti engu að síður í jeppa-
flokki, en á árinu hafa nokkrir
jeppamenn keppt með framdrifíð
aftengt í jeppaflokknum. Bíll Haf-
liða er aðeins rúm 1.700 kíló að
þyngd og með 550 hestafla Chevro-
let-vél, sem skilaði sigri og nýju
íslandsmeti í flokki útbúinna jeppa.
„Þetta er búið að taka sumarið, að
stilla öllu vel saman, .enda bíllinn
nýsmíði og ég efast ekki um að
hægt sé að ná enn betri tímum á
honum að ári. Ég hef verið að lenda
í smávægilegum bilunum, sem hafa
komið sér illa, m.a. fór vélin ekki
í gang í úrslitaspyrnu við Áma
Kópsson á Akureyri, en Ámi
tryggði sér titilinn í flokknum,"
sagði Hafliði.
„Jeppinn er svona léttur vegna
þess að grindin er smíðuð úr sér-
staklega léttu prófílstáli sem heitir
„króm-moly“. Það er helmingi létt-
ara en hefðbundið prófílstál. Svo
er yfírbyggingin úr léttu áli, en
Sæco í Kópavogi smíðaði bílinn í
vetur á meðan við bræðumir hönn-
uðum tækið ásamt Bjarna Bjama-
syni. Kvartmílingurinn Hlöðver
Gunnarsson raðaði síðan saman 12
ára gamalli vél, sem hefur skilað
sínu. Ég var staðráðin í að slá ís-
landsmetið í keppninni núna og
ætla að bæta það á næsta keppnis-
tímabili. Það var virkilega gaman
að enda árið með sigri og nítró-bún-
aðurinn skilaði sér vel. Vélin tók
hressilega á og þegar startið heppn-
aðist æddi bíllinn beint af augum
og stýrði vel,“ sagði Hafliði.
í flokki óbreyttra fólksbíla vann
Tryggvi Óli Þorfínnsson Helga Að-
alsteinsson í lokaspyrnunni og náði
í titil um leið. ’Kristján Viktorsson
vann Guðmund Siguijónsson í
flokki kross-mótorhjóla, en Jón Kr.
Gunnarsson vann flokk venjulegra
mótorhjóla og tryggði sér um leið
meistaratitilinn í flokknum. Með
sigri í flokki götujéþpa tryggði Þor-
33
steinn Einarsson sér titilinn og fær
gott veganesti í lokamótið í torfæru
um næstu helgi. Benedikt B. Svav-
arsson vann í flokki útbúinna fólks-
bíla, lagði Gunnlaug Emilsson í
úrslitum, en sá síðastnefndi tryggði
sér titilinn með silfurverðlaunum.
Benedikt Valtýsson nældi í titil í
opnum flokki, þótt vélsleði hans réð
ekki við Jónas Karl og Sverri, sem
voru í miklum ham í keppninni, og
varð Benedikt að sætta sig við
þriðja sætið en fagnaði titlinum
engu að síður, þótt hann sporð-
reisti vélsleðann í einni ferðinni og
þeyttist af baki fáknum vélknúna.
G.R.
R AÐ AUGL YSINGAR
ATVINNU AUGLÝSINí 3AR \
Trésmiðir
Trésmiði vantar nú þegar í mótauppslátt.
Upplýsingar í símum 54844, 985-28144
og 985-28244.
Fiarðarmót hf
J BYGGINGAVERKTAKAR
Kátakot
Okkur vantar fóstru eða annan starfskraft
til starfa við lítinn, skemmtilegan leikskóla á
Kjalarnesi. Um er að ræða starf leikskóla-
stjóra og deildarstarf.
Umsóknarfrestur er til kl. 19.00 fimmtudag-
inn 17. september 1992.
Upplýsingar gefa Guðfinna í síma 667607,
Hulda í síma 666004 og undirritaður
í síma 666076.
Sveitarstjóri Kjalarneshrepps.
Lögregluþjónn
Lögregluþjón vantar til afleysinga til að
gegna stöðu aðstoðarvarðstjóra í lögreglunni
í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, með
aðsetur í Grundarfirði, frá og með 1. október
1992.
Umsóknarfrestur rennur út 22. september
1992.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi,
14. september 1992.
ÓlafurK. Ólafsson.
Einkaritari
Starf einkaritara forstjóra opinberrar stofn-
unar er laust til umsóknar.
Stúdentsmenntun eða önnur sambærileg
menntun og/eða starfsreynsla er æskileg
ásamt góðu valdi á ensku og Norðurlanda-
málum.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf
1. desember 1992.
Umsóknir um starfið, ásamt greinargóðum
upplýsingum um menntun og fyrri störf,
skulu berast til auglýsingadeildar Mbl. fyrir
30. september nk. merktar:
„Einkaritari forstjóra - 12974“.
Launakjör verða ákveðin samkvæmt gildandi
kjarasamningum ríkisstarfsmanna.
TIL SÖLU
Bílskúrtil sölu
Bílskúr, 23 fm, við Furugranda til sölu. .
Upplýsingar í síma 675452.
TRYGGINGASTOFNUN
Kto RÍKISINS
Styrkirtil bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihöml-
uðum styrki til bifreiðakaupa.-
Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal
vera ótvíræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1993
fást hjá afgreiðsludeild og upplýsingadeild
Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114,
og hjá umboðsmönnum hennar um land allt.
Umsóknarfrestur er til 15. október.
Tryggingastofnun ríkisins.
Tónlistarhátíð ungra,
norrænna einleikara
verður haldin í Stokkhólmi 22.-25. septem-
ber 1993.
íslenskum hljóðfæraleikara eða söngvara
gefst kostur á að koma fram á hátíðinni,
bæði á sjálfstæðum tónleikum og með sin-
fóníuhljómsveit.
Umsóknareyðublöð um þátttöku í undan-
keppni eru afhent á skrifstofu Tónlistarskól-
ans í Reykjavík. Þar eru jafnframt gefnar
nánari upplýsingar um keppnina. Hámarks-
aldur er 25 ár fyrir hljóðfæraleikara og
30 ár fyrir söngvara.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1992.
Tónlistarskólinn í Reykjavík,
Skipholti 33, 105 Reykjavík,
sími 30625.
Frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík
Skólinn verður settur í Háteigskirkju fimmtu-
daginn 17. september kl. 17.00.
Skólastjóri.
Enskunám
Er ekki rétt að bæta við enskukunnáttuna?
Skólinn, English 2000, School of English, í
Bournemouth, býður þig yelkominn til náms.
Upplýsingar gefur Páll G. Björnsson,
sími 98-75888, heimasími 98-75889.
Hugræktarnámskeið
Kennd er hugrækt og hugleiðing, athyglisæf-
ingar og hvíldariðkun. Veittar leiðbeiningar
um iðkun yoga (sakti- eða máttaryoga).~
Innritun og upplýsingar í síma 50166 á kvöld-
in og um helgar.
Kristján Fr. Guðmundsson.
Þýskunámskeið Germaniu
Námskeiðin fyrir byrjendur og lengra komna
á öllum stigum eru að hefjast.
Innritað verður á kynningarfundi í Lögbergi,
Háskóla íslands, stofu 102, fimmtudaginn
17. september kl. 20.30.
Upplýsingar eru einnig veittar í síma 10705
kl. 10.30-12.30 eða kl. 17-19.
Geymið auglýsinguna.
Langar þig að starfa f
hjálparsveit?
Hjálparsveit skáta, Garðabæ, býður þeim,
sem áhuga hafa á hjálparsveitastarfi, á kynn-
ingarfund í húsnæði sveitarinnar við Bæjar-
braut fimmtudaginn 17. september nk.
kl. 20.00.
Við leitum að fólki frá 17 ára aldri, sem áhuga
hefur á björgunarstörfum, námskeiðum og
ferðalögum tengdum þeim. Á fundinum mun-
um við kynna störf okkar í máli og myndum.
Láttu sjá þig!
RER
RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISIKS
Þýðing á stöðlum
Rafmagnseftirlit ríkisins hefur ákveðið í sam-
ráði við Staðlaráð íslands að láta þýða IEC/
CENELEC staðla, sem fjalla um raflagnir í
byggingum. Staðlarnir eru á ensku.
Þeir, sem hafa áhuga á að gera tilboð í verk-
ið, vinsamlegast hafið samband við Raf-
magnseftirlit ríkisins, Síðumúla 13, sími
814133, sem fyrst til að fá nánari upplýs-
ingar.
UTIVIST
ferðir og haustlitirnir i hámarki.
Sameiginleg grillveisla og kvöld-
vaka á laugardagskvöld. Farar-
stjórar: Ingibjörg S. Ásgeirsdótt-
ir og Sigurður Einarsson.
Miðasala á skrifstofu Útivistar.
Opiö frá 12-17.
Útivist.
I.O.O.F. Ob.1 = 1739158'A =
Hallveigarstig 1 • simi 614330
Dagsferðir þriðjudaginn
15. september
Um næstu helgi
18.-20. sept. haustlita-
og grillveisluferð í Bása.
Þá er komið að einni vinsælustu
ferð ársins. Fjölbreyttar göngu-
I.O.O.F. Rb. 4 = 1419158 -