Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 12
I 12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 Weetabix $ TREFJARIKT ( EINNIG Á SUNNUDÖGUM ) MOBðNA Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og starfsgleði í erli dagsins. ÞÚ KEMST LANGT Á EINNI KÖKU. ORKURÍKT HOLLT OG GOTT FITUSNAUTT Yíghólasamtök - slíðrið sverðin eftir Guðrúnu Vigfúsdóttur Síðastliðinn laugardag skoðuð- um við dóttir mín Víghólasvæðið umdeilda. Það fór fyrir okkur sem mörgum öðrum að við komumst að raun um að kirkjulóðin stæði afsíðis við hið friðaða svæði. Við gengum að útsýnisskífunni, þaðan er útsýnið stórfenglegt. Ég hef lesið, að ég held, allar greinar Víghólasamtakanna, sóknamefndar Digranessóknar og heimsend fréttabréf af málinu. Ég finn til vissrar samúðar með Víg- hólamönnum, sem kenna sig við náttúrvernd, en harkan í þessu máli er meiri en ætla mætti af þeim sökum. Ég er sammála mörgum sem vilja vanda til staðarvals fyrir kirkju. Slíkar fagrar byggingar setja vissulega svip sinn á um- hverfið. Óneitanlega skyggir kirkj- an á útsýni nærliggjandi húsa að einhveiju leyti en þá eru íbúarnir svo heppnir að hafa útsýni af Víg- hóli innan seilingar. Ég starfaði mikið að kirkjumál- um á ísafírði áður en ég fluttist hingað fyrir fjórum árum; í Kven- „Hér í Kópavogi fjölgar ört þeim sem lokið hafa löngu dagsverki. Mér finnst þeir frumbyggj- ar sem telja sig til Digranessóknar eigi vissulega skilið að kirkja verði reist sem fyrst. Kirkja er ekki venjulegt hús, hún er helgistaður öllum sem virða hana. Þar erum við skírð, fermd, gift og síðast kvödd af ætt- ingjum og vinum.“ félagi ísafjarðarkirkju frá stofnun 1960, fyrst ritari síðan formaður í fjölmörg ár, í kirkjukór um skeið, varamaður í sóknarnefnd og um tíma meðhjálpari. Maðurinn minn, Gísli Kristjánsson, var einnig mik- ið tengdur kirkjumálum. Hann átti sæti í sóknarnefnd, var í kirkjukómum og safnaðarfulltrúi um skeið. Ég hef beðið átekta og vonað að öldur lægðu í kirkjubyggingar- • • Orlög Digranessafn- aöar ráðast í kvöld eftir Jóhönnu Thorsteinsson Undanfarið hafa skrítnir hlutir verið að gerast meðal kristinna safnaða í landinu. Af öllum skrítn- um hlutum fmnst mér undarlegast að söfnuður vilji ekkl reisa kirkju fyrir starfsemi sína. Menn halda því fram, að Kópavogskirkja sé nógu stór, óþarfí sé að reisa fleiri kirkjur í Kópavogi en þegar er orðið. Að sönnu hefur Kópavogs- kirkja verið stolt Kópavogsbúa. Hún hefur verið tákn þess bæjar í 30 ár. Hún hefur þjónað tveimur söfnuðum; Kársnessöfnuði og Di- granessöfnuði í yfir 20 ár. Starfs- menn kirkjunnar hafa þjónað tveimur söfnuðum allan þennan tíma. T.d. eru organisti og kór bundin yfír tveimur messum á dag alla stórhátíðadaga í kirkjuárinu. Kópavogskirkja er lítil kirkja sem hvergi nærri annar því hlut- verki sem henni er ætlað. A hveij- um jólum er kirkjan þéttskipuð og síðustu 15-20 mínútur fyrir jóla- guðsþjónustur aðfangadags vísa starfsmenn kirkjunnar kirkjugest- um frá vegna þess að kirkjan er fullsetin. Meðalstór útför hýsist varla í þessari fögru kirkju, hún tekur u.þ.b. 400 manns í sæti. Það sætir undrun að ekki skyldi vera hugsað fyrir safnaðaraðstöðu við Kópavogskirkju þegar hún var hönnuð á sínum tíma. Kirkjan er ekki nema 30 ára. Safnaðarstarfið er nefnilega ekki einskorðað við fastar messur á sunnudögum. Kirkjan almennt hefur í æ ríkari mæli beitt sér fyrir öflugu safn- aðarstarfí á ýmsum vettvangi. Innan kirkjunnar er víða öflugt æskulýðsstarf, starf meðal aldr- aðra og starfsemi til stuðnings fjölskyldum. Vissir þú lesandi góð- ur að við sérhveija skím barns í söfnuð gangast foreldar ásamt söfnuði undir þau fyrirmæli að ala bamið upp í kristinni trú og hafa ekkert það fyrir barninu sem af- vegaleiddi það? Þær leynast víða hætturnar. Mikilvægi öflugs og víðtæks safnaðarstarfs er aldrei meira en nú á dögum sundraðra fjölskyldna og ráðvilltra barna, ungmenna og foreldra. Skólamir skila sumum nemend- um sínum á götuna daglega ár eftir ár. Fjöldi ungra nemenda á nefnilega foreldra sem báðir stunda fulla vinnu og treysta börn- um sínunr fyrir sjálfum sér að loknum skóladegi. Félagsmálastofnanir munu aldrei geta unnið forvarnarstarf fyrir kirkjuna því tilvist slíkra stofnana er af öðrum toga spunn- in _en kirkjan og trúin. í 20 ár hefur söfnuðurinn leit- Selfosskirkja Tónleikaröð á þriðjudögnm Orgeltónleikarnir halda áfram þriðjudaginn 15. september og verður þá við orgelið Örn Falkner, organisti Hveragerðiskirlgu. Örn mun leika sálmaforleiki eftir J.S. Bach og Tilbrigði eftir róm- antíska tónskáldið Cesar Franck. Síðan mun ekki veita af öllum möguleika hins 38-radda orgels bæði í veiku og sterku þegar kemur að Tilbrigðum og fúgu eftir Max Reger við breska þjóðsönginn „God save the King“ — betur þekkt hér með textanum Eldgamla ísafold. Öm Falkner lauk prófí í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 1990. Hann hefur verið organisti við nokkrar kirkjur og er nú organisti við kirkjurnar í Hveragerði 'og á Kotströnd. Aðgangur að tónleikunum er Ókeypis. (Frcttatilkynning) * » * » » » b » > l >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.