Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 47 < í í I I I I í í Edda Sigurðsson með besta hund sýningarinnar, Fróða frá Götu. Gunnar Örn Ólafsson með annan besta hundinn, Hersis Karra. Morgunblaðið/Finnur Magnússon syningunni. Hundaræktarsýning í Laugardalshöll Islenskur fjárhundur kjörinn besti hundur sýningarinnar FRÓÐI frá Götu, íslenskur fjárhundur í eigu Eddu Sigurðsson, var kjörinn besti hundur Hundaræktarsýningar í Laugardalshöll um helgina. Annar varð Hersis-Karri, enskur cocker-spaniel í eigu Gunnars Arnar Ólafssonar, þriðji Eðal-Máni, írskur setter í eigu Gunnars H. Þórarinssonar, og fjórði Snælands-Limbra, enskur springer-spaniel í eigu Guðríðar Valgeirsdóttur. Nollar-íris Mjöll, golden retrie- ver, var kjörinn besta ungviðið (hundar 3-6 mánaða), Silfur- skugga-Stakkur, strýphærður langhundur, var kjörinn besti hvolpurinn (hundar 6-9 mánaða), Standahl-Xavier, scháfer, var kjör- inn besti unghundurinn (hundar 9-15 mánaða) og Bonni, labrador retriever, var kjörinn besti öldung- urinn (hundar eldri en 7 ára). Ennfremur var keppt í flokkum ungra sýnenda. Gerður Leifsdóttir með Garða-Þyrí .íslenskan fjár- hund, var kjörin besti ungi sýnand- inn í flokki 8-11 ára og Baldur K. Garðarsson með Dala-Lady, írskan setter, var kjörinn besti ungi sýnandinn í flokki 12-15 ára. f f f Norrænn fundur heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Akveðnir þættir norræns samstarfs dragast saman ÁRLEGUR fundur heilbrigðis- og félagsmálaráðherra var haldinn á Hindsgavl-setri á Fjóni dagana 27. og 28. ágúst sl. Fundinn sátu ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Embættismenn frá Norður- löndum og Ráðherraskrifstofunni í Kaupmannahöfn sátu og fund- inn, þannig að alls voru um 60 manns á fundinum. Af íslands hálfu sótti Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fundinn ásamt Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra. FVrri fundardaginn var annars vegar rætt um framtíð norrænnar samvinnu sem hluti af evrópskri samvinnu og hins vegar norrænt samstarf í framtíðinni. Tveir fyrir- lesarar ræddu um þessi efni. Um fyrra efnið ráðuneytisstjórinn í danska utanríkisráðuneytinu, J. Oström Möller, og um síðara efnið deildarstjóri á norrænu ráðherra- skrifstofunni, Leif Christian Han- sen. Ráðherrarnir ræddu um málin og tóku í umræðunni mið af nýbirt- um áætlunum forsætisráðherranna um norrænt framtíðarsamstarf. Öll- um virðist ljóst að með auknu sam- starfi við Evrópulönd virðast ákveðnir þættir norræns samstarfs minnka og jafnvel falla niður, enda þótt engar beinar tillögur um það liggi enn fyrir. Síðari fundardagur var sérstakur ráðherraráðsfundur til ákvörðunar. Á þeim fundi var rætt um framtíð- arsamvinnu Norðurlanda á félags- og heilbrigðissviði. Ráðherrarnir staðfestu norræna menntunaráætl- un vegna þróunar félagslegrar þjón- ustu (NOPUS) ásamt reglum fyrir starfsmennina. Þá staðfestu ráð- herramir nýjar reglur fyrir norrænu nefndina um málefni fatlaðra og nýjar reglur fyrir norræna mennta- setrið fyrir starfslið heymarlausra og blindra (NUD). í lok fundarins kom sendinefnd frá norræna gigtarráðinu og kynnti fyrir ráðherrunum það starf sem bæði hefur verið unnið af norræna gigtarráðinu og í einstökum löndum vegna norræna gigtarársins, því að svo sem kunnugt er ákvað norræna ráðherranefndin að árið 1992 yrði norrænt gigtarár og málefni gigt- sjúkra yrðu sérstaklega kynnt á því ári. Næsti ráðherrafundur verður haldinn í Svíþjóð sumarið 1993 en ráðherranir gera ráð fyrir að hitt- ast sérstaklega á aukafundi Norð- urlandaráðs sem halda á í Álaborg í nóvember. (Úr fréttatilkyiiningu.) Tregða í sölu æðardúns 15-20% samdrátt- ur er í útflutningi Stykkishölmi. 22. AÐALFUNDUR Æðarræktarfélags íslands var haldinn í Sfykk- ishólmi 12. september og var hann nú haldinn í fyrsta skipti utan Reykjavíkursvæðisins. Fundurinn var vel sóttur og komu menn alls staðar að af landinu til að bera saman bækur sínar. Voru fundarmenn ánægðir með þá breytingu að færa fundina út á land. Gestur fundar- ins var Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra og ávarpaði hann fundar- menn. Á fundinum voru málefni æðar- bænda rædd. Þar kom fram að sl. vor var æðarbændum óhagstætt. Á Suður- og Vesturlandi var tíðarfar óhagstætt á varptíma, úrkoma og vindar og því var dúnnýting mun urlandi varð mikill ungadauði í Jóns- messuhretinu. Það var helst á Aust- urlandi sem varpið gekk vel. Talið er grútarmengunin á Ströndum í fyrra hafí tekið mikinn toll og að varpið sé á sumum stöðum aðeins þriðjungur af því sem áður var. Þá kom fram að aðalvandamál æðarbænda er sölutregða á æðar- dúni. Miklar sveiflur hafa verið í sölu hans á undanförnum árum. Á árunum 1988 og 1989 var eftirspurn- in svo mikil að skammta varð dún til kaupenda en síðan hefur eftir- spumin minnkað og nú er hún nán- ast engin. Verð á útfluttum æðar- dúni hefur lækkað um 15-20% á síð- ustu tveimur árum. Sölutregðan staf- ar af erfiðu efnahagsástandi í Þýska- landi og Japan en þar eru helstu markaðir fyrir íslenskan æðardún. Til marks um samdráttinn má nefna að útflutningur árið 1989 var 3.200 kíló, árið 1991 1.620 kíló og.það sem af er þessu ári hafa verið flutt út aðeins 820 kíló. Á fundinn mættu fulltrúar útflytj- enda til að ræða ástand og horfur í sölumálum og kom fram hjá þeim að bati í útflutningi væri ekki sjáan- legur. Til eru birgðir dúns frá í fyrra og nú bætast við afurðir þessa árs. Kom fram hjá fundarmönnum að leggja beri nú áherslu á innanlands- markað og hvað væri t.d. betra að gefa bami í fermingargjöf en æðar- dúnsæng, gjöf sem entist alla ævi. Á fundinum var sagt frá rannsókn Hafrannsóknarstofnunar á dauða æðarfugls í grásleppunet. Var rann- sókn gerð á Breiðafirði árið 1987 og á Húnaflóa 1991. Niðurstöður þeirra eru þær að 1% æðarfugls í Breiða- fírði ferst i netum og 2% æðarfugls í Húnaflóa. Kemur einnig fram að stærsti hluti æðarfugls kemur í net snemma vors og í framhaldi af því - var leyfi til grásleppuveiða á Breiða- fírði gefíð seinna út í vor en áður. Þá hefur Æðarræktarfélagið gefíð út auglýsingabækling á ensku og þýsku þar sem æðarvarp og gæða æðardúns eru kynnt og standa vonir manna til þess að slíkt kynningar- starf muni skila árangri í útflutningi. í stjóm Æðarræktarfélags íslands voru kjömir Davíð Gíslason, Garðabæ, Hermann Guðmundsson, Stykkishólmi, Þorleifur Kristmunds- son, Kolfreyjustað, og varamenn þeir Ámi G. Pétursson og Agnar Jónsson. - Fréttaritari Morgunblaðið/Gunnlaugur Amason Frá aðalfundi Æðarræktarfélagfs Islands sem haldinn var í Sfykkis- hólmi um helgina. Heildarvinningsupphæðin : 107.195.014 kr. Röðin: 122-122-222-2212 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: Sölu lýkur í miövikudag kl. 7 raðir á 209 raöir á 3.039 raðir á 25.187 raöir á fyrsta EUROTIPS 4.134.660-kr. 87.190-kr. 6.340 - kr. 1.610-kr. seölinum á morgun, 15:00. 1. vinningur er sameiginiegur meö Austurríki, Danmörk, Svíþjóö og okkur og ætti hann aö vera um 30-50 milljónir. 1X2 - ef þú spilar tll aö vlnna I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.