Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 36
OES.
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
Bragi Ki'istjánsson
fv. framkvæmda-
stjóri - Minning
Fæddur 27. ágúst 1921
Dáinn 4. september 1992
Síðastliðin 50 ár hefur lítill sam-
valinn hópur sótt gufubað á laugar-
dögum um hádegisbil. Margir félag-
ar hafa kvatt á umliðnum árum og
í dag kveðjum við einn traustasta
meðlim Gufublaðsklúbbsins, Braga
Kristjánsson, forstjóra hjá Pósti og
síma. Hann lést 4. þ.m. eftir stutta
en erfíða baráttu við krabbamein.
Bragi verður minnisstæður okkur
öllum, sem áttum hann að vini.
Áhugamálin voru mörg og víða var
hann kallaður til forystu. Formaður
Ólympíunefndar og Fijálsíþrótta-
sambands fslands. í Þjóðhátíðar-
nefnd Reykjavíkur og formaður
Bamavinafélagsins Sumargjafar.
Saman vorum við svo í fulltrúaráði
Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
og í fulltrúaráði Knattspymufélags-
ins Vals. í síðasta samtali okkar
óskuðum við hvor öðmm til ham-
ingju með bikarsigur Vals.
Við gufubaðsfélagarnir söknum
skemmtilegs félaga sem auðgaði
samfundi í góðum félagsskap með
hnyttiyrðum og tímabærum at-
hugasemdum um menn og málefni.
Eiginkonu Braga sendum við
óskir um batnandi heilsu og bömum
hans og bamabömum góðar óskir,
en bamabömin útnefndu Braga
nýlega besta afa í heimi. — Segir
það sína sögu.
Blessuð sé minning Braga Krist-
jánssonar.
Ágúst Bjarnason.
í dag, verður til moldar borinn
vinur minn og skólabróðir Bragi
. Kristjánsson, sem andaðist 4. sept-
ember sl. Mig langar að minnast
þessa vinar míns með nokkrum orð-
um. Hér verður ekki rakin ætt eða
æviferill Braga, aðrir munu verða
til þess.
Þegar sólin lækkar á lofti, það
fer að bregða birtu, haustvindamir
leika, vitum við að sumarið er að
kveðja og vetur konungur boðar
komu sína. Eins er það þannig í
lífí hvers manns, einhvem tíma,
haustar að, lífíð hverfur og starfs-
degi lýkur. Stundum tekur þetta
langan tíma, en stundum kemur
dauðinn snöggt sem reiðarslag og
við emm óviðbúin. Okkur beklq'ar-
systkinum hans frá Menntaskólan-
um í Reykjavík útskrifuð 1941 varð
hverft við er við heyrðum lát hans,
svo lifandi er hann í minningum
okkar frá nýliðnum samvemstund-
um. Við áttum þess kost að vera
með Braga vorið 1991 er við héldum
upp á 50 ára stúdentsafmæli. Það
var gaman að hitta hann eins og
alltaf. Hann var geðþekkur og hlát-
urmildur eins og jafnan áður. Við
stúdentssystkinin vomm æskuglöð
og söngvinn Bragi lagði sinn skerf
fram í því að gera þá góðu daga
litríka og ég veit að hann naut þess
að hitta okkur.
Persónuleg kynni okkar Braga
hófust þegar við áttum samleið í
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, Ág-
ústarskólanum, fyrir um '55 ámm
og það má segja að þá strax knýtt-
ust þau vináttubönd sem aldrei
hafa rofnað síðan. Vináttubönd sem
tengjast á milli ungmenna em oft-
ast ofín þeim gullnu þráðum sem
aldrei bresta. Sjaldan eignast menn
síðar á ævinni jafn einiæga vini og
þá sem æskuárin gefa. Þá skapast
vinátta fyrir það að sál fellur að
sál, þar að baki er ekki yfirskin eða
hgsmunasjónarmið. Þegar nú þessi
góði vinur minn og félagi er kvadd-
ur hinstu kveðju fljúga í gegnum
huga minn ógleymanlegar minning-
ar frá langri viðkynningu. Þetta
byijaði allt á því hvað við Bragi
vorum líkir í hugsun og háttum.
Brennandi áhugi fyrir íþróttum,
spilum og leikjum, dálæti og hrifn-
ing á öllum tegundum tónlistar og
síðast en ekki síst ávallt stutt í
ómælt skopskyn. Á háskólaámnum
stofnuðum við fjórir félagar BB-
klúbbinn (Bridge og Badminton).
Við spiluðum badminton tvisvar í
viku í mörg ár og spiluðum brids
saman vikulega í 35 ár. Minning-
amar frá þessum félagsskap gleym-
ast aldrei. Þegar ég skrifa þessar
fáu línur ryðst fram enn ein minn-
ing sem ég gleymi aldrei. Á sjötugs-
afmæli Braga 27. ágúst á síðasta
ári buðu Steinunn og Bragi skyld-
fólki, vinum og samstarfsfólki til
að samfagna með þeim þessum
merku tímamótum. Það sem gerði
• þennan afmælisfagnað sérstakan
og ógleymanlegan var flutningur á
lifandi tónlist, af öllum gerðum sem
skyldfólk Braga flutti hvert á fætur
öðru.
Við fráfall þessa góða vinar míns
skulu honum færðar þakkir fyrir
langar og ánægjulegar samveru-
stundir. Það er ómetanlegt að hafa
kynnst og átt vináttu slíks manns.
Nú að leiðarlokum eiga ástkær
og dugmikil eiginkona og yndisleg
börn og bamaböm um sárt að
binda. Það er erfítt að hugga á
svona stundu, en þau og við öll
fylgjum þessum góða dreng síðasta
spölinn með virðingu og reisn, því
að þannig stóð hann að öllum sínum
májum í lifanda lífi.
Ég og fjölskylda mín þökkum
sérstaklega góð kynni og ánægjuleg
samskipti liðinna ára og við sendum
Steinunni, Bertu, Helga og Halldóri
Snorra og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Megi Guð blessa minningu Braga
Kristjánssonar.
Benedikt Antonsson.
Vinur okkar Bragi er látinn og
þá riQast upp gamlar minningar sem
flæða fram. Fyrst ruglingslegar og
þokukenndar en svo skýrast þær og
einmitt þá áttum við okkur á að við
höfum misst vin, sem ekkert fær
bætt. Því fólk sem komið er á eftir-
launaaldur bætir ekki uþp missi vina
sinna eins auðveldlega og þeir sem
yngri eru.
Árið 1956 fór ég að vinna hjá
Verðlagsstjóra, en sú stofnun var
samtengd skrifstofu Innflutnings-
ráðs þar sem Bragi var skrifstofu-
stjóri. Þar kynntist ég Braga betur
en áður, en við þekktumst til að
geta glaðst, enda báðir tryggir Vals-
arar. En minningamar gleðja og ég
man þegar við Bragi, sem var þá
formaður Ólympíuneftidar íslands,
biðum eftir síðustu fréttum frá
Melbourne og vissum að Vilhjálmur
hafði sett nýtt ólympíumet í þrí-
stökki. Við vorum óvenju hljóðir og
það var engu líkara en við værum
að spara kraftana fyrir siguröskrið.
Við höfðum þegar fengið meira en
við áttum von á og þegar það var
fengið vildum við fá allt. Og við
höfðum það allt fram á síðustu
stundu. En hversu oft höfum við
ekki þurft að segja en, þegar úrslit-
in fara ekki að ýtrustu óskum. Samt
sem áður höfðum við lifað þá stund
er tók öllu öðru fram af íslands
hálfu á Ólympíuleikum.
Á sjötta áratugnum héldu ríkis-
stofnanir bridgemót á hveiju ári og
þar spiluðum við Bragi saman og
náðum þokkalegum árangri, enda
ERFIDRYKKJUR
^V- Perlan á Öskjuhlíð
p e r l a n sími 620200
'Sdávtt.
Opiðalladaga fra kl. 9 22.
var Bragi lipur spilari, en umfram
allt mjög ljúfur félagi við spilaborð-
ið. En stærsta sigur sinn í bridge
vann Bragi með konu sinni Stein-
unni í fyrstu og einu hjónakeppninni
sem haldin hefur verið með sanni
og stóð undir nafni. Bragi fylgdist
alla tíð vel með gengi bridge á ís-
landi og spilaði sjálfur síðustu 20
árin í Krummaklúbbnum, sem er
nokkurs konar „heldrimannaklúb-
bur“ í bridge.
Mjög fljótt tókust kynni við Stein-
unni, en hún óg kona mín eru báðar
frá Akureyri, svo þær höfðu margt
sameiginlegt til að rifja upp og ræða.
Vinfengi við Braga og Steinunni
hefur veitt okkur hjónum mikla
ángæju og gleði í gegnum árin. En
nú gj komið að kveðjustund og við
vottum Steinunni, bömum þeirra og
ijölskyldum okkar innilegustu sam-
úð.
Fari vinur okkar.
Eyja og Agnar.
Að undanförnu dvaldi ég nokkuð
erlendis vegna Ólympíuleika og
ýmissa fundarhalda vegna íþrótta-
mála. Það kom mér því mjög á óvart,
að heyra fráfall Braga Kristjánsson-
ar vinar míns og samheijá um ára-
raðir, er ég kom heim daginn eftir
andlát hans.
Um 40 ára skeið var Bragi í far-
arbroddi að uppbyggingu íþrótta-
mála og kom víða við. Það var sama
hvað hann tók að sér, allt var unnið
af prúðmennsku og samviskusemi
til hagsbóta fyrir íþróttastarfið í
landinu.
Ungur að árum gekk Bragi í
Knattspyrnufélagið Val og lék þar
knattspymu í yngri flokkum. Það
var eðiliegt að hann gerðist Vals-
maður, enda var faðir hans Kristján
Helgason, einn dyggasti stuðnings-
maður knattspymumanna Vals um
áraraðir. Þótt Bragi tæki ekki lengi
þátt í íþróttinni sjálfri varð hann
mikill Valsmaður og sat í fulltrúa-
ráði félagsins í mörg ár.
Vegna starfs míns hafði ég nokk-
ur kynnst Braga meðan hann var
skrifstofustjóri í nýbyggingaráði og
síðar fjárhagsráði, en þar komu
strax fram skipulagshæfileikar
hans.
Það var því mikilsvert þegar Bragi
gekk til liðs við íþróttahreyfínguna
um miðbik aldarinnar. En árið 1951
var hann kjörinn í stjóm Fijáls-
íþróttasambands íslands og ári síðar
formaður þess. Um sama leyti var
hann kjörinn í Ólympíunefnd. Þessi
íþróttasamtök voru þá í mótun og
unnið að vemlegum breytingum og
auknu starfi innanlands. Alþjóðsam-
skipti á íþróttasviðinu voru að breyt-
ast og fóru stöðugt vaxandi frá því
sem verið hafði fyrir stríð. Bragi var
því strax í fararbroddi að móta pessa
nýju stefnu og vinnubrögð íþrótta-
hreyfingarinnar. Þar var réttur mað-
ur á réttum stað og komu hans
ágætu skipulagshæfileikar þar að
góðum notum.
Störfín hlóðust strax á hann, svo
hann ákvað að hætta í FRÍ en snúa
sér alfarið að störfum í Ólympíu-
nefndinni. Árið 1954 var hann kos-
inn formaður nefndarinnar og
gegndi því starfí til ársins 1962.
A þessum árum var ritarastarfíð
eitt vandamesta starfíð í Ólympíu-
nefndinni. Nefndin hafði engan
starfsmann. Rjtarinn varð því að sjá
um allar bréfaskriftir, en þau fóru
þá aðallega fram á fjórum erlendum
málum. Nú kom sér vel að hafa
Braga sem mikinn málamann í
nefndinni og var hann fenginn til
t
Systir okkar,
SIGURBJÖRG ÁRNADÓTTIR
frá Hrólfsstaðahelli í Landssveit,
Freyvangi 9,
Hellu,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 13. september.
Oddur Árnason,
Sigurþór Árnason.
t
Faðir okkar,
ÓLAFUR M. TRYGGVASON,
síðast til heimilis
á Hrafnistu, Reykjavik,
andaðist að morgni 12. september.
Börnin.
| t
Bróðir okkar,
GUÐJÓN JÓNSSON
fyrrverandi bóndi iÁsmúla,
Goðheimum 7,
er látinn.
Systkini híns látna.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GRÍMUR LAXDAL LUND,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. septem
ber kl. 13.30.
María Jóhannsdóttir,
Rúnar Lund, Magnús Þorgrímsson,
Rannveig Lund, Halldór M. Gfslason,
Katrín Anna Lund
og barnabörn.-
þess að taka að sér ritarastarf nefnd-
arinnar árið 1962 og gegndi hann
því til ársins 1989, eða 28 ár sam-
fleytt. Öll þessi vinna var unnin
launalaust af áhuga fyrir málefninu.
Við nefndarmenn stöndum því í mik-
illi þakkarskuld við hann fyrir frá-
bær störf sem unnin voru öll þessi
ár af hans hendi.
Fyrir 5 árum stofnaði Ólympíu- '
nefndin fræðsluráð, sem heftir það
markmið, að kynna ungum íþrótta-
mönnum Ólympíuhugsjónina. Sök- (
um mikillar þekkingar Braga á þess-
um málum var hann kjörinn í nefnd-
ina og starfaði þar af áhuga. (
Nokkur ferðalög til fundarhalda
víðsvegar um heiminn, svo og á
Ólympíuleika fylgir starfi í Ólympíu-
nefndinni. Undirritaður átti því oft
kost á að ferðast með Braga. Var
það sérstök ánægja því bæði var
hann skemmtifegur ferðafélagi og
fróður um marga hluti. Eins atviks
sem gerðist í slíkri ferð vil ég minn-
ast, er sýnir að hann var heimsmað-
ur mikill og kom ávallt fram fyrir
land og þjóð með miklum sóma. Við
vorum staddir við setningu Ólympíu-
leika í Montreal, en eftir setningu
leikanna er oft boð sem viðkomandi
þjóðhöfðingi heldur, en í þessu til-
felli var það Elísabet. Englands- ,
drottning. Gekk hún um gólf og 1
heilsaði gestum, eins og þjóðhöfð-
ingja er siður. Kom að því að hún
heilsaði upp á Braga og tóku þau i
tal saman nokkra stund svo eftir var
tekið. Kom þá einn af forystumönn- .
um Kanada og spurði hver þessi '
maður væri sem stæði á tali við
drottningu. Með nokkru stolti tjáði
ég honum, að jietta væri ritari
Ólympíunefndár Islands.
Þótt aðalstarf Braga í íþrótta-
hreyfingunni væru störf að Ölymp-
íumálum var sóst eftir hpnum víða
til starfa. Hann átti sæti í stjórn
íþróttasvæða Reykjavíkur árin 1950
til 1958. Varaformaður íþróttaráðs
Reykjavíkur 1962-1966. En það var
þá nýstofnað og var verið að móta
framtíðarstörf þess og stefnu. Þetta
ráð tók við stjórn íþróttasvæðanna
og fékk umfangsmeiri verkefni sem
verið var að skipuleggja þessi ár.
Þar var Bragi hinn trausti starfs- t
maður sem annars staðar og miðlaði "
af þekkingu sinni til framtíðar upp-
byggingu ráðsins. J
Um 10 ára skeið átti Bragi sæti *
í þjóðarnefnd, sem skipulagði hátíð-
arhöldin á þjóðhátíðardegi okkar 17. t
júní ár hvert. Þannig var stöðugt "
sóst eftir starfskröftum Braga þegar
átti að skipuleggja störf fyrir
íþróttasamtök og borgarsamfélagið.
í þau 40 ár, sem við störfuðum
saman bar aldrei skugga á það starf.
Þótt hann væri mikill Valsmaður
fórum við nokkrum sinnum saman
út á völl til að sjá hina gömlu góðu
keppinauta KR og Val keppa saman.
Fórum við oftast ánægðir heim og
urðum sammála um, að betra liðið
hefði unnið. Það eru sanngjörn úr-
slit í hveijum leik og úrslit sem allir
eiga að fagna.
Fyrir hin margháttuðu störf, sem
Bragi Kristjánsson hafði unnið að
fyrir íþróttahreyfínguna hafði hann |
verið sæmdur mörgum heiðursvið-
urkenningum. Þá hafði hann hlotið
heiðursorðu iþróttasambands ís- á
lands og Ólympíunefndarinnar fyrir "
frábær störf í þágu íþróttasamtak-
anna og Ólympíuhugsjónarinnar. |
Bragi var kvæntur Steinunni
Snorradóttir og áttu þau þijú upp-
komin böm. Steinunn hafði búið fjöl-
skyldunni fagurt heimili, sem þau
voru samhent um að gera sem best
úr jfarði fyrir fjölskylduna.
íþróttahreyfingin stendur í þakk-
arskuld við Braga og Qölskylduna
fyrir hans mikilvægu störf í þágu
hennar. íþróttasamband íslands og
Ólympíunefnd þakka því mikilvæg
störf og senda Steinunni og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur.
Gísli Halldórsson.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama. I
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Veðráttan síðustu daga með j
norðannæðingi minnir okkur á að
haustið fari í hönd. Á einum slíkum
degi hneig ævisól Braga Kristjáns-
sonar, fyrrverandi framkvæmda- i