Morgunblaðið - 15.09.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 15.09.1992, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 Fischer kominn á signrbraut? __________Skák____________ Margeir Pétursspn LÆKNISRÁÐ þau sem Bobby Fischer fékk í síðustu viku virt- ust þegar í stað bera árangur. Hann vann báðar skákirnar um helgina og er kominn með eins vinnings forskot í einvíginu, hefur hlotið þijá vinninga gegn tveimur vinningum Spasskís. Sjöundu skákina vann Fischer örugglega en í þeirri áttundu gengu heilladísimar í lið með honum er Spasskí lék hrikalega af sér í góðri stöðu. Sá sem fyrr vinnur tíu skákir telst sig- urvegari. Þegar annar hvor hefur unnið fimm skákir verður gert vikuhlé á einvíginu en það síðan flutt frá Sveti Stefan við Adríahafið til Belgrad. Eftir þijár slakar skákir í röð náði Fischer að taka sig saman í andlitinu. Það er ekki hægt að segja að honum hafi orðið á nokk- ur mistök í þessum tveimur skák- um en hins vegar tókst honum að hagnýta sér afleiki Spasskís til fullnustu. í sjöundu skákinni lagði Spasskí snemma út í ótímabæra atlögu á miðborðinu og nokkru síðar greip hann til þess ráðs að fórna manni. Þetta leiddi til skemmtilegra svipt- inga, en Fischer slakaði hvergi á og leiddi skákina örugglega til sig- urs. Það er þó ekki hægt að segja. að þarna hafí reynt verulega á hæfileika hans til útreikninga eða til að meta stöður. Á sunnudaginn hafði Fischer svart og lagði móttekna drottning- arbragðið á hilluna, en það hefur engan veginn hentað metnaðar- fullum stíl hans. Upp kom hvasst afbrigði í Kóngsindverskri vörn og undirbjó Spasskí sókn á miðborði og kóngsvæng en Fischer á drottn- ingarvængnum. í miðtaflinu kom upp geysilega þung og athyglis- verð stöðubarátta þar sem djúp- hugsaðar áætlanir komu fyrir hjá báðum. Það stefndi í að þetta yrði magnaðasta skák einvígisins, en því miður lenti heijunum aldrei saman, því í 31. leik lék Spasskí grófasta afleik einvígisins til þessa og fékk samstundis gertapað tafl. Staða hans var þá engan veginn lakari. Þótt hann hafi leikið nokkr- um ljótum afleikjum í einvíginu 1972 komu þeir í slæmum stöðum, svo ekki er hægt að segja að þeir hafí eyðilagt heilar skákir, eins og hinn vanhugsaði hróksleikur gerði nú. I níundu skákinni á morgun hefur Bobby Fischer hvítt. Hér áður fyrr var hann allra skák- manna lagnastur að ganga á lagið þegar andstæðingurinn hafði sýnt veikleikamerki og ef hann heldur uppteknum hætti á Spasskí erfíð- an dag í vændum. Opið hús er hjá Skáksambandi Íslands frá kl. 16. 7. einvígisskákin: Hvítt; Bobby Fischer Svart: Boris Spasskí Spánski leikurinn 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. d3 I öllum þremur fyrri skákum sínum í einvíginu með hvítu hefur Fischer Ieikið hinu venju- lega 9. h3 í stöðunni, sem Spasskí hefur ávallt svarað með Breyer-afbrigðinu, 9. - Rb8. 9. - Ra5 10. Bc2 - c5 11. Rbd2 - He8 12. h3 - Bf8 13. Rfl - Bb7 14. Rg3 - g6 15. Bg5 - h6 16. Bd2 - d5?! Eftir rólega byijun Fischers var staðan í jafnvægi. Spasskí hyggst ná til sín frumkvæðinu með þess- ari peðsfórn, en hefur greinilega vanmetið 18. leik Fischers. 17. exd5 - c4 18. b4! Miklu sterkara en 18. dxc4 - Rxc4 19. b3 - Rxd2 20. Dxd2 - Dxd5 eða 18. Rxe5 - Dxd5 19. Rf3 cxd3, sem hvort tveggja er gott á svart. Staðan væri í jafn- vægi eftir 18. d4 18. - cxd3 19. Bxd3 Radíóbæjar heldur áfram! Verð áðurkr. 44.400 Verð nú kr. 32*980 stgr. 26% afsláttur SV-1561 4-hausa Long Play myndbandstæki. Fjölhæft og fullkomið tæki á frábæru verði. 20 ára D i -1 [\aaio ARMULA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAViK SIMAR: 31133 83177 POSTHÓLF1366 20 ára STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN c MwiuPMynuop) Herraskór Verð nú: 3.495 Áður: 4.995 Tegund: 1030 Litur: Svartur Stærðir: 42 - 45 Ath. loðfóðraðir. Verð nú: 2.795 Áður: 3.995 Tegund: 1245 Utur: Svartur Stærðir: 42 - 45 í tegundunum þremur er gott vatnsvarið skinn og slitsterkir sólar. Verð nú: 2.795 Áður: 3.995 Tegund: 1206 Litur: Svartur Stærðir: 42 - 45 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. V Domus Medica Egilsgötu 3, sími 18519 / Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 19. - Dxd5? Skemmtileg hugmynd liggur að baki þessari tímabundnu manns- fórn, en hún er röng. Það var reyndar orðið ljóst að Spasskí gæti ekki haldið jafnvægi í liði. Besti kostur hans var 19. - Rc4 20. Bxc4 - bxc4 21. Hxe5! - Hxe5 22. Rxe5 - Dxd5 23. Df3!, og svartur hefur nokkrar bætur fyrir peðið eftir t.d. 23. - Bg7. 20. Be4! - Rxe4 20. - Dc4 er vel svarað með 21. Dc2! - Rc6 22. Bxg6! 21. Rxe4 - Bg7 22. bxa5 - f5 23. Rg3! Sterkara en að halda í manninn með 23. c4, eftir 23. - bxc4 24. Rc3 - Dxa5 á svartur virka stöðu. 23. - e4 24. Rh4 Þvingað, Fischer varð að halda valdi á g2. Nú tekur Spasskí manninn til baka, en það leiðir til tapaðs endatafls. Til greina kom að freista gæfunnar með 24. - Had8!? 25. Be3 - Df7, en mögu- leikar hvíts eru í öllum tilvikum góðir. Hann getur ávallt fórnað riddaranum á h4 fyrir a.m.k. peð og betri stöðu. 24. - Bf6 25. Rxg6 - e3 26. Rf4 - Dxd2 27. Hxe3 - Dxdl+ 28. Hxdl - Hxe3 29. fxe3 - Hd8 Spasskí setur allt sitt traust á biskupaparið í endatafli með tveimur peðum minna. 30. Hxd8+ - Bxd8 31. Rxf5 - Bxa5 32. Rd5! Svo virðist sem Fischer velji afar sterka og fljótvirka vinnings- leið. 32. c4’var annar góður mögu- leiki. Því má þó ekki gleyma að sá möguleiki er fyrir hendi að svartur geti fómað biskupum sín- um á öll peð hvíts og skilið hann eftir með riddaraparið gegn berum kóngi sínum, en sú staða er jafn- tefli. Fischer gefur annað umfram- peðið til að losna við biskupaparið af borðinu. 32. - Kf8 33. e4 - Bxd5 34. exd5 - h5 35. Kf2 - Bxc3 36. Ke3 - Kf7 37. Kd3 - Bb2 37. - Bf6 var betri vörn. 38.g4 - hxg4 39. hxg4 - Kf6 40. d6! - Ke6 41. g5 - a5 42. g6 - Bf6 43. g7 - Kf7 44. d7 og Spasskí gaf þessa vonlausu stöðu. Hvíti kóngurinn skundar á vettvang og gerir svörtu peðin óskaðleg. Fregnir herma að Spasskí hafi beðið um að áttundu skákinni yrði frestað en þeirri beiðni höfnuðu einvígishaldararnir. 8. einvígisskákin: Hvítt: Boris Spasskí Svart: Bobby Fischer Kóngsindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f3 - 0-0 í annarri skákinni lék Fischer 5. - c5 og Spasskí var snöggur að skipta upp á peðum og drottn- ingum. Nú teflir Fischer hvassasta afbrigðið sem völ er á. 6. Be3 - Rc6 7. Rge2 - a6 8. Dd2 - Hb8 9. h4 - h5 10. Bh6 - e5!? Það er greinilegt að Fischer hefur sínar eigin hugmyndir um það hvernig svartur skuli þróa stöðu sína. Hér hefur yfírleitt strax verið farið í aðgerðir á drottningarvæng með b7-b5. II. Bxg7 - Kxg7 12. d5 - Re7 13. Rg3 — c6 14. dxc6 - Rxc6 15. 0-0-0 - Be6 16. Kbl Eftir 16. Dxd6 - Da5 hefði Fischer gott spil fyrir peðið. 16. - Re8 17. Rd5 - b5 18. Re3 - Hh8! Nauðsynleg varrúðarráðstöfun áður en svarta drottningin sleppir valdi sínu af g5-reitnum. 19. Hcl - Db6 20. Bd3 - Rd4 21. Rd5 - Da7 22. Rfl! Miðað við varfæmislegan stíl Spasskís hefði mátt búast við 22. . Re2, en hann lætur sér fátt um svarta riddarann á d4 finnast. Þetta var hárrétt mat. 22. - Rf6 23. Rfe3 Enginn ávinningur var af því að fá svarta kónginn út á borðið: 23. Rxf6 - Kxf6 24. f4?! - Kg7 25. f5 - Bxc4 26. Bxc4 - bxc4 27. Re3 - Db7 28. Rd5 - Hhc8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.