Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 4
Tf>r SJHflM3VK18 <lí HUMCVJlGlm (IIGAJU/ÍUDÍíOm MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992 Umræður um fjárlagafrumvarpið í þingflokkum ríkisstjórnar Mikil andstaða víð almennt afnám undanþága frá virðisaukaskatti Til umræðu að fella niður skyldusparnað og skatt á elli- og- örorkulífeyri TILLAGA fjármálaráðherra um afnám undanþága frá virðisaukaskatti og tveggja þrepa virðisaukaskattskerfi mættu mikilli andstöðu í þing- flokki sjálfstæðismanna í gær samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Tókst ekki að ná niðurstöðu í málinu fyrir ríkissljórnarfund í gærkvöldi. Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur heldur ekki viljað sam- þykkja afnám allra þeirra undanþága frá virðisaukaskatti sem fjármála- ráðherra hefur lagt til. Meiri sátt virðist þó ríkja um hugmyndina sjálfa í þingiiði Alþýðuflokksins en meðal þingmanna Sjálfstæðisflokks. Helst hefur verið mótmælt hugmyndum um að leggja virðisaukaskatt á upp- hitun húsa, ákveðna þætti ferðaþjónustu og íþróttastarfsemi, en komið hefur til tals að komið verði til móts við aðila á sviði lista- og íþrótta- starfsemi, sem kæmu illa út úr skattlagningu, með sérstökum fjárfram- lögum. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði eftir þingflokksfund í gær að samkomulag væri um niðurstöðu sem þingflokkur- inn hefði komist að. „Það eru mjög mismunandi sjónarmið í þingflokkn- um varðandi einstök atriði í þessu máli,“ sagði Davíð Oddsson forsætis- VEÐUR ráðherra að afloknum um þriggja klukkustunda löngum þingflokks- fundi sjálfstæðismanna í gær. Sagði hann að þingflokkurinn samþykkti ekki tillögurnar óbreyttar en hug- myndinni hefði þó ekki verið ýtt út af borðinu. Tillögurnar fengjust ekki samþykktar í þeirri mynd sem urh hefði verið rætt í upphafi og breyt- ast allnokkuð. Sagði Davíð að tekju- hlið frumvarpsins væri enn óútrædd og óútkljáð í þingflokknum. Ekki er heldur að fullu lokið um- íjöllun um útgjaldahlið frumvarpsins þar sem enn vantar upp á að endar nái saman, einkum á sviði heilbrigð- ismála. Tillaga hefur Verið gerð um að lækka greiðslur fæðingarorlofs, en þær mættu mjög ákveðinni and- stöðu í þingflokki Alþýðuflokks. Hef- ur sérstakri nefnd verið falið að finna aðrar leiðir til sparnaðar sem m.a. felst í að endurskoða reglur um út- greiðslur bótanna. Eitt af erfiðustu málum fjárlaga- gerðarinnar snýr að sveitarfélögun- um. Er það samdóma álit innan stjómarflokkanna að „lögguskattur- inn“ svokailaði, sem lagður var á IDAGkl. 12.00 Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt ó veðurspó kl. 16.15 f gœr) VEÐURHORFURIDAG, 12. SEPTEMBER YFIRLIT: Um 200 km norðnorðaustur af Langanesi er 994 mb lægð sem grynnist, en 995 mb smálægð skammt austur af Færeyjum hreyfist norður. Um 1.000 km suðsuðvestur í hafi er heldur vaxandi 988 mb lægð á leið austnorðaustur, og 1.020 mb hæð yfir Grænlandi. SPÁ: Áframhaldandi norðlæg átt, gola eða kaldi. Skúrir norðanlands, en bjart veður sunnanlands og vestan. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast suðaust- anlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Fremur hæg norðaustlæg átt, rigning eða skúrir um norðan- og austanvert landið en þurrt og víða bjart veður á Suður- og Vesturlandi. Hiti á bilinu 3 til 10 stig, hlýjast sunnanlands. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. 0 4 4 Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él r r r r r r r r Rigning * r * * r r * r Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heii fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka FÆRÐ Á VEGUM: oo. 17.30 r gæo Allir aðai þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir. Nokkur hálka er þó á heiðum á norðanverðum Vestfjörðum og á IMorðausturlandi. Hálendis- vegir eru flestir orðnir þungfærir eða ófærir vegna snjóa. Þó eru vegir um sunnanvert hálendið taldir færir fjallabílum. Má þar nefna Kaldadal og Fjallabaksleiðir, syðri og nyrðri. Kjalvegur er talinn fær fjallabílum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænniiínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 5 rigning Reykjavfk 8 léttskýjað Bergen 12 léttskýjaó Helsinki 17 skýjað Kaupmarmahöfn 16 rigning Narssarssuaq 2 skýjeð Nuuk 1 alskýjað Osló 12 rigning Stokkhólmur 13 rigning Þórshöfn 19 skýjað Algarve 29 hálfskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Bareelona 25 mistur Berlín 16 skýjað Chicago 17 léttskýjað Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 14 rigning Glasgow 13 skúr Hamborg 16 hálfskýjað London 16 skýjað Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg 12 rigning Madríd 30 heiðskírt Malaga 26 mistur Mallorca 28 léttskýjað Montreal 14 skýjað New York 18 léttskýjað Orlando 23 úrkoma París vantar Madeira 24 skýjað Róm 26 þokumóða Vín 25 skýjað Washington vantar Winnipeg 7 léttskýjað sveitarfélögin í núgildandi fjárlögum, til að fjármagna löggæslu, verði af- lagður um áramót. Það þýðir 600-700 milljóna króna gat sem þarf að fylla upp í og hefur verið rætt um ýmsar leiðir í því sam- bandi. Meðal annars hefur verið rætt um að ríkið hætti að endurgreiða sveitarfélögum virðisaukaskatt, meðal annars af snjómokstri. Þá er til umræðu að breyta fyrirkomulagi á greiðslum elli- og örorkulífeyris og undanþiggja þær skattlagningu. Það þýðir aftur á móti tekjutap fyrir sveitarfélögin sem missa útsvarstekj- ur sem þau hafa af bótagreiðslum almannatrygginga. Þá eru uppi tillögur um verulegan sparnað hjá Húsnæðisstofnun á grundvelli tillagna sérstakrar nefnd- ar. Hefur m.a. verið rætt um að af- nema skylduspamað hjá Húsnæðis- stofnun með öllu en engin ákvörðun verið tekin. Þykir mikill kostnaður stafa af þeirri starfsemi en meiri- hluti þeirra upphæða sem greiddar eru í skyldusparnað fer aftur út úr sjóðnum vegna undanþága sem námsmenn njóta en fara í húsnæðis- kaup. Er bent á að tilgangur skyldu- spamaðarins sé að hjálpa ungu fólki til að leggja til hliðar vegna hús- næðiskaupa en þar sem ýmis sparn- aðarform séu nú í boði á markaðinum . hafi skyldusparnaðarkerfið runnið sitt skeið á enda. Tillaga menntamálaráðherra um hækkun skólagjalda í framhaldsskól- um var hafnað í Alþýðuflokknum en flokksþing samþykkti ályktun um þjónustugjöld fyrr í sumar sem er talin koma í veg fyrir að hreyft verði við skólagjöldum til hækkunar við yfirstandandi fjárlagagerð. Morgunblaðið/Ingvar Frá slysstað við Hringbraut. Bíll og bifhjól í árekstri ÖKUMAÐUR bifhjóls var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við bíl til móts við Háskólasvæðið. Bifhjóli mannsins var ekið eftir Hringbraut og lenti það saman við Bíl sem beygt var af Hringbraut inn á Sæmundargötu. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og var þar til rannsóknar og eftirlits í gærkvöldi en var sagður óbrotinn og ekki í bráðri lífshættu. -----♦ ♦ ♦--- Slasaðist alvarlega r j • r • r uti a sjo UNGUR vélstjóri á Beiti frá Nes- kaupstað slasaðist alvarlega á sunnudagsmorgun þegar vír slóst i hann. Annað nýra mannsins var fjarlægt með skurðaðgerð á fjórð- ungssjúkrahúsinu á Neskaupstað. Skipið var við togveiðar um 90 mílur suðaustur af landinu þegar slysið varð og var því þegar siglt inn til Norðfjarðar. Líðan mannsins var talin eftir atvikum í gær, að sögn Jóhanns K. Sigurðarsonar útgerðar- stjóra Beitis. Monica Brodd frá Svíþjóð varð í þriðja sæti, Þórunn Lárusdótt- ir ungfrú Norðurlönd og Anne Gjesdal frá Noregi varð önnur. Þórunn Lárusdóttir kjörín Ungfrú Norðurlönd Míkil stund sem kom skemmtilega á óvart ÞÓRUNN Lárusdóttir, 19 ára íslensk stúlka, var kjörin Ungfrú Norðurlönd og valin besta ljósmyndafyrirsætan í Vasa í Finnlandi á sunnudag. Tíu þátttakendur voru í keppninni, 2 frá hveiju landi. Hin nýkjörna ungfrú Norður- lönd hefur stundað nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi síð- asta vor. Hún varð þriðja í keppn- inni Ungfrú ísland. Nú vinnur hún í hljómplötuversluninni Skíf- unni og segist líka svo vel að hún ætli að halda þar áfram um sinn. Hvað þá tekur við er óvíst en bæði læknisfræði og leiklist koma til greina. Þess má geta að leiklist er í fjölskyldunni því móður Þórunnar, Sigríður Þor- valdsdóttir, er leikkona. Faðir hennar er Lárus Sveinsson trompetleikari. Hún á tvær syst- ur, Ingibjörgu sem er eldri og Hjördísi Elínu sem er yngri. Þórunn sagði að það hefði ver- ið mikil stund þegar hún hefði verið kölluð upp í keppninni, sér- staklega af því sigurinn hefði komið skemmtilega á óvart. Að- spurð sagði hún að góður andi hefði verið meðal stúlkanna í keppninn og gaman að taka þátt í henni. Helstu áhugamál Þór- unnar eru jeppar, tónlist og myndlist svo eitthvað sé nefnt. Þórunn hefur stundað fyrirsætu- störf í Mílanó í sumar. Hún tekur þátt í keppninni Miss Intemation- al í Japan 18. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.