Morgunblaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992
Þing norrænna umhverfisvemdarsamtaka
STÆRRI ÞYNNRI HANDHÆGARI
MEIRI UPPLÝSINGAR
Morgunblaðið/Kriatinn
Á miðri mynd má sjá Svanhildi Skaftadóttur framkvæmdastjóra
Landverndar, þar sem hún greinir frá niðurstöðum fundarins. Á
hægri hönd hennar situr varaformaður Landverndar Gísli Júlíusson.
Fundur umhverfisráðherra N orðurlandanna
Umhverfismál verði
forgangsverkefni í
norrænu samstarfi
Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu á fundi sem
þeir héldu í Kirkenes í Noregi 2.-5. september að umhverfismál
skuli vera forgangsverkefni í norrænu samstarfi í samræmi við
niðurstöðu fundar forsætisráðherra Norðurlandanna sem haldinn
var í ágúst. Á fundi sínum í Kirkenes lögðu umhverfisráðherrarn-
ir áherslu á að efla enn fremur samstarf á sviði umhverfismála,
og einnig ræddu þeir forgangsröðun verkefna í þeim málaflokki.
í fréttatilkynningu frá umhverf-
isráðuneytinu kemur fram að um-
hverfísráðherrar Norðurlandanna
vilja einfalda samstarfið og ná
betri árangri á sviði umhverfismála
með því að fækka samstarfsnefnd-
um, en á undanfömum átta árum
hafa verið í gangi yfír 80 verkefni
hjá 12 fastanefndum og fjórum
vinnunefndum. Þetta hafi skapað
skort á yfirsýn og í nokkrum tilfell-
um hefðu verkefni skarast. Leggja
ráðherrarnir til að nefndirnar verði
færri og vinna þeirra árangursrík-
ari, og megináherslu beri að leggja
á verndun andrúmsloftsins og
hafsins, hreinni tækni, þróun efna-
notkunar, náttúruvemd og um-
hverfisvöktun.
Ráðherrarnir telja að flest um-
hverfisvandamál megi leysa með
aukinni alþjóðlegri samvinnu og
að Norðurlöndin þurfi að leggja
aukna áherslu á að leysa vanda-
mál á nágrannasvæðum, svo sem
á Kólaskaga. Á fundinum var fjall-
að um mengun frá nikkelvinnslu í
Rússlandi og vandamál er tengjast
kjamorkuverum og losun geisla-
virks úrgangs í Barentshafið. Nor-
rænu ráðherrarnir áttu fund með
V. Danilov Daniljan, umhverfisráð-
herra Rússlands, og í boði hans
skoðuðu þeir nikkelbræðslu og fóru
um Kólaskaga og Múrmansk-
svæðið. Á fundinum með rúss-
neska ráðherranum var fjallað um
vandamál vegna mengunar á og í
grennd við Kólaskaga og vegna
losunar geislavirks úrgangs í Bar-
entshaf og Karahaf. Eiður Guðna-
son umhverfisráðherra lýsti
áhuggjum íslendinga vegna losun-
ar geislavirks úrgangs í sjó og
vegna hugsanlegra tilrauna-
sprenginga á Novaja Zemlja, og
þá fagnaði hann því að Rússar
tækju nú í fyrsta skipti þátt í
umræðum um Óslóar- og Parísar-
samningana um varnir gegn meng-
un sjávar í Norðaustur-Atlants-
hafi.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Sett hafa verið niður blóm og tré við sorpeyðingarstöðina sem verið
er að byggja í Eyjum.
Vestmannaeyjar
Bygging sorpeyðing-
arstöðvar gengur vel
Vestmannaeyjum.
BYGGING húss sorpeyðingarstöðvar í Vestmannaeyjum er vel á veg
komin og eru menn frá Norsk Hydro, framleiðanda stöðvarinnar,
væntanlegir til Eyja á næstu dögum til að hefjast handa við uppsetn-
ingu tækja stöðvarinnar.
Jafnframt byggingu húss stöðv-
arinnar er unnið að snyrtingu um-
hverfis hana. Búið er að setja níður
talsvert af trjám og blómum og
hefur garðyrkjufólk Vestmanna-
eyjabæjar unnið að því verki að
undanfömu. Guðjón Hjörleifsson
bæjarstjóri sagði að með þessu vildu
bæjaryfírvöld leggja sitt af mörkum
til að svæðið umhverfis sorpeyðing-
arstöðina yrði sem snyrtilegast.
Hann sagði að fljótlega hæfist
malbikun svæðisins við sorpeyðing-
arstöðina þannig að þegar stöðin
yrði tekin í notkun í lok nóvember
næstkomandi ætti allt umhverfí
hennar að vera snyrtilegt og fínt.
Grímur
Samvinna Norðurland-
anna er afar nauðsynleg
ÁRLEGT þing norrænu umhverfisverndarsamtakanna var að þessu
sinni haldið á Islandi dagana 28. ágúst til 1. september. Þátttakend-
ur voru um tuttugu frá 8 aðildarfélögum en þar af voru fulltrúar
tveggja samtaka frá Finnlandi. Á þessum fundum er jafnan rædd
þau umhverfismál sem brýnust eru hverju sinni og í þetta skipti
voru megin viðfangsefni ráðstefnunnar tvö. Annars vegar var
rædd stefna norrænna stjómvalda í málum er varða skaðleg eitur-
efni og hins vegar norræn samvinna í umhverfismálum í yósi
EES-samningsins.
Það er samdóma álit allra ráð-
stefnugesta að ef rödd Norður-
landa eigi að heyrast í umhverfis-
málum og mark verði tekið á henni
verði þjóðir í norðri að kom fram
sameiginlega. Það er ennfremur
áréttað að náttúruvemd er ekki
einasta landvernd, vernd skóga og
gróðurs, heldur einnig hafvernd
og þá sérstaklega verndun sjávar-
dýra. Loks er það álit þátttakend-
anna að ekki dugi einungis að
þrýsta á stjómvöld vegna setning-
ar laga og reglugerða heldur verði
almenningur að breyta hugarfari
sínu og hugsa um og virða náttúr-
una allt í kringum sig.
Eitt þeirra mála sem hæst bar
á fundinum var umræðan um áhrif
EES-samnings á samvinnu Norð-
urlanda í umhverfismálum. Fund-
urinn ályktaði af því tilefni og sendi
öllum forsætis- og umhverfisráð-
herrum Norðurlanda afrit af þeirri
ályktun. Ályktunin byggir í grunn-
atriðum á þeirri kröfu að Norður-
lönd standi saman þegar í húfi er
náttúruvemdun á norðurslóðum.
Norrænu umhverfisverndarsam-
tökin krefjast þess einnig að þeir
fái áheymarfulltrúa í umhverfis-
málanefnd EFTA.
Einnig var tekin fyrir umræða
um skaðleg eiturefni og jafnframt
aðgerðir stjórnvalda þar að lút-
andi. Ráðstefnugestir voru sam-
mála um að tvær leiðir væru fær-
an. Hin fyrri er að þrýsta á stjórn-
völd og krefjast harðra aðhaldsað-
gerða svo haldið verði aftur af eit-
urefnum í andrúmslofti jarðar. í
annan stað var talið vænlegt að
beita forvarnarstarfi og ná beint
til almennings sem meðal annars
gæti gerst í gegnum íjölmiðla.
Ýmis smærri mál vom brotin til
mergjar. Fundurinn samþykkti
meðal annars að hefja skyldi sam-
vinnu umhverfisverndarsamtaka á
norðvestursvæðinu, það er á ís-
landi, Færeyjum og Grænlandi. í
samþykktinni segir að sérstök
áhersla skuli lögð á að varðveita
fjölbrejAileika lífríkis en gera veiði-
mannaþjóðfélögum um leið kleyft
að lifa í sátt við umhverfi sitt.
Þá var samþykkt áskorun á
fínnsku stjórnina að hætta við
byggingu kjarnorkuvers þar í
landi, en það yrði fimmta sinnar
tegundar í landinu. Á fundinum
voru líka dregnar saman niðurstöð-
ur Ríó-ráðstefnunnar og þær
ræddar með hagsmuni Norður-
landa í huga. Loks voru á fundinum
rædd ýmis staðbundin vandamál í
umhverfisvemd. Næsti fundur
Norrænu umhverfisverndarsam-
takanna verður haldinn í Stokk-
hólmi að ári.